Mikill ávinningur af skuldalækkun Steinþór Pálsson skrifar 27. júní 2011 03:00 Landsbankinn kynnti nýlega nýjar og endurbættar leiðir til lækkunar skulda viðskiptavina. Þær felast í því að rýmka mjög um skilyrði fyrir 110% leið bankans, í endurskipulagningu og niðurfærslu ýmissa annarra skulda en fasteignaskulda og síðast en ekki síst í endurgreiðslu vaxta til skil-vísra viðskiptavina. Viðbrögðin við þessu hafa verið einstaklega góð. Þau sýna svo ekki verður um villst að hér erum við á réttri leið. Við hvetjum þá viðskiptavini okkar sem enn eiga eftir að kynna sér þessar lausnir, til að hafa samband við bankann og fara yfir sína stöðu. Frestur til að sækja um niðurfellingu annarra skulda en íbúðaskulda rennur út 15. júlí. Þeir sem eiga yfirveðsett húsnæði en hafa veðsett það fleirum en Landsbankanum þurfa að sækja um 110% leiðina fyrir 1. júlí. Þeir sem eru með öll lán sín með veð í fasteign hjá Landsbankanum þurfa ekki að sækja um. Um endurgreiðslu vaxta þarf ekki að sækja. Öflugri aðgerðir eru nauðsynlegarÞær leiðir sem hingað til hafa verið í boði hafa ekki verið fullnægjandi að okkar mati, þó þær séu ágætar um margt. Það er stefna bankans að taka myndarlega á skuldavanda heimila og fyrirtækja og við teljum það langmikilvægasta verkefni bankans sem stendur. Með öflugri aðgerðum næst að leysa vanda mun fleiri en áður, og fólk ræður betur við endurgreiðslur lána. Um leið er markmiðið að tryggja gott og farsælt samband við viðskiptavini því á slíku sambandi vill bankinn byggja framtíð sína. Þetta er með öðrum orðum mikilvæg viðskiptaleg ákvörðun sem byggir á traustri fjárhagsstöðu Landsbankans. Sameiginlegur ávinningurVið áætlum að sú búbót sem viðskiptavinir bankans muni njóta með nýjum aðgerðum sé á bilinu 20 – 30 milljarðar króna ef allir nýta sér sinn rétt. Til að mæta þessum aðgerðum hefur Landsbankinn gjaldfært á fyrsta ársfjórðungi þessa árs verulegar fjárhæðir til viðbótar þeim varúðarsjóðum sem bankinn bjó yfir eftir að hann keypti lánin frá þrotabúi gamla bankans. Það eru framtíðarhagsmunir Landsbankans að grípa til aðgerða eins og þessara og tryggja með þeim sameiginlegan ávinning samfélags, viðskiptavina og eigenda. Góð ávöxtun fyrir hluthafaLandsbankinn hefur verið rekinn með góðum hagnaði sem skilað hefur sér í ávinningi fyrir hluthafana. Ríkissjóður lagði Landsbankanum hf. til 122 milljarða króna í nýtt eigið fé þegar efnahagsreikningur hans lá fyrir í desember 2009. Bankinn hefur ávaxtað það fjármagn mjög vel og eigið fé bankans hefur aukist verulega frá stofnun. Hlutur ríkisins hefur nú vaxið um 19 milljarða króna umfram þann fjármagnskostnað sem það hefur orðið fyrir vegna framlags síns til bankans. Landsbankinn er mun verðmætari nú en hann var í upphafi og ríkissjóður mun uppskera samkvæmt því þegar eigendastefnu ríkisins um að Landsbankinn hf. eigi að vera í dreifðri eignaraðild verður hrint í framkvæmd. LokaorðLandsbankinn er hlutafélag. Daglegur rekstur bankans er í höndum stjórnenda hans. Þeir taka ákvarðanir um mikilvæg viðskiptaleg málefni rétt eins og stjórnendur annarra hlutafélaga. Þær ákvarðanir sem hér er fjallað um eru teknar á viðskiptalegum forsendum. Hagsmunir viðskiptavina og bankans fara saman þegar kemur að aðgerðum í skuldamálum heimilanna. Það er hagur bankans að viðskiptamenn hans standi vel. Um þetta ríkir enginn ágreiningur eins og fram hefur komið af hálfu talsmanna þeirra sem fara með eignarhlut í Landsbankanum. Ég vil að endingu ítreka við viðskiptavini bankans, sem eiga eftir að sækja um lækkun skulda, að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara og sækja um áður en frestur rennur út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Landsbankinn kynnti nýlega nýjar og endurbættar leiðir til lækkunar skulda viðskiptavina. Þær felast í því að rýmka mjög um skilyrði fyrir 110% leið bankans, í endurskipulagningu og niðurfærslu ýmissa annarra skulda en fasteignaskulda og síðast en ekki síst í endurgreiðslu vaxta til skil-vísra viðskiptavina. Viðbrögðin við þessu hafa verið einstaklega góð. Þau sýna svo ekki verður um villst að hér erum við á réttri leið. Við hvetjum þá viðskiptavini okkar sem enn eiga eftir að kynna sér þessar lausnir, til að hafa samband við bankann og fara yfir sína stöðu. Frestur til að sækja um niðurfellingu annarra skulda en íbúðaskulda rennur út 15. júlí. Þeir sem eiga yfirveðsett húsnæði en hafa veðsett það fleirum en Landsbankanum þurfa að sækja um 110% leiðina fyrir 1. júlí. Þeir sem eru með öll lán sín með veð í fasteign hjá Landsbankanum þurfa ekki að sækja um. Um endurgreiðslu vaxta þarf ekki að sækja. Öflugri aðgerðir eru nauðsynlegarÞær leiðir sem hingað til hafa verið í boði hafa ekki verið fullnægjandi að okkar mati, þó þær séu ágætar um margt. Það er stefna bankans að taka myndarlega á skuldavanda heimila og fyrirtækja og við teljum það langmikilvægasta verkefni bankans sem stendur. Með öflugri aðgerðum næst að leysa vanda mun fleiri en áður, og fólk ræður betur við endurgreiðslur lána. Um leið er markmiðið að tryggja gott og farsælt samband við viðskiptavini því á slíku sambandi vill bankinn byggja framtíð sína. Þetta er með öðrum orðum mikilvæg viðskiptaleg ákvörðun sem byggir á traustri fjárhagsstöðu Landsbankans. Sameiginlegur ávinningurVið áætlum að sú búbót sem viðskiptavinir bankans muni njóta með nýjum aðgerðum sé á bilinu 20 – 30 milljarðar króna ef allir nýta sér sinn rétt. Til að mæta þessum aðgerðum hefur Landsbankinn gjaldfært á fyrsta ársfjórðungi þessa árs verulegar fjárhæðir til viðbótar þeim varúðarsjóðum sem bankinn bjó yfir eftir að hann keypti lánin frá þrotabúi gamla bankans. Það eru framtíðarhagsmunir Landsbankans að grípa til aðgerða eins og þessara og tryggja með þeim sameiginlegan ávinning samfélags, viðskiptavina og eigenda. Góð ávöxtun fyrir hluthafaLandsbankinn hefur verið rekinn með góðum hagnaði sem skilað hefur sér í ávinningi fyrir hluthafana. Ríkissjóður lagði Landsbankanum hf. til 122 milljarða króna í nýtt eigið fé þegar efnahagsreikningur hans lá fyrir í desember 2009. Bankinn hefur ávaxtað það fjármagn mjög vel og eigið fé bankans hefur aukist verulega frá stofnun. Hlutur ríkisins hefur nú vaxið um 19 milljarða króna umfram þann fjármagnskostnað sem það hefur orðið fyrir vegna framlags síns til bankans. Landsbankinn er mun verðmætari nú en hann var í upphafi og ríkissjóður mun uppskera samkvæmt því þegar eigendastefnu ríkisins um að Landsbankinn hf. eigi að vera í dreifðri eignaraðild verður hrint í framkvæmd. LokaorðLandsbankinn er hlutafélag. Daglegur rekstur bankans er í höndum stjórnenda hans. Þeir taka ákvarðanir um mikilvæg viðskiptaleg málefni rétt eins og stjórnendur annarra hlutafélaga. Þær ákvarðanir sem hér er fjallað um eru teknar á viðskiptalegum forsendum. Hagsmunir viðskiptavina og bankans fara saman þegar kemur að aðgerðum í skuldamálum heimilanna. Það er hagur bankans að viðskiptamenn hans standi vel. Um þetta ríkir enginn ágreiningur eins og fram hefur komið af hálfu talsmanna þeirra sem fara með eignarhlut í Landsbankanum. Ég vil að endingu ítreka við viðskiptavini bankans, sem eiga eftir að sækja um lækkun skulda, að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara og sækja um áður en frestur rennur út.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun