Upphrópanir úr Ráðhúsinu 22. júlí 2011 06:00 Kjartan Magnússon borgarfulltrúi skrifar grein í Fréttablað gærdagsins um fjárhagsstöðu borgarinnar og meint slæleg vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar vegna fjárhagsáætlunargerðar. Greinin ber keim af þeim málflutningi sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa viðhaft í vetur, upphrópanir og upphlaup til að skapa óþarfan óróa meðal borgarbúa. Kjartan Magnússon stærir sig af sterkri fjárhagslegri stöðu Reykjavíkurborgar sem hann segir hafa verið byggða upp á síðasta kjörtímabili. Þegar núverandi meirihluti tók við eftir kosningar blasti við grafalvarleg staða Orkuveitu Reykjavíkur sem fyrri meirihluti heyktist á að taka föstum tökum. Í dag er staðan gjörbreytt og aðgerðir síðastliðins vetrar sem tengjast Orkuveitunni bera ábyrgri fjármálastjórn gott vitni. Annað það sem blasti við núverandi meirihluta var fimm milljarða króna gat hjá aðalsjóði borgarinnar. Til að mæta því var farin blönduð leið hagræðingar, hóflegra gjaldskrárhækkana og útsvarshækkunar. Bestu tíðindin fyrir borgarbúa voru þau að núverandi meirihluti stóð vörð um þjónustu borgarinnar í leikskólum, grunnskólum og í velferðarmálum. Hæst ber að staðinn var vörður um launakjör leikskólastarfsfólks, forgangsraðað var í þágu nýrra leikskólabarna en barnasprengjan í Reykjavík þýðir verulegan útgjaldaauka fyrir borgarsjóð, einnig var fjárhagsaðstoð hækkuð til handa fátækustu íbúum borgarinnar. Í þriðja lagi víkur Kjartan Magnússon að þriggja ára áætlun borgarinnar og meintum lélegum skilum á henni. Margoft hefur núverandi meirihluti bent á að afar erfitt er fyrir Reykjavíkurborg að gera raunhæfa þriggja ára áætlun á meðan fjármagn vegna flutnings málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga er ennþá ófrágengið. Tafirnar eru vegna þess að innanríkisráðuneytið hefur ekki gengið frá fjármögnun verkefnisins til Reykjavíkurborgar að fullu. Fjármagnið er rúmlega fjórir milljarðar og það sér það hver sem sjá vill að áætlun án þess fjármagns yrði eingöngu til málamynda og ekki raunverulegt hagstjórnartæki. Þess ber að geta að þriggja ára áætlanir voru lagðar fram í borgarstjóratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem einfaldur framreikningur frekar en raunhæfar áætlanir. Mikilvægast fyrir borgarbúa er þó að nú situr meirihluti sem forgangsraðar í þágu barnafólks og þeirra sem minnst mega sín í borginni og hefur hugrekki til að taka á risavöxnum verkefnum sem Reykjavíkurborg og fyrirtæki í hennar eigu standa frammi fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi skrifar grein í Fréttablað gærdagsins um fjárhagsstöðu borgarinnar og meint slæleg vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar vegna fjárhagsáætlunargerðar. Greinin ber keim af þeim málflutningi sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa viðhaft í vetur, upphrópanir og upphlaup til að skapa óþarfan óróa meðal borgarbúa. Kjartan Magnússon stærir sig af sterkri fjárhagslegri stöðu Reykjavíkurborgar sem hann segir hafa verið byggða upp á síðasta kjörtímabili. Þegar núverandi meirihluti tók við eftir kosningar blasti við grafalvarleg staða Orkuveitu Reykjavíkur sem fyrri meirihluti heyktist á að taka föstum tökum. Í dag er staðan gjörbreytt og aðgerðir síðastliðins vetrar sem tengjast Orkuveitunni bera ábyrgri fjármálastjórn gott vitni. Annað það sem blasti við núverandi meirihluta var fimm milljarða króna gat hjá aðalsjóði borgarinnar. Til að mæta því var farin blönduð leið hagræðingar, hóflegra gjaldskrárhækkana og útsvarshækkunar. Bestu tíðindin fyrir borgarbúa voru þau að núverandi meirihluti stóð vörð um þjónustu borgarinnar í leikskólum, grunnskólum og í velferðarmálum. Hæst ber að staðinn var vörður um launakjör leikskólastarfsfólks, forgangsraðað var í þágu nýrra leikskólabarna en barnasprengjan í Reykjavík þýðir verulegan útgjaldaauka fyrir borgarsjóð, einnig var fjárhagsaðstoð hækkuð til handa fátækustu íbúum borgarinnar. Í þriðja lagi víkur Kjartan Magnússon að þriggja ára áætlun borgarinnar og meintum lélegum skilum á henni. Margoft hefur núverandi meirihluti bent á að afar erfitt er fyrir Reykjavíkurborg að gera raunhæfa þriggja ára áætlun á meðan fjármagn vegna flutnings málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga er ennþá ófrágengið. Tafirnar eru vegna þess að innanríkisráðuneytið hefur ekki gengið frá fjármögnun verkefnisins til Reykjavíkurborgar að fullu. Fjármagnið er rúmlega fjórir milljarðar og það sér það hver sem sjá vill að áætlun án þess fjármagns yrði eingöngu til málamynda og ekki raunverulegt hagstjórnartæki. Þess ber að geta að þriggja ára áætlanir voru lagðar fram í borgarstjóratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem einfaldur framreikningur frekar en raunhæfar áætlanir. Mikilvægast fyrir borgarbúa er þó að nú situr meirihluti sem forgangsraðar í þágu barnafólks og þeirra sem minnst mega sín í borginni og hefur hugrekki til að taka á risavöxnum verkefnum sem Reykjavíkurborg og fyrirtæki í hennar eigu standa frammi fyrir.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun