Nýtt fangelsi á Hólmsheiði – opið bréf til ráðherra 22. júlí 2011 06:00 Opið bréf til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Stjórn Arkitektafélags Íslands er mjög áhugasöm um það ferli sem bygging nýs fangelsis mun fara í. Í þessu bréfi vill undirritaður vinsamlegast koma á framfæri ákveðnum sjónarmiðum þar að lútandi. Í allri þeirri umræðu sem hefur átt sér stað vekur furðu að lítið er talað um þann hóp sem málið varðar mest; fangana. Það er oft sagt að þjóð megi dæma á því hvernig hún hlúi að sínum veikustu þegnum og fangar tilheyra þeim hóp án vafa enda hafa grundvallarréttindi sem sterkur þegn býr yfir, verið tekin af föngum tímabundið og þeir þannig gerðir berskjaldaðir. Þetta eru eðlilegar ráðstafanir sem meirihluti fólks er sammála um hjá siðmenntuðum þjóðum. Þegar þegnar komast upp á kant við samfélag sitt á þann hátt að rétt þykir að fangelsa þá, fyrirgera þeir meðal annars rétti til að ráða ferðum sínum, rétti til frjálsra samskipta, rétti til frelsis í vinnu, rétti til að haga lífinu á þann máta sem þeir helst kysu. En einn er sá réttur sem ekki skal af þeim hafa; að komið sé fram við þá eins og manneskjur. Í því felst meðal annars að skapa þeim mannsæmandi umhverfi, ekki síst í ljósi þess að skert réttindi takmarka lífsgæði þeirra en aukinheldur vegna þess að nú skulu þessir einstaklingar búa við þær óeðlilegu aðstæður að vera bundnir eina og sama staðnum um lengri eða skemmri tíma, dag og nótt. Það liggur því í augum uppi að sérstaklega þurfi að vanda til slíks staðar; staðar sem er rammi utan um allt líf fólks hvort sem því líkar það betur eða verr. Ef þessi staður er þannig gerður að hann sé heldur til tjóns fyrir skapgerð íbúa má jafnframt búast við því að hann, að meðtöldum öðrum umhverfisþáttum, skili þeim verri frá sér en þeir voru áður. Í lífi afbrotamanna er iðulega eitthvað sem ýtir þeim út á þá braut sem þeir feta og það er samfélagsleg skylda okkar allra að berjast gegn þeim þrýstingsöflum. Stundum birtast þessi öfl þó í viðhorfi almennings og stjórnvalda til afbrotamanna. Þó svo að viljinn standi til betrunar fanga eru orð okkar og gjörðir stundum í þversögn við þann vilja. Dæmi um slíkt er undirbúningur framkvæmda fyrir nýtt fangelsi. Viðhorf stjórnvalda kristallast í fyrirætlunum þeirra að bjóða verkið út í alútboði. Opinber alútboð voru hugsuð sem framkvæmdaferli fyrir einfaldari mannvirki eins og skemmur eða lagerhúsnæði; einföld mannvirki sem gera afar takmarkaðar kröfur til fínleika mannlegra þarfa. Er það virkilega þannig sem hugsað er um umhverfi afbrotamanna? Eru fangelsi hugsuð eingöngu sem skemmur og fangar sem varningur sem ekki er verðugur tillits? Höldum þessu til haga: Fangar eru ekki varningur né heldur eru fangaverðir það og aðrir þeir sem starfa þeim við hlið. Hvernig mætti þá haga framkvæmdum um nýtt fangelsi? Í stað þess að velja það skásta úr litlu og oft einsleitu mengi tillagna í alútboðum er hægt að velja bestu tillöguna úr opnu mengi með fulltingi sérfræðidómnefndar á sviðinu. Það besta en ekki það skásta. Í opnum framkvæmdasamkeppnum fá allir þátttakendur jafnt tækifæri til að varpa framhugmyndum að lausnum og oft eru þetta lausnir sem erfitt hefði verið fyrir verkkaupa að sjá fyrir og ólíklegra að kæmu upp á yfirborðið í alútboði. Það er því full ástæða til að kalla eftir frumleika og hugmyndaauðgi við byggingu fangelsis og í raun tákn um hugleysi og metnaðarleysi að gera það ekki. Vissulega er þetta einkar sérhæft verk en þá reynir einmitt enn frekar á frjóar hugmyndir og þær verða þeim mun mikilvægari. Gæta þarf að stífum öryggiskröfum og kröfum um mannleg gæði á þann veg að annað dragi sem minnst frá hinu. Hvaða fjármögnunarleið sem farin verður er ljóst að bygging nýs fangelsis er verkefni á vegum hins opinbera. Það er hið opinbera sem mun borga. Íslensk stjórnvöld eiga opinbera menningarstefnu í mannvirkjagerð sem gefin var út í apríl 2007 (Menntamálaráðuneytið, rit númer 34). Samkvæmt henni ber íslenska ríkinu að tryggja gæði í byggingarlist og mannvirkjagerð eftir bestu getu. Í Menningarstefnu í Mannvirkjagerð er hönnunarsamkeppni sögð „góður valkostur sem hvetur til frjórrar hugsunar og fjölbreytni, jafnt hjá keppendum sem verkkaupa … [v]erkkaupi fær þannig betri innsýn í ólíka þætti verkefnis og þær lausnir sem mögulegar eru". Ennfremur segir: „Kappkosta skal að bjóða upp á samkeppnir sem hvetja til aðkomu yngri hönnuða og leiða þar með til nýliðunar í greininni". Nú þykir undirrituðum ástæða að benda á að ekki hefur verið haldin opin hönnunarsamkeppni um neinar byggingarframkvæmdir á vegum ríkisins né heldur sveitarfélaga síðan í mars 2010. Einnig er vert að minna á að stétt arkitekta og mannvirkjahönnuða er meðal þeirra stétta er efnahagshrunið hafði hvað mest neikvæð áhrif á, margfalt á við flestar aðrar stéttir. Ber að skilja þetta sem svo að „fjölbreytni, nýsköpun, og frumlegar lausnir" séu óæskilegar að mati opinberra aðila sem nota fé skattborgara og að enginn vilji sé fyrir því að liðka um fyrir öllum þeim, sem þyrstir í tækifæri í þessum geira? Mikið vatn er runnið til sjávar við undirbúning fangelsisins. Skorað er á stjórnvöld að láta þetta vatn renna sína leið en nýta það sem gott er úr undirbúningnum og efna til opinnar framkvæmdasamkeppni um byggingu nýs fangelsis enda sé það í anda opinberrar stefnu yfirvalda. Byggjum til framtíðar með gæði og hugmyndaauðgi að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Stjórn Arkitektafélags Íslands er mjög áhugasöm um það ferli sem bygging nýs fangelsis mun fara í. Í þessu bréfi vill undirritaður vinsamlegast koma á framfæri ákveðnum sjónarmiðum þar að lútandi. Í allri þeirri umræðu sem hefur átt sér stað vekur furðu að lítið er talað um þann hóp sem málið varðar mest; fangana. Það er oft sagt að þjóð megi dæma á því hvernig hún hlúi að sínum veikustu þegnum og fangar tilheyra þeim hóp án vafa enda hafa grundvallarréttindi sem sterkur þegn býr yfir, verið tekin af föngum tímabundið og þeir þannig gerðir berskjaldaðir. Þetta eru eðlilegar ráðstafanir sem meirihluti fólks er sammála um hjá siðmenntuðum þjóðum. Þegar þegnar komast upp á kant við samfélag sitt á þann hátt að rétt þykir að fangelsa þá, fyrirgera þeir meðal annars rétti til að ráða ferðum sínum, rétti til frjálsra samskipta, rétti til frelsis í vinnu, rétti til að haga lífinu á þann máta sem þeir helst kysu. En einn er sá réttur sem ekki skal af þeim hafa; að komið sé fram við þá eins og manneskjur. Í því felst meðal annars að skapa þeim mannsæmandi umhverfi, ekki síst í ljósi þess að skert réttindi takmarka lífsgæði þeirra en aukinheldur vegna þess að nú skulu þessir einstaklingar búa við þær óeðlilegu aðstæður að vera bundnir eina og sama staðnum um lengri eða skemmri tíma, dag og nótt. Það liggur því í augum uppi að sérstaklega þurfi að vanda til slíks staðar; staðar sem er rammi utan um allt líf fólks hvort sem því líkar það betur eða verr. Ef þessi staður er þannig gerður að hann sé heldur til tjóns fyrir skapgerð íbúa má jafnframt búast við því að hann, að meðtöldum öðrum umhverfisþáttum, skili þeim verri frá sér en þeir voru áður. Í lífi afbrotamanna er iðulega eitthvað sem ýtir þeim út á þá braut sem þeir feta og það er samfélagsleg skylda okkar allra að berjast gegn þeim þrýstingsöflum. Stundum birtast þessi öfl þó í viðhorfi almennings og stjórnvalda til afbrotamanna. Þó svo að viljinn standi til betrunar fanga eru orð okkar og gjörðir stundum í þversögn við þann vilja. Dæmi um slíkt er undirbúningur framkvæmda fyrir nýtt fangelsi. Viðhorf stjórnvalda kristallast í fyrirætlunum þeirra að bjóða verkið út í alútboði. Opinber alútboð voru hugsuð sem framkvæmdaferli fyrir einfaldari mannvirki eins og skemmur eða lagerhúsnæði; einföld mannvirki sem gera afar takmarkaðar kröfur til fínleika mannlegra þarfa. Er það virkilega þannig sem hugsað er um umhverfi afbrotamanna? Eru fangelsi hugsuð eingöngu sem skemmur og fangar sem varningur sem ekki er verðugur tillits? Höldum þessu til haga: Fangar eru ekki varningur né heldur eru fangaverðir það og aðrir þeir sem starfa þeim við hlið. Hvernig mætti þá haga framkvæmdum um nýtt fangelsi? Í stað þess að velja það skásta úr litlu og oft einsleitu mengi tillagna í alútboðum er hægt að velja bestu tillöguna úr opnu mengi með fulltingi sérfræðidómnefndar á sviðinu. Það besta en ekki það skásta. Í opnum framkvæmdasamkeppnum fá allir þátttakendur jafnt tækifæri til að varpa framhugmyndum að lausnum og oft eru þetta lausnir sem erfitt hefði verið fyrir verkkaupa að sjá fyrir og ólíklegra að kæmu upp á yfirborðið í alútboði. Það er því full ástæða til að kalla eftir frumleika og hugmyndaauðgi við byggingu fangelsis og í raun tákn um hugleysi og metnaðarleysi að gera það ekki. Vissulega er þetta einkar sérhæft verk en þá reynir einmitt enn frekar á frjóar hugmyndir og þær verða þeim mun mikilvægari. Gæta þarf að stífum öryggiskröfum og kröfum um mannleg gæði á þann veg að annað dragi sem minnst frá hinu. Hvaða fjármögnunarleið sem farin verður er ljóst að bygging nýs fangelsis er verkefni á vegum hins opinbera. Það er hið opinbera sem mun borga. Íslensk stjórnvöld eiga opinbera menningarstefnu í mannvirkjagerð sem gefin var út í apríl 2007 (Menntamálaráðuneytið, rit númer 34). Samkvæmt henni ber íslenska ríkinu að tryggja gæði í byggingarlist og mannvirkjagerð eftir bestu getu. Í Menningarstefnu í Mannvirkjagerð er hönnunarsamkeppni sögð „góður valkostur sem hvetur til frjórrar hugsunar og fjölbreytni, jafnt hjá keppendum sem verkkaupa … [v]erkkaupi fær þannig betri innsýn í ólíka þætti verkefnis og þær lausnir sem mögulegar eru". Ennfremur segir: „Kappkosta skal að bjóða upp á samkeppnir sem hvetja til aðkomu yngri hönnuða og leiða þar með til nýliðunar í greininni". Nú þykir undirrituðum ástæða að benda á að ekki hefur verið haldin opin hönnunarsamkeppni um neinar byggingarframkvæmdir á vegum ríkisins né heldur sveitarfélaga síðan í mars 2010. Einnig er vert að minna á að stétt arkitekta og mannvirkjahönnuða er meðal þeirra stétta er efnahagshrunið hafði hvað mest neikvæð áhrif á, margfalt á við flestar aðrar stéttir. Ber að skilja þetta sem svo að „fjölbreytni, nýsköpun, og frumlegar lausnir" séu óæskilegar að mati opinberra aðila sem nota fé skattborgara og að enginn vilji sé fyrir því að liðka um fyrir öllum þeim, sem þyrstir í tækifæri í þessum geira? Mikið vatn er runnið til sjávar við undirbúning fangelsisins. Skorað er á stjórnvöld að láta þetta vatn renna sína leið en nýta það sem gott er úr undirbúningnum og efna til opinnar framkvæmdasamkeppni um byggingu nýs fangelsis enda sé það í anda opinberrar stefnu yfirvalda. Byggjum til framtíðar með gæði og hugmyndaauðgi að leiðarljósi.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar