Björgum þeim frá hræðilegri martröð Ban Ki-moon skrifar 25. júlí 2011 11:00 Hungur ríkir á austurodda Afríku. Allt hefur lagst á eitt; átök, hátt matarverð og þurrkar með þeim afleiðingum að ellefu milljónir manna líða alvarlegan skort. Viðvörunarbjöllurnar hringja og við getum ekki látið sem ekkert sé. Á hverjum degi fæ ég átakanlegar skýrslur frá fólki Sameinuðu þjóðanna sem er á staðnum. Búfénaður og geitur sómalískra flóttamanna er dauður úr þorsta og fólkið gengur vikum saman til að leita hjálpar í Keníu og Eþíópíu. Munaðarleysingjar koma einir; vannærðir og óttaslegnir – foreldrarnir látnir. Við heyrum hræðilegar sögur frá Sómalíu af fjölskyldum sem hafa þurft að horfa upp á börn sín deyja eitt af öðru. Ein konan birtist nýlega í búðum Sameinuðu þjóðanna fyrir uppflosnað fólk, um 140 kílómetra fyrir sunnan Mógadisjú. Hún átti þriggja vikna ferð, fótgangandi, að baki. Halima Omar frá Shebelle-héraði var eitt sinn talin vel stæð. Í dag eftir þriggja ára þurrk rétt skrimtir hún. Fjögur af sex börnum hennar eru látin. „Það er ekkert verra en að horfa á barn sitt deyja vegna þess að maður getur ekki fætt það,“ segir hún um eldraun sína. „Ég er að missa alla von.“ Við spyrjum okkur: hvernig stendur á því að þetta gerist enn á ný? Þegar öllu er á botninn hvolft er nægur matur í heiminum. Jú, vissulega eru erfiðir tímar víða um heim, en samt sem áður höfum við alltaf frá aldaöðli svarað því kalli að koma nauðstöddum meðbræðrum okkar til hjálpar, jafnvel þegar verst hefur árað. Af þessum sökum leita ég til ykkar í dag og bið ykkur að rétta Sómalíu hjálparhönd nú þegar neyðin er stærst. Til þess að bjarga því fólki sem er í lífshættu – að langmestu leyti konum og börnum – þurfum við 1,6 milljarða Bandaríkjadala aðstoð. Hingað til hefur aðeins tekist að afla helmings þessa fjár. Halima Omar hin sómalíska sagði við okkur: „Kannski eru þetta örlög okkar, en kannski gerist kraftaverk og okkur verður bjargað frá þessari martröð.“ Ég get ekki sætt mig við að þetta séu örlög hennar. Við skulum í sameiningu bjarga henni og löndum hennar frá þessari hræðilegu martröð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Hungur ríkir á austurodda Afríku. Allt hefur lagst á eitt; átök, hátt matarverð og þurrkar með þeim afleiðingum að ellefu milljónir manna líða alvarlegan skort. Viðvörunarbjöllurnar hringja og við getum ekki látið sem ekkert sé. Á hverjum degi fæ ég átakanlegar skýrslur frá fólki Sameinuðu þjóðanna sem er á staðnum. Búfénaður og geitur sómalískra flóttamanna er dauður úr þorsta og fólkið gengur vikum saman til að leita hjálpar í Keníu og Eþíópíu. Munaðarleysingjar koma einir; vannærðir og óttaslegnir – foreldrarnir látnir. Við heyrum hræðilegar sögur frá Sómalíu af fjölskyldum sem hafa þurft að horfa upp á börn sín deyja eitt af öðru. Ein konan birtist nýlega í búðum Sameinuðu þjóðanna fyrir uppflosnað fólk, um 140 kílómetra fyrir sunnan Mógadisjú. Hún átti þriggja vikna ferð, fótgangandi, að baki. Halima Omar frá Shebelle-héraði var eitt sinn talin vel stæð. Í dag eftir þriggja ára þurrk rétt skrimtir hún. Fjögur af sex börnum hennar eru látin. „Það er ekkert verra en að horfa á barn sitt deyja vegna þess að maður getur ekki fætt það,“ segir hún um eldraun sína. „Ég er að missa alla von.“ Við spyrjum okkur: hvernig stendur á því að þetta gerist enn á ný? Þegar öllu er á botninn hvolft er nægur matur í heiminum. Jú, vissulega eru erfiðir tímar víða um heim, en samt sem áður höfum við alltaf frá aldaöðli svarað því kalli að koma nauðstöddum meðbræðrum okkar til hjálpar, jafnvel þegar verst hefur árað. Af þessum sökum leita ég til ykkar í dag og bið ykkur að rétta Sómalíu hjálparhönd nú þegar neyðin er stærst. Til þess að bjarga því fólki sem er í lífshættu – að langmestu leyti konum og börnum – þurfum við 1,6 milljarða Bandaríkjadala aðstoð. Hingað til hefur aðeins tekist að afla helmings þessa fjár. Halima Omar hin sómalíska sagði við okkur: „Kannski eru þetta örlög okkar, en kannski gerist kraftaverk og okkur verður bjargað frá þessari martröð.“ Ég get ekki sætt mig við að þetta séu örlög hennar. Við skulum í sameiningu bjarga henni og löndum hennar frá þessari hræðilegu martröð.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar