Viðskipti innlent

Ferðamenn fjölmenntu í maí

Nóg verður að gera í Bláa lóninu í sumar ef fram fer sem horfir með ferðamannastraum.
Nóg verður að gera í Bláa lóninu í sumar ef fram fer sem horfir með ferðamannastraum.
Rúmlega 37 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá Íslandi um Leifsstöð í maímánuði. Er það einhver mesti fjöldi ferðamanna sem heimsótt hefur landið í mánuðinum. Þetta kemur fram í tölum frá Ferðamálastofu.

 

Ferðamönnum hefur fjölgað um 31,5 síðan í fyrra en maímánuður var sérstaklega slæmur þá vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.

 

Af einstaka þjóðum voru Bandaríkjamenn, Norðmenn, Danir, Bretar, Þjóðverjar og Svíar fjölmennastir.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×