Eflum fjárfestingar í sjávarklasanum Jóhann Jónasson skrifar 14. júlí 2011 06:00 Sjávarklasinn er samstarfsverkefni margra fyrirtækja í haftengdri starfsemi. Markmiðið með starfinu er að bæta samstarf, auka verðmæti og efla skilning á mikilvægi þess starfs sem fram fer innan klasans. Nú stendur yfir vinna við að kortleggja íslenska sjávarklasann; alla starfsemi sem snýr að hafinu, frá hefðbundnum fiskveiðum og fiskvinnslu að afleiddum greinum svo sem rannsóknum, nýsköpun, líftækni, hátækniframleiðslu, flutningastarfsemi, fjármálastarfsemi og viðgerðar- og viðhaldsþjónustu. Aðrar þjóðir komnar af staðKlasarannsóknir af þessu tagi hafa verið gerðar í nær öllum þeim löndum sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er brýnt fyrir þjóðir sem stunda sjávarútveg að leiða hugann að því hvar vaxtarmöguleikar eru í greininni og þá ekki síður í öðrum greinum sem tengjast hafinu. Noregur, Írland, Bretland og Kanada hafa öll sett sér stefnu um að vera í forystu á sviðum tengdum hafinu þar á meðal upplýsingatækni, líftækni, landgrunnsrannsóknum og fiskeldi. Slík vinna hefur ekki farið fram hérlendis og stefnumörkun á þessu sviði er lítil. Við höfum eytt mestri orku í kvótakerfisumræðu á meðan nágrannaþjóðir okkar eru á fullu í heildarstefnumörkun um hvernig þekking verður best nýtt til að skapa verðmæti í haftengdri starfsemi. Verkefnið um Sjávarklasann kemur til með að bæta þarna úr og veita meiri yfirsýn yfir umfang haftengdrar starfsemi og gefa vísbendingar um hvar megi efla samstarf, ekki hvað síst milli nýrra og eldri greina og finna vaxtarbrodda sem hlúa má að. Tækifæri í tæknifyrirtækjumNú þegar liggja fyrir upplýsingar um ríflega 70 fyrirtæki sem starfa í tæknihluta klasans, þetta eru fyrirtæki sem ráða yfir eigin vörulínu og selja búnað til útflutnings undir eigin vörumerkjum. Í þessum geira starfa nú um 1.000 manns, mestmegnis tæknimenntaðir einstaklingar. Það félag sem ég starfa hjá, 3X á Ísafirði, rekur uppruna sinn til þess samstarfs sem hefur alltaf verið milli okkar og sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum og síðan útbreiddara samstarf við fiskvinnsluna á landsvísu. Slíkt samstarf milli tækni- og sjávarútvegsfyrirtækja gerði okkur kleift að koma fram með nýjar vörur og á sama tíma gerði þetta samstarf sjávarútvegsfyrirtækin samkeppnishæfari á þeim mörkuðum sem þau berjast á. Við erum einn af fáum tæknigeirum í landinu sem er dreifður um allt land og í þessum geira eru gríðarleg tækifæri, en hann hefur ekki notið mikillar athygli á undanförnum árum. Þar kunnum við sem störfum í þessum tæknifyrirtækjum að eiga einhverja sök, en umræðan um sjávarútveginn hefur ekki gert það að verkum að fólk í greininni sé áfjáð að standa upp og tala um hvað vel hefur tekist. Fjárfestingarsjóður SjávarklasansMeiri umræða um íslenska sjávarklasann og þau tækifæri sem hann getur skapað, getur varpað ljósi á starfsemi fjölda lítilla og meðalstórra fyrirtækja og aukið áhuga fjárfesta og annarra aðila á að styðja og efla fyrirtækin. Það eru spennandi tækifæri fólgin í að sameina félög innan skyldra greina til að auka slagkraftinn. Við viljum sjá sjávarútvegsfyrirtækin koma meira inn í starfsemi þessara félaga, fjárfesta í þeirri þekkingu sem eflir þeirra eigin starfsemi. Við þurfum líka að sjá fjármálamarkaðinn sýna þessum geira meiri áhuga. Ein hugmynd væri að stofna sérstakan hlutabréfasjóð eða áhættufjárfestingasjóð í sjávarklasanum. Sjóður sem væri sérhæfður í fyrirtækjum og starfsemi tengdri sjávarklasanum. Kortlagning klasans varpar ljósi á hvaða félög tilheyra þessum öfluga klasa og gefur það fjárfestum og frumkvöðlum innan greinarinnar góða yfirsýn á tækifærin sem þar kunna að liggja. Við þurfum að komast út úr eilífðarkarpi um fiskveiðistjórnunina og fara að horfa fram á veginn. Óvissan í sjávarútvegi dregur úr kraftinum í flestum tengdum greinum í sjávarklasanum. Verkefnið framundan er að efla fyrirtækin í öllum sjávarklasanum og skapa þeim trausta umgjörð til að vaxa og dafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Sjávarklasinn er samstarfsverkefni margra fyrirtækja í haftengdri starfsemi. Markmiðið með starfinu er að bæta samstarf, auka verðmæti og efla skilning á mikilvægi þess starfs sem fram fer innan klasans. Nú stendur yfir vinna við að kortleggja íslenska sjávarklasann; alla starfsemi sem snýr að hafinu, frá hefðbundnum fiskveiðum og fiskvinnslu að afleiddum greinum svo sem rannsóknum, nýsköpun, líftækni, hátækniframleiðslu, flutningastarfsemi, fjármálastarfsemi og viðgerðar- og viðhaldsþjónustu. Aðrar þjóðir komnar af staðKlasarannsóknir af þessu tagi hafa verið gerðar í nær öllum þeim löndum sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er brýnt fyrir þjóðir sem stunda sjávarútveg að leiða hugann að því hvar vaxtarmöguleikar eru í greininni og þá ekki síður í öðrum greinum sem tengjast hafinu. Noregur, Írland, Bretland og Kanada hafa öll sett sér stefnu um að vera í forystu á sviðum tengdum hafinu þar á meðal upplýsingatækni, líftækni, landgrunnsrannsóknum og fiskeldi. Slík vinna hefur ekki farið fram hérlendis og stefnumörkun á þessu sviði er lítil. Við höfum eytt mestri orku í kvótakerfisumræðu á meðan nágrannaþjóðir okkar eru á fullu í heildarstefnumörkun um hvernig þekking verður best nýtt til að skapa verðmæti í haftengdri starfsemi. Verkefnið um Sjávarklasann kemur til með að bæta þarna úr og veita meiri yfirsýn yfir umfang haftengdrar starfsemi og gefa vísbendingar um hvar megi efla samstarf, ekki hvað síst milli nýrra og eldri greina og finna vaxtarbrodda sem hlúa má að. Tækifæri í tæknifyrirtækjumNú þegar liggja fyrir upplýsingar um ríflega 70 fyrirtæki sem starfa í tæknihluta klasans, þetta eru fyrirtæki sem ráða yfir eigin vörulínu og selja búnað til útflutnings undir eigin vörumerkjum. Í þessum geira starfa nú um 1.000 manns, mestmegnis tæknimenntaðir einstaklingar. Það félag sem ég starfa hjá, 3X á Ísafirði, rekur uppruna sinn til þess samstarfs sem hefur alltaf verið milli okkar og sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum og síðan útbreiddara samstarf við fiskvinnsluna á landsvísu. Slíkt samstarf milli tækni- og sjávarútvegsfyrirtækja gerði okkur kleift að koma fram með nýjar vörur og á sama tíma gerði þetta samstarf sjávarútvegsfyrirtækin samkeppnishæfari á þeim mörkuðum sem þau berjast á. Við erum einn af fáum tæknigeirum í landinu sem er dreifður um allt land og í þessum geira eru gríðarleg tækifæri, en hann hefur ekki notið mikillar athygli á undanförnum árum. Þar kunnum við sem störfum í þessum tæknifyrirtækjum að eiga einhverja sök, en umræðan um sjávarútveginn hefur ekki gert það að verkum að fólk í greininni sé áfjáð að standa upp og tala um hvað vel hefur tekist. Fjárfestingarsjóður SjávarklasansMeiri umræða um íslenska sjávarklasann og þau tækifæri sem hann getur skapað, getur varpað ljósi á starfsemi fjölda lítilla og meðalstórra fyrirtækja og aukið áhuga fjárfesta og annarra aðila á að styðja og efla fyrirtækin. Það eru spennandi tækifæri fólgin í að sameina félög innan skyldra greina til að auka slagkraftinn. Við viljum sjá sjávarútvegsfyrirtækin koma meira inn í starfsemi þessara félaga, fjárfesta í þeirri þekkingu sem eflir þeirra eigin starfsemi. Við þurfum líka að sjá fjármálamarkaðinn sýna þessum geira meiri áhuga. Ein hugmynd væri að stofna sérstakan hlutabréfasjóð eða áhættufjárfestingasjóð í sjávarklasanum. Sjóður sem væri sérhæfður í fyrirtækjum og starfsemi tengdri sjávarklasanum. Kortlagning klasans varpar ljósi á hvaða félög tilheyra þessum öfluga klasa og gefur það fjárfestum og frumkvöðlum innan greinarinnar góða yfirsýn á tækifærin sem þar kunna að liggja. Við þurfum að komast út úr eilífðarkarpi um fiskveiðistjórnunina og fara að horfa fram á veginn. Óvissan í sjávarútvegi dregur úr kraftinum í flestum tengdum greinum í sjávarklasanum. Verkefnið framundan er að efla fyrirtækin í öllum sjávarklasanum og skapa þeim trausta umgjörð til að vaxa og dafna.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar