Verjum réttindi einkabankanna Jón Þór Ólafsson skrifar 29. júní 2011 10:00 Allar tilraunir til að taka af einkabönkunum lögvarinn rétt þeirra til að búa til lögeyri landsins og dreifa því valdi á aðila sem eru ábyrgir gagnvart almenningi eru óábyrgar. Við leggjum því til að fulltrúar Stjórnlagaráðs leiði hjá sér tillögur IFRI, grasrótarfélags um fjármálaútbætur, þess efnis að „Lögeyrisvaldinu" skuli dreift í Stjórnarskrá. Ríkinu verður aldrei treystandi til að búa til lögeyri þjóðarinnar, eins og IFRI leggur til. Valddreifing og ábyrgð gagnvart almenningi mun ekki virka með þetta vald. Ríkið mun freistast til að gefa út of mikið af nýjum peningum með óðaverðbólgu í kjölfarið. Sumir segja að einkabankarnir freistuðust sjálfir til þess að búa til of mikið af nýjum peningum, sem blés út húsnæðisbólu og endaði í hruni, en það var Seðlabankanum að kenna. Seðlabankinn var ábyrgur fyrir því að leyfa okkur að auka peningamagnið um tæp 400% á árunum frá einkavæðingu til hruns. Einkabankarnir eru aðeins ábyrgir gagnvart eigendum sínum, og þá aðallega okkur stóreigendum. Í umræðunni og á Vísindavef Háskóla Íslands segir að þegar einkabankar búa til nýjar skuldir þá séu þeir í raun að búa til nýja peninga. Við viljum meina að þetta sé gott fyrirkomulag sem Seðlabankinn viðhefur. Fyrir því eru tvær megin ástæður. Fyrri ástæðan: Við búum til nýja peninga sem skuldir. Skuldir eru góðar. Bankarnir okkar búa til nýja peninga með bókhaldsfærslu sem viðskiptavinir fá lánaða á vöxtum fyrir að veðsetja eignir sínar og vinnuframlag. Skuldsett fólk vinnur meira og fer síður í verkfall. Skuldsettum ríkjum er auðveldara að stjórna í krafti peninga. Síðari ástæðan: Peningaútgáfan okkar rýrir kaupmátt króna sem eru í umferð og veldur því krónueigendum fjárhagsskaða. Þetta er gott. Fjárhagsskaðinn fær fólk sem á krónur til að losa sig við þær með aukinni neyslu og fjárfestingu, sem í gegnum bankakerfið þýðir meiri skuldir. Þegar allt kemur til alls gæti Seðlabankinn alveg búið til alla nýja peninga skuldlaust og Alþingi ákveðið hver skyldi njóta góðs af þeim í fjárlögum. Aukning peningamagnsins um 3,3% myndi koma í veg fyrir allan niðurskurð ríksins í ár án hærri skatta. En við bankaeigendur höfum staðið lengi í þessari réttindabaráttu og gerum það sem þarf til að verja réttindi okkar. Við höfum tryggt okkur réttinn til að búa til nýjar krónur, að upphæð sem sum ár slagar hátt í fjárlög ríkisins, og réttinn til að ráða hver nýtur góðs af þessum nýju peningum. Við höfum í raun lögvarin réttindi til að skattleggja krónueign landsmanna með því að búa til nýja peninga sem við svo lánum landsmönnum aftur með vöxtum. Við eigum rétt á arði af öllu saman og ef einhver bankanna hrynur þá eigum við rétt á að kaupa skuldasöfnin á afslætti og halda áfram að innheimta að fullu. Valdið til að búa til lögeyri landsins eru þau réttindi sem umfram allt annað hafa tryggt okkur þann auð og völd sem gerir okkur ráðandi í samfélaginu. En við erum ekki að biðja um stjórnarskrárvarnir. Þær væru of augljósar og eru þar að auki óþarfar meðan peningar hafa áhrif á úrslit kosninga. Þó að okkur væri óheimilt að borga í kosningasjóði eru þúsund aðrar leiðir fyrir peninga að hafa atkvæðavægi. Skynsamt fólk skilur að peningarnir sem við búum til geta ýmist hindrað eða hjálpað metnaðarfullu fólki og almennt létt því lífið. Við skorum aðeins á fulltrúa Stjórnlagaráðs að nota skynsemina og sleppa því bara að ræða um lögeyrisvaldið. Það er allt og sumt sem þið þurfið að gera til að standa vörð um réttindi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Allar tilraunir til að taka af einkabönkunum lögvarinn rétt þeirra til að búa til lögeyri landsins og dreifa því valdi á aðila sem eru ábyrgir gagnvart almenningi eru óábyrgar. Við leggjum því til að fulltrúar Stjórnlagaráðs leiði hjá sér tillögur IFRI, grasrótarfélags um fjármálaútbætur, þess efnis að „Lögeyrisvaldinu" skuli dreift í Stjórnarskrá. Ríkinu verður aldrei treystandi til að búa til lögeyri þjóðarinnar, eins og IFRI leggur til. Valddreifing og ábyrgð gagnvart almenningi mun ekki virka með þetta vald. Ríkið mun freistast til að gefa út of mikið af nýjum peningum með óðaverðbólgu í kjölfarið. Sumir segja að einkabankarnir freistuðust sjálfir til þess að búa til of mikið af nýjum peningum, sem blés út húsnæðisbólu og endaði í hruni, en það var Seðlabankanum að kenna. Seðlabankinn var ábyrgur fyrir því að leyfa okkur að auka peningamagnið um tæp 400% á árunum frá einkavæðingu til hruns. Einkabankarnir eru aðeins ábyrgir gagnvart eigendum sínum, og þá aðallega okkur stóreigendum. Í umræðunni og á Vísindavef Háskóla Íslands segir að þegar einkabankar búa til nýjar skuldir þá séu þeir í raun að búa til nýja peninga. Við viljum meina að þetta sé gott fyrirkomulag sem Seðlabankinn viðhefur. Fyrir því eru tvær megin ástæður. Fyrri ástæðan: Við búum til nýja peninga sem skuldir. Skuldir eru góðar. Bankarnir okkar búa til nýja peninga með bókhaldsfærslu sem viðskiptavinir fá lánaða á vöxtum fyrir að veðsetja eignir sínar og vinnuframlag. Skuldsett fólk vinnur meira og fer síður í verkfall. Skuldsettum ríkjum er auðveldara að stjórna í krafti peninga. Síðari ástæðan: Peningaútgáfan okkar rýrir kaupmátt króna sem eru í umferð og veldur því krónueigendum fjárhagsskaða. Þetta er gott. Fjárhagsskaðinn fær fólk sem á krónur til að losa sig við þær með aukinni neyslu og fjárfestingu, sem í gegnum bankakerfið þýðir meiri skuldir. Þegar allt kemur til alls gæti Seðlabankinn alveg búið til alla nýja peninga skuldlaust og Alþingi ákveðið hver skyldi njóta góðs af þeim í fjárlögum. Aukning peningamagnsins um 3,3% myndi koma í veg fyrir allan niðurskurð ríksins í ár án hærri skatta. En við bankaeigendur höfum staðið lengi í þessari réttindabaráttu og gerum það sem þarf til að verja réttindi okkar. Við höfum tryggt okkur réttinn til að búa til nýjar krónur, að upphæð sem sum ár slagar hátt í fjárlög ríkisins, og réttinn til að ráða hver nýtur góðs af þessum nýju peningum. Við höfum í raun lögvarin réttindi til að skattleggja krónueign landsmanna með því að búa til nýja peninga sem við svo lánum landsmönnum aftur með vöxtum. Við eigum rétt á arði af öllu saman og ef einhver bankanna hrynur þá eigum við rétt á að kaupa skuldasöfnin á afslætti og halda áfram að innheimta að fullu. Valdið til að búa til lögeyri landsins eru þau réttindi sem umfram allt annað hafa tryggt okkur þann auð og völd sem gerir okkur ráðandi í samfélaginu. En við erum ekki að biðja um stjórnarskrárvarnir. Þær væru of augljósar og eru þar að auki óþarfar meðan peningar hafa áhrif á úrslit kosninga. Þó að okkur væri óheimilt að borga í kosningasjóði eru þúsund aðrar leiðir fyrir peninga að hafa atkvæðavægi. Skynsamt fólk skilur að peningarnir sem við búum til geta ýmist hindrað eða hjálpað metnaðarfullu fólki og almennt létt því lífið. Við skorum aðeins á fulltrúa Stjórnlagaráðs að nota skynsemina og sleppa því bara að ræða um lögeyrisvaldið. Það er allt og sumt sem þið þurfið að gera til að standa vörð um réttindi okkar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar