Djáknar! Nína Björg Vilhelmsdóttir skrifar 28. júlí 2011 06:00 Í kirkjunni starfar stór og ólíkur hópur einstaklinga. Þar eru bæði leikmenn og lærðir. Organistar, sjálfboðaliðar, djáknar, kirkjuverðir, prestar og ræstingafólk svo eitthvað sé nefnt. Verkefnin eru æði mörg og misjöfn. Sum hafa verið unnin í kirkjunni í langan tíma en önnur eru nýrri, líkt og staða djáknans. Flestir djáknar á Íslandi starfa ýmist á stofnun eða í kirkjum landsins. Starf þeirra er kærleiksþjónusta, diakonia. Kærleiksþjónustan er eitt af kjarnaatriðum kristindómsins og byggir á helgihaldi kirkjunnar, helgihaldi sem mótast af orðum og verkum kærleiksþjónustunnar. Með réttu má því segja að kærleiksþjónustan sé framlengdur armur lofgjörðarinnar inn í hversdaginn. Kærleiksþjónustunni er oft skipt upp í tvennt til einföldunar, þ.e. líknarþjónusta og fræðsluþjónusta. Allt starf djáknans miðar að því að vera með einstaklingnum í hinu hversdaglega, því sem mætir viðkomandi á hverjum degi, gleði og sorg. Margir djáknar starfa með börnum í kirkjunni. Það er mikil blessun að fá að fylgjast með þeim vexti sem víða hefur orðið í barnastarfi kirkjunnar og einnig í trúarþroska barnanna sem mörg hver hafa sótt starf í kirkjunni í yfir 10 ár. Biskup Íslands hefur lagt ríka áherslu á að hlúa vel að ungviði landsins og hann hefur jafnframt hvatt sóknarnefndir kirknanna að forðast það í lengstu lög að skera niður í barna- og æskulýðsstarfi. Vegna orða biskups sem og þeirri staðreynd að starf djákna er mikilvægt í okkar ágæta samfélagi hryggir það mig að heyra af uppsögnum djákna og því að verið sé að leggja niður stöður djákna. Kærleiksþjónustan er einn af lykilþáttum kirkjunnar eins og kemur fram í yfirskrift Þjóðkirkjunnar; biðjandi, boðandi, þjónandi. Hlutverkin innan kirkjunnar eru ólík og æði misjöfn. Djáknar eru kallaðir til að sinna ákveðnum verkefnum, organistar öðrum og prestar enn öðrum. Það mikilvæga er að allir þekki sitt starfssvið og vinni saman að því sem skiptir mestu máli, að boða, biðja og þjóna. Kærleiksþjónustan er mikilvæg í dag og djáknar eru kallaðir til að sinna henni. Ég tel að með því að leggja niður embætti djákna sem og með uppsögnum þeirra sé kirkjan að stíga óheillaskref, ekki síst fyrir þá sem nýta sér þjónustu djákna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í kirkjunni starfar stór og ólíkur hópur einstaklinga. Þar eru bæði leikmenn og lærðir. Organistar, sjálfboðaliðar, djáknar, kirkjuverðir, prestar og ræstingafólk svo eitthvað sé nefnt. Verkefnin eru æði mörg og misjöfn. Sum hafa verið unnin í kirkjunni í langan tíma en önnur eru nýrri, líkt og staða djáknans. Flestir djáknar á Íslandi starfa ýmist á stofnun eða í kirkjum landsins. Starf þeirra er kærleiksþjónusta, diakonia. Kærleiksþjónustan er eitt af kjarnaatriðum kristindómsins og byggir á helgihaldi kirkjunnar, helgihaldi sem mótast af orðum og verkum kærleiksþjónustunnar. Með réttu má því segja að kærleiksþjónustan sé framlengdur armur lofgjörðarinnar inn í hversdaginn. Kærleiksþjónustunni er oft skipt upp í tvennt til einföldunar, þ.e. líknarþjónusta og fræðsluþjónusta. Allt starf djáknans miðar að því að vera með einstaklingnum í hinu hversdaglega, því sem mætir viðkomandi á hverjum degi, gleði og sorg. Margir djáknar starfa með börnum í kirkjunni. Það er mikil blessun að fá að fylgjast með þeim vexti sem víða hefur orðið í barnastarfi kirkjunnar og einnig í trúarþroska barnanna sem mörg hver hafa sótt starf í kirkjunni í yfir 10 ár. Biskup Íslands hefur lagt ríka áherslu á að hlúa vel að ungviði landsins og hann hefur jafnframt hvatt sóknarnefndir kirknanna að forðast það í lengstu lög að skera niður í barna- og æskulýðsstarfi. Vegna orða biskups sem og þeirri staðreynd að starf djákna er mikilvægt í okkar ágæta samfélagi hryggir það mig að heyra af uppsögnum djákna og því að verið sé að leggja niður stöður djákna. Kærleiksþjónustan er einn af lykilþáttum kirkjunnar eins og kemur fram í yfirskrift Þjóðkirkjunnar; biðjandi, boðandi, þjónandi. Hlutverkin innan kirkjunnar eru ólík og æði misjöfn. Djáknar eru kallaðir til að sinna ákveðnum verkefnum, organistar öðrum og prestar enn öðrum. Það mikilvæga er að allir þekki sitt starfssvið og vinni saman að því sem skiptir mestu máli, að boða, biðja og þjóna. Kærleiksþjónustan er mikilvæg í dag og djáknar eru kallaðir til að sinna henni. Ég tel að með því að leggja niður embætti djákna sem og með uppsögnum þeirra sé kirkjan að stíga óheillaskref, ekki síst fyrir þá sem nýta sér þjónustu djákna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar