Á að efla doktorsnám á Íslandi? Sigríður Ólafsdóttir skrifar 29. júní 2011 06:00 Nútímasamfélög krefjast æ meiri þekkingar til að takast á við flókin viðfangsefni. Krafa atvinnulífs, stofnana og stjórnsýslu um vel menntað starfsfólk eykst stöðugt. Þeim fjölgar sem kjósa háskólamenntun til að eiga betra tækifæri til að fá eftirsóknarverð störf. Samfélög reka háskóla til að byggja upp og bæta samfélagið til framtíðar. Reynsla aldanna hefur sýnt að menntun og þekkingarsköpun leiðir til meiri lífsgæða og blómlegra lífs. Í Hagsýn, veftímariti Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins frá í desember sl., er bent á að menntun og nýsköpun auki hagvöxt og framleiðni til lengri tíma. Hlutverk háskólanna er einkum tvenns konar; að mennta fólk á öllum aldri til starfa í samfélaginu og skapa nýja þekkingu með rannsóknum. Rannsóknir háskólakennara hafa líka það hlutverk að skapa vettvang til að þjálfa áhugasama nemendur í vinnubrögðum rannsókna. Ný þekking getur haft áhrif á þróun samfélagsins, orðið grunnur að nýjum atvinnutækifærum og nýsköpun, aukið skilvirkni og lagt drög að betra samfélagi. Í rannsóknanámi læra nemendur að skilgreina viðfangsefnið, setja fram tilgátu, prófa tilgátuna, komast að niðurstöðu og kynna niðurstöðuna fyrir alþjóðavísindasamfélaginu og nærsamfélagi sínu. Á sama tíma þjálfast nemendur í aðferðafræði greinarinnar, gera mælingar, meðhöndla talnasöfn, greina heimildir og stunda rökleiðslu. Á þessum vettvangi eru doktorsnemar þjálfaðir til að takast á við viðfangsefni framtíðarinnar, viðfangsefni sem enn hafa ekki litið dagsins ljós. Til að tryggja gæði doktorsþjálfunar verða rannsóknaverkefnin ætíð að standast alþjóðlegar gæðakröfur og vera hæfar til birtingar í vísindaritum sem gangast undir strangt, alþjóðlegt jafningjamat. Sumir hafa gagnrýnt að íslenskir háskólar leggi áherslu á að þróa doktorsnámið og fjölga doktorsnemum. Sagt er að nemum sé hollast að sækja framhaldsnám til útlanda eins og þeir hafa gert lengst af. Það er að sönnu leið til mikils þroska að sækja nám til útlanda, kynnast nýrri menningu og margbreytilegum rannsóknaverkefnum. En án innlends doktorsnáms er ekki hægt að afla nýrrar þekkingar um verkefni sem eru Íslendingum mikilvæg. Dæmi um slík verkefni eru rannsóknir á íslenskum eldfjöllum og jarðfræði sem hlotið hafa viðurkenningu um allan heim. Enn fremur má telja verkefni sem tengjast lýsi og öðrum fiskafurðum, lyfjavirkum efnum úr íslenskri náttúru, erfðasjúkdómum, og rannsóknir á íslenskri sögu, bókmenntum og menningu. Sérstakur áhugi er nú á rannsóknum á áhrifavöldum efnahagshrunsins og hvernig stjórntæki gætu komið að gagni til að sagan endurtaki sig ekki. Minna má á að nýsköpunin sem fram fer innan Marels, Össurar, Actavis, Orfs og Marorku, til að nefna nokkur fyrirtæki sem eru vaxandi á alþjóðamarkaði, er knúin áfram af framlagi starfsmanna sem fengu vísindalega þjálfun í háskólum. Verkefni eins og þau sem talin eru hér að ofan mynda verðugan vettvang til þjálfunar í öguðum vinnubrögðum vísindamanns. Til að halda uppi kraftmiklu vísindastarfi á Íslandi skiptir máli að sækja doktorsnema til annarra landa og fá þá til þjálfunar meðan þeir vinna að eflingu á íslenskum rannsóknum. Þannig skapast þekking innanlands og um leið geta Íslendingar endurgoldið umheiminum menntun dætra sinna og sona. Aðeins er hægt að skapa eftirsóknarverðan þjálfunarvettvang og laða erlenda nemendur til landsins ef gæði rannsóknanna og doktorsnámsins eru mikil á alþjóðamælikvarða. Litlar þjóðir þurfa að beita hugkvæmni til að hafa roð við hagvexti stórra þjóða, Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína, sem eflist nú hröðum skrefum. Sú hugkvæmni byggir á að virkja fólk með þekkingu og nýjar hugmyndir til að auka grósku í atvinnulífinu. Þjóðir sem við berum okkur saman við leggja nú metnað sinn í að efla háskólastarf, einkum rannsóknir og framhaldsnám. Ef Íslendingar ætla á ný að öðlast öflugt atvinnulíf og verða samkeppnishæfir um vel menntað vinnuafl þarf að efla háskólanám og rannsóknir í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nútímasamfélög krefjast æ meiri þekkingar til að takast á við flókin viðfangsefni. Krafa atvinnulífs, stofnana og stjórnsýslu um vel menntað starfsfólk eykst stöðugt. Þeim fjölgar sem kjósa háskólamenntun til að eiga betra tækifæri til að fá eftirsóknarverð störf. Samfélög reka háskóla til að byggja upp og bæta samfélagið til framtíðar. Reynsla aldanna hefur sýnt að menntun og þekkingarsköpun leiðir til meiri lífsgæða og blómlegra lífs. Í Hagsýn, veftímariti Efnahags- og viðskiptaráðuneytisins frá í desember sl., er bent á að menntun og nýsköpun auki hagvöxt og framleiðni til lengri tíma. Hlutverk háskólanna er einkum tvenns konar; að mennta fólk á öllum aldri til starfa í samfélaginu og skapa nýja þekkingu með rannsóknum. Rannsóknir háskólakennara hafa líka það hlutverk að skapa vettvang til að þjálfa áhugasama nemendur í vinnubrögðum rannsókna. Ný þekking getur haft áhrif á þróun samfélagsins, orðið grunnur að nýjum atvinnutækifærum og nýsköpun, aukið skilvirkni og lagt drög að betra samfélagi. Í rannsóknanámi læra nemendur að skilgreina viðfangsefnið, setja fram tilgátu, prófa tilgátuna, komast að niðurstöðu og kynna niðurstöðuna fyrir alþjóðavísindasamfélaginu og nærsamfélagi sínu. Á sama tíma þjálfast nemendur í aðferðafræði greinarinnar, gera mælingar, meðhöndla talnasöfn, greina heimildir og stunda rökleiðslu. Á þessum vettvangi eru doktorsnemar þjálfaðir til að takast á við viðfangsefni framtíðarinnar, viðfangsefni sem enn hafa ekki litið dagsins ljós. Til að tryggja gæði doktorsþjálfunar verða rannsóknaverkefnin ætíð að standast alþjóðlegar gæðakröfur og vera hæfar til birtingar í vísindaritum sem gangast undir strangt, alþjóðlegt jafningjamat. Sumir hafa gagnrýnt að íslenskir háskólar leggi áherslu á að þróa doktorsnámið og fjölga doktorsnemum. Sagt er að nemum sé hollast að sækja framhaldsnám til útlanda eins og þeir hafa gert lengst af. Það er að sönnu leið til mikils þroska að sækja nám til útlanda, kynnast nýrri menningu og margbreytilegum rannsóknaverkefnum. En án innlends doktorsnáms er ekki hægt að afla nýrrar þekkingar um verkefni sem eru Íslendingum mikilvæg. Dæmi um slík verkefni eru rannsóknir á íslenskum eldfjöllum og jarðfræði sem hlotið hafa viðurkenningu um allan heim. Enn fremur má telja verkefni sem tengjast lýsi og öðrum fiskafurðum, lyfjavirkum efnum úr íslenskri náttúru, erfðasjúkdómum, og rannsóknir á íslenskri sögu, bókmenntum og menningu. Sérstakur áhugi er nú á rannsóknum á áhrifavöldum efnahagshrunsins og hvernig stjórntæki gætu komið að gagni til að sagan endurtaki sig ekki. Minna má á að nýsköpunin sem fram fer innan Marels, Össurar, Actavis, Orfs og Marorku, til að nefna nokkur fyrirtæki sem eru vaxandi á alþjóðamarkaði, er knúin áfram af framlagi starfsmanna sem fengu vísindalega þjálfun í háskólum. Verkefni eins og þau sem talin eru hér að ofan mynda verðugan vettvang til þjálfunar í öguðum vinnubrögðum vísindamanns. Til að halda uppi kraftmiklu vísindastarfi á Íslandi skiptir máli að sækja doktorsnema til annarra landa og fá þá til þjálfunar meðan þeir vinna að eflingu á íslenskum rannsóknum. Þannig skapast þekking innanlands og um leið geta Íslendingar endurgoldið umheiminum menntun dætra sinna og sona. Aðeins er hægt að skapa eftirsóknarverðan þjálfunarvettvang og laða erlenda nemendur til landsins ef gæði rannsóknanna og doktorsnámsins eru mikil á alþjóðamælikvarða. Litlar þjóðir þurfa að beita hugkvæmni til að hafa roð við hagvexti stórra þjóða, Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína, sem eflist nú hröðum skrefum. Sú hugkvæmni byggir á að virkja fólk með þekkingu og nýjar hugmyndir til að auka grósku í atvinnulífinu. Þjóðir sem við berum okkur saman við leggja nú metnað sinn í að efla háskólastarf, einkum rannsóknir og framhaldsnám. Ef Íslendingar ætla á ný að öðlast öflugt atvinnulíf og verða samkeppnishæfir um vel menntað vinnuafl þarf að efla háskólanám og rannsóknir í landinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar