Skoðun

Borgarráð, börnin og trúin

Borgarráð Reykjavíkur fær til umfjöllunar á næstu dögum reglur mannréttindaráðs um samstarf skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga. Þegar borgarráð tekur afstöðu í málinu er mikilvægt að stuðst sé við vísindalegar rannsóknir þannig að ákvörðunina megi rökstyðja með faglegum hætti. Slíkar rannsóknir er auðvelt að nálgast með leitarvélum. Skólasamfélagið er vísindasamfélag og verður að vera hafið yfir pólitíska stefnu í þessu máli sem öðrum.

Margar rannsóknir sem hafa verið gerðar innan heilbrigðis- og félagsvísinda hafa rannsakað tengsl trúar við ýmsar breytur svo sem hamingju, heilsufar, tilgang í lífinu og sjálfsvíg svo dæmi sé tekið. Niðurstöður benda til að þeim sem telja sig trúaða vegni almennt betur en hinum. Því er mun nær fyrir Reykjavíkurborg að hvetja börn til þátttöku í trúarlegu starfi og nýta þær rannsóknir sem hafa verið gerðar, í stað þess að leita leiða til að hindra aðgengi barna að upplýsingum um trúariðkun í nærsamfélaginu. Komi barn heim með bæklinga sem foreldrum hugnast ekki þá er það að sjálfsögðu þeirra hlutverk að leiðbeina barninu. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að segir að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn. Reykjavíkurborg er ekki stætt á að fara gegn vísindalegum rannsóknum. Borgarráði er því ekki stætt á að samþykkja reglur mannréttindaráðs.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Taktu tvær

Arnar I. Jónsson,Heiðrún Björk Gísladóttir skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.