Fangaverðir lenda ítrekað í lífshættu 8. júlí 2011 08:00 Margir fangar eru sprautufíklar sem svífast einskis til að ná sér í eiturlyf, segir formaður Fangavarðafélags Íslands. Mynd/Vilhelm Fangar í fangelsum landsins verða sífellt hættulegri og erfiðari og fangaverðir eru í stöðugri hættu vegna aðstöðuleysis, segir Einar Andrésson, formaður Fangavarðafélags Íslands, sem starfar í Fangelsinu Kópavogi. Fangaverðir lenda ítrekað í lífshættulegum aðstæðum, þar sem vinnutæki þeirra eru ekki fullnægjandi miðað við það umhverfi sem þeir starfa í. Fyrirsjáanlegt er að slys verði ef stjórnvöld sjá ekki að sér og heimila byggingu nýs fangelsis. „Staðan er hrikaleg,“ segir Einar. „Biðlistinn er langur og menn hafa orðið að grípa til þess úrræðis að losa fyrr út léttari brotamenn, það er að segja þá sem eru frekar til friðs úti í samfélaginu, með því að setja þá í samfélagsþjónustu eða önnur úrræði. Eftir í fangelsunum verða miklu þyngri brotamenn og staðan verður alltaf erfiðari og erfiðari.“ Einar segir að fyrir nokkrum árum hafi það heyrt til undantekninga að sprautufíkill hafi komið inn í fangelsi. Nú sé það hending þegar fangar sem ekki séu sprautufíklar komi inn. „Sprautufíklum fylgir geysileg árátta til að reyna að smygla inn fíkniefnum. Einnig hætta varðandi alnæmissmit, lifrarbólgu C og fleiri sjúkdóma sem þetta fólk er útsett fyrir. Þetta eru hættulegri fangar á allan hátt. Þeir svífast einskis til að ná sér í dóp og það er miklu meira starf í kringum þá.“ Einar segir að fólk sem komi til afplánunar sé yngra og verr á sig komið en áður. Konur séu að sækja í sig veðrið og þeim fari sífjölgandi í fangelsum landsins. „Fangarnir eru í verri málum en áður. Margir þeirra eru útlendingar, einkum á Litla-Hrauni. Þar eru hættulegar klíkumyndanir í kringum harðsnúna menn, eins og gerist í fangelsum erlendis, meðan þeir sem eru utan klíkanna geta ekki um frjálst höfuð strokið vegna hótana og áreitni. Þá er reynt að senda í önnur fangelsi, sem eru fullsetin fyrir. Við höfum ekki aðstöðu til að takast á við þetta,“ segir Einar. „Það eina sem bjargar stöðunni er að starfsfólkið er harðduglegt og passar upp á félagana. Gríðarlegt og stöðugt álag er hins vegar ávísun á heilsubrest til lengri tíma litið.“ Einar bendir á að með tilkomu nýs fangelsis yrði miklu hægara um vik að vinna með þessi mál, auk þess sem fyrirsjáanlega næðist miklu betri árangur við að flokka fólk niður eftir aðstæðum, afeitra fíkniefnaneytendur, vinna að því að koma mönnum á beina braut og bjarga þar með mannslífum. Áætlun fangelsismálastofnunar um uppbyggingu fangelsa á landinu liggi fyrir og hún þarf að fá framgang sem fyrst, segir Einar. Það muni leysa mörg vandamál sem fangaverðir standi frammi fyrir í dag. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í viðtali við Fréttablaðið að hans vilji stæði mjög eindregið til þess að nýtt fangelsi yrði reist og rekið af ríkinu, sem væri mun ódýrari kostur heldur en rekstur einkaaðila. Málið væri nú komið frá sínu ráðuneyti á borð ríkisstjórnarinnar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kvaðst ekki vilja ræða málið við Fréttablaðið en vísaði á innanríkisráðherra. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við vinnslu fréttarinnar. jss@frettabladid.is Tengdar fréttir Kona reyndi sjálfsvíg með kjöthníf Kona sem flutt var í Kópavogsfangelsið í vikunni reyndi að skera sig á háls með kjöthníf. Hún var í fíkniefnavímu þegar hún kom inn. Í Kópavogsfangelsinu er engin aðstaða til að leita á fólki nema á salerni fangelsisins. Illa gekk að hemja konuna við svo erfiðar aðstæður og hún rauk inn í eldunaraðstöðu fanga, greip þar kjöthníf og ætlaði að skera sig á háls. 8. júlí 2011 13:30 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Fangar í fangelsum landsins verða sífellt hættulegri og erfiðari og fangaverðir eru í stöðugri hættu vegna aðstöðuleysis, segir Einar Andrésson, formaður Fangavarðafélags Íslands, sem starfar í Fangelsinu Kópavogi. Fangaverðir lenda ítrekað í lífshættulegum aðstæðum, þar sem vinnutæki þeirra eru ekki fullnægjandi miðað við það umhverfi sem þeir starfa í. Fyrirsjáanlegt er að slys verði ef stjórnvöld sjá ekki að sér og heimila byggingu nýs fangelsis. „Staðan er hrikaleg,“ segir Einar. „Biðlistinn er langur og menn hafa orðið að grípa til þess úrræðis að losa fyrr út léttari brotamenn, það er að segja þá sem eru frekar til friðs úti í samfélaginu, með því að setja þá í samfélagsþjónustu eða önnur úrræði. Eftir í fangelsunum verða miklu þyngri brotamenn og staðan verður alltaf erfiðari og erfiðari.“ Einar segir að fyrir nokkrum árum hafi það heyrt til undantekninga að sprautufíkill hafi komið inn í fangelsi. Nú sé það hending þegar fangar sem ekki séu sprautufíklar komi inn. „Sprautufíklum fylgir geysileg árátta til að reyna að smygla inn fíkniefnum. Einnig hætta varðandi alnæmissmit, lifrarbólgu C og fleiri sjúkdóma sem þetta fólk er útsett fyrir. Þetta eru hættulegri fangar á allan hátt. Þeir svífast einskis til að ná sér í dóp og það er miklu meira starf í kringum þá.“ Einar segir að fólk sem komi til afplánunar sé yngra og verr á sig komið en áður. Konur séu að sækja í sig veðrið og þeim fari sífjölgandi í fangelsum landsins. „Fangarnir eru í verri málum en áður. Margir þeirra eru útlendingar, einkum á Litla-Hrauni. Þar eru hættulegar klíkumyndanir í kringum harðsnúna menn, eins og gerist í fangelsum erlendis, meðan þeir sem eru utan klíkanna geta ekki um frjálst höfuð strokið vegna hótana og áreitni. Þá er reynt að senda í önnur fangelsi, sem eru fullsetin fyrir. Við höfum ekki aðstöðu til að takast á við þetta,“ segir Einar. „Það eina sem bjargar stöðunni er að starfsfólkið er harðduglegt og passar upp á félagana. Gríðarlegt og stöðugt álag er hins vegar ávísun á heilsubrest til lengri tíma litið.“ Einar bendir á að með tilkomu nýs fangelsis yrði miklu hægara um vik að vinna með þessi mál, auk þess sem fyrirsjáanlega næðist miklu betri árangur við að flokka fólk niður eftir aðstæðum, afeitra fíkniefnaneytendur, vinna að því að koma mönnum á beina braut og bjarga þar með mannslífum. Áætlun fangelsismálastofnunar um uppbyggingu fangelsa á landinu liggi fyrir og hún þarf að fá framgang sem fyrst, segir Einar. Það muni leysa mörg vandamál sem fangaverðir standi frammi fyrir í dag. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í viðtali við Fréttablaðið að hans vilji stæði mjög eindregið til þess að nýtt fangelsi yrði reist og rekið af ríkinu, sem væri mun ódýrari kostur heldur en rekstur einkaaðila. Málið væri nú komið frá sínu ráðuneyti á borð ríkisstjórnarinnar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kvaðst ekki vilja ræða málið við Fréttablaðið en vísaði á innanríkisráðherra. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við vinnslu fréttarinnar. jss@frettabladid.is
Tengdar fréttir Kona reyndi sjálfsvíg með kjöthníf Kona sem flutt var í Kópavogsfangelsið í vikunni reyndi að skera sig á háls með kjöthníf. Hún var í fíkniefnavímu þegar hún kom inn. Í Kópavogsfangelsinu er engin aðstaða til að leita á fólki nema á salerni fangelsisins. Illa gekk að hemja konuna við svo erfiðar aðstæður og hún rauk inn í eldunaraðstöðu fanga, greip þar kjöthníf og ætlaði að skera sig á háls. 8. júlí 2011 13:30 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Kona reyndi sjálfsvíg með kjöthníf Kona sem flutt var í Kópavogsfangelsið í vikunni reyndi að skera sig á háls með kjöthníf. Hún var í fíkniefnavímu þegar hún kom inn. Í Kópavogsfangelsinu er engin aðstaða til að leita á fólki nema á salerni fangelsisins. Illa gekk að hemja konuna við svo erfiðar aðstæður og hún rauk inn í eldunaraðstöðu fanga, greip þar kjöthníf og ætlaði að skera sig á háls. 8. júlí 2011 13:30