Sameiginleg eymd? Einar K. Guðfinnsson skrifar 30. júní 2011 06:00 Sú nauðvörn sem talsmenn sjávarútvegsstefnu ríkisstjórnarinnar eru komnir í birtist í skrautlegum og fjölbreyttum myndum. Þegar vönduð úttekt hagfræðinganna sex birtist véfengdu menn ekki niðurstöðurnar, heldur sögðu að útgerð og fiskvinnsla ætti að snúast um fleira en krónur og aura. Aðalatriðið væri ekki að fá góðan afrakstur af starfseminni, aðrir þættir skiptu líka máli. Sú umræða fór fyrir lítið. Hún var eftirminnilega afgreidd af efnahags- og viðskiptaráðherra, eins og í fersku minni er. Þá var bara snúið sér að næsta versi. Nú var byrjað að hjóla í skýrsluhöfundana og stofnanirnar sem þeir vinna hjá. En skoðum nú málið. Hagfræðingarnir sex starfa m.a hjá þremur stærstu háskólum landsins. Óvéfengjanlegt er að þar er samankomin mesta samanlagða akademíska þekkingin á þessu sviði í landinu. Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík eru ekki hafnir yfir gagnrýni. En það er auðvitað ósvinna af verstu tegund að láta í veðri vaka að þar á bæ setji menn fræðilegar niðurstöður sínar fram á grundvelli annarlegra hvata og fjárhagslegra hagsmuna, eins og látið hefur verið í veðri vaka. Við hljótum að geta rætt fiskveiðistjórnarmálin af meiri yfirvegun en þetta. Úttekt hagfræðinganna sex er mjög vönduð og góð, enda standa að henni einstaklingar sem hafa víðtæka reynslu og þekkingu á þessum málum. Í ljósi þess að höfundarnir fengu aðeins sex vikur til verksins verður að telja það þrekvirki. Er það galli að þekkja til mála?OECD, efnahags- og framfarastofnunin, er örugglega ekki óskeikul og enginn hefur gert kröfur til þess að hún verði það nokkurn tímann. En orð hennar hafa vægi. Þessi fimmtuga stofnun nýtur að minnsta kosti þess álits að menn hljóta að leyfa sér að fjalla málefnalega um efnisumfjöllun hennar. Jafnvel þó að ekki líki öllum við niðurstöðurnar. OECD skrifaði kafla um fiskveiðistjórnunarmálin í úttekt sína um Ísland sem út kom á dögunum. Niðurstaðan var sú að ekki ætti að raska grundvelli fiskveiðistjórnunarinnar hér á landi og færð fyrir því gild rök. Meðal annars með skírskotunum til reynslu annarra þjóða og fræðilegra úttekta. En hver urðu viðbrögðin hér heima? Jú, mestan part efnisleg. En svo komu undantekningarnar. Í fyrsta lagi var að því fundið að einn meðhöfunda skýrslunnar væri maður sem hefði rannsakað fiskveiðistjórnunarmál hér á Íslandi og hefði því fyrir fram mótaðar skoðanir. En gáum að. Er það nú orðinn löstur á verki manns að hafa varið árum í að kynna sér málin? Er það til þess að veikja niðurstöður hans að hafa unnið þessi verk við okkar helstu fræðastofnun, Háskóla Íslands? Er það orðið blettur á heiðri hans sem fræðimanns að hafa starfað þar í samvinnu við menn sem njóta alþjóðlegs álits á sviði rannsókna á auðlindanýtingu? Og síðan hitt. Því var haldið fram að niðurstaða OECD væri í raun eins konar endurómun á skoðunum prófessors Ragnars Árnasonar. Svo athyglisverður þótti þessi málflutningur að vefritið Eyjan kaus að vitna til hans með sýnilegri velþóknun. Mikil heimildavinnaSamsæriskenningar af þessu tagi eru vel þekktar í áróðri og vel þekkt er að fjölmiðlar falli fyrir slíkum brögðum. En er eitthvað á bak við þessi áróðursbrögð í þessu tilviki? Umfjöllun OECD er allítarleg. Þar er mjög vitnað til reynslu annarra þjóða af auðlindanýtingu. Þess er vandlega gætt í úttekt stofnunarinnar um íslensku fiskveiðistjórnarmálin að geta heimilda, í samræmi við fræðilegt verklag. Í lok umfjöllunarinnar er síðan birtur listi yfir heimildir. Þar getur að líta lista yfir 28 fræðirit, úttektir og annað af þeim toga, eftir ótal vísindamenn og efni frá stofnunum sem hafa látið sig þessi málasvið varða. Í þeim hópi er fjöldinn allur af íslenskum fræðimönnum, enda eðlilegt þar sem viðfangsefnið er íslensk fiskveiðistjórnun. Er þar bæði um að ræða úttektir sem unnar hafa verið á vettvangi íslensku háskólanna og fyrir íslensk stjórnvöld fyrr og síðar. Þá eru þar skrif fræðimanna sem gagnrýnt hafa sitthvað í íslenskri fiskveiðistjórnun. Þar má líka sjá ritrýndar greinar eftir íslenska fræðimenn, sem hafa birst í virtum alþjóðlegum fræðiritum. Í listanum er líka að finna framlag erlendra fræðimanna á þessu vaxandi fræðasviði, sem hefur mikla þýðingu fyrir okkur Íslendinga sem höfum mikla hagsmuni af því að standa vel að auðlindanýtingu okkar. Með öðrum orðum er ljóst að víða hefur verið leitað fanga við undirbúning að úttekt OECD. Kjörum deilt í sameiginlegri eymdKjarni málsins er þó þessi. Hvað sem líður örvæntingarfullum tilraunum til þess að afvegaleiða umræðuna standa eftir staðreyndir sem erfitt er að hlaupa frá. Hver úttektin á fætur annarri leiðir í ljós að mikilvægt er fyrir okkur að reyna að haga skipulagi fiskveiða hér við land þannig að af því hljótist sem mestur afrakstur. Það er síðan pólitískt viðfangsefni, sem er á margan hátt erfitt að takast á við, hvernig arðinum sem verður til í íslenskum sjávarútvegi er skipt. Þær spurningar sem við tökumst á við þar eru bæði pólitískar og hagfræðilegar, svo dæmi séu tekin. En það er auðvitað hægt að losa sig undan því að glíma við það verkefni. Það geta menn gert með því að fara þær leiðir sem ríkisstjórnin hefur boðað. Leið sem enginn véfengir lengur að leiði til minnkandi hagkvæmni og minni heildarafraksturs. Það er sú leið sem hefur í för með sér að fyrirbrigðið auðlindaarður, eða auðlindarenta, minnkar og hverfur að lokum. Þá er í sjálfu sér engu að skipta því þá deilum við bara kjörum í sameiginlegri eymd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Sú nauðvörn sem talsmenn sjávarútvegsstefnu ríkisstjórnarinnar eru komnir í birtist í skrautlegum og fjölbreyttum myndum. Þegar vönduð úttekt hagfræðinganna sex birtist véfengdu menn ekki niðurstöðurnar, heldur sögðu að útgerð og fiskvinnsla ætti að snúast um fleira en krónur og aura. Aðalatriðið væri ekki að fá góðan afrakstur af starfseminni, aðrir þættir skiptu líka máli. Sú umræða fór fyrir lítið. Hún var eftirminnilega afgreidd af efnahags- og viðskiptaráðherra, eins og í fersku minni er. Þá var bara snúið sér að næsta versi. Nú var byrjað að hjóla í skýrsluhöfundana og stofnanirnar sem þeir vinna hjá. En skoðum nú málið. Hagfræðingarnir sex starfa m.a hjá þremur stærstu háskólum landsins. Óvéfengjanlegt er að þar er samankomin mesta samanlagða akademíska þekkingin á þessu sviði í landinu. Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík eru ekki hafnir yfir gagnrýni. En það er auðvitað ósvinna af verstu tegund að láta í veðri vaka að þar á bæ setji menn fræðilegar niðurstöður sínar fram á grundvelli annarlegra hvata og fjárhagslegra hagsmuna, eins og látið hefur verið í veðri vaka. Við hljótum að geta rætt fiskveiðistjórnarmálin af meiri yfirvegun en þetta. Úttekt hagfræðinganna sex er mjög vönduð og góð, enda standa að henni einstaklingar sem hafa víðtæka reynslu og þekkingu á þessum málum. Í ljósi þess að höfundarnir fengu aðeins sex vikur til verksins verður að telja það þrekvirki. Er það galli að þekkja til mála?OECD, efnahags- og framfarastofnunin, er örugglega ekki óskeikul og enginn hefur gert kröfur til þess að hún verði það nokkurn tímann. En orð hennar hafa vægi. Þessi fimmtuga stofnun nýtur að minnsta kosti þess álits að menn hljóta að leyfa sér að fjalla málefnalega um efnisumfjöllun hennar. Jafnvel þó að ekki líki öllum við niðurstöðurnar. OECD skrifaði kafla um fiskveiðistjórnunarmálin í úttekt sína um Ísland sem út kom á dögunum. Niðurstaðan var sú að ekki ætti að raska grundvelli fiskveiðistjórnunarinnar hér á landi og færð fyrir því gild rök. Meðal annars með skírskotunum til reynslu annarra þjóða og fræðilegra úttekta. En hver urðu viðbrögðin hér heima? Jú, mestan part efnisleg. En svo komu undantekningarnar. Í fyrsta lagi var að því fundið að einn meðhöfunda skýrslunnar væri maður sem hefði rannsakað fiskveiðistjórnunarmál hér á Íslandi og hefði því fyrir fram mótaðar skoðanir. En gáum að. Er það nú orðinn löstur á verki manns að hafa varið árum í að kynna sér málin? Er það til þess að veikja niðurstöður hans að hafa unnið þessi verk við okkar helstu fræðastofnun, Háskóla Íslands? Er það orðið blettur á heiðri hans sem fræðimanns að hafa starfað þar í samvinnu við menn sem njóta alþjóðlegs álits á sviði rannsókna á auðlindanýtingu? Og síðan hitt. Því var haldið fram að niðurstaða OECD væri í raun eins konar endurómun á skoðunum prófessors Ragnars Árnasonar. Svo athyglisverður þótti þessi málflutningur að vefritið Eyjan kaus að vitna til hans með sýnilegri velþóknun. Mikil heimildavinnaSamsæriskenningar af þessu tagi eru vel þekktar í áróðri og vel þekkt er að fjölmiðlar falli fyrir slíkum brögðum. En er eitthvað á bak við þessi áróðursbrögð í þessu tilviki? Umfjöllun OECD er allítarleg. Þar er mjög vitnað til reynslu annarra þjóða af auðlindanýtingu. Þess er vandlega gætt í úttekt stofnunarinnar um íslensku fiskveiðistjórnarmálin að geta heimilda, í samræmi við fræðilegt verklag. Í lok umfjöllunarinnar er síðan birtur listi yfir heimildir. Þar getur að líta lista yfir 28 fræðirit, úttektir og annað af þeim toga, eftir ótal vísindamenn og efni frá stofnunum sem hafa látið sig þessi málasvið varða. Í þeim hópi er fjöldinn allur af íslenskum fræðimönnum, enda eðlilegt þar sem viðfangsefnið er íslensk fiskveiðistjórnun. Er þar bæði um að ræða úttektir sem unnar hafa verið á vettvangi íslensku háskólanna og fyrir íslensk stjórnvöld fyrr og síðar. Þá eru þar skrif fræðimanna sem gagnrýnt hafa sitthvað í íslenskri fiskveiðistjórnun. Þar má líka sjá ritrýndar greinar eftir íslenska fræðimenn, sem hafa birst í virtum alþjóðlegum fræðiritum. Í listanum er líka að finna framlag erlendra fræðimanna á þessu vaxandi fræðasviði, sem hefur mikla þýðingu fyrir okkur Íslendinga sem höfum mikla hagsmuni af því að standa vel að auðlindanýtingu okkar. Með öðrum orðum er ljóst að víða hefur verið leitað fanga við undirbúning að úttekt OECD. Kjörum deilt í sameiginlegri eymdKjarni málsins er þó þessi. Hvað sem líður örvæntingarfullum tilraunum til þess að afvegaleiða umræðuna standa eftir staðreyndir sem erfitt er að hlaupa frá. Hver úttektin á fætur annarri leiðir í ljós að mikilvægt er fyrir okkur að reyna að haga skipulagi fiskveiða hér við land þannig að af því hljótist sem mestur afrakstur. Það er síðan pólitískt viðfangsefni, sem er á margan hátt erfitt að takast á við, hvernig arðinum sem verður til í íslenskum sjávarútvegi er skipt. Þær spurningar sem við tökumst á við þar eru bæði pólitískar og hagfræðilegar, svo dæmi séu tekin. En það er auðvitað hægt að losa sig undan því að glíma við það verkefni. Það geta menn gert með því að fara þær leiðir sem ríkisstjórnin hefur boðað. Leið sem enginn véfengir lengur að leiði til minnkandi hagkvæmni og minni heildarafraksturs. Það er sú leið sem hefur í för með sér að fyrirbrigðið auðlindaarður, eða auðlindarenta, minnkar og hverfur að lokum. Þá er í sjálfu sér engu að skipta því þá deilum við bara kjörum í sameiginlegri eymd.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar