Barnalán í Reykjavík 3. júní 2011 09:00 Afleiðingar kreppunnar eru margvíslegar. Flestar hafa þær reynt á samfélagið og fjölskyldurnar. Aðrar afleiðingar eru ánægjulegar og jafnframt óvæntar. Barnafjölgunin sem orðið hefur í Reykjavík er svo sannarlega gleðiefni. Á þessu ári er von á stærsta árgangi Íslandssögunnar inn í leikskóla borgarinnar. Þetta eru börn sem fædd eru 2009. Árgangurinn sem fæddist 2010 er einnig stór. Því verður þrýstingur á dagforeldrakerfið og leikskólana mikill á næstu árum. Verður mikil áskorun að tryggja öllum þessum nýju borgurum leikskólapláss. Reykjavíkurborg hefur lengi miðað við að börn geti hafið leikskólagöngu á árinu sem þau verða tveggja ára. Til þess að tryggja þessa brýnu þjónustu forgangsraðaði meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar með því að auka framlög til Leikskólasviðs um 658 milljónir króna, þar af fara framlög fyrir tæplega hálfan milljarð króna til fjölgunar leikskólaplássa og þjónustu dagforeldra. Hvað þýðir slík barnasprengja?Við viljum öll að börn í þessum stóra árgangi frá 2009 geti hafið leikskólagöngu á þessu ári en þau eru tæplega 300 fleiri en þau börn sem hefja grunnskólagöngu í haust. Til þess að setja hlutina í samhengi er húsnæðisþörfin á við þrjá nýja fimm deilda leikskóla og fjölga þarf starfsfólki leikskóla um 55 til þess að annast börnin. Um síðustu áramót þurfti 50 dagforeldra í þjónustusveit Reykjavíkurborgar til þess að foreldrum verði gert kleift að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar. Öll þessi markmið eru innan seilingar eða í höfn því strax þegar nýr meirihluti tók við setti borgarstjórn þessi mál í algjöran forgang. Viðamikil greining fór fram á öllum mögulegum húsnæðiskostum til að koma til móts við áhugasama dagforeldra sem vilja gjarnan starfa tveir saman og leigja húsnæði af borginni. Eins voru allir hugsanlegir möguleikar á stækkun eldri leikskóla með færanlegum húsum skoðaðir, sem og nýting grunnskólahúsnæðis á nýjan hátt til að koma til móts við leikskólabörnin. Grettistaki hefur verið lyft og vil ég færa starfsfólki borgarinnar sem starfar að skóla- og frístundamálum, sem og framkvæmda- og skipulagsmálum, fyrir vel unnin störf og gríðarlegan metnað við að standa að þessu mikla átaki með okkur. Hvað erum við að gera?Víða verður færanlegum húsum komið fyrir við eldri leikskóla, sérstaklega í Vesturbæ og Laugardal en þar er mikil þörf á leikskólaplássum. Við munum nýta húsnæði grunnskólanna betur fyrir frístundastarf svo að húsnæði frístundar geti nýst fyrir leikskólastarf eða þjónustu dagforeldra. Nú er verið að skoða hvort nýta megi húsnæði gæsluvalla og skólagarða á nokkrum stöðum í borginni fyrir áhugasama dagforeldra. Þar er yndislegt umhverfi og að mörgu leyti ákjósanleg aðstaða fyrir dagforeldra sem starfa saman í félagi. Dagforeldrum hefur fjölgað um tæplega 30 í Reykjavík síðan við hófum markvisst átak til að koma til móts við barnasprengjuna. Ég vil bjóða þá hjartanlega velkomna til starfa og fagna liðsinni þeirra. Þeim mun fjölga enn frekar á næstunni því biðlisti er eftir því að nýta húsnæði á gæsluvöllum og skólagarðahús, sem og annað húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar til útleigu fyrir dagforeldra. Ber að fagna þeirri fjölgun. Skilningur og samstaðaUnnið er hörðum höndum að því að flýta öllu skipulags- og undirbúningsferli svo húsnæði uppfylli öll skilyrði og geti nýst ungum börnum sem allra fyrst. Leikskólastjórar hafa verið óþreytandi í því verkefni að kanna möguleika á því að stækka eldri leikskóla og nýta húsnæði betur. Jákvæðni þeirra gagnvart því að stækka leikskóla sína er einkar lofsverð. Margir íbúar í Reykjavík munu innan tíðar fá bréf frá skipulagsyfirvöldum þar sem auglýstar verða nauðsynlegar breytingar, t.a.m. færsla færanlegra húsa á lóðir eldri leikskóla. Ég vil biðja íbúa Reykjavíkur um að sýna breytingunum skilning og umburðarlyndi. Ljóst er að gríðarlegir hagsmunir felast í því fyrir Reykvíkinga að tryggja ört stækkandi fjölskyldum dvöl á okkar vönduðu leikskólum, en ekki síst að komast hjá því að byggja nýja leikskóla fyrir þessa stóru árganga. Óvíst er að þörfin fyrir svo mörg leikskólapláss sé til framtíðar. Stærsta velferðarmálið fyrir fjölskyldur í Reykjavík er örugg og metnaðarfull vistun hjá dagforeldrum og faglegt leikskólastarf fyrir ung börn sín. Því trausti mun borgarstjórn ekki bregðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Afleiðingar kreppunnar eru margvíslegar. Flestar hafa þær reynt á samfélagið og fjölskyldurnar. Aðrar afleiðingar eru ánægjulegar og jafnframt óvæntar. Barnafjölgunin sem orðið hefur í Reykjavík er svo sannarlega gleðiefni. Á þessu ári er von á stærsta árgangi Íslandssögunnar inn í leikskóla borgarinnar. Þetta eru börn sem fædd eru 2009. Árgangurinn sem fæddist 2010 er einnig stór. Því verður þrýstingur á dagforeldrakerfið og leikskólana mikill á næstu árum. Verður mikil áskorun að tryggja öllum þessum nýju borgurum leikskólapláss. Reykjavíkurborg hefur lengi miðað við að börn geti hafið leikskólagöngu á árinu sem þau verða tveggja ára. Til þess að tryggja þessa brýnu þjónustu forgangsraðaði meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar með því að auka framlög til Leikskólasviðs um 658 milljónir króna, þar af fara framlög fyrir tæplega hálfan milljarð króna til fjölgunar leikskólaplássa og þjónustu dagforeldra. Hvað þýðir slík barnasprengja?Við viljum öll að börn í þessum stóra árgangi frá 2009 geti hafið leikskólagöngu á þessu ári en þau eru tæplega 300 fleiri en þau börn sem hefja grunnskólagöngu í haust. Til þess að setja hlutina í samhengi er húsnæðisþörfin á við þrjá nýja fimm deilda leikskóla og fjölga þarf starfsfólki leikskóla um 55 til þess að annast börnin. Um síðustu áramót þurfti 50 dagforeldra í þjónustusveit Reykjavíkurborgar til þess að foreldrum verði gert kleift að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóladvalar. Öll þessi markmið eru innan seilingar eða í höfn því strax þegar nýr meirihluti tók við setti borgarstjórn þessi mál í algjöran forgang. Viðamikil greining fór fram á öllum mögulegum húsnæðiskostum til að koma til móts við áhugasama dagforeldra sem vilja gjarnan starfa tveir saman og leigja húsnæði af borginni. Eins voru allir hugsanlegir möguleikar á stækkun eldri leikskóla með færanlegum húsum skoðaðir, sem og nýting grunnskólahúsnæðis á nýjan hátt til að koma til móts við leikskólabörnin. Grettistaki hefur verið lyft og vil ég færa starfsfólki borgarinnar sem starfar að skóla- og frístundamálum, sem og framkvæmda- og skipulagsmálum, fyrir vel unnin störf og gríðarlegan metnað við að standa að þessu mikla átaki með okkur. Hvað erum við að gera?Víða verður færanlegum húsum komið fyrir við eldri leikskóla, sérstaklega í Vesturbæ og Laugardal en þar er mikil þörf á leikskólaplássum. Við munum nýta húsnæði grunnskólanna betur fyrir frístundastarf svo að húsnæði frístundar geti nýst fyrir leikskólastarf eða þjónustu dagforeldra. Nú er verið að skoða hvort nýta megi húsnæði gæsluvalla og skólagarða á nokkrum stöðum í borginni fyrir áhugasama dagforeldra. Þar er yndislegt umhverfi og að mörgu leyti ákjósanleg aðstaða fyrir dagforeldra sem starfa saman í félagi. Dagforeldrum hefur fjölgað um tæplega 30 í Reykjavík síðan við hófum markvisst átak til að koma til móts við barnasprengjuna. Ég vil bjóða þá hjartanlega velkomna til starfa og fagna liðsinni þeirra. Þeim mun fjölga enn frekar á næstunni því biðlisti er eftir því að nýta húsnæði á gæsluvöllum og skólagarðahús, sem og annað húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar til útleigu fyrir dagforeldra. Ber að fagna þeirri fjölgun. Skilningur og samstaðaUnnið er hörðum höndum að því að flýta öllu skipulags- og undirbúningsferli svo húsnæði uppfylli öll skilyrði og geti nýst ungum börnum sem allra fyrst. Leikskólastjórar hafa verið óþreytandi í því verkefni að kanna möguleika á því að stækka eldri leikskóla og nýta húsnæði betur. Jákvæðni þeirra gagnvart því að stækka leikskóla sína er einkar lofsverð. Margir íbúar í Reykjavík munu innan tíðar fá bréf frá skipulagsyfirvöldum þar sem auglýstar verða nauðsynlegar breytingar, t.a.m. færsla færanlegra húsa á lóðir eldri leikskóla. Ég vil biðja íbúa Reykjavíkur um að sýna breytingunum skilning og umburðarlyndi. Ljóst er að gríðarlegir hagsmunir felast í því fyrir Reykvíkinga að tryggja ört stækkandi fjölskyldum dvöl á okkar vönduðu leikskólum, en ekki síst að komast hjá því að byggja nýja leikskóla fyrir þessa stóru árganga. Óvíst er að þörfin fyrir svo mörg leikskólapláss sé til framtíðar. Stærsta velferðarmálið fyrir fjölskyldur í Reykjavík er örugg og metnaðarfull vistun hjá dagforeldrum og faglegt leikskólastarf fyrir ung börn sín. Því trausti mun borgarstjórn ekki bregðast.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar