Ópólitíska stjórnsýslu undan pólitísku valdi Björn Einarsson skrifar 3. júní 2011 09:00 Öll stjórnsýsla ríkisins er svokölluð ráðherrastjórnsýsla, þ.e. að ráðherra, hver á sínu sviði, fer með æðstu yfirstjórn hennar. Það gildir einu hvort stjórnsýslan er pólitísk eða ópólitísk, allt er undir einum hatti. Það felur í sér að ráðherra skipar í æðstu stöður hennar og hægt er að kæra allar stjórnvaldsákvarðanir stjórnsýslunnar til ráðherra. Stjórnvaldsákvarðanir eru í raun allar ákvarðanir sem embættismenn stjórnsýslunnar taka, hvort sem þeir eru í ráðuneytinu eða eru læknar á spítala. Pólitíska stjórnsýslu má skilgreina sem sá hluti hennar sem hefur það að markmiði að vinna að pólitískum markmiðum og ákvarðanatökum, þ.e. ráðuneytin. Ópólitísk stjórnsýsla er í eðli sínu sá hluti hennar sem hefur hlutverk gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum, þ.e. félagslegar stofnanir, mennta- og menningarstofnanir, heilbrigðisstofnanir, eftirlitsstofnanir, löggæsla og dómsvaldið. Ópólitíska valdiðAðskilja þarf pólitíska og ópólitíska stjórnsýslu með því að breyta ópólitískum ríkisstofnunum í sjálfstætt starfandi ríkisstofnanir og setja þær síðan undir ópólitískan Forseta Íslands. Pólitískar ráðningar ráðherra í ópólitískri stjórnsýslu er meginorsök pólitískrar spillingar. Ráðherrar skipa dómara, hvort sem er í Hæstarétt eða héraðsdóma, saksóknara, lögreglustjóra, fangelsismálastjóra, lögreglustjóra, forstjóra Landhelgisgæslu, Flugmálastjóra, Forstjóra Tryggingastofnunar, Rektor Háskóla Íslands, forstöðumann Listasafns Íslands, forstjóra Landspítala o.s.frv. Sjálfstætt starfandi ríkisstofnanir og nefndir eru þó til og eru mismikið undanskildar yfirstjórn ráðherra, en þær eru fáar, t.d. Seðlabankinn, Landsbókasafn - Háskólabókasafn, yfirskattanefnd og ýmsar kærunefndir og úrskurðaraðilar. Með því að breyta öllum ópólitískum stofnunum í sjálfstætt starfandi ríkisstofnanir er hægt að taka þær undan valdi ráðherra. Þær eru eins og allar ríkisstofnanir stofnaðar af pólitíska valdinu, starfa samkvæmt lögum og er skammtað fjármagn í fjárlögum. Ráðherra á því ekki að geta sagt slíkri stofnun fyrir verkum nema með lagabreytingum á Alþingi. Ef þær fara út fyrir ramma fjárlaga á að vera hægt að ávíta forstöðumann stofnunarinnar eða jafnvel víkja honum úr starfi, en að öðru leyti eiga þær að vera óháðar pólitísku valdi. Allar ópólitískar ríkisstofnanir ættu að starfa sem sjálfstætt starfandi ríkisstofnanir og mynda ásamt dómstólunum ópólitíska valdablokk. Með því að setja ópólitískan Forseta Íslands sem æðsta embættismanns þess fæst lýðræðisleg jarðtenging við ópólitíska valdið. Forseti Íslands myndi þá skipa í æðstu stöður þess eftir ábendingar faglegra stöðunefnda á hverju sviði. Pólitíska valdiðValddreifing er einn af hornsteinum í nútíma lýðræðisskipulagi. Þrískipting ríkisvaldsins í framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald er barn síns tíma og hefur sögulegar skýringar. Á tímum Montesquieu og Locke var borgarastéttin að ná völdum frá einvaldinum með þjóðþingum, sem áttu að setja framkvæmdavaldi einvaldsins skorður. Með þingræðisreglunni náði löggjafarvaldið undirtökum og gerði framkvæmdavaldið háðara sér. Forsetaræði væri því skref aftur á bak í lýðræðisþróuninni. Sterkt forsetaræði hentar hernaðarþjóðum eins og Bandaríkjum Norður Ameríku eða löndum sem bjuggu við ógnun hernaðarríkja eins og Finnar. Margir stjórnmálafræðingar í BNA telja að forsetaræðið sé helsti galli stjórnkerfis þeirra og hversu erfitt er að breyta stjórnarskrá þeirra. Pólitíska valdið á ekki að greina í sundur, vegna þess að framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið hafa sameiginlegt markmið, að stjórna landinu, marka því pólitíska stefnu og koma henni í framkvæmd. Ríkisstjórnin á að hafa frumkvæðið að stjórnun landsins en hið lýðræðiskjörna Alþingi að hafa hemil á og eftirlit með henni. Þingræðisreglan á að tryggja að Alþingi sé valdamesta stofnun ríkisins. Ríkisstjórnin situr í umboði Alþingis, þannig að þingið getur sett af ríkisstjórnina þegar hún hefur misst traust þess. Hún sækir allt vald sitt til Alþingis. Allar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar þurfa að eiga stoð í lögum sem Alþingi setur, og er þannig háð þinginu um allar stjórnarathafnir, og þarf að standa þinginu skil á öllum ákvörðunum sínum. Alþingi getur því í raun ráðið stjórnarstefnunni. Alþingi hefur fjárlagavaldið og þarf ríkisstjórnin því að sækja allar fjárheimildir til þingsins. Það er því öfugmæli að taka ráðherra út af þingi og minnka möguleika þingsins á að hafa eftirlit með ráðherrum, því það veikir Alþingi og styrkir ríkisstjórnina. Þá koma einnig inn varaþingmenn svo það fjölgar í stjórnarliðinu en fækkar hlutfallslega í stjórnarandstöðunni. Til að tryggja þingræðið á það að vera skylda, að ráðherrar komi úr röðum þingmanna og sitji á þingi meðan þeir eru ráðherrar. Utanþingsráðherrar og utanþingsstjórnir eru ólýðræðislegar og eru vantraust á Alþingi. Að fækka þingmönnum er mikið vanmat á störfum okkar lýðræðislega kjörnu fulltrúum, því aðalstarf þeirra fer fram í rökræðum í nefndarstörfum en ekki í kappræðum í sölum Alþingis. Fækkun þingmanna ýtir undir sérfræðingaveldi og skrifstofuræði, sem eru verstu óvinir lýðræðisins. SamantektAðskilja þarf allar ópólitískar ríkisstofnanir frá pólitísku valdi ráðherra, með því að breyta þeim í sjálfstæðar ríkisstofnanir og setja þær undir ópólitískan Forseta Íslands. Þannig upprætum við pólitíska spillingu með pólitískum ráðningum og fyrirgreiðslupólitík. Við eigum að halda í þingræðið með sameinuðu pólitísku valdi, löggjafarvaldi og framkvæmdavaldi, en ekki losa ríkisstjórnina undan Alþingi með því að taka ráðherra út af þingi né fækka þingmönnum. Hið lýðræðiskjörna Alþingi á að vera valdamesta stofnun ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Öll stjórnsýsla ríkisins er svokölluð ráðherrastjórnsýsla, þ.e. að ráðherra, hver á sínu sviði, fer með æðstu yfirstjórn hennar. Það gildir einu hvort stjórnsýslan er pólitísk eða ópólitísk, allt er undir einum hatti. Það felur í sér að ráðherra skipar í æðstu stöður hennar og hægt er að kæra allar stjórnvaldsákvarðanir stjórnsýslunnar til ráðherra. Stjórnvaldsákvarðanir eru í raun allar ákvarðanir sem embættismenn stjórnsýslunnar taka, hvort sem þeir eru í ráðuneytinu eða eru læknar á spítala. Pólitíska stjórnsýslu má skilgreina sem sá hluti hennar sem hefur það að markmiði að vinna að pólitískum markmiðum og ákvarðanatökum, þ.e. ráðuneytin. Ópólitísk stjórnsýsla er í eðli sínu sá hluti hennar sem hefur hlutverk gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum, þ.e. félagslegar stofnanir, mennta- og menningarstofnanir, heilbrigðisstofnanir, eftirlitsstofnanir, löggæsla og dómsvaldið. Ópólitíska valdiðAðskilja þarf pólitíska og ópólitíska stjórnsýslu með því að breyta ópólitískum ríkisstofnunum í sjálfstætt starfandi ríkisstofnanir og setja þær síðan undir ópólitískan Forseta Íslands. Pólitískar ráðningar ráðherra í ópólitískri stjórnsýslu er meginorsök pólitískrar spillingar. Ráðherrar skipa dómara, hvort sem er í Hæstarétt eða héraðsdóma, saksóknara, lögreglustjóra, fangelsismálastjóra, lögreglustjóra, forstjóra Landhelgisgæslu, Flugmálastjóra, Forstjóra Tryggingastofnunar, Rektor Háskóla Íslands, forstöðumann Listasafns Íslands, forstjóra Landspítala o.s.frv. Sjálfstætt starfandi ríkisstofnanir og nefndir eru þó til og eru mismikið undanskildar yfirstjórn ráðherra, en þær eru fáar, t.d. Seðlabankinn, Landsbókasafn - Háskólabókasafn, yfirskattanefnd og ýmsar kærunefndir og úrskurðaraðilar. Með því að breyta öllum ópólitískum stofnunum í sjálfstætt starfandi ríkisstofnanir er hægt að taka þær undan valdi ráðherra. Þær eru eins og allar ríkisstofnanir stofnaðar af pólitíska valdinu, starfa samkvæmt lögum og er skammtað fjármagn í fjárlögum. Ráðherra á því ekki að geta sagt slíkri stofnun fyrir verkum nema með lagabreytingum á Alþingi. Ef þær fara út fyrir ramma fjárlaga á að vera hægt að ávíta forstöðumann stofnunarinnar eða jafnvel víkja honum úr starfi, en að öðru leyti eiga þær að vera óháðar pólitísku valdi. Allar ópólitískar ríkisstofnanir ættu að starfa sem sjálfstætt starfandi ríkisstofnanir og mynda ásamt dómstólunum ópólitíska valdablokk. Með því að setja ópólitískan Forseta Íslands sem æðsta embættismanns þess fæst lýðræðisleg jarðtenging við ópólitíska valdið. Forseti Íslands myndi þá skipa í æðstu stöður þess eftir ábendingar faglegra stöðunefnda á hverju sviði. Pólitíska valdiðValddreifing er einn af hornsteinum í nútíma lýðræðisskipulagi. Þrískipting ríkisvaldsins í framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald er barn síns tíma og hefur sögulegar skýringar. Á tímum Montesquieu og Locke var borgarastéttin að ná völdum frá einvaldinum með þjóðþingum, sem áttu að setja framkvæmdavaldi einvaldsins skorður. Með þingræðisreglunni náði löggjafarvaldið undirtökum og gerði framkvæmdavaldið háðara sér. Forsetaræði væri því skref aftur á bak í lýðræðisþróuninni. Sterkt forsetaræði hentar hernaðarþjóðum eins og Bandaríkjum Norður Ameríku eða löndum sem bjuggu við ógnun hernaðarríkja eins og Finnar. Margir stjórnmálafræðingar í BNA telja að forsetaræðið sé helsti galli stjórnkerfis þeirra og hversu erfitt er að breyta stjórnarskrá þeirra. Pólitíska valdið á ekki að greina í sundur, vegna þess að framkvæmdavaldið og löggjafarvaldið hafa sameiginlegt markmið, að stjórna landinu, marka því pólitíska stefnu og koma henni í framkvæmd. Ríkisstjórnin á að hafa frumkvæðið að stjórnun landsins en hið lýðræðiskjörna Alþingi að hafa hemil á og eftirlit með henni. Þingræðisreglan á að tryggja að Alþingi sé valdamesta stofnun ríkisins. Ríkisstjórnin situr í umboði Alþingis, þannig að þingið getur sett af ríkisstjórnina þegar hún hefur misst traust þess. Hún sækir allt vald sitt til Alþingis. Allar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar þurfa að eiga stoð í lögum sem Alþingi setur, og er þannig háð þinginu um allar stjórnarathafnir, og þarf að standa þinginu skil á öllum ákvörðunum sínum. Alþingi getur því í raun ráðið stjórnarstefnunni. Alþingi hefur fjárlagavaldið og þarf ríkisstjórnin því að sækja allar fjárheimildir til þingsins. Það er því öfugmæli að taka ráðherra út af þingi og minnka möguleika þingsins á að hafa eftirlit með ráðherrum, því það veikir Alþingi og styrkir ríkisstjórnina. Þá koma einnig inn varaþingmenn svo það fjölgar í stjórnarliðinu en fækkar hlutfallslega í stjórnarandstöðunni. Til að tryggja þingræðið á það að vera skylda, að ráðherrar komi úr röðum þingmanna og sitji á þingi meðan þeir eru ráðherrar. Utanþingsráðherrar og utanþingsstjórnir eru ólýðræðislegar og eru vantraust á Alþingi. Að fækka þingmönnum er mikið vanmat á störfum okkar lýðræðislega kjörnu fulltrúum, því aðalstarf þeirra fer fram í rökræðum í nefndarstörfum en ekki í kappræðum í sölum Alþingis. Fækkun þingmanna ýtir undir sérfræðingaveldi og skrifstofuræði, sem eru verstu óvinir lýðræðisins. SamantektAðskilja þarf allar ópólitískar ríkisstofnanir frá pólitísku valdi ráðherra, með því að breyta þeim í sjálfstæðar ríkisstofnanir og setja þær undir ópólitískan Forseta Íslands. Þannig upprætum við pólitíska spillingu með pólitískum ráðningum og fyrirgreiðslupólitík. Við eigum að halda í þingræðið með sameinuðu pólitísku valdi, löggjafarvaldi og framkvæmdavaldi, en ekki losa ríkisstjórnina undan Alþingi með því að taka ráðherra út af þingi né fækka þingmönnum. Hið lýðræðiskjörna Alþingi á að vera valdamesta stofnun ríkisins.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar