Einu lélegasta leikári í sögu Leikfélags Akureyrar lokið Hjörleifur Hallgríms skrifar 27. júlí 2011 07:00 Einu lélegasta leikári í sögu Leikfélags Akureyrar (LA) í langan tíma lauk með enn einum tveggja manna farsanum, hrærivélarvitleysunni. Mér varð hugsað til ummæla, sem höfð voru eftir leikhússtjóranum Maríu Sigurðardóttur í Fréttablaðinu í vetur, sem voru á þá leið að svo mikil leikhúsmenning væri á Akureyri. Leikhúsmenningin, sem farið hefur fram á fjölum Samkomuhúss Akureyrar í vetur uppistendur af t.d. Sveppa, Harry og Heimi, Farsælum farsa, sem líkt var við freyðandi undanrennu af Sigurbjörgu Árnadóttur í Fréttablaðinu og tek ég undir það, Villidýr og pólitík og endaði á hrærivélarvitleysunni eins og fyrr er getið. Auðvitað enginn akureyrskur leikari því þeir fá ekki aðgang að leikhúsinu. Er enginn metnaður orðinn til hjá LA? Allt er aðkeypt og leikarar allir að sunnan og hlýtur að vera kostnaðarsamt uppihald, flugferðir og laun. Á síðasta ári nægðu ekki 120 milljónir, sem LA fékk frá ríki og bæ og óskiljanlegt að Akureyrarbær láti sig hafa það að henda tugum milljóna í slíkan rekstur þar sem uppistaðan er tveggja manna lélegir farsar með aðkomuleikurum. Engar alvöru leiksýningar. Spennandi leikár fram undan er gjarnan haft eftir leikhússtjóra. Ég, sem félagi í Leikfélagi Akureyrar, sé ekkert spennandi við reksturinn og er ekki einn um það og leyfi mér að fullyrða að rekstur LA er á hraðri niðurleið. Það er kannski lýsandi dæmi fyrir ástandið að þarna er fámenn klíka, sem virðist hafa yfirtekið félagið og dæmi eru um að þeir sem hafa orðið að ganga úr aðalstjórn vegna reglna félagsins láta kjósa sig í varastjórn til þess eins að komast aftur í aðalstjórnina. Að lokum vil ég svo nefna annað dæmi, sem ég þekki ekki frá öðrum félögum og veit ekki hvort er löglegt, að á síðasta aðalfundi var reikningum félagsins ekki dreift uppsettum og prentuðum á meðal félagsmanna heldur var þeim varpað eins og skuggamyndum upp á tjald og illmögulegt að fylgjast með. Ég lagði fram tillögu til stjórnar LA á síðasta aðalfundi um að félagið yrði aftur gert að áhugamanna- eða hálfatvinnumannaleikhúsi og á þar við að byrjað verði aftur á byrjunarreit með akureyrskum leikurum því nóg er til af þeim og virðing Leikfélags Akureyrar verði reist við á ný. Freyvangsleikhúsið réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar það tók tók til sýninga Góða dátann Svejk, sem er stórgóð sýning með hátt í þrjátíu leikurum. Stórgóð leiksýning með mörgum ágætum leikurum og var hún valin athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2010-2011. þetta er í annað skiptið á síðustu þremur árum, sem Freyvangsleikhúsinu hlotnast þessi heiður, en í fyrra skiptið var það Vínlandið eftir Helga Þórsson, stórgóð sýning og báðar hlutu þann sess að vera sýndar í Þjóðleikhúsinu. Leikararnir eru bæði úr Eyjafjarðarsveit og frá Akureyri, áhugafólk, sem vinnur kauplaust af áhuga og ánægju og á svo sannarlega heiður skilinn. Fleiri mættu taka þetta fólk sér til fyrirmyndar og sumt ekur tugi kílómetra á æfingar. En af öllu þessu ágæta fólki, sem tekur þátt í Svejknum, ólöstuðu var eftirtektarverður Ingólfur Þórsson í hlutverki lautinants Lúkasar og gerði því sterk og góð skil en síðast en ekki síst Brynjar Gauti Schiöth, sem leikur sjálfan Svejk og fer hreinlega á kostum og gefur ekkert eftir atvinnuleikurum nema síður sé. Þetta var toppleikur hjá þér Brynjar. Hafið öll miklar þakkir fyrir góða sýningu. Leikfélag Hörgdæla er annað áhugamannafélag, sem tefldi djarft til leiks að þessu sinni og tók til sýningar leikverkið Með fullri reisn. Þrjátíu urðu sýningarnar og varð að hætta fyrir fullu húsi í vor vegna sauðburðar sem var byrjaður hjá bændum, en margir þeirra eru leikarar, en til stendur samt að setja upp fleiri sýningar í haust því sagt er að saumaklúbbar hafi verið sérlega áhugasamir að sjá bændurna stríplast í allra handa stellingum þó svo engin hafi verið trúboðastellingin. Annars var þetta mjög fjörug og athyglisverð sýning með um 20 leikurum og haft hefur verið á orði að leikhúsgestir hafi farið hlæjandi heim úr Hörgárdalnum eftir sýningar. Mikil auglýsingaherferð var í gangi hjá Hörgdælingum, sem sýndi bændurna, leikarana, nakta í ýmsum stellingum eins og fyrr segir og skilaði sér vel. Það er mikið á sig lagt hjá þessum landsbyggðarleikfélögum, en enginn telur eftir sér að eyða tíma í þetta svo vikum skiptir enda fá þau umbun erfiðis síns. Það var mikið þess virði að eyða kvöldstund í Hörgárdalnum því þarna er á ferðinni margur gullmolinn í hlutverkum og af mörgum góðum voru að mínum dómi eftirtektarverðust Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir í hlutverki Jóhönnu og gerði því góð skil svo og stórleikarinn Bernharð bóndi Arnarson, sem Gunni og stendur Benni sig alltaf vel. Þakkir fyrir góða skemmtum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Einu lélegasta leikári í sögu Leikfélags Akureyrar (LA) í langan tíma lauk með enn einum tveggja manna farsanum, hrærivélarvitleysunni. Mér varð hugsað til ummæla, sem höfð voru eftir leikhússtjóranum Maríu Sigurðardóttur í Fréttablaðinu í vetur, sem voru á þá leið að svo mikil leikhúsmenning væri á Akureyri. Leikhúsmenningin, sem farið hefur fram á fjölum Samkomuhúss Akureyrar í vetur uppistendur af t.d. Sveppa, Harry og Heimi, Farsælum farsa, sem líkt var við freyðandi undanrennu af Sigurbjörgu Árnadóttur í Fréttablaðinu og tek ég undir það, Villidýr og pólitík og endaði á hrærivélarvitleysunni eins og fyrr er getið. Auðvitað enginn akureyrskur leikari því þeir fá ekki aðgang að leikhúsinu. Er enginn metnaður orðinn til hjá LA? Allt er aðkeypt og leikarar allir að sunnan og hlýtur að vera kostnaðarsamt uppihald, flugferðir og laun. Á síðasta ári nægðu ekki 120 milljónir, sem LA fékk frá ríki og bæ og óskiljanlegt að Akureyrarbær láti sig hafa það að henda tugum milljóna í slíkan rekstur þar sem uppistaðan er tveggja manna lélegir farsar með aðkomuleikurum. Engar alvöru leiksýningar. Spennandi leikár fram undan er gjarnan haft eftir leikhússtjóra. Ég, sem félagi í Leikfélagi Akureyrar, sé ekkert spennandi við reksturinn og er ekki einn um það og leyfi mér að fullyrða að rekstur LA er á hraðri niðurleið. Það er kannski lýsandi dæmi fyrir ástandið að þarna er fámenn klíka, sem virðist hafa yfirtekið félagið og dæmi eru um að þeir sem hafa orðið að ganga úr aðalstjórn vegna reglna félagsins láta kjósa sig í varastjórn til þess eins að komast aftur í aðalstjórnina. Að lokum vil ég svo nefna annað dæmi, sem ég þekki ekki frá öðrum félögum og veit ekki hvort er löglegt, að á síðasta aðalfundi var reikningum félagsins ekki dreift uppsettum og prentuðum á meðal félagsmanna heldur var þeim varpað eins og skuggamyndum upp á tjald og illmögulegt að fylgjast með. Ég lagði fram tillögu til stjórnar LA á síðasta aðalfundi um að félagið yrði aftur gert að áhugamanna- eða hálfatvinnumannaleikhúsi og á þar við að byrjað verði aftur á byrjunarreit með akureyrskum leikurum því nóg er til af þeim og virðing Leikfélags Akureyrar verði reist við á ný. Freyvangsleikhúsið réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar það tók tók til sýninga Góða dátann Svejk, sem er stórgóð sýning með hátt í þrjátíu leikurum. Stórgóð leiksýning með mörgum ágætum leikurum og var hún valin athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2010-2011. þetta er í annað skiptið á síðustu þremur árum, sem Freyvangsleikhúsinu hlotnast þessi heiður, en í fyrra skiptið var það Vínlandið eftir Helga Þórsson, stórgóð sýning og báðar hlutu þann sess að vera sýndar í Þjóðleikhúsinu. Leikararnir eru bæði úr Eyjafjarðarsveit og frá Akureyri, áhugafólk, sem vinnur kauplaust af áhuga og ánægju og á svo sannarlega heiður skilinn. Fleiri mættu taka þetta fólk sér til fyrirmyndar og sumt ekur tugi kílómetra á æfingar. En af öllu þessu ágæta fólki, sem tekur þátt í Svejknum, ólöstuðu var eftirtektarverður Ingólfur Þórsson í hlutverki lautinants Lúkasar og gerði því sterk og góð skil en síðast en ekki síst Brynjar Gauti Schiöth, sem leikur sjálfan Svejk og fer hreinlega á kostum og gefur ekkert eftir atvinnuleikurum nema síður sé. Þetta var toppleikur hjá þér Brynjar. Hafið öll miklar þakkir fyrir góða sýningu. Leikfélag Hörgdæla er annað áhugamannafélag, sem tefldi djarft til leiks að þessu sinni og tók til sýningar leikverkið Með fullri reisn. Þrjátíu urðu sýningarnar og varð að hætta fyrir fullu húsi í vor vegna sauðburðar sem var byrjaður hjá bændum, en margir þeirra eru leikarar, en til stendur samt að setja upp fleiri sýningar í haust því sagt er að saumaklúbbar hafi verið sérlega áhugasamir að sjá bændurna stríplast í allra handa stellingum þó svo engin hafi verið trúboðastellingin. Annars var þetta mjög fjörug og athyglisverð sýning með um 20 leikurum og haft hefur verið á orði að leikhúsgestir hafi farið hlæjandi heim úr Hörgárdalnum eftir sýningar. Mikil auglýsingaherferð var í gangi hjá Hörgdælingum, sem sýndi bændurna, leikarana, nakta í ýmsum stellingum eins og fyrr segir og skilaði sér vel. Það er mikið á sig lagt hjá þessum landsbyggðarleikfélögum, en enginn telur eftir sér að eyða tíma í þetta svo vikum skiptir enda fá þau umbun erfiðis síns. Það var mikið þess virði að eyða kvöldstund í Hörgárdalnum því þarna er á ferðinni margur gullmolinn í hlutverkum og af mörgum góðum voru að mínum dómi eftirtektarverðust Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir í hlutverki Jóhönnu og gerði því góð skil svo og stórleikarinn Bernharð bóndi Arnarson, sem Gunni og stendur Benni sig alltaf vel. Þakkir fyrir góða skemmtum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun