Íslendingar gefa tugi milljóna í neyðarhjálp 27. júlí 2011 09:00 Sigríður Víðis Jónsdóttir Hjálpar þurfi Milljónir líða skort á þurrkasvæðunum í Austur-Afríku, en Íslendingar hafa styrkt hjálparstarf um tugi milljóna. Á myndinni sést móðir hins sjö mánaða gamla Mihag Gedi Farah hlúa að syni sínum í Dadaab-flóttamannabúðunum í Keníu. Fréttablaðið/AP Íslendingar hafa gefið rausnarlega í safnanir sem hjálparstofnanir og líknarfélög standa fyrir vegna neyðarástands í austurhluta Afríku. Um 18 milljónir króna voru komnar inn á söfnunarreikning Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) síðdegis í gær og segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF, að mikil vitundarvakning hafi greinilega orðið síðustu daga. „Það er greinilegt að neyðarástandið hefur vakið sterk viðbrögð og við finnum að það snertir við fólki. Enda er mikið í húfi og líf hundruð þúsunda barna í hættu. Við finnum að fólk hér á landi áttar sig á að það er hægt að koma börnunum til aðstoðar og er tilbúið að leggja sitt af mörkum til að hjálpa. Við erum afar þakklát fyrir þetta og snortin af viðbrögðunum.“ Miklir þurrkar hafa verið þarna síðustu tvö ár og nú er svo komið að ellefu milljónir manna eru hjálpar þurfi. Þar af eru um 700 þúsund börn sem eru lífshættulega vannærð, segir í upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum og UNICEF. Þá hafa rúmar níu milljónir króna safnast hjá Rauða Krossi Íslands, sem hefur auk þess lagt 4,3 milljónir króna úr eigin neyðarsjóði í söfnunina. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur óstöðugleiki innanlands í Sómalíu gert hjálparstofnunum erfitt um vik, en Alþjóða Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn í Sómalíu hafa að eigin sögn fengið að dreifa mat óáreittir í landinu, jafnvel á svæðum undir stjórn skæruliðahópa. Að sögn Þóris Guðmundssonar, sviðstjóra alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi, verður öllu söfnunarfé varið til kaupa á næringarbættu hnetusmjöri. Þórir bætir því við að með því að hringja í síma 904-1500 og leggja söfnuninni þannig til 1.500 krónur, sé hægt að kaupa þriggja til fjögurra vikna skammt af hnetusmjöri fyrir eitt barn og hjúkra því þannig til heilbrigðis. Nánari upplýsingar um hvernig styrkja má hjálparstarfið er að finna á heimasíðum UNICEF og Rauða krossins, en auk þess standa Barnaheill - Save the Children og Hjálparstarf kirkjunnar fyrir söfnunum til handa bágstöddum í Austur-Afríku. Alþjóðasamfélagið hefur tekið við sér og hyggjast Sameinuðu þjóðirnar safna 1,6 milljörðum Bandaríkjadala, sem jafngildir rúmum 180 milljörðum króna, til hjálparstarfsins næstu tólf mánuði. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Hjálpar þurfi Milljónir líða skort á þurrkasvæðunum í Austur-Afríku, en Íslendingar hafa styrkt hjálparstarf um tugi milljóna. Á myndinni sést móðir hins sjö mánaða gamla Mihag Gedi Farah hlúa að syni sínum í Dadaab-flóttamannabúðunum í Keníu. Fréttablaðið/AP Íslendingar hafa gefið rausnarlega í safnanir sem hjálparstofnanir og líknarfélög standa fyrir vegna neyðarástands í austurhluta Afríku. Um 18 milljónir króna voru komnar inn á söfnunarreikning Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) síðdegis í gær og segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF, að mikil vitundarvakning hafi greinilega orðið síðustu daga. „Það er greinilegt að neyðarástandið hefur vakið sterk viðbrögð og við finnum að það snertir við fólki. Enda er mikið í húfi og líf hundruð þúsunda barna í hættu. Við finnum að fólk hér á landi áttar sig á að það er hægt að koma börnunum til aðstoðar og er tilbúið að leggja sitt af mörkum til að hjálpa. Við erum afar þakklát fyrir þetta og snortin af viðbrögðunum.“ Miklir þurrkar hafa verið þarna síðustu tvö ár og nú er svo komið að ellefu milljónir manna eru hjálpar þurfi. Þar af eru um 700 þúsund börn sem eru lífshættulega vannærð, segir í upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum og UNICEF. Þá hafa rúmar níu milljónir króna safnast hjá Rauða Krossi Íslands, sem hefur auk þess lagt 4,3 milljónir króna úr eigin neyðarsjóði í söfnunina. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur óstöðugleiki innanlands í Sómalíu gert hjálparstofnunum erfitt um vik, en Alþjóða Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn í Sómalíu hafa að eigin sögn fengið að dreifa mat óáreittir í landinu, jafnvel á svæðum undir stjórn skæruliðahópa. Að sögn Þóris Guðmundssonar, sviðstjóra alþjóðasviðs Rauða krossins á Íslandi, verður öllu söfnunarfé varið til kaupa á næringarbættu hnetusmjöri. Þórir bætir því við að með því að hringja í síma 904-1500 og leggja söfnuninni þannig til 1.500 krónur, sé hægt að kaupa þriggja til fjögurra vikna skammt af hnetusmjöri fyrir eitt barn og hjúkra því þannig til heilbrigðis. Nánari upplýsingar um hvernig styrkja má hjálparstarfið er að finna á heimasíðum UNICEF og Rauða krossins, en auk þess standa Barnaheill - Save the Children og Hjálparstarf kirkjunnar fyrir söfnunum til handa bágstöddum í Austur-Afríku. Alþjóðasamfélagið hefur tekið við sér og hyggjast Sameinuðu þjóðirnar safna 1,6 milljörðum Bandaríkjadala, sem jafngildir rúmum 180 milljörðum króna, til hjálparstarfsins næstu tólf mánuði. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira