Skoðanakannanir og þjóðarvilji Þorkell Sigurlaugsson skrifar 27. júlí 2011 06:30 Þjóðaratkvæðagreiðslur, beint lýðræði og svokallaðurþjóðarvilji er talsvert í umræð-unni m.a. í tengslum við vinnu stjórnlagaráðs. Að einhverju leyti mótast þetta af vantrú á þjóðkjörnum fulltrúum og þar með fulltrúalýðræðinu, en þetta er líka eðlileg þróun í lýðræðisþjóðfélagi. Hins vegar má nefna mörg dæmi um skoðanakannanir eða kosningar þar sem sjónarmið fjöldans endurspegla ekki endilega skynsamlegustu niðurstöðuna eftir á að hyggja. Meirihluti þingmanna kemst heldur ekki alltaf að skynsamlegustu niðurstöðunni. Hvort sem þing eða þjóð á í hlut þarf að byggja á því að þeir sem kjósa séu vel upplýstir og viti hverjir valkostirnir eru. Þannig er það ekki alltaf, síst af öllu í þjóðfélagi þar sem fjölmiðlar eru veikir og hlutdrægir. Almenningur og þingmenn geta ekki treyst því að fá réttar eða ítarlegar upplýsingar. HvalfjarðargönginÁrið 1996 var meirihluti fólks skv. skoðanakönnun á móti gerð jarðganga undir Hvalfjörð. Um 52% voru andvíg göngunum en 23% fylgjandi. 25% voru hlutlaus. Veitingastaðnum Þyrli í Hvalfirði var lokað árið 2008, en eldsneytissala þar dróst saman um 70% eftir opnun Hvalfjarðar-ganganna. Olíufélagið, forveri N1, hefur eflaust treyst á að eitthvað væri að marka skoðanakönnunina sem gerð var 1996. Göngin áttu sem betur fer eftir að vera góð og arðsöm samgöngubót fyrir flesta og stuðla að orku- og tímasparnaði. ReykjavíkurflugvöllurÁrið 2001 kusu Reykvíkingar um það hvort flugvöllur ætti áfram að vera í Vatnsmýrinni eftir árið 2016. Um 37% Reykvíkinga tóku þátt í henni, en þeir einir máttu taka þátt. Úrslitin voru nánast hnífjöfn, 14.529 með flugvellinum en 14.913 á móti. Ekki var þó ljóst hvert flugvöllurinn ætti að fara og mörgu var ábótavant við þessar kosningar varðandi þá valkosti sem voru í boði. Ekki er ólíklegt að niðurstaðan yrði önnur í dag, enda nú flestum ljóst að annaðhvort verður hann í Vatnsmýrinni eða starfsemi hans flyst að fullu til Keflavíkur. Kosning um flugvöll, þar sem valkostir eru ekki skýrir, er dæmi um óheppilegt kosningamál. Aftur á móti þarf að komast að niðurstöðu um flugvöllinn enda verið að endurskoða aðalskipulag Reykjavíkur. Samkvæmt núverandi skipulagi á flugvöllurinn að víkja að hluta árið 2016 og að fullu árið 2024 og í mikilvægum skipulagsmálum þarf að horfa áratugi fram í tímann. KárahnjúkavirkjunVel má vera að meirihluti landsmanna hafi verið á móti Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma. Þar réðu bæði umhverfissjónarmið og arðsemissjónarmið miklu, en sumir töldu framkvæmdina líka tæknilega of áhættusama. Viðhorfin gætu verið önnur í dag. Kosningar um svona verkefni verða alltaf erfiðar og spurning hvort allur almenningur sé best til þess fallinn að ráða úrslitum í svona máli og á þá vægi Austfirðinga að ráða meiru alveg eins og Reykvíkingar töldu sig eiga að ráða því hvort flugvöllur fyrir innanlandsflugið yrði í Vatnsmýrinni eða annars staðar. Eldsneytisverð og vegatollarÓlíklegt er að almenningur samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu hækkun skatta t.d. á eldsneyti og upptöku vegatolla, en þetta er þó líklega skynsamlegasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu og viðhald vegakerfisins. Skatturinn leggst þyngst á þá sem keyra mest og eru á þyngstu og eyðslufrekustu bílunum. Auk þess stuðlar hærra eldsneytisverð að sparnaði í innflutningi eldsneytis og ýtir undir notkun annarra orkugjafa. Þetta er því betri skattstofn en t.d. tryggingagjald á laun eða almennir launaskattar. Hlutur fjölmiðlaHlutur fjölmiðla er umtalsverður þegar kemur að því að móta skoðanir fólks. Svo getur tíðarandinn og ástandið í þjóðfélaginu haft mikil áhrif og hvað fólk telur þjóna best sínum persónulegu hagsmunum. Umræðan um sjávarútvegsstefnuna og kvótamál, stóriðju, eldsneytisverð o.fl. eru dæmi um mál sem geta hentað illa í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðaratkvæðagreiðslur geta verið jákvæðar og æskilegar, en alls ekki í öllum málum. Það þarf því að skilgreina vel hvenær talið er réttlætanlegt og eðlilegt að 10-15% þjóðarinnar geti ákveðið hvort ráðist skuli í kosningar og meirihluti þjóðarinnar eigi að ákveða niðurstöðu í tilteknum málum. Það er ekki alltaf réttlætanlegt að meirihlutinn geti knúið fram niðurstöðu gegn minnihlutanum. Framkvæmdin og hvernig staðið er að kynningu getur ráðið úrslitum um niðurstöðuna. Kjósendum þarf þá að vera ljóst hverjir valkostirnir eru og afleiðingarnar fyrir einstaklinga og almenning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslur, beint lýðræði og svokallaðurþjóðarvilji er talsvert í umræð-unni m.a. í tengslum við vinnu stjórnlagaráðs. Að einhverju leyti mótast þetta af vantrú á þjóðkjörnum fulltrúum og þar með fulltrúalýðræðinu, en þetta er líka eðlileg þróun í lýðræðisþjóðfélagi. Hins vegar má nefna mörg dæmi um skoðanakannanir eða kosningar þar sem sjónarmið fjöldans endurspegla ekki endilega skynsamlegustu niðurstöðuna eftir á að hyggja. Meirihluti þingmanna kemst heldur ekki alltaf að skynsamlegustu niðurstöðunni. Hvort sem þing eða þjóð á í hlut þarf að byggja á því að þeir sem kjósa séu vel upplýstir og viti hverjir valkostirnir eru. Þannig er það ekki alltaf, síst af öllu í þjóðfélagi þar sem fjölmiðlar eru veikir og hlutdrægir. Almenningur og þingmenn geta ekki treyst því að fá réttar eða ítarlegar upplýsingar. HvalfjarðargönginÁrið 1996 var meirihluti fólks skv. skoðanakönnun á móti gerð jarðganga undir Hvalfjörð. Um 52% voru andvíg göngunum en 23% fylgjandi. 25% voru hlutlaus. Veitingastaðnum Þyrli í Hvalfirði var lokað árið 2008, en eldsneytissala þar dróst saman um 70% eftir opnun Hvalfjarðar-ganganna. Olíufélagið, forveri N1, hefur eflaust treyst á að eitthvað væri að marka skoðanakönnunina sem gerð var 1996. Göngin áttu sem betur fer eftir að vera góð og arðsöm samgöngubót fyrir flesta og stuðla að orku- og tímasparnaði. ReykjavíkurflugvöllurÁrið 2001 kusu Reykvíkingar um það hvort flugvöllur ætti áfram að vera í Vatnsmýrinni eftir árið 2016. Um 37% Reykvíkinga tóku þátt í henni, en þeir einir máttu taka þátt. Úrslitin voru nánast hnífjöfn, 14.529 með flugvellinum en 14.913 á móti. Ekki var þó ljóst hvert flugvöllurinn ætti að fara og mörgu var ábótavant við þessar kosningar varðandi þá valkosti sem voru í boði. Ekki er ólíklegt að niðurstaðan yrði önnur í dag, enda nú flestum ljóst að annaðhvort verður hann í Vatnsmýrinni eða starfsemi hans flyst að fullu til Keflavíkur. Kosning um flugvöll, þar sem valkostir eru ekki skýrir, er dæmi um óheppilegt kosningamál. Aftur á móti þarf að komast að niðurstöðu um flugvöllinn enda verið að endurskoða aðalskipulag Reykjavíkur. Samkvæmt núverandi skipulagi á flugvöllurinn að víkja að hluta árið 2016 og að fullu árið 2024 og í mikilvægum skipulagsmálum þarf að horfa áratugi fram í tímann. KárahnjúkavirkjunVel má vera að meirihluti landsmanna hafi verið á móti Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma. Þar réðu bæði umhverfissjónarmið og arðsemissjónarmið miklu, en sumir töldu framkvæmdina líka tæknilega of áhættusama. Viðhorfin gætu verið önnur í dag. Kosningar um svona verkefni verða alltaf erfiðar og spurning hvort allur almenningur sé best til þess fallinn að ráða úrslitum í svona máli og á þá vægi Austfirðinga að ráða meiru alveg eins og Reykvíkingar töldu sig eiga að ráða því hvort flugvöllur fyrir innanlandsflugið yrði í Vatnsmýrinni eða annars staðar. Eldsneytisverð og vegatollarÓlíklegt er að almenningur samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu hækkun skatta t.d. á eldsneyti og upptöku vegatolla, en þetta er þó líklega skynsamlegasta leiðin til að fjármagna uppbyggingu og viðhald vegakerfisins. Skatturinn leggst þyngst á þá sem keyra mest og eru á þyngstu og eyðslufrekustu bílunum. Auk þess stuðlar hærra eldsneytisverð að sparnaði í innflutningi eldsneytis og ýtir undir notkun annarra orkugjafa. Þetta er því betri skattstofn en t.d. tryggingagjald á laun eða almennir launaskattar. Hlutur fjölmiðlaHlutur fjölmiðla er umtalsverður þegar kemur að því að móta skoðanir fólks. Svo getur tíðarandinn og ástandið í þjóðfélaginu haft mikil áhrif og hvað fólk telur þjóna best sínum persónulegu hagsmunum. Umræðan um sjávarútvegsstefnuna og kvótamál, stóriðju, eldsneytisverð o.fl. eru dæmi um mál sem geta hentað illa í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðaratkvæðagreiðslur geta verið jákvæðar og æskilegar, en alls ekki í öllum málum. Það þarf því að skilgreina vel hvenær talið er réttlætanlegt og eðlilegt að 10-15% þjóðarinnar geti ákveðið hvort ráðist skuli í kosningar og meirihluti þjóðarinnar eigi að ákveða niðurstöðu í tilteknum málum. Það er ekki alltaf réttlætanlegt að meirihlutinn geti knúið fram niðurstöðu gegn minnihlutanum. Framkvæmdin og hvernig staðið er að kynningu getur ráðið úrslitum um niðurstöðuna. Kjósendum þarf þá að vera ljóst hverjir valkostirnir eru og afleiðingarnar fyrir einstaklinga og almenning.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar