Arðsöm raforkusala til stóriðju 22. júlí 2011 06:00 Í fjórðu grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um arðsemi raforkusölu til stóriðjunnar. Í umræðu um stóriðjutengdar framkvæmdir á liðnum árum hefur því gjarnan verið haldið fram að raforka sé seld til stóriðju á afar lágu verði. Raforkuframleiðslan sé fyrir vikið óarðbær og það komi í hlut almennings að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju. Þessar fullyrðingar hafa verið háværar og síendurteknar í umræðunni en standast þó engan veginn nánari skoðun. Við mat á arðsemi virkjanaframkvæmda liggur beinast við að líta til Landsvirkjunar. Landsvirkjun framleiðir og selur liðlega 70% allrar raforku á Íslandi. Frá 1999 hefur raforkusala fyrirtækisins tvöfaldast og liggur sú aukning fyrst og fremst í aukinni raforkusölu til stóriðju. Á sama tíma hefur árlegur rekstrarhagnaður Landsvirkjunar nær sexfaldast. Svipaða sögu er að segja af eigin fé félagsins, sem vaxið hefur úr 33 milljörðum króna í árslok 1999 í liðlega 190 milljarða króna í árslok 2010 (á sama tíma hefur eigið fé fimm stærstu orkufyrirtækjanna hér á landi aukist úr 86 milljörðum í 309 milljarða króna). Arðsemi eigin fjár Landsvirkjunar er að jafnaði um 19% á þessu tímabili í íslenskum krónum. Fyrirtækið hefur upplýst að það sé í stakk búið til að greiða upp allar skuldir á næstu 12-14 árum, þrátt fyrir miklar fjárfestingar á liðnum árum. Fá íslensk fyrirtæki geta státað af svo góðri arðsemi. Því er ekki annað að sjá en að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar sé með besta móti. Stóriðjan stendur undir arðsemi raforkukerfisinsEn er þá íslenskur almenningur að standa undir þessari arðsemi og niðurgreiða um leið raforkuverð til stóriðju? Liðlega 75% af framleiddri raforku hér á landi eru seld til stóriðju og hefur þetta hlutfall aukist úr 50% árið 1996. Það segir sig því sjálft að ef almenningur á Íslandi væri að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju hefði umtalsverð verðhækkun þurft að eiga sér stað á þessum tíma. Ella hefði sá fjórðungur raforkusölunnar sem fer annað en í stóriðju haft lítið að segja til niðurgreiðslu þar á. Raunin er hins vegar hið gagnstæða. Á liðnum 15 árum hefur verð á raforku til almennings lækkað um 25% að raungildi. Raforkusala til almennings skýrir því engan veginn hina miklu arðsemi Landsvirkjunar á liðnum árum. Í raun er það stóriðjan sem stendur alfarið undir þessari arðsemi. Samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar greiddi almenningur liðlega 8% hærra verð á hverja kílóvattsstund á síðasta ári heldur en stóriðja. Sé hins vegar horft til þess að stóriðjan er með um 96% meðalnýtingu afls yfir árið vegna stöðugrar notkunar sinnar, samanborið við 56% meðalnýtingu almenna kerfisins, þá er stóriðjan að skapa Landsvirkjun nærri 60% hærri tekjur á hvert megavatt í afli. Með öðrum orðum: Tökum sem dæmi að Landsvirkjun reki tvær jafnstórar virkjanir, önnur selji eingöngu til almenns markaðar en hin einvörðungu til stóriðju. Í því dæmi myndi sú síðarnefnda skila Landsvirkjun 60% meiri tekjum á ári en hin fyrrnefnda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í fjórðu grein minni um vægi áliðnaðar á Íslandi fjalla ég um arðsemi raforkusölu til stóriðjunnar. Í umræðu um stóriðjutengdar framkvæmdir á liðnum árum hefur því gjarnan verið haldið fram að raforka sé seld til stóriðju á afar lágu verði. Raforkuframleiðslan sé fyrir vikið óarðbær og það komi í hlut almennings að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju. Þessar fullyrðingar hafa verið háværar og síendurteknar í umræðunni en standast þó engan veginn nánari skoðun. Við mat á arðsemi virkjanaframkvæmda liggur beinast við að líta til Landsvirkjunar. Landsvirkjun framleiðir og selur liðlega 70% allrar raforku á Íslandi. Frá 1999 hefur raforkusala fyrirtækisins tvöfaldast og liggur sú aukning fyrst og fremst í aukinni raforkusölu til stóriðju. Á sama tíma hefur árlegur rekstrarhagnaður Landsvirkjunar nær sexfaldast. Svipaða sögu er að segja af eigin fé félagsins, sem vaxið hefur úr 33 milljörðum króna í árslok 1999 í liðlega 190 milljarða króna í árslok 2010 (á sama tíma hefur eigið fé fimm stærstu orkufyrirtækjanna hér á landi aukist úr 86 milljörðum í 309 milljarða króna). Arðsemi eigin fjár Landsvirkjunar er að jafnaði um 19% á þessu tímabili í íslenskum krónum. Fyrirtækið hefur upplýst að það sé í stakk búið til að greiða upp allar skuldir á næstu 12-14 árum, þrátt fyrir miklar fjárfestingar á liðnum árum. Fá íslensk fyrirtæki geta státað af svo góðri arðsemi. Því er ekki annað að sjá en að arðsemi raforkusölu Landsvirkjunar sé með besta móti. Stóriðjan stendur undir arðsemi raforkukerfisinsEn er þá íslenskur almenningur að standa undir þessari arðsemi og niðurgreiða um leið raforkuverð til stóriðju? Liðlega 75% af framleiddri raforku hér á landi eru seld til stóriðju og hefur þetta hlutfall aukist úr 50% árið 1996. Það segir sig því sjálft að ef almenningur á Íslandi væri að niðurgreiða raforkuverð til stóriðju hefði umtalsverð verðhækkun þurft að eiga sér stað á þessum tíma. Ella hefði sá fjórðungur raforkusölunnar sem fer annað en í stóriðju haft lítið að segja til niðurgreiðslu þar á. Raunin er hins vegar hið gagnstæða. Á liðnum 15 árum hefur verð á raforku til almennings lækkað um 25% að raungildi. Raforkusala til almennings skýrir því engan veginn hina miklu arðsemi Landsvirkjunar á liðnum árum. Í raun er það stóriðjan sem stendur alfarið undir þessari arðsemi. Samkvæmt upplýsingum Landsvirkjunar greiddi almenningur liðlega 8% hærra verð á hverja kílóvattsstund á síðasta ári heldur en stóriðja. Sé hins vegar horft til þess að stóriðjan er með um 96% meðalnýtingu afls yfir árið vegna stöðugrar notkunar sinnar, samanborið við 56% meðalnýtingu almenna kerfisins, þá er stóriðjan að skapa Landsvirkjun nærri 60% hærri tekjur á hvert megavatt í afli. Með öðrum orðum: Tökum sem dæmi að Landsvirkjun reki tvær jafnstórar virkjanir, önnur selji eingöngu til almenns markaðar en hin einvörðungu til stóriðju. Í því dæmi myndi sú síðarnefnda skila Landsvirkjun 60% meiri tekjum á ári en hin fyrrnefnda.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar