Starf UN Women í S-Súdan Guðrún Sif Friðriksdóttir skrifar 8. júlí 2011 09:00 Hinn 9. júlí næstkomandi mun 54. land Afríku líta dagsins ljós þegar Suður-Súdan öðlast sjálfstæði eftir áratuga ófrið við norðurhluta Súdan. Árið 2005 markaði tímamót í Súdan en þá var skrifað undir friðarsamning til sex ára. Hluti af þessu samkomulagi gerði ráð fyrir kosningum, sem haldnar voru 2010. Jafnframt var gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðu Suður-Súdana til sjálfstæðis annars vegar eða áframhaldandi tengsla við norðurhlutann hins vegar. Niðurstaðan varð sú að í janúar síðastliðnum kusu tæplega 99 prósent Suður-Súdana sjálfstæði. Staða kvenna í Suður-Súdan er bág. Stúlka sem fæðist í dag er líklegri til að láta lífið við barnsburð en að fá nokkurn tímann tækifæri til að ganga í skóla. Þetta segir í raun allt sem segja þarf um mæðradauða og menntun stúlkubarna. Ofbeldi í garð kvenna er algengt og konur hafa ekki verið áberandi í stjórnmálum eða annars staðar þar sem ákvarðanir eru teknar. UN Women (sem áður var UNIFEM) hefur starfað í Suður-Súdan frá árinu 2006. Starfið hefur beinst að baráttu gegn kynbundnu ofbeldi sem og þátttöku kvenna í lýðræðislegum stjórnarháttum. Þetta á sérstaklega við um síðastliðið ár í tengslum við almennar kosningar og undirbúning fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna nú í janúar. Rúm 20 ár eru síðan kosningar fóru síðast fram í Súdan, því var mikilvægt að efla vitund kvenna um þátttöku bæði fyrir kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslu. UN Women tók virkan þátt í þessari vitundarvakningu, með það í huga að ná til kvenna sérstaklega og einnig að hvetja karla til að standa ekki í vegi fyrir því að konur nýttu sér rétt sinn til þátttöku. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna vann UN Women með 26 samtökum innan Suður-Súdan til þess að ná til kvenna í öllum hlutum landsins. Víða er vegakerfi svo slæmt að ekki er unnt að komast milli þorpa nema gangandi eða í sumum tilvikum á mótorhjólum. Þessi innlendu grasrótarsamtök unnu gríðarlega gott starf með stuðningi UN Women og náðu til margra þorpa þrátt fyrir þessar aðstæður. Niðurstaðan var að 52 prósent þeirra sem skráðu sig til kosningaþátttöku voru konur. Nú, rúmum mánuði fyrir sjálfstæði Suður-Súdans, ríkir bjartsýni meðal íbúa landsins. Löng barátta fyrir frelsi og sjálfstæði virðist loksins hafa borið ávöxt og vonast er til að nýtt land muni leiða til betra lífs fyrir alla þegna. Augljóslega er mikið starf fyrir höndum og UN Women hyggst styrkja starf sitt í Suður-Súdan til muna. Áhugi og þörf er á að halda áfram að vinna að friðaruppbyggingu þar sem ólga ríkir enn þá undir yfirborðinu. Huga þarf verulega að baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi sem er því miður alltaf vandamál í stríðshrjáðum ríkjum. Enn verður þörf fyrir að styðja við eflingu lýðræðislegra stjórnarhátta og hvernig megi auka hlut kvenna á því sviði, til að mynda þegar kemur að gerð nýrrar stjórnarskrár. Huga þarf að auka hlutfall læsra stúlkna og kvenna sem og að styrkja konur í atvinnusköpun og atvinnuleit. Síðast en ekki síst þarf að styðja vel við innlend grasrótarsamtök og stjórnvöld og byggja upp styrk þeirra og getu. Það verður þörf fyrir mikinn stuðning í Suður-Súdan næstu áratugi. Reynsla UN Women sýnir hins vegar að vel skipulögð verkefni og samstarf við stjórnvöld og innlend grasrótarsamtök geta leitt til varanlegra umbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Hinn 9. júlí næstkomandi mun 54. land Afríku líta dagsins ljós þegar Suður-Súdan öðlast sjálfstæði eftir áratuga ófrið við norðurhluta Súdan. Árið 2005 markaði tímamót í Súdan en þá var skrifað undir friðarsamning til sex ára. Hluti af þessu samkomulagi gerði ráð fyrir kosningum, sem haldnar voru 2010. Jafnframt var gert ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um afstöðu Suður-Súdana til sjálfstæðis annars vegar eða áframhaldandi tengsla við norðurhlutann hins vegar. Niðurstaðan varð sú að í janúar síðastliðnum kusu tæplega 99 prósent Suður-Súdana sjálfstæði. Staða kvenna í Suður-Súdan er bág. Stúlka sem fæðist í dag er líklegri til að láta lífið við barnsburð en að fá nokkurn tímann tækifæri til að ganga í skóla. Þetta segir í raun allt sem segja þarf um mæðradauða og menntun stúlkubarna. Ofbeldi í garð kvenna er algengt og konur hafa ekki verið áberandi í stjórnmálum eða annars staðar þar sem ákvarðanir eru teknar. UN Women (sem áður var UNIFEM) hefur starfað í Suður-Súdan frá árinu 2006. Starfið hefur beinst að baráttu gegn kynbundnu ofbeldi sem og þátttöku kvenna í lýðræðislegum stjórnarháttum. Þetta á sérstaklega við um síðastliðið ár í tengslum við almennar kosningar og undirbúning fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna nú í janúar. Rúm 20 ár eru síðan kosningar fóru síðast fram í Súdan, því var mikilvægt að efla vitund kvenna um þátttöku bæði fyrir kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslu. UN Women tók virkan þátt í þessari vitundarvakningu, með það í huga að ná til kvenna sérstaklega og einnig að hvetja karla til að standa ekki í vegi fyrir því að konur nýttu sér rétt sinn til þátttöku. Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna vann UN Women með 26 samtökum innan Suður-Súdan til þess að ná til kvenna í öllum hlutum landsins. Víða er vegakerfi svo slæmt að ekki er unnt að komast milli þorpa nema gangandi eða í sumum tilvikum á mótorhjólum. Þessi innlendu grasrótarsamtök unnu gríðarlega gott starf með stuðningi UN Women og náðu til margra þorpa þrátt fyrir þessar aðstæður. Niðurstaðan var að 52 prósent þeirra sem skráðu sig til kosningaþátttöku voru konur. Nú, rúmum mánuði fyrir sjálfstæði Suður-Súdans, ríkir bjartsýni meðal íbúa landsins. Löng barátta fyrir frelsi og sjálfstæði virðist loksins hafa borið ávöxt og vonast er til að nýtt land muni leiða til betra lífs fyrir alla þegna. Augljóslega er mikið starf fyrir höndum og UN Women hyggst styrkja starf sitt í Suður-Súdan til muna. Áhugi og þörf er á að halda áfram að vinna að friðaruppbyggingu þar sem ólga ríkir enn þá undir yfirborðinu. Huga þarf verulega að baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi sem er því miður alltaf vandamál í stríðshrjáðum ríkjum. Enn verður þörf fyrir að styðja við eflingu lýðræðislegra stjórnarhátta og hvernig megi auka hlut kvenna á því sviði, til að mynda þegar kemur að gerð nýrrar stjórnarskrár. Huga þarf að auka hlutfall læsra stúlkna og kvenna sem og að styrkja konur í atvinnusköpun og atvinnuleit. Síðast en ekki síst þarf að styðja vel við innlend grasrótarsamtök og stjórnvöld og byggja upp styrk þeirra og getu. Það verður þörf fyrir mikinn stuðning í Suður-Súdan næstu áratugi. Reynsla UN Women sýnir hins vegar að vel skipulögð verkefni og samstarf við stjórnvöld og innlend grasrótarsamtök geta leitt til varanlegra umbóta.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar