Hvað er það dýrmætasta sem við eigum? 19. júlí 2011 06:00 Ingibjörg Guðmundsdóttir leikskólakennari Kjarabarátta leikskólakennara stendur nú sem hæst en lítið hefur mjakast í þeim efnum og stefnir í verkfall þann 22. ágúst næstkomandi. Barátta okkar fyrir mannsæmandi launum hefur fengið lítinn hljómgrunn á undanförnum árum en nú er staðan sú að leikskólakennarar hafa verið samningalausir frá árinu 2009 og hafa dregist verulega aftur úr viðmiðunarstéttum. Verkfall er ekki óskastaða og við gerum okkur grein fyrir því að það mun fyrst og fremst bitna á þeim sem síst skyldi, þ.e. börnum og fjölskyldum þeirra. Hvað er það dýrmætasta sem við eigum? Þessu er fljótsvarað, það eru að sjálfsögðu börnin okkar, þau eru fjársjóður framtíðar og það eru þau sem ætla að byggja upp framtíðina. En hverju er samfélagið tilbúið að kosta til við að varðveita þennan fjársjóð? Ekki miklu, það er alveg ljóst. Það er aftur á móti tilbúið að eyða ansi háum fjárhæðum í vörslu peninga sem geta orðið verðlausir með öllu á örskammri stundu. Starfið í leikskólanum einkennist af gleði og jákvæðni. Þetta er yndislegt starf með frábærum kennurum, yndislegum börnum og fjölskyldum. Þetta er það sem gerir starfið dýrmætt. En vert er að hafa í huga að þetta gerist ekki allt af sjálfu sér. Það þarf góða stjórnun, skipulag, fagkunnáttu og reynslu til að halda þessu mikilvæga starfi á því framsækna stigi sem það er. Menntun leikskólakennara tekur í dag fimm ár en var áður þriggja ára nám. Leikskólakennarar hafa verið duglegir að afla sér aukinnar menntunar á mörgum sviðum, svo sem í stjórnun, menntun ungra barna og sérkennslu svo eitthvað sé nefnt. Leikskólakennarar hafa ávallt unnið starf sitt af metnaði og hugsjón sem er vel en það eitt og sér dugar ekki lengur. Nú er svo sannarlega nóg komið og það er sjálfsagður réttur okkar að starf okkar og menntun sé metið á sama hátt og aðrar stéttir með sambærilega menntun.Magnea Sif Einarsdóttir leikskólakennariVið lítum á það sem mannréttindabrot að geta ekki lifað mannsæmandi lífi af launum okkar. Við erum stétt þar sem konur eru í miklum meirihluta og það verður ekki liðið lengur að það sé sjálfsagt mál að kvennastéttir séu láglaunastéttir. Nú er kominn tími til að gera kröfur. Það er ósk okkar að samninganefnd sveitarfélaga sjái sóma sinn í því að semja við kjaranefnd leikskólakennara fyrir 22. ágúst. Það eru breyttir tímar í þjóðfélaginu og við vonumst til að verðmætamatið hafi einnig breyst. Við óskum eftir stuðningi ykkar allra í baráttu okkar fyrir bættum kjörum. Leikskólastigið er grunnurinn að framtíðinni, það er það sem við byggjum á, sá grunnur þarf að vera sterkur. Það erum við leikskólakennarar í samvinnu við foreldra, sem og samfélagið í heild, sem berum ábyrgð á að sá grunnur sé eins sterkur og mögulegt er.Sigurbjört Kristinsdóttir leikskólakennariVið skorum á stjórnvöld og samfélagið í heild að íhuga af alvöru þetta óréttlæti sem okkur hefur verið sýnt, taka afstöðu með okkur leikskólakennurum og standa vörð um þetta mikilvæga skólastig. Stöndum saman. Börnin eru gullnáma. Hlutverk hinna fullorðnu er að fá gullið til að glóa. (Loris Malaguzzi) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ingibjörg Guðmundsdóttir leikskólakennari Kjarabarátta leikskólakennara stendur nú sem hæst en lítið hefur mjakast í þeim efnum og stefnir í verkfall þann 22. ágúst næstkomandi. Barátta okkar fyrir mannsæmandi launum hefur fengið lítinn hljómgrunn á undanförnum árum en nú er staðan sú að leikskólakennarar hafa verið samningalausir frá árinu 2009 og hafa dregist verulega aftur úr viðmiðunarstéttum. Verkfall er ekki óskastaða og við gerum okkur grein fyrir því að það mun fyrst og fremst bitna á þeim sem síst skyldi, þ.e. börnum og fjölskyldum þeirra. Hvað er það dýrmætasta sem við eigum? Þessu er fljótsvarað, það eru að sjálfsögðu börnin okkar, þau eru fjársjóður framtíðar og það eru þau sem ætla að byggja upp framtíðina. En hverju er samfélagið tilbúið að kosta til við að varðveita þennan fjársjóð? Ekki miklu, það er alveg ljóst. Það er aftur á móti tilbúið að eyða ansi háum fjárhæðum í vörslu peninga sem geta orðið verðlausir með öllu á örskammri stundu. Starfið í leikskólanum einkennist af gleði og jákvæðni. Þetta er yndislegt starf með frábærum kennurum, yndislegum börnum og fjölskyldum. Þetta er það sem gerir starfið dýrmætt. En vert er að hafa í huga að þetta gerist ekki allt af sjálfu sér. Það þarf góða stjórnun, skipulag, fagkunnáttu og reynslu til að halda þessu mikilvæga starfi á því framsækna stigi sem það er. Menntun leikskólakennara tekur í dag fimm ár en var áður þriggja ára nám. Leikskólakennarar hafa verið duglegir að afla sér aukinnar menntunar á mörgum sviðum, svo sem í stjórnun, menntun ungra barna og sérkennslu svo eitthvað sé nefnt. Leikskólakennarar hafa ávallt unnið starf sitt af metnaði og hugsjón sem er vel en það eitt og sér dugar ekki lengur. Nú er svo sannarlega nóg komið og það er sjálfsagður réttur okkar að starf okkar og menntun sé metið á sama hátt og aðrar stéttir með sambærilega menntun.Magnea Sif Einarsdóttir leikskólakennariVið lítum á það sem mannréttindabrot að geta ekki lifað mannsæmandi lífi af launum okkar. Við erum stétt þar sem konur eru í miklum meirihluta og það verður ekki liðið lengur að það sé sjálfsagt mál að kvennastéttir séu láglaunastéttir. Nú er kominn tími til að gera kröfur. Það er ósk okkar að samninganefnd sveitarfélaga sjái sóma sinn í því að semja við kjaranefnd leikskólakennara fyrir 22. ágúst. Það eru breyttir tímar í þjóðfélaginu og við vonumst til að verðmætamatið hafi einnig breyst. Við óskum eftir stuðningi ykkar allra í baráttu okkar fyrir bættum kjörum. Leikskólastigið er grunnurinn að framtíðinni, það er það sem við byggjum á, sá grunnur þarf að vera sterkur. Það erum við leikskólakennarar í samvinnu við foreldra, sem og samfélagið í heild, sem berum ábyrgð á að sá grunnur sé eins sterkur og mögulegt er.Sigurbjört Kristinsdóttir leikskólakennariVið skorum á stjórnvöld og samfélagið í heild að íhuga af alvöru þetta óréttlæti sem okkur hefur verið sýnt, taka afstöðu með okkur leikskólakennurum og standa vörð um þetta mikilvæga skólastig. Stöndum saman. Börnin eru gullnáma. Hlutverk hinna fullorðnu er að fá gullið til að glóa. (Loris Malaguzzi)
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun