Hvað er það dýrmætasta sem við eigum? 19. júlí 2011 06:00 Ingibjörg Guðmundsdóttir leikskólakennari Kjarabarátta leikskólakennara stendur nú sem hæst en lítið hefur mjakast í þeim efnum og stefnir í verkfall þann 22. ágúst næstkomandi. Barátta okkar fyrir mannsæmandi launum hefur fengið lítinn hljómgrunn á undanförnum árum en nú er staðan sú að leikskólakennarar hafa verið samningalausir frá árinu 2009 og hafa dregist verulega aftur úr viðmiðunarstéttum. Verkfall er ekki óskastaða og við gerum okkur grein fyrir því að það mun fyrst og fremst bitna á þeim sem síst skyldi, þ.e. börnum og fjölskyldum þeirra. Hvað er það dýrmætasta sem við eigum? Þessu er fljótsvarað, það eru að sjálfsögðu börnin okkar, þau eru fjársjóður framtíðar og það eru þau sem ætla að byggja upp framtíðina. En hverju er samfélagið tilbúið að kosta til við að varðveita þennan fjársjóð? Ekki miklu, það er alveg ljóst. Það er aftur á móti tilbúið að eyða ansi háum fjárhæðum í vörslu peninga sem geta orðið verðlausir með öllu á örskammri stundu. Starfið í leikskólanum einkennist af gleði og jákvæðni. Þetta er yndislegt starf með frábærum kennurum, yndislegum börnum og fjölskyldum. Þetta er það sem gerir starfið dýrmætt. En vert er að hafa í huga að þetta gerist ekki allt af sjálfu sér. Það þarf góða stjórnun, skipulag, fagkunnáttu og reynslu til að halda þessu mikilvæga starfi á því framsækna stigi sem það er. Menntun leikskólakennara tekur í dag fimm ár en var áður þriggja ára nám. Leikskólakennarar hafa verið duglegir að afla sér aukinnar menntunar á mörgum sviðum, svo sem í stjórnun, menntun ungra barna og sérkennslu svo eitthvað sé nefnt. Leikskólakennarar hafa ávallt unnið starf sitt af metnaði og hugsjón sem er vel en það eitt og sér dugar ekki lengur. Nú er svo sannarlega nóg komið og það er sjálfsagður réttur okkar að starf okkar og menntun sé metið á sama hátt og aðrar stéttir með sambærilega menntun.Magnea Sif Einarsdóttir leikskólakennariVið lítum á það sem mannréttindabrot að geta ekki lifað mannsæmandi lífi af launum okkar. Við erum stétt þar sem konur eru í miklum meirihluta og það verður ekki liðið lengur að það sé sjálfsagt mál að kvennastéttir séu láglaunastéttir. Nú er kominn tími til að gera kröfur. Það er ósk okkar að samninganefnd sveitarfélaga sjái sóma sinn í því að semja við kjaranefnd leikskólakennara fyrir 22. ágúst. Það eru breyttir tímar í þjóðfélaginu og við vonumst til að verðmætamatið hafi einnig breyst. Við óskum eftir stuðningi ykkar allra í baráttu okkar fyrir bættum kjörum. Leikskólastigið er grunnurinn að framtíðinni, það er það sem við byggjum á, sá grunnur þarf að vera sterkur. Það erum við leikskólakennarar í samvinnu við foreldra, sem og samfélagið í heild, sem berum ábyrgð á að sá grunnur sé eins sterkur og mögulegt er.Sigurbjört Kristinsdóttir leikskólakennariVið skorum á stjórnvöld og samfélagið í heild að íhuga af alvöru þetta óréttlæti sem okkur hefur verið sýnt, taka afstöðu með okkur leikskólakennurum og standa vörð um þetta mikilvæga skólastig. Stöndum saman. Börnin eru gullnáma. Hlutverk hinna fullorðnu er að fá gullið til að glóa. (Loris Malaguzzi) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ingibjörg Guðmundsdóttir leikskólakennari Kjarabarátta leikskólakennara stendur nú sem hæst en lítið hefur mjakast í þeim efnum og stefnir í verkfall þann 22. ágúst næstkomandi. Barátta okkar fyrir mannsæmandi launum hefur fengið lítinn hljómgrunn á undanförnum árum en nú er staðan sú að leikskólakennarar hafa verið samningalausir frá árinu 2009 og hafa dregist verulega aftur úr viðmiðunarstéttum. Verkfall er ekki óskastaða og við gerum okkur grein fyrir því að það mun fyrst og fremst bitna á þeim sem síst skyldi, þ.e. börnum og fjölskyldum þeirra. Hvað er það dýrmætasta sem við eigum? Þessu er fljótsvarað, það eru að sjálfsögðu börnin okkar, þau eru fjársjóður framtíðar og það eru þau sem ætla að byggja upp framtíðina. En hverju er samfélagið tilbúið að kosta til við að varðveita þennan fjársjóð? Ekki miklu, það er alveg ljóst. Það er aftur á móti tilbúið að eyða ansi háum fjárhæðum í vörslu peninga sem geta orðið verðlausir með öllu á örskammri stundu. Starfið í leikskólanum einkennist af gleði og jákvæðni. Þetta er yndislegt starf með frábærum kennurum, yndislegum börnum og fjölskyldum. Þetta er það sem gerir starfið dýrmætt. En vert er að hafa í huga að þetta gerist ekki allt af sjálfu sér. Það þarf góða stjórnun, skipulag, fagkunnáttu og reynslu til að halda þessu mikilvæga starfi á því framsækna stigi sem það er. Menntun leikskólakennara tekur í dag fimm ár en var áður þriggja ára nám. Leikskólakennarar hafa verið duglegir að afla sér aukinnar menntunar á mörgum sviðum, svo sem í stjórnun, menntun ungra barna og sérkennslu svo eitthvað sé nefnt. Leikskólakennarar hafa ávallt unnið starf sitt af metnaði og hugsjón sem er vel en það eitt og sér dugar ekki lengur. Nú er svo sannarlega nóg komið og það er sjálfsagður réttur okkar að starf okkar og menntun sé metið á sama hátt og aðrar stéttir með sambærilega menntun.Magnea Sif Einarsdóttir leikskólakennariVið lítum á það sem mannréttindabrot að geta ekki lifað mannsæmandi lífi af launum okkar. Við erum stétt þar sem konur eru í miklum meirihluta og það verður ekki liðið lengur að það sé sjálfsagt mál að kvennastéttir séu láglaunastéttir. Nú er kominn tími til að gera kröfur. Það er ósk okkar að samninganefnd sveitarfélaga sjái sóma sinn í því að semja við kjaranefnd leikskólakennara fyrir 22. ágúst. Það eru breyttir tímar í þjóðfélaginu og við vonumst til að verðmætamatið hafi einnig breyst. Við óskum eftir stuðningi ykkar allra í baráttu okkar fyrir bættum kjörum. Leikskólastigið er grunnurinn að framtíðinni, það er það sem við byggjum á, sá grunnur þarf að vera sterkur. Það erum við leikskólakennarar í samvinnu við foreldra, sem og samfélagið í heild, sem berum ábyrgð á að sá grunnur sé eins sterkur og mögulegt er.Sigurbjört Kristinsdóttir leikskólakennariVið skorum á stjórnvöld og samfélagið í heild að íhuga af alvöru þetta óréttlæti sem okkur hefur verið sýnt, taka afstöðu með okkur leikskólakennurum og standa vörð um þetta mikilvæga skólastig. Stöndum saman. Börnin eru gullnáma. Hlutverk hinna fullorðnu er að fá gullið til að glóa. (Loris Malaguzzi)
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar