Hvað er það dýrmætasta sem við eigum? 19. júlí 2011 06:00 Ingibjörg Guðmundsdóttir leikskólakennari Kjarabarátta leikskólakennara stendur nú sem hæst en lítið hefur mjakast í þeim efnum og stefnir í verkfall þann 22. ágúst næstkomandi. Barátta okkar fyrir mannsæmandi launum hefur fengið lítinn hljómgrunn á undanförnum árum en nú er staðan sú að leikskólakennarar hafa verið samningalausir frá árinu 2009 og hafa dregist verulega aftur úr viðmiðunarstéttum. Verkfall er ekki óskastaða og við gerum okkur grein fyrir því að það mun fyrst og fremst bitna á þeim sem síst skyldi, þ.e. börnum og fjölskyldum þeirra. Hvað er það dýrmætasta sem við eigum? Þessu er fljótsvarað, það eru að sjálfsögðu börnin okkar, þau eru fjársjóður framtíðar og það eru þau sem ætla að byggja upp framtíðina. En hverju er samfélagið tilbúið að kosta til við að varðveita þennan fjársjóð? Ekki miklu, það er alveg ljóst. Það er aftur á móti tilbúið að eyða ansi háum fjárhæðum í vörslu peninga sem geta orðið verðlausir með öllu á örskammri stundu. Starfið í leikskólanum einkennist af gleði og jákvæðni. Þetta er yndislegt starf með frábærum kennurum, yndislegum börnum og fjölskyldum. Þetta er það sem gerir starfið dýrmætt. En vert er að hafa í huga að þetta gerist ekki allt af sjálfu sér. Það þarf góða stjórnun, skipulag, fagkunnáttu og reynslu til að halda þessu mikilvæga starfi á því framsækna stigi sem það er. Menntun leikskólakennara tekur í dag fimm ár en var áður þriggja ára nám. Leikskólakennarar hafa verið duglegir að afla sér aukinnar menntunar á mörgum sviðum, svo sem í stjórnun, menntun ungra barna og sérkennslu svo eitthvað sé nefnt. Leikskólakennarar hafa ávallt unnið starf sitt af metnaði og hugsjón sem er vel en það eitt og sér dugar ekki lengur. Nú er svo sannarlega nóg komið og það er sjálfsagður réttur okkar að starf okkar og menntun sé metið á sama hátt og aðrar stéttir með sambærilega menntun.Magnea Sif Einarsdóttir leikskólakennariVið lítum á það sem mannréttindabrot að geta ekki lifað mannsæmandi lífi af launum okkar. Við erum stétt þar sem konur eru í miklum meirihluta og það verður ekki liðið lengur að það sé sjálfsagt mál að kvennastéttir séu láglaunastéttir. Nú er kominn tími til að gera kröfur. Það er ósk okkar að samninganefnd sveitarfélaga sjái sóma sinn í því að semja við kjaranefnd leikskólakennara fyrir 22. ágúst. Það eru breyttir tímar í þjóðfélaginu og við vonumst til að verðmætamatið hafi einnig breyst. Við óskum eftir stuðningi ykkar allra í baráttu okkar fyrir bættum kjörum. Leikskólastigið er grunnurinn að framtíðinni, það er það sem við byggjum á, sá grunnur þarf að vera sterkur. Það erum við leikskólakennarar í samvinnu við foreldra, sem og samfélagið í heild, sem berum ábyrgð á að sá grunnur sé eins sterkur og mögulegt er.Sigurbjört Kristinsdóttir leikskólakennariVið skorum á stjórnvöld og samfélagið í heild að íhuga af alvöru þetta óréttlæti sem okkur hefur verið sýnt, taka afstöðu með okkur leikskólakennurum og standa vörð um þetta mikilvæga skólastig. Stöndum saman. Börnin eru gullnáma. Hlutverk hinna fullorðnu er að fá gullið til að glóa. (Loris Malaguzzi) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ingibjörg Guðmundsdóttir leikskólakennari Kjarabarátta leikskólakennara stendur nú sem hæst en lítið hefur mjakast í þeim efnum og stefnir í verkfall þann 22. ágúst næstkomandi. Barátta okkar fyrir mannsæmandi launum hefur fengið lítinn hljómgrunn á undanförnum árum en nú er staðan sú að leikskólakennarar hafa verið samningalausir frá árinu 2009 og hafa dregist verulega aftur úr viðmiðunarstéttum. Verkfall er ekki óskastaða og við gerum okkur grein fyrir því að það mun fyrst og fremst bitna á þeim sem síst skyldi, þ.e. börnum og fjölskyldum þeirra. Hvað er það dýrmætasta sem við eigum? Þessu er fljótsvarað, það eru að sjálfsögðu börnin okkar, þau eru fjársjóður framtíðar og það eru þau sem ætla að byggja upp framtíðina. En hverju er samfélagið tilbúið að kosta til við að varðveita þennan fjársjóð? Ekki miklu, það er alveg ljóst. Það er aftur á móti tilbúið að eyða ansi háum fjárhæðum í vörslu peninga sem geta orðið verðlausir með öllu á örskammri stundu. Starfið í leikskólanum einkennist af gleði og jákvæðni. Þetta er yndislegt starf með frábærum kennurum, yndislegum börnum og fjölskyldum. Þetta er það sem gerir starfið dýrmætt. En vert er að hafa í huga að þetta gerist ekki allt af sjálfu sér. Það þarf góða stjórnun, skipulag, fagkunnáttu og reynslu til að halda þessu mikilvæga starfi á því framsækna stigi sem það er. Menntun leikskólakennara tekur í dag fimm ár en var áður þriggja ára nám. Leikskólakennarar hafa verið duglegir að afla sér aukinnar menntunar á mörgum sviðum, svo sem í stjórnun, menntun ungra barna og sérkennslu svo eitthvað sé nefnt. Leikskólakennarar hafa ávallt unnið starf sitt af metnaði og hugsjón sem er vel en það eitt og sér dugar ekki lengur. Nú er svo sannarlega nóg komið og það er sjálfsagður réttur okkar að starf okkar og menntun sé metið á sama hátt og aðrar stéttir með sambærilega menntun.Magnea Sif Einarsdóttir leikskólakennariVið lítum á það sem mannréttindabrot að geta ekki lifað mannsæmandi lífi af launum okkar. Við erum stétt þar sem konur eru í miklum meirihluta og það verður ekki liðið lengur að það sé sjálfsagt mál að kvennastéttir séu láglaunastéttir. Nú er kominn tími til að gera kröfur. Það er ósk okkar að samninganefnd sveitarfélaga sjái sóma sinn í því að semja við kjaranefnd leikskólakennara fyrir 22. ágúst. Það eru breyttir tímar í þjóðfélaginu og við vonumst til að verðmætamatið hafi einnig breyst. Við óskum eftir stuðningi ykkar allra í baráttu okkar fyrir bættum kjörum. Leikskólastigið er grunnurinn að framtíðinni, það er það sem við byggjum á, sá grunnur þarf að vera sterkur. Það erum við leikskólakennarar í samvinnu við foreldra, sem og samfélagið í heild, sem berum ábyrgð á að sá grunnur sé eins sterkur og mögulegt er.Sigurbjört Kristinsdóttir leikskólakennariVið skorum á stjórnvöld og samfélagið í heild að íhuga af alvöru þetta óréttlæti sem okkur hefur verið sýnt, taka afstöðu með okkur leikskólakennurum og standa vörð um þetta mikilvæga skólastig. Stöndum saman. Börnin eru gullnáma. Hlutverk hinna fullorðnu er að fá gullið til að glóa. (Loris Malaguzzi)
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun