Hlutverk Íslands innan ESB Inga Sigrún Atladóttir skrifar 26. júlí 2011 08:00 Ég er ein af þeim sem telja að aðild að Evrópusambandinu verði til hagsbóta fyrir Íslendinga. Það er ekki vegna þess að ég telji að við verðum rík af sjóðum sambandsins og það er heldur ekki mín skoðun að sjálfræði okkar muni aukast. Ég tel ekki heldur að ESB sé svar við öllum okkar vandamálum og þaðan af síður tel ég að sjónarhorn okkar muni ráða ferðinni innan sambandsins. Ég tel aftur á móti að Ísland hafi mikið að bjóða grönnum sínum í Evrópu og ég tel að við höfum skyldur til að miðla þeim verðmætum sem við höfum. Þá er ég ekki að tala um orku, fisk eða landbúnaðarvörur heldur lýðræðishefð og friðarboðskap sem Íslendingar hafa varðveitt í margar kynslóðir, ekki bara í orði heldur líka í framkvæmd. Markmið Evrópusambandsins er að jafna og bæta kjör í aðildarríkjunum. Evrópusambandið byggir á þeirri sýn að friður á milli sjálfstæðra ríkja verði best tryggður með samskiptum og samvinnu, gagnkvæmum skilningi og jafnræði í réttindum og lífskjörum. Íslendingar hafa staðið sig mjög vel í að móta reglur um réttindi fólks á vinnumarkaði og miðlað þannig áherslum íslensks vinnumarkaðar um velferð og réttindi inn í samevrópskar reglur. Aðild ASÍ að Evrópusambandi stéttarfélaga hefur gefið sambandinu tækifæri til að standa þá vakt með miklum sóma. Á sama hátt getum við nýtt sérþekkingu okkar og reynslu til að hafa áhrif í friðar- og lýðræðismálum innan Evrópusambandsins. Ég tel að á síðustu árum sé hlutverk Íslands og annarra Norðurlandaþjóða í friðar-, lýðræðis- og velferðarmálum enn brýnna en áður. Á síðasta áratug hafa komið inn í sambandið fátækari þjóðir sem ekki hafa búið við lýðræði og markaðsbúskap síðustu áratugi. Með þeirri breytingu heyrast fjölbreyttari sjónarmið sem munu hafa áhrif á mótun Evrópusamvinnunnar á komandi árum. Ég trúi því að Íslendingar vilji vera hluti af Evrópu þar sem raunverulegt lýðræði ríkir og mannréttindi í heiðri höfð. Nýleg frétt um starfskonu á hóteli í Reykjavík hefur vakið okkur öll til umhugsunar um að í Evrópu býr fjöldi fólks sem ekki er mótað af sömu reynslu, lífsgæðum og lífssýn og við Íslendingar. Jöfnuður í landinu, frelsi og mannréttindi eru gildi sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa reynt að varðveita með einum eða öðrum hætti frá því að við fengum sjálfstjórn, það hefur verið okkur mikil gæfa. Að tryggja sterkari rödd þessara gilda er hlutverk okkar – það gerum við ekki sem áhorfendur innan Evrópusambandsins heldur aðeins sem virkir þátttakendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég er ein af þeim sem telja að aðild að Evrópusambandinu verði til hagsbóta fyrir Íslendinga. Það er ekki vegna þess að ég telji að við verðum rík af sjóðum sambandsins og það er heldur ekki mín skoðun að sjálfræði okkar muni aukast. Ég tel ekki heldur að ESB sé svar við öllum okkar vandamálum og þaðan af síður tel ég að sjónarhorn okkar muni ráða ferðinni innan sambandsins. Ég tel aftur á móti að Ísland hafi mikið að bjóða grönnum sínum í Evrópu og ég tel að við höfum skyldur til að miðla þeim verðmætum sem við höfum. Þá er ég ekki að tala um orku, fisk eða landbúnaðarvörur heldur lýðræðishefð og friðarboðskap sem Íslendingar hafa varðveitt í margar kynslóðir, ekki bara í orði heldur líka í framkvæmd. Markmið Evrópusambandsins er að jafna og bæta kjör í aðildarríkjunum. Evrópusambandið byggir á þeirri sýn að friður á milli sjálfstæðra ríkja verði best tryggður með samskiptum og samvinnu, gagnkvæmum skilningi og jafnræði í réttindum og lífskjörum. Íslendingar hafa staðið sig mjög vel í að móta reglur um réttindi fólks á vinnumarkaði og miðlað þannig áherslum íslensks vinnumarkaðar um velferð og réttindi inn í samevrópskar reglur. Aðild ASÍ að Evrópusambandi stéttarfélaga hefur gefið sambandinu tækifæri til að standa þá vakt með miklum sóma. Á sama hátt getum við nýtt sérþekkingu okkar og reynslu til að hafa áhrif í friðar- og lýðræðismálum innan Evrópusambandsins. Ég tel að á síðustu árum sé hlutverk Íslands og annarra Norðurlandaþjóða í friðar-, lýðræðis- og velferðarmálum enn brýnna en áður. Á síðasta áratug hafa komið inn í sambandið fátækari þjóðir sem ekki hafa búið við lýðræði og markaðsbúskap síðustu áratugi. Með þeirri breytingu heyrast fjölbreyttari sjónarmið sem munu hafa áhrif á mótun Evrópusamvinnunnar á komandi árum. Ég trúi því að Íslendingar vilji vera hluti af Evrópu þar sem raunverulegt lýðræði ríkir og mannréttindi í heiðri höfð. Nýleg frétt um starfskonu á hóteli í Reykjavík hefur vakið okkur öll til umhugsunar um að í Evrópu býr fjöldi fólks sem ekki er mótað af sömu reynslu, lífsgæðum og lífssýn og við Íslendingar. Jöfnuður í landinu, frelsi og mannréttindi eru gildi sem allir stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa reynt að varðveita með einum eða öðrum hætti frá því að við fengum sjálfstjórn, það hefur verið okkur mikil gæfa. Að tryggja sterkari rödd þessara gilda er hlutverk okkar – það gerum við ekki sem áhorfendur innan Evrópusambandsins heldur aðeins sem virkir þátttakendur.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar