Er ekki kominn tími á þessa karla? Agnar Guðnason skrifar 26. júlí 2011 07:00 Þessar umræður undanfarna daga og vikur um verð á innlendum búvörum eru mér algjörlega óskiljanlegar – eru til menn það einangraðir hér á Íslandi að þeir hafa ekki hugmynd um verðlag í öðrum löndum? Skýringin gæti verið sú að þeir hafa bara ekki kynnt sér verðlag á búvörum í öðrum löndum sl. 12 ár eða svo. Ég get nefnt sem dæmi þegar formaður launþegasamtaka á Íslandi vill hvetja alla íslenska neytendur til að hætta að borða íslenskt dilkakjöt, af því að verðið mun hækka svo rosalega á næstu dögum, eða formaður Neytendasamtakanna heldur því fram að matvöruverð sé hærra hér á landi en í nokkru öðru landi. Ég get ómögulega séð að þessir menn geti haldið sínum embættum – hinir almennu félagsmenn í þessum samtökum verða að gera ráðstafanir til að losna við þessa menn sem eru svona rosalega illa staddir. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að hækka verð á dilkakjöti til bænda – þeir bera of lítið úr býtum fyrir sína vinnu. Þrátt fyrir að verð á dilkakjöti út úr verslun gæti hækkað um 10% eða svo þá geri ég ráð fyrir að verðlag á dilkakjöti yrði hliðstætt því sem það er hagstæðast í dag í Evrópu. Dilkakjötið ætti, hugsanlega, að vera dýrasta kjöt sem völ er á, fyrir utan sérstæðar kjötvörur eins og bjórkjöt af ungnautum í Japan og Englandi – síðan kjöt af ýmis konar villibráð sem er og verður eflaust dýrara. Ég hef kannað verðlag á kjötvörum í nokkrum löndum á síðastliðnum tveim árum. Hæsta verð á dilkakjöti er í Svíþjóð enda borða Svíar ekki nema um 300 g á mann að meðaltali yfir árið – 1 kg af lambalundum kostaði á síðastliðnu ári sem svarar 5.500 íslenskum krónum. (Þetta var í kaupfélaginu í Gustavsberg). Annað kjöt var um 20 til 30% dýrara en gerðist hér á landi. Rétt er að geta þess að smjör var helmingi dýrara í Svíþjóð en hjá okkur en verð á ostum var aftur á móti mun lægra en hér gerist. Þá athugaði ég verð í tveim verslunum í London, lágvöruversluninni Tesco og í Sainsbury. Þar reyndist verð á öllum helstu kjöttegundum vera þó nokkuð hærra en gerist hjá okkur, þó ég miði við verð í Bónus eða Nóatúni. Rétt er að geta þess að verðlag á kjúklingum í Tesco var svipað og það gerðist í Bónus um líkt leyti. Innflutt matvara er að vísu dýr hjá okkur miðað við önnur lönd, en þetta á ekki við um innlendar búvörur. Ég vona að íslenskir neytendur hafi vit á að nýta sér okkar ágætu búvörur. Ef vel ætti að gera við sauðfjárbændur þyrfti að hækka verð til þeirra um 20% en lækka kostnað við slátrun og annan milliliðakostnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessar umræður undanfarna daga og vikur um verð á innlendum búvörum eru mér algjörlega óskiljanlegar – eru til menn það einangraðir hér á Íslandi að þeir hafa ekki hugmynd um verðlag í öðrum löndum? Skýringin gæti verið sú að þeir hafa bara ekki kynnt sér verðlag á búvörum í öðrum löndum sl. 12 ár eða svo. Ég get nefnt sem dæmi þegar formaður launþegasamtaka á Íslandi vill hvetja alla íslenska neytendur til að hætta að borða íslenskt dilkakjöt, af því að verðið mun hækka svo rosalega á næstu dögum, eða formaður Neytendasamtakanna heldur því fram að matvöruverð sé hærra hér á landi en í nokkru öðru landi. Ég get ómögulega séð að þessir menn geti haldið sínum embættum – hinir almennu félagsmenn í þessum samtökum verða að gera ráðstafanir til að losna við þessa menn sem eru svona rosalega illa staddir. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að hækka verð á dilkakjöti til bænda – þeir bera of lítið úr býtum fyrir sína vinnu. Þrátt fyrir að verð á dilkakjöti út úr verslun gæti hækkað um 10% eða svo þá geri ég ráð fyrir að verðlag á dilkakjöti yrði hliðstætt því sem það er hagstæðast í dag í Evrópu. Dilkakjötið ætti, hugsanlega, að vera dýrasta kjöt sem völ er á, fyrir utan sérstæðar kjötvörur eins og bjórkjöt af ungnautum í Japan og Englandi – síðan kjöt af ýmis konar villibráð sem er og verður eflaust dýrara. Ég hef kannað verðlag á kjötvörum í nokkrum löndum á síðastliðnum tveim árum. Hæsta verð á dilkakjöti er í Svíþjóð enda borða Svíar ekki nema um 300 g á mann að meðaltali yfir árið – 1 kg af lambalundum kostaði á síðastliðnu ári sem svarar 5.500 íslenskum krónum. (Þetta var í kaupfélaginu í Gustavsberg). Annað kjöt var um 20 til 30% dýrara en gerðist hér á landi. Rétt er að geta þess að smjör var helmingi dýrara í Svíþjóð en hjá okkur en verð á ostum var aftur á móti mun lægra en hér gerist. Þá athugaði ég verð í tveim verslunum í London, lágvöruversluninni Tesco og í Sainsbury. Þar reyndist verð á öllum helstu kjöttegundum vera þó nokkuð hærra en gerist hjá okkur, þó ég miði við verð í Bónus eða Nóatúni. Rétt er að geta þess að verðlag á kjúklingum í Tesco var svipað og það gerðist í Bónus um líkt leyti. Innflutt matvara er að vísu dýr hjá okkur miðað við önnur lönd, en þetta á ekki við um innlendar búvörur. Ég vona að íslenskir neytendur hafi vit á að nýta sér okkar ágætu búvörur. Ef vel ætti að gera við sauðfjárbændur þyrfti að hækka verð til þeirra um 20% en lækka kostnað við slátrun og annan milliliðakostnað.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun