Atvinnulífið gleggra eftir hrun 20. júlí 2011 09:00 Guðjón Emilsson í Reykjavík Ef til vill kemur ekki á óvart að stjórnendur íslenskra fyrirtækja hafi betri tilfinningu fyrir stöðu eigin fyrirtækis en almennum horfum í efnahagsmálum. Fréttablaðið/Stefán Kannanir á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja til þróunar efnahagsmála eru reglulega birtar. Guðjón Emilsson hagfræðingur hefur kannað forspárgildi slíkra kannanna. Capacent hefur undanfarin ár kannað viðhorf stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins ársfjórðungslega með það fyrir augum að meta væntingar stjórnenda um stöðu og framtíðarhorfur efnahagsmála. Könnunin hefur verið framkvæmd fyrir Samtök atvinnulífsins í samstarfi við Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytið. Nýjustu niðurstöður könnunarinnar voru birtar fyrir skömmu og kom þá í ljós að mikill meirihluti stjórnenda fyrirtækja telur aðstæður í atvinnulífinu vera slæmar. Það kom þó ekki beint á óvart því niðurstöður könnunarinnar hafa verið á þann veg allt frá hruni. Fjórðungur fækkar starfsfólkiHins vegar kom á óvart merkjanleg lækkun sem varð á mati stjórnenda á aðstæðum eftir sex mánuði en matið hefur ekki verið lægra síðan í desember 2009. Bjartsýni er meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni en bjartsýnustu stjórnendurnir koma úr fjármálageiranum, þjónustufyrirtækjum, iðnaðarfyrirtækjum og verslunargeiranum. Mest svartsýni ríkir í byggingastarfsemi, í samgöngum og flutningum. Þá hafa langflest fyrirtæki yfir nægu starfsfólki að ráða en einungis 13 prósent fyrirtækja áforma fjölgun starfsmanna borið saman við 26 prósent fyrirtækja sem áforma fækkun. Niðurstöður þessarar reglulegu könnunar eru ávallt forvitnilegar. Sú spurning vaknar þó óhjákvæmilega hve mikið er að marka stjórnendur íslenskra fyrirtæja að þessu leyti, það er, hve mikið forspárgildi könnunin hefur um þróun helstu hagstærða. Guðjón Emilsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, rannsakaði forspárgildi fyrirtækjakönnunar Capacent á síðasta ári. Hann birti niðurstöður sínar í ritinu Efnahagsmál sem Seðlabankinn gaf út í janúar. Svörin hafa forspárgildi„Það er einna áhugaverðast að þegar kreppan skellur á þá virðist fylgni könnunarinnar við helstu hagstærðir aukast töluvert. Í fljótu bragði virðist sem sagt sem forspárgildið aukist. Að sama skapi verða svörin einsleitari eftir árið 2008. Mig grunar hins vegar að þetta skýrist af þeim sérstöku aðstæðum sem hafa verið hér á landi frá hruni og að fylgnin muni aftur liðast í sundur þegar frá líður kreppunni,“ segir Guðjón um niðurstöður sínar. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að svör úr fyrirtækjakönnunum geta haft forspárgildi um þróun ýmissa hagstærða. Í rannsókn Guðjóns kom í ljós að tiltölulega lítið samband var á milli svara í könnuninni og hagstærða frá árinu 2002 og fram að fjármálahruni en að sambandið hafi batnað talsvert þegar tímabilið frá hruni til loka árs 2010 er skoðað. Þau svör í könnuninni sem virðast hafa mest forspárgildi eru svör við spurningum sem fjalla um fyrirtæki stjórnandans en ekki um almennar aðstæður í hagkerfinu. Þannig hafa mest forspárgildi svör við spurningum er varða mat á starfsmannafjölda, getu fyrirtækja til að bregðast við óvæntri aukningu í eftirspurn og sölu og tólf mánaða breytingu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum. Nálgast stjórnendur á tvo veguÞá kemur svar við spurningu um mat á aukningu innlendrar eftirspurnar eftir vörum og þjónustu best út þegar stjórnendur eru beðnir um að horfa sex mánuði fram í tímann. Þegar litið er heilt ár fram í tímann eru það spurningar um áætluð fjárfestingarútgjöld í varanlegum rekstrarfjármunum og um fjárfestingar alls sem koma best út. „Það er í raun hægt að nálgast viðhorf stjórnenda á tvo vegu,“ segir Guðjón og bætir við: „Þú getur spurt stjórnandann hvað hann telji að verðbólga verði eftir eins og sex mánuði en þú getur líka spurt hann hvað hann telji að verð sinnar vöru eða þjónustu muni hækka mikið á sama tímabili. Stjórnandinn er líklegri til að hafa betri tilfinningu fyrir verðþróun eigin vöru en almennri verðþróun. Og með því að styðjast við seinni spurninguna er, að ég held, hægt að fá betri verðbólgumælikvarða.“ Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Sjá meira
í Reykjavík Ef til vill kemur ekki á óvart að stjórnendur íslenskra fyrirtækja hafi betri tilfinningu fyrir stöðu eigin fyrirtækis en almennum horfum í efnahagsmálum. Fréttablaðið/Stefán Kannanir á viðhorfi stjórnenda fyrirtækja til þróunar efnahagsmála eru reglulega birtar. Guðjón Emilsson hagfræðingur hefur kannað forspárgildi slíkra kannanna. Capacent hefur undanfarin ár kannað viðhorf stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins ársfjórðungslega með það fyrir augum að meta væntingar stjórnenda um stöðu og framtíðarhorfur efnahagsmála. Könnunin hefur verið framkvæmd fyrir Samtök atvinnulífsins í samstarfi við Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytið. Nýjustu niðurstöður könnunarinnar voru birtar fyrir skömmu og kom þá í ljós að mikill meirihluti stjórnenda fyrirtækja telur aðstæður í atvinnulífinu vera slæmar. Það kom þó ekki beint á óvart því niðurstöður könnunarinnar hafa verið á þann veg allt frá hruni. Fjórðungur fækkar starfsfólkiHins vegar kom á óvart merkjanleg lækkun sem varð á mati stjórnenda á aðstæðum eftir sex mánuði en matið hefur ekki verið lægra síðan í desember 2009. Bjartsýni er meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni en bjartsýnustu stjórnendurnir koma úr fjármálageiranum, þjónustufyrirtækjum, iðnaðarfyrirtækjum og verslunargeiranum. Mest svartsýni ríkir í byggingastarfsemi, í samgöngum og flutningum. Þá hafa langflest fyrirtæki yfir nægu starfsfólki að ráða en einungis 13 prósent fyrirtækja áforma fjölgun starfsmanna borið saman við 26 prósent fyrirtækja sem áforma fækkun. Niðurstöður þessarar reglulegu könnunar eru ávallt forvitnilegar. Sú spurning vaknar þó óhjákvæmilega hve mikið er að marka stjórnendur íslenskra fyrirtæja að þessu leyti, það er, hve mikið forspárgildi könnunin hefur um þróun helstu hagstærða. Guðjón Emilsson, hagfræðingur hjá Seðlabankanum, rannsakaði forspárgildi fyrirtækjakönnunar Capacent á síðasta ári. Hann birti niðurstöður sínar í ritinu Efnahagsmál sem Seðlabankinn gaf út í janúar. Svörin hafa forspárgildi„Það er einna áhugaverðast að þegar kreppan skellur á þá virðist fylgni könnunarinnar við helstu hagstærðir aukast töluvert. Í fljótu bragði virðist sem sagt sem forspárgildið aukist. Að sama skapi verða svörin einsleitari eftir árið 2008. Mig grunar hins vegar að þetta skýrist af þeim sérstöku aðstæðum sem hafa verið hér á landi frá hruni og að fylgnin muni aftur liðast í sundur þegar frá líður kreppunni,“ segir Guðjón um niðurstöður sínar. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að svör úr fyrirtækjakönnunum geta haft forspárgildi um þróun ýmissa hagstærða. Í rannsókn Guðjóns kom í ljós að tiltölulega lítið samband var á milli svara í könnuninni og hagstærða frá árinu 2002 og fram að fjármálahruni en að sambandið hafi batnað talsvert þegar tímabilið frá hruni til loka árs 2010 er skoðað. Þau svör í könnuninni sem virðast hafa mest forspárgildi eru svör við spurningum sem fjalla um fyrirtæki stjórnandans en ekki um almennar aðstæður í hagkerfinu. Þannig hafa mest forspárgildi svör við spurningum er varða mat á starfsmannafjölda, getu fyrirtækja til að bregðast við óvæntri aukningu í eftirspurn og sölu og tólf mánaða breytingu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum. Nálgast stjórnendur á tvo veguÞá kemur svar við spurningu um mat á aukningu innlendrar eftirspurnar eftir vörum og þjónustu best út þegar stjórnendur eru beðnir um að horfa sex mánuði fram í tímann. Þegar litið er heilt ár fram í tímann eru það spurningar um áætluð fjárfestingarútgjöld í varanlegum rekstrarfjármunum og um fjárfestingar alls sem koma best út. „Það er í raun hægt að nálgast viðhorf stjórnenda á tvo vegu,“ segir Guðjón og bætir við: „Þú getur spurt stjórnandann hvað hann telji að verðbólga verði eftir eins og sex mánuði en þú getur líka spurt hann hvað hann telji að verð sinnar vöru eða þjónustu muni hækka mikið á sama tímabili. Stjórnandinn er líklegri til að hafa betri tilfinningu fyrir verðþróun eigin vöru en almennri verðþróun. Og með því að styðjast við seinni spurninguna er, að ég held, hægt að fá betri verðbólgumælikvarða.“
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent