Hugsjón ESB Þorlákur Axel Jónsson skrifar 21. júlí 2011 06:00 Vandi Evrópusambandsins í viðræðunum við Ísland er að efnahagslegir hagsmunir sambandsins eru engir en hugmyndafræðilegir þeim mun meiri. Hugmyndin um Evrópusamband er dýrmætasta eign sambandsins. Hennar vegna er vígbúnaður í lágmarki, skilvirkni atvinnulífs vaxandi, rannsóknir blómstra og aflið til þess að leysa vandamál svæða sem búa við skarðan hlut hefur aldrei verið meira. Ísland mun njóta góðs af öllu þessu verði áfram sá góði gangur í viðræðunum sem verið hefur til þessa. Evrópusambandið mun því geta teygt sig langt þegar efnahagslegar spurningar eru annars vegar, t.d. með því að greiða bætur þegar leifarnar af hvalveiðiiðnaðinum verða lagðar niður. Vandi ESB er að ákvörðunartökuferlin verða flóknari með fleiri fullgildum þátttakendum. Það ætlar ESB greinilega að taka á sig vegna Evrópuhugsjónarinnar, annars væru þeir ekki að tala við okkur. Á fundi á KEA fyrir nokkrum árum lýsti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hversu agnarsmáir Íslendingar væru á matvælamarkaði ESB og hefðu því þar engin áhrif. Þó er hann einn stærsti útgerðarmaður bæði ESB og Íslands. Kenningin um auðlindarán er skilgetið afkvæmi þjóðernishyggjunar. Á tímum nýlendukapphlaups og allan fyrri hluta 20. aldar voru þetta viðtekin sannindi, vegferð þjóða réðist af því hversu miklar auðlindir þær gætu sölsað undir sig. Ríkin sem fóru með hernaðarofbeldi gegn nágrönnum sínum í nafni þeirrar kenningar töpuðu síðari heimsstyrjöld. Tómas Ingi Olrich misskilur í blaðagrein tilgang Kola- og stálsambandsins sem þá var stofnað og heldur að það hafi snúist um „auðlindir“. Tilgangurinn var að hafa stjórn á vígbúnaði gegn nágrannanum. Það tókst. Kenning Eiríks Bergmanns Einarssonar um að ESB muni ekki gefa eftir í samningaviðræðum af ótta við að gefa fordæmi fær ekki staðist. ESB hefur verið ófeimið við að gefa eftir í landbúnaðarmálum gagnvart Finnlandi og í sjávarútvegsmálum gagnvart Noregi. Það sem ESB getur ekki gefið eftir er hugmundin um Evrópusamband og þess vegna getur sambandið ekki leyft viðræðunum að mistakast. Hagsmunir ESB eru að viðræðurnar gangi vel og að Íslendingar vilji gerast aðilar. Gefi allir svolítið eftir af sérhagsmunum sínum eflist heildarhagur. Árangursrík samvinna lýðræðisríkja Evrópu undanfarna áratugi er fyrirmynd um allan heim að þessu leyti. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hagsmuni íslenskra alþýðuheimila af aðild með lægri vöxtum, lægra matarverði og raunverulegum gjaldmiðli. Sama gildir um alþýðuheimili í öðrum löndum þar sem stjórnvöld þora að lifa í samræmi við yfirlýstar hugsjónir sínar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Vandi Evrópusambandsins í viðræðunum við Ísland er að efnahagslegir hagsmunir sambandsins eru engir en hugmyndafræðilegir þeim mun meiri. Hugmyndin um Evrópusamband er dýrmætasta eign sambandsins. Hennar vegna er vígbúnaður í lágmarki, skilvirkni atvinnulífs vaxandi, rannsóknir blómstra og aflið til þess að leysa vandamál svæða sem búa við skarðan hlut hefur aldrei verið meira. Ísland mun njóta góðs af öllu þessu verði áfram sá góði gangur í viðræðunum sem verið hefur til þessa. Evrópusambandið mun því geta teygt sig langt þegar efnahagslegar spurningar eru annars vegar, t.d. með því að greiða bætur þegar leifarnar af hvalveiðiiðnaðinum verða lagðar niður. Vandi ESB er að ákvörðunartökuferlin verða flóknari með fleiri fullgildum þátttakendum. Það ætlar ESB greinilega að taka á sig vegna Evrópuhugsjónarinnar, annars væru þeir ekki að tala við okkur. Á fundi á KEA fyrir nokkrum árum lýsti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hversu agnarsmáir Íslendingar væru á matvælamarkaði ESB og hefðu því þar engin áhrif. Þó er hann einn stærsti útgerðarmaður bæði ESB og Íslands. Kenningin um auðlindarán er skilgetið afkvæmi þjóðernishyggjunar. Á tímum nýlendukapphlaups og allan fyrri hluta 20. aldar voru þetta viðtekin sannindi, vegferð þjóða réðist af því hversu miklar auðlindir þær gætu sölsað undir sig. Ríkin sem fóru með hernaðarofbeldi gegn nágrönnum sínum í nafni þeirrar kenningar töpuðu síðari heimsstyrjöld. Tómas Ingi Olrich misskilur í blaðagrein tilgang Kola- og stálsambandsins sem þá var stofnað og heldur að það hafi snúist um „auðlindir“. Tilgangurinn var að hafa stjórn á vígbúnaði gegn nágrannanum. Það tókst. Kenning Eiríks Bergmanns Einarssonar um að ESB muni ekki gefa eftir í samningaviðræðum af ótta við að gefa fordæmi fær ekki staðist. ESB hefur verið ófeimið við að gefa eftir í landbúnaðarmálum gagnvart Finnlandi og í sjávarútvegsmálum gagnvart Noregi. Það sem ESB getur ekki gefið eftir er hugmundin um Evrópusamband og þess vegna getur sambandið ekki leyft viðræðunum að mistakast. Hagsmunir ESB eru að viðræðurnar gangi vel og að Íslendingar vilji gerast aðilar. Gefi allir svolítið eftir af sérhagsmunum sínum eflist heildarhagur. Árangursrík samvinna lýðræðisríkja Evrópu undanfarna áratugi er fyrirmynd um allan heim að þessu leyti. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hagsmuni íslenskra alþýðuheimila af aðild með lægri vöxtum, lægra matarverði og raunverulegum gjaldmiðli. Sama gildir um alþýðuheimili í öðrum löndum þar sem stjórnvöld þora að lifa í samræmi við yfirlýstar hugsjónir sínar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar