Úti í móa Guðni Th. Jóhannesson skrifar 5. júlí 2011 08:00 Geir H. Haarde ber ekki ábyrgð á bankahruninu á Íslandi. Hann braut ekki lög. Hann gerði sitt besta þegar í óefni var komið haustið 2008. En þar með er ekki sagt að hann eða aðrir ráðamenn hafi í öllu staðið sig vel fyrir hrun og þegar það dundi yfir. Í aðdragandanum var andvaraleysið of mikið og þegar holskeflan reið yfir var reynt að grípa til örþrifaráða sem dugðu einfaldlega ekki. Geir var ekki einn um að bregðast seint og illa við því sem er svo auðvelt að sjá eftir á. Árið 2005, þegar gríðarleg lántaka bankanna stóð sem hæst, dásamaði Halldór Ásgrímsson, forveri hans á stóli forsætisráðherra, „íslenska efnahagsundrið“. Árið 2007 svaraði Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra í stjórn Geirs H. Haarde, þeim sem vöruðu við ofhitnun í íslenskum efnahag með því að spyrja: „Drengir, sjáið þið ekki veisluna?“ Mörg önnur dæmi mætti taka. „Sú einarða afstaða ríkisstjórnarinnar að standa við bakið á fjármálakerfinu okkar var rétt og frá henni verður hvergi hvikað,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í september 2008. Síðar í þeim mánuði reyndu Seðlabankinn og ríkisstjórnin að bjarga Glitni með því að eignast meirihluta í honum fyrir fúlgu fjár. Í byrjun október átti að bjarga Kaupþingi með risaláni. Um svipað leyti vonaði Geir H. Haarde, ef marka má orð hans í fjölmiðlum, að Landsbankinn stæði af sér fjármálastorminn, sem þá geisaði um allan heim, vegna þess að þar á bæ hefðu menn haft vit á að safna svo miklu af innlánum í útlöndum. Í blálokin hugleiddu stjórnvöld líka að láta lífeyrissjóðina koma bankakerfinu til bjargar. Vandinn var bara orðinn svo mikill að menn réðu ekki við hann. Í því felst lítil stjórnlist. Skaparar sögunnar ætla augljóslega að skrifa hana líka. Það er skiljanlegt, ekki síst ef menn þurfa að taka til varna í pólitískum réttarhöldum. Þar að auki er sumt af því sem eftiráspekingar halda fram svo ósanngjarnt að fólki hlýtur að svella móður. En ýmis orð að undanförnu um snilld íslenskra ráðamanna í hruninu eru samt líkust því að ökumaður, sem missti stjórn á bíl sínum þannig að hann valt ótal sinnum áður en hann stöðvaðist ónýtur úti í móa, segi sigri hrósandi: „Sjáiði bara, ég náði að láta hann lenda á hjólunum.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Geir H. Haarde ber ekki ábyrgð á bankahruninu á Íslandi. Hann braut ekki lög. Hann gerði sitt besta þegar í óefni var komið haustið 2008. En þar með er ekki sagt að hann eða aðrir ráðamenn hafi í öllu staðið sig vel fyrir hrun og þegar það dundi yfir. Í aðdragandanum var andvaraleysið of mikið og þegar holskeflan reið yfir var reynt að grípa til örþrifaráða sem dugðu einfaldlega ekki. Geir var ekki einn um að bregðast seint og illa við því sem er svo auðvelt að sjá eftir á. Árið 2005, þegar gríðarleg lántaka bankanna stóð sem hæst, dásamaði Halldór Ásgrímsson, forveri hans á stóli forsætisráðherra, „íslenska efnahagsundrið“. Árið 2007 svaraði Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra í stjórn Geirs H. Haarde, þeim sem vöruðu við ofhitnun í íslenskum efnahag með því að spyrja: „Drengir, sjáið þið ekki veisluna?“ Mörg önnur dæmi mætti taka. „Sú einarða afstaða ríkisstjórnarinnar að standa við bakið á fjármálakerfinu okkar var rétt og frá henni verður hvergi hvikað,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í september 2008. Síðar í þeim mánuði reyndu Seðlabankinn og ríkisstjórnin að bjarga Glitni með því að eignast meirihluta í honum fyrir fúlgu fjár. Í byrjun október átti að bjarga Kaupþingi með risaláni. Um svipað leyti vonaði Geir H. Haarde, ef marka má orð hans í fjölmiðlum, að Landsbankinn stæði af sér fjármálastorminn, sem þá geisaði um allan heim, vegna þess að þar á bæ hefðu menn haft vit á að safna svo miklu af innlánum í útlöndum. Í blálokin hugleiddu stjórnvöld líka að láta lífeyrissjóðina koma bankakerfinu til bjargar. Vandinn var bara orðinn svo mikill að menn réðu ekki við hann. Í því felst lítil stjórnlist. Skaparar sögunnar ætla augljóslega að skrifa hana líka. Það er skiljanlegt, ekki síst ef menn þurfa að taka til varna í pólitískum réttarhöldum. Þar að auki er sumt af því sem eftiráspekingar halda fram svo ósanngjarnt að fólki hlýtur að svella móður. En ýmis orð að undanförnu um snilld íslenskra ráðamanna í hruninu eru samt líkust því að ökumaður, sem missti stjórn á bíl sínum þannig að hann valt ótal sinnum áður en hann stöðvaðist ónýtur úti í móa, segi sigri hrósandi: „Sjáiði bara, ég náði að láta hann lenda á hjólunum.“
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun