Björgum þeim frá hræðilegri martröð Ban Ki-moon skrifar 25. júlí 2011 11:00 Hungur ríkir á austurodda Afríku. Allt hefur lagst á eitt; átök, hátt matarverð og þurrkar með þeim afleiðingum að ellefu milljónir manna líða alvarlegan skort. Viðvörunarbjöllurnar hringja og við getum ekki látið sem ekkert sé. Á hverjum degi fæ ég átakanlegar skýrslur frá fólki Sameinuðu þjóðanna sem er á staðnum. Búfénaður og geitur sómalískra flóttamanna er dauður úr þorsta og fólkið gengur vikum saman til að leita hjálpar í Keníu og Eþíópíu. Munaðarleysingjar koma einir; vannærðir og óttaslegnir – foreldrarnir látnir. Við heyrum hræðilegar sögur frá Sómalíu af fjölskyldum sem hafa þurft að horfa upp á börn sín deyja eitt af öðru. Ein konan birtist nýlega í búðum Sameinuðu þjóðanna fyrir uppflosnað fólk, um 140 kílómetra fyrir sunnan Mógadisjú. Hún átti þriggja vikna ferð, fótgangandi, að baki. Halima Omar frá Shebelle-héraði var eitt sinn talin vel stæð. Í dag eftir þriggja ára þurrk rétt skrimtir hún. Fjögur af sex börnum hennar eru látin. „Það er ekkert verra en að horfa á barn sitt deyja vegna þess að maður getur ekki fætt það,“ segir hún um eldraun sína. „Ég er að missa alla von.“ Við spyrjum okkur: hvernig stendur á því að þetta gerist enn á ný? Þegar öllu er á botninn hvolft er nægur matur í heiminum. Jú, vissulega eru erfiðir tímar víða um heim, en samt sem áður höfum við alltaf frá aldaöðli svarað því kalli að koma nauðstöddum meðbræðrum okkar til hjálpar, jafnvel þegar verst hefur árað. Af þessum sökum leita ég til ykkar í dag og bið ykkur að rétta Sómalíu hjálparhönd nú þegar neyðin er stærst. Til þess að bjarga því fólki sem er í lífshættu – að langmestu leyti konum og börnum – þurfum við 1,6 milljarða Bandaríkjadala aðstoð. Hingað til hefur aðeins tekist að afla helmings þessa fjár. Halima Omar hin sómalíska sagði við okkur: „Kannski eru þetta örlög okkar, en kannski gerist kraftaverk og okkur verður bjargað frá þessari martröð.“ Ég get ekki sætt mig við að þetta séu örlög hennar. Við skulum í sameiningu bjarga henni og löndum hennar frá þessari hræðilegu martröð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Hungur ríkir á austurodda Afríku. Allt hefur lagst á eitt; átök, hátt matarverð og þurrkar með þeim afleiðingum að ellefu milljónir manna líða alvarlegan skort. Viðvörunarbjöllurnar hringja og við getum ekki látið sem ekkert sé. Á hverjum degi fæ ég átakanlegar skýrslur frá fólki Sameinuðu þjóðanna sem er á staðnum. Búfénaður og geitur sómalískra flóttamanna er dauður úr þorsta og fólkið gengur vikum saman til að leita hjálpar í Keníu og Eþíópíu. Munaðarleysingjar koma einir; vannærðir og óttaslegnir – foreldrarnir látnir. Við heyrum hræðilegar sögur frá Sómalíu af fjölskyldum sem hafa þurft að horfa upp á börn sín deyja eitt af öðru. Ein konan birtist nýlega í búðum Sameinuðu þjóðanna fyrir uppflosnað fólk, um 140 kílómetra fyrir sunnan Mógadisjú. Hún átti þriggja vikna ferð, fótgangandi, að baki. Halima Omar frá Shebelle-héraði var eitt sinn talin vel stæð. Í dag eftir þriggja ára þurrk rétt skrimtir hún. Fjögur af sex börnum hennar eru látin. „Það er ekkert verra en að horfa á barn sitt deyja vegna þess að maður getur ekki fætt það,“ segir hún um eldraun sína. „Ég er að missa alla von.“ Við spyrjum okkur: hvernig stendur á því að þetta gerist enn á ný? Þegar öllu er á botninn hvolft er nægur matur í heiminum. Jú, vissulega eru erfiðir tímar víða um heim, en samt sem áður höfum við alltaf frá aldaöðli svarað því kalli að koma nauðstöddum meðbræðrum okkar til hjálpar, jafnvel þegar verst hefur árað. Af þessum sökum leita ég til ykkar í dag og bið ykkur að rétta Sómalíu hjálparhönd nú þegar neyðin er stærst. Til þess að bjarga því fólki sem er í lífshættu – að langmestu leyti konum og börnum – þurfum við 1,6 milljarða Bandaríkjadala aðstoð. Hingað til hefur aðeins tekist að afla helmings þessa fjár. Halima Omar hin sómalíska sagði við okkur: „Kannski eru þetta örlög okkar, en kannski gerist kraftaverk og okkur verður bjargað frá þessari martröð.“ Ég get ekki sætt mig við að þetta séu örlög hennar. Við skulum í sameiningu bjarga henni og löndum hennar frá þessari hræðilegu martröð.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar