Trúverðugleiki á kostnað endurreisnar? Finnur Oddsson skrifar 13. júlí 2011 10:00 Nýlega gaf peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands það út að hugsanlega yrðu vextir hækkaðir á næstunni. Umrædd yfirlýsing kemur að mörgu leyti spánskt fyrir sjónir miðað við núverandi árferði í efnahagslífinu. Framleiðsluslaki hefur nær aldrei mælst meiri, atvinnuleysi er langt umfram það sem eðlilegt getur talist, fjárfesting er sú lægsta í Íslandssögunni og verðbólgan er að stærstum hluta innflutt og utan seilingar Seðlabankans. Raunar bendir Seðlabankinn á þetta sjálfur í nýlegri greinargerð þar segir m.a. að: „Seðlabankinn [hefur] talið meginorsakir vaxandi verðbólgu vera þætti sem eru ýmist tímabundnir eða utan áhrifasviðs peningastefnunnar." Þrátt fyrir það hefur peninganefndin breytt tóni yfirlýsinga sinna frá því að telja líklegra að vaxtalækkanir muni fylgja í að hækkanir gætu verið í kortunum. Þetta er mikið áhyggjuefni, eins og fram hefur komið bæði hjá fulltrúum atvinnulífs og meðlimum peningastefnunefndar. En verðbólga er farin að láta á sér kræla og ekki ósennilegt að hún muni aukast þegar líður á árið. Vandi Seðlabankans felst í því að takmörkuð tiltrú á bankanum gerir honum (a.m.k. út frá hefðbundnum sjónarmiðum) erfiðara um vik að beita sér gegn verðbólgu með aðferðum sem henta í núverandi ástandi efnahagslegrar stöðnunar. Engu að síður er augljóst að veruleg þversögn felst í því að líta svo á að vaxtahækkun við núverandi aðstæður yrði til að auka trúverðugleika Seðlabankans. Með öðrum orðum, þá getur það ekki verið trúverðugleika seðlabanka nokkurs lands til framdráttar ef aðgerðir hans veikja og seinka efnahagsbata úr kreppuástandi. Íslensk fyrirtæki glíma nú við margvíslegar og þungar byrðar sem rekja má t.a.m. til nýlegra kjarasamninga, yfirdrifinna skattahækkana, hruns í eftirspurn og tafa á endurskipulagningu skulda. Allt hefur þetta hamlað bata hagkerfisins og stjórnendur eru almennt svartsýnir á rekstrarhorfur næstu mánaða. Vaxtahækkun við þessar aðstæður, sem litlar eða engar líkur eru á að muni slá á verðbólgu, mun aðeins auka byrðar atvinnulífsins og heimila og trúverðugleiki Seðlabanka Íslands myndi rýrna að sama skapi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nýlega gaf peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands það út að hugsanlega yrðu vextir hækkaðir á næstunni. Umrædd yfirlýsing kemur að mörgu leyti spánskt fyrir sjónir miðað við núverandi árferði í efnahagslífinu. Framleiðsluslaki hefur nær aldrei mælst meiri, atvinnuleysi er langt umfram það sem eðlilegt getur talist, fjárfesting er sú lægsta í Íslandssögunni og verðbólgan er að stærstum hluta innflutt og utan seilingar Seðlabankans. Raunar bendir Seðlabankinn á þetta sjálfur í nýlegri greinargerð þar segir m.a. að: „Seðlabankinn [hefur] talið meginorsakir vaxandi verðbólgu vera þætti sem eru ýmist tímabundnir eða utan áhrifasviðs peningastefnunnar." Þrátt fyrir það hefur peninganefndin breytt tóni yfirlýsinga sinna frá því að telja líklegra að vaxtalækkanir muni fylgja í að hækkanir gætu verið í kortunum. Þetta er mikið áhyggjuefni, eins og fram hefur komið bæði hjá fulltrúum atvinnulífs og meðlimum peningastefnunefndar. En verðbólga er farin að láta á sér kræla og ekki ósennilegt að hún muni aukast þegar líður á árið. Vandi Seðlabankans felst í því að takmörkuð tiltrú á bankanum gerir honum (a.m.k. út frá hefðbundnum sjónarmiðum) erfiðara um vik að beita sér gegn verðbólgu með aðferðum sem henta í núverandi ástandi efnahagslegrar stöðnunar. Engu að síður er augljóst að veruleg þversögn felst í því að líta svo á að vaxtahækkun við núverandi aðstæður yrði til að auka trúverðugleika Seðlabankans. Með öðrum orðum, þá getur það ekki verið trúverðugleika seðlabanka nokkurs lands til framdráttar ef aðgerðir hans veikja og seinka efnahagsbata úr kreppuástandi. Íslensk fyrirtæki glíma nú við margvíslegar og þungar byrðar sem rekja má t.a.m. til nýlegra kjarasamninga, yfirdrifinna skattahækkana, hruns í eftirspurn og tafa á endurskipulagningu skulda. Allt hefur þetta hamlað bata hagkerfisins og stjórnendur eru almennt svartsýnir á rekstrarhorfur næstu mánaða. Vaxtahækkun við þessar aðstæður, sem litlar eða engar líkur eru á að muni slá á verðbólgu, mun aðeins auka byrðar atvinnulífsins og heimila og trúverðugleiki Seðlabanka Íslands myndi rýrna að sama skapi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar