Skoðun

Borgarráð og börnin

Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Reglur mannréttindaráðs um samskipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila borgarinnar við trúar- og lífsskoðunarfélög eru ekki pólitískt plagg heldur leiðbeining um að börnum sé ekki mismunað eftir lífs- og trúarskoðunum foreldra þeirra. Þær leggja línur um það hvað felst í hlutlausum veraldlegum skóla þar sem börnum frá öllum menningarafkimum þjóðfélagsins líður vel í umhverfi fræðslu og styrkrar leiðbeiningar kennara.

Kristnir prestar hérlendis hafa sagt kristni hið besta, en aftur aðrir aðilar sagt sína trú eða veraldlega lífsskoðun þá bestu. Mislangt er gengið, en aðeins vissir kristnir aðilar hafa ætlast til þess að sín lífssýn fái forréttindi í skólastarfi. Þar sem Biblían sé svo ómissandi, kristið siðgæði svo yfirburðar og ágæti trúarinnar jafnvel vísindalega sannað, sé það réttlætanlegt. Þau biðja um mismunun í nafni Guðs, en í þjóðfélagi sáttar án mismununar þarf hið sameiginlega að vera án sérstakra merkimiða og allt fólk á að geta sent börnin sín í skóla án þess að óttast um að þeim verði innrætt eitthvað móti lífsskoðun þeirra. Veraldlegur skóli er ekki án siðferðis því að kennarar eru siðferðislega ábyrgt fólk og hafa trausta menntun og siðareglur sér til leiðbeiningar, auk hinnar almennu umhyggju og áhuga fyrir velferð barnanna.




Skoðun

Sjá meira


×