Á að efla doktorsnám á Íslandi? Sigríður Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2011 06:00 Nútímasamfélög krefjast æ meiri þekkingar til að takast á við flókin viðfangsefni. Krafa atvinnulífs, stofnana og stjórnsýslu um vel menntað starfsfólk eykst stöðugt. Þeim fjölgar sem kjósa háskólamenntun til að eiga betra tækifæri til að fá eftirsóknarverð störf. Samfélög reka háskóla til að byggja upp og bæta samfélagið til framtíðar. Reynsla aldanna hefur sýnt að menntun og þekkingarsköpun leiðir til meiri lífsgæða og blómlegra lífs. Í Hagsýn, veftímariti Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins frá í desember sl., er bent á að menntun og nýsköpun auki hagvöxt og framleiðni til lengri tíma. Hlutverk háskólanna er einkum tvenns konar; að mennta fólk á öllum aldri til starfa í samfélaginu og skapa nýja þekkingu með rannsóknum. Rannsóknir háskólakennara hafa líka það hlutverk að skapa vettvang til að þjálfa áhugasama nemendur í vinnubrögðum rannsókna. Ný þekking getur haft áhrif á þróun samfélagsins, orðið grunnur að nýjum atvinnutækifærum og nýsköpun, aukið skilvirkni og lagt drög að betra samfélagi. Í rannsóknanámi læra nemendur að skilgreina viðfangsefnið, setja fram tilgátu, prófa tilgátuna, komast að niðurstöðu og kynna niðurstöðuna fyrir alþjóðavísindasamfélaginu og nærsamfélagi sínu. Á sama tíma þjálfast nemendur í aðferðafræði greinarinnar, gera mælingar, meðhöndla talnasöfn, greina heimildir og stunda rökleiðslu. Á þessum vettvangi eru doktorsnemar þjálfaðir til að takast á við viðfangsefni framtíðarinnar, viðfangsefni sem enn hafa ekki litið dagsins ljós. Til að tryggja gæði doktorsþjálfunar verða rannsóknaverkefnin ætíð að standast alþjóðlegar gæðakröfur og vera hæfar til birtingar í vísindaritum sem gangast undir strangt, alþjóðlegt jafningjamat. Sumir hafa gagnrýnt að íslenskir háskólar leggi áherslu á að þróa doktorsnámið og fjölga doktorsnemum. Sagt er að nemum sé hollast að sækja framhaldsnám til útlanda eins og þeir hafa gert lengst af. Það er að sönnu leið til mikils þroska að sækja nám til útlanda, kynnast nýrri menningu og margbreytilegum rannsóknaverkefnum. En án innlends doktorsnáms er ekki hægt að afla nýrrar þekkingar um verkefni sem eru Íslendingum mikilvæg. Dæmi um slík verkefni eru rannsóknir á íslenskum eldfjöllum og jarðfræði sem hlotið hafa viðurkenningu um allan heim. Enn fremur má telja verkefni sem tengjast lýsi og öðrum fiskafurðum, lyfjavirkum efnum úr íslenskri náttúru, erfðasjúkdómum, og rannsóknir á íslenskri sögu, bókmenntum og menningu. Sérstakur áhugi er nú á rannsóknum á áhrifavöldum efnahagshrunsins og hvernig stjórntæki gætu komið að gagni til að sagan endurtaki sig ekki. Minna má á að nýsköpunin sem fram fer innan Marels, Össurar, Actavis, Orfs og Marorku, til að nefna nokkur fyrirtæki sem eru vaxandi á alþjóðamarkaði, er knúin áfram af framlagi starfsmanna sem fengu vísindalega þjálfun í háskólum. Verkefni eins og þau sem talin eru hér að ofan mynda verðugan vettvang til þjálfunar í öguðum vinnubrögðum vísindamanns. Til að halda uppi kraftmiklu vísindastarfi á Íslandi skiptir máli að sækja doktorsnema til annarra landa og fá þá til þjálfunar meðan þeir vinna að eflingu á íslenskum rannsóknum. Þannig skapast þekking innanlands og um leið geta Íslendingar endurgoldið umheiminum menntun dætra sinna og sona. Aðeins er hægt að skapa eftirsóknarverðan þjálfunarvettvang og laða erlenda nemendur til landsins ef gæði rannsóknanna og doktorsnámsins eru mikil á alþjóðamælikvarða. Litlar þjóðir þurfa að beita hugkvæmni til að hafa roð við hagvexti stórra þjóða, Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína, sem eflist nú hröðum skrefum. Sú hugkvæmni byggir á að virkja fólk með þekkingu og nýjar hugmyndir til að auka grósku í atvinnulífinu. Þjóðir sem við berum okkur saman við leggja nú metnað sinn í að efla háskólastarf, einkum rannsóknir og framhaldsnám. Ef Íslendingar ætla á ný að öðlast öflugt atvinnulíf og verða samkeppnishæfir um vel menntað vinnuafl þarf að efla háskólanám og rannsóknir í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nútímasamfélög krefjast æ meiri þekkingar til að takast á við flókin viðfangsefni. Krafa atvinnulífs, stofnana og stjórnsýslu um vel menntað starfsfólk eykst stöðugt. Þeim fjölgar sem kjósa háskólamenntun til að eiga betra tækifæri til að fá eftirsóknarverð störf. Samfélög reka háskóla til að byggja upp og bæta samfélagið til framtíðar. Reynsla aldanna hefur sýnt að menntun og þekkingarsköpun leiðir til meiri lífsgæða og blómlegra lífs. Í Hagsýn, veftímariti Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins frá í desember sl., er bent á að menntun og nýsköpun auki hagvöxt og framleiðni til lengri tíma. Hlutverk háskólanna er einkum tvenns konar; að mennta fólk á öllum aldri til starfa í samfélaginu og skapa nýja þekkingu með rannsóknum. Rannsóknir háskólakennara hafa líka það hlutverk að skapa vettvang til að þjálfa áhugasama nemendur í vinnubrögðum rannsókna. Ný þekking getur haft áhrif á þróun samfélagsins, orðið grunnur að nýjum atvinnutækifærum og nýsköpun, aukið skilvirkni og lagt drög að betra samfélagi. Í rannsóknanámi læra nemendur að skilgreina viðfangsefnið, setja fram tilgátu, prófa tilgátuna, komast að niðurstöðu og kynna niðurstöðuna fyrir alþjóðavísindasamfélaginu og nærsamfélagi sínu. Á sama tíma þjálfast nemendur í aðferðafræði greinarinnar, gera mælingar, meðhöndla talnasöfn, greina heimildir og stunda rökleiðslu. Á þessum vettvangi eru doktorsnemar þjálfaðir til að takast á við viðfangsefni framtíðarinnar, viðfangsefni sem enn hafa ekki litið dagsins ljós. Til að tryggja gæði doktorsþjálfunar verða rannsóknaverkefnin ætíð að standast alþjóðlegar gæðakröfur og vera hæfar til birtingar í vísindaritum sem gangast undir strangt, alþjóðlegt jafningjamat. Sumir hafa gagnrýnt að íslenskir háskólar leggi áherslu á að þróa doktorsnámið og fjölga doktorsnemum. Sagt er að nemum sé hollast að sækja framhaldsnám til útlanda eins og þeir hafa gert lengst af. Það er að sönnu leið til mikils þroska að sækja nám til útlanda, kynnast nýrri menningu og margbreytilegum rannsóknaverkefnum. En án innlends doktorsnáms er ekki hægt að afla nýrrar þekkingar um verkefni sem eru Íslendingum mikilvæg. Dæmi um slík verkefni eru rannsóknir á íslenskum eldfjöllum og jarðfræði sem hlotið hafa viðurkenningu um allan heim. Enn fremur má telja verkefni sem tengjast lýsi og öðrum fiskafurðum, lyfjavirkum efnum úr íslenskri náttúru, erfðasjúkdómum, og rannsóknir á íslenskri sögu, bókmenntum og menningu. Sérstakur áhugi er nú á rannsóknum á áhrifavöldum efnahagshrunsins og hvernig stjórntæki gætu komið að gagni til að sagan endurtaki sig ekki. Minna má á að nýsköpunin sem fram fer innan Marels, Össurar, Actavis, Orfs og Marorku, til að nefna nokkur fyrirtæki sem eru vaxandi á alþjóðamarkaði, er knúin áfram af framlagi starfsmanna sem fengu vísindalega þjálfun í háskólum. Verkefni eins og þau sem talin eru hér að ofan mynda verðugan vettvang til þjálfunar í öguðum vinnubrögðum vísindamanns. Til að halda uppi kraftmiklu vísindastarfi á Íslandi skiptir máli að sækja doktorsnema til annarra landa og fá þá til þjálfunar meðan þeir vinna að eflingu á íslenskum rannsóknum. Þannig skapast þekking innanlands og um leið geta Íslendingar endurgoldið umheiminum menntun dætra sinna og sona. Aðeins er hægt að skapa eftirsóknarverðan þjálfunarvettvang og laða erlenda nemendur til landsins ef gæði rannsóknanna og doktorsnámsins eru mikil á alþjóðamælikvarða. Litlar þjóðir þurfa að beita hugkvæmni til að hafa roð við hagvexti stórra þjóða, Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína, sem eflist nú hröðum skrefum. Sú hugkvæmni byggir á að virkja fólk með þekkingu og nýjar hugmyndir til að auka grósku í atvinnulífinu. Þjóðir sem við berum okkur saman við leggja nú metnað sinn í að efla háskólastarf, einkum rannsóknir og framhaldsnám. Ef Íslendingar ætla á ný að öðlast öflugt atvinnulíf og verða samkeppnishæfir um vel menntað vinnuafl þarf að efla háskólanám og rannsóknir í landinu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar