Óljós mörk eðlilegrar tortryggni og vænisýki Ingvar Christiansen skrifar 3. júní 2011 09:00 Hrunið, blessuð sé minning þess, fór ekki framhjá neinum og urðu fleiri en vildu bein eða óbein fórnarlömb þess, þrátt fyrir að hafa jafnvel á engan hátt verið sníkjudýr góðærisins. Blessuð sé einnig minning þess. Við blasir blákaldur veruleikinn og afleiðingar þess sem á undan er gengið, bæði góðs og ills. Flestir hafa skoðanir á því hvernig ráðamönnum þjóðarinnar, atvinnulífsins, launþegahreyfingarinnar, einstaka fyrirtækja og heimilisföðurnum hefur tekist upp við að blása lífi í glæðurnar sem þó enn loga. Það er vel að fólkið í landinu hafi skoðanir. Rétt eins og hver einstaklingur hefur skoðanir á hinum ýmsu hlutum hefur hann líka val um ýmislegt. Þar á meðal sinn eigin þankagang. Brennt barn forðast eldinn og á það vel við í tilfelli okkar Íslendinga sem gengið höfum í gegnum eld og brennistein oftar en einu sinni. Önnur staðreynd veruleikans er sú að þótt við höfum brennt okkur þá stöndum við ekki í ljósum logum. Almenn umræða í þjóðfélaginu virðist vera komin á það stig að fólk sé hrætt við góðverk. Hinn góði og gegni borgari virðist horfinn og alls staðar leynast merðir sem ekkert gott gengur til, þótt þeir reyni vissulega að láta svo líta út, þá hlýtur eitthvað sviksamlegt að liggja að baki. Hvers vegna er hugsanaháttur Íslendinga í garð náungans orðinn svo tortrygginn og efasemdafullur? Vissulega gerðust á okkar ylhýra landi atburðir sem réttilega geta orsakað tortryggni og efasemdir um heiðarleika samborgaranna, en öllu má nú ofgera. Erum við ekki að detta á síðasta söludag með þessar neikvæðu hugsanir og drulluspól í hjólfarinu? Það er verið að moka skítinn sem nær okkur upp á hné og þó svo væri ekki nema rétt á meðan ættum við ekki að fyllast efasemdum um manninn með skófluna. Kannski er hann bara hjálpsamur og góðhjartaður einstaklingur sem ber hag náungans fyrir brjósti. Er virkilega svo erfitt að trúa því. Einhver gæti séð sér hag í því að moka, þó ekki væri nema launin hans. Við efumst ekki um nágrannann á jeppanum sem dregur Yarisinn okkar úr snjóskaflinum á veturna, en sá sem sér upphækkaðan jeppann fyrir utan Landsbankann er viss um að þar sé á ferð einhver vafasamur einstaklingur. Á sama tíma er nágranninn að semja við bankann um afborganir af húsnæðisláninu sínu. Hvers vegna grunum við svona marga um græsku og hvað höfum við upp úr því? Hættum þessari vænisýki og höldum áfram með okkar eigið líf. Hættum að tortryggja hverja einustu gjörð annarra og einbeitum okkur að öllu því jákvæða sem í kringum okkur er. Batnandi mönnum er best að lifa og á það jafnt við um okkur sjálf eins og aðra. Góður maður sagði eitt sinn: „If they can make pencillin out of mouldy bread, they can sure make something out of you.“ Höldum okkur innan marka eðlilegrar tortryggni og hjálpumst að við að gera það besta úr okkur sjálfum, öðrum og þjóðfélaginu okkar sem er svo ríkt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Hrunið, blessuð sé minning þess, fór ekki framhjá neinum og urðu fleiri en vildu bein eða óbein fórnarlömb þess, þrátt fyrir að hafa jafnvel á engan hátt verið sníkjudýr góðærisins. Blessuð sé einnig minning þess. Við blasir blákaldur veruleikinn og afleiðingar þess sem á undan er gengið, bæði góðs og ills. Flestir hafa skoðanir á því hvernig ráðamönnum þjóðarinnar, atvinnulífsins, launþegahreyfingarinnar, einstaka fyrirtækja og heimilisföðurnum hefur tekist upp við að blása lífi í glæðurnar sem þó enn loga. Það er vel að fólkið í landinu hafi skoðanir. Rétt eins og hver einstaklingur hefur skoðanir á hinum ýmsu hlutum hefur hann líka val um ýmislegt. Þar á meðal sinn eigin þankagang. Brennt barn forðast eldinn og á það vel við í tilfelli okkar Íslendinga sem gengið höfum í gegnum eld og brennistein oftar en einu sinni. Önnur staðreynd veruleikans er sú að þótt við höfum brennt okkur þá stöndum við ekki í ljósum logum. Almenn umræða í þjóðfélaginu virðist vera komin á það stig að fólk sé hrætt við góðverk. Hinn góði og gegni borgari virðist horfinn og alls staðar leynast merðir sem ekkert gott gengur til, þótt þeir reyni vissulega að láta svo líta út, þá hlýtur eitthvað sviksamlegt að liggja að baki. Hvers vegna er hugsanaháttur Íslendinga í garð náungans orðinn svo tortrygginn og efasemdafullur? Vissulega gerðust á okkar ylhýra landi atburðir sem réttilega geta orsakað tortryggni og efasemdir um heiðarleika samborgaranna, en öllu má nú ofgera. Erum við ekki að detta á síðasta söludag með þessar neikvæðu hugsanir og drulluspól í hjólfarinu? Það er verið að moka skítinn sem nær okkur upp á hné og þó svo væri ekki nema rétt á meðan ættum við ekki að fyllast efasemdum um manninn með skófluna. Kannski er hann bara hjálpsamur og góðhjartaður einstaklingur sem ber hag náungans fyrir brjósti. Er virkilega svo erfitt að trúa því. Einhver gæti séð sér hag í því að moka, þó ekki væri nema launin hans. Við efumst ekki um nágrannann á jeppanum sem dregur Yarisinn okkar úr snjóskaflinum á veturna, en sá sem sér upphækkaðan jeppann fyrir utan Landsbankann er viss um að þar sé á ferð einhver vafasamur einstaklingur. Á sama tíma er nágranninn að semja við bankann um afborganir af húsnæðisláninu sínu. Hvers vegna grunum við svona marga um græsku og hvað höfum við upp úr því? Hættum þessari vænisýki og höldum áfram með okkar eigið líf. Hættum að tortryggja hverja einustu gjörð annarra og einbeitum okkur að öllu því jákvæða sem í kringum okkur er. Batnandi mönnum er best að lifa og á það jafnt við um okkur sjálf eins og aðra. Góður maður sagði eitt sinn: „If they can make pencillin out of mouldy bread, they can sure make something out of you.“ Höldum okkur innan marka eðlilegrar tortryggni og hjálpumst að við að gera það besta úr okkur sjálfum, öðrum og þjóðfélaginu okkar sem er svo ríkt.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar