Trúverðugleiki á kostnað endurreisnar? Finnur Oddsson skrifar 13. júlí 2011 10:00 Nýlega gaf peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands það út að hugsanlega yrðu vextir hækkaðir á næstunni. Umrædd yfirlýsing kemur að mörgu leyti spánskt fyrir sjónir miðað við núverandi árferði í efnahagslífinu. Framleiðsluslaki hefur nær aldrei mælst meiri, atvinnuleysi er langt umfram það sem eðlilegt getur talist, fjárfesting er sú lægsta í Íslandssögunni og verðbólgan er að stærstum hluta innflutt og utan seilingar Seðlabankans. Raunar bendir Seðlabankinn á þetta sjálfur í nýlegri greinargerð þar segir m.a. að: „Seðlabankinn [hefur] talið meginorsakir vaxandi verðbólgu vera þætti sem eru ýmist tímabundnir eða utan áhrifasviðs peningastefnunnar." Þrátt fyrir það hefur peninganefndin breytt tóni yfirlýsinga sinna frá því að telja líklegra að vaxtalækkanir muni fylgja í að hækkanir gætu verið í kortunum. Þetta er mikið áhyggjuefni, eins og fram hefur komið bæði hjá fulltrúum atvinnulífs og meðlimum peningastefnunefndar. En verðbólga er farin að láta á sér kræla og ekki ósennilegt að hún muni aukast þegar líður á árið. Vandi Seðlabankans felst í því að takmörkuð tiltrú á bankanum gerir honum (a.m.k. út frá hefðbundnum sjónarmiðum) erfiðara um vik að beita sér gegn verðbólgu með aðferðum sem henta í núverandi ástandi efnahagslegrar stöðnunar. Engu að síður er augljóst að veruleg þversögn felst í því að líta svo á að vaxtahækkun við núverandi aðstæður yrði til að auka trúverðugleika Seðlabankans. Með öðrum orðum, þá getur það ekki verið trúverðugleika seðlabanka nokkurs lands til framdráttar ef aðgerðir hans veikja og seinka efnahagsbata úr kreppuástandi. Íslensk fyrirtæki glíma nú við margvíslegar og þungar byrðar sem rekja má t.a.m. til nýlegra kjarasamninga, yfirdrifinna skattahækkana, hruns í eftirspurn og tafa á endurskipulagningu skulda. Allt hefur þetta hamlað bata hagkerfisins og stjórnendur eru almennt svartsýnir á rekstrarhorfur næstu mánaða. Vaxtahækkun við þessar aðstæður, sem litlar eða engar líkur eru á að muni slá á verðbólgu, mun aðeins auka byrðar atvinnulífsins og heimila og trúverðugleiki Seðlabanka Íslands myndi rýrna að sama skapi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Nýlega gaf peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands það út að hugsanlega yrðu vextir hækkaðir á næstunni. Umrædd yfirlýsing kemur að mörgu leyti spánskt fyrir sjónir miðað við núverandi árferði í efnahagslífinu. Framleiðsluslaki hefur nær aldrei mælst meiri, atvinnuleysi er langt umfram það sem eðlilegt getur talist, fjárfesting er sú lægsta í Íslandssögunni og verðbólgan er að stærstum hluta innflutt og utan seilingar Seðlabankans. Raunar bendir Seðlabankinn á þetta sjálfur í nýlegri greinargerð þar segir m.a. að: „Seðlabankinn [hefur] talið meginorsakir vaxandi verðbólgu vera þætti sem eru ýmist tímabundnir eða utan áhrifasviðs peningastefnunnar." Þrátt fyrir það hefur peninganefndin breytt tóni yfirlýsinga sinna frá því að telja líklegra að vaxtalækkanir muni fylgja í að hækkanir gætu verið í kortunum. Þetta er mikið áhyggjuefni, eins og fram hefur komið bæði hjá fulltrúum atvinnulífs og meðlimum peningastefnunefndar. En verðbólga er farin að láta á sér kræla og ekki ósennilegt að hún muni aukast þegar líður á árið. Vandi Seðlabankans felst í því að takmörkuð tiltrú á bankanum gerir honum (a.m.k. út frá hefðbundnum sjónarmiðum) erfiðara um vik að beita sér gegn verðbólgu með aðferðum sem henta í núverandi ástandi efnahagslegrar stöðnunar. Engu að síður er augljóst að veruleg þversögn felst í því að líta svo á að vaxtahækkun við núverandi aðstæður yrði til að auka trúverðugleika Seðlabankans. Með öðrum orðum, þá getur það ekki verið trúverðugleika seðlabanka nokkurs lands til framdráttar ef aðgerðir hans veikja og seinka efnahagsbata úr kreppuástandi. Íslensk fyrirtæki glíma nú við margvíslegar og þungar byrðar sem rekja má t.a.m. til nýlegra kjarasamninga, yfirdrifinna skattahækkana, hruns í eftirspurn og tafa á endurskipulagningu skulda. Allt hefur þetta hamlað bata hagkerfisins og stjórnendur eru almennt svartsýnir á rekstrarhorfur næstu mánaða. Vaxtahækkun við þessar aðstæður, sem litlar eða engar líkur eru á að muni slá á verðbólgu, mun aðeins auka byrðar atvinnulífsins og heimila og trúverðugleiki Seðlabanka Íslands myndi rýrna að sama skapi.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar