Höfum við það kannski bara ágætt? Inga Dóra Pétursdóttir skrifar 2. júní 2011 06:00 Það er kreppa á Íslandi, gos í Grímsvötnum og það er kalt þó það ætti að vera komið sumar. Við erum líka óánægð með ýmislegt annað. Okkur finnst það ótrúlegt að við séum efst á lista World Economic Forum yfir það land þar sem mest jafnrétti kynjanna ríkir. Það er jú svo margt sem enn á eftir að bæta hér á landi. Það er til dæmis óásættanlegt að konur séu aðeins átta prósent allra framkvæmdastjóra á Íslandi. Það er líka algjörlega óviðunandi að það sé aðeins sakfellt í innan við fimm prósentum af nauðgunarmálum sem koma inn á neyðarmóttökuna árlega. En við megum ekki gleyma því að við höfum samt sem áður náð gríðarlegum árangri hér á landi. Ég vara ykkur við, nú mun ég telja upp örfáar hræðilegar staðreyndir. Staðreyndir sem við lesum einstaka sinnum en reynum að gleyma jafnóðum vegna þess að stundum er sannleikurinn hreinlega of hræðilegur. En vissir þú að ein af hverjum sjö stúlkum í fátækum löndum er gift í hagkvæmnishjónaband fyrir fimmtán ára aldur? Barnabrúðir í Eþíópíu eru gjarnan um fimm ára. Samkvæmt Alþjóðabankanum eru líkur kvenna á að verða fyrir nauðgun og heimilisofbeldi meiri en samanlögð hætta vegna krabbameins, umferðarslysa og malaríu. Það er kannski ekki að undra þegar haft er í huga að nýleg rannsókn sýnir að 40 prósentum karlmanna og 36 prósentum kvenna í Úganda finnst réttlætanlegt að eiginmaður beiti konu sína ofbeldi fari þau að rífast. Víða er meðganga og barnsburður ein af stærstu áhættum sem konur taka í lífinu. Í Tsjad deyr ein af hverjum 14 konum við barnsburð. En í Tsjad hafa innan við þrjú prósent kvenna aðgang að getnaðarvörnum. Það kemur því ekki á óvart að aðeins tíu prósent af konum í Tsjad lifa það að verða eldri en 49 ára. Til samanburðar er meðalævi íslenskra kvenna 77 ár. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á það í íslenskri utanríkisstefnu að vera leiðandi í jafnréttismálum í heiminum, meðal annars með því að styrkja starf UN Women (áður UNIFEM) sem er eina stofnun SÞ sem vinnur eingöngu að jafnréttismálum. Utanríkisstefnan endurspeglar vilja Íslendinga til að styrkja stöðu kvenna í þróunarlöndum, framfylgja mannréttindasáttmálum, auka efnahagslegt sjálfstæði kvenna og virkja frumkvæðisrétt þeirra. Jafnrétti kynjanna er nefnilega frumforsenda þess að fjölskyldur og samfélög dafni. Hagur þjóða og útrýming fátæktar er ekki möguleg nema í samfélögum þar sem konur og menn hafa jöfn tækifæri og möguleika til lífsviðurværis, og þar sem sjónarmið jafnréttis eru höfð að leiðarljósi. Þökk sé framúrskarandi kvenskörungum og flottum karlmönnum hefur jafnréttisbaráttan þokast í rétta átt hér á landi. Gleymum ekki að vera stolt og glöð yfir árangrinum sem við höfum náð og styðjum við bak „systra“ okkar í fátækari löndum – það er hagur okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Það er kreppa á Íslandi, gos í Grímsvötnum og það er kalt þó það ætti að vera komið sumar. Við erum líka óánægð með ýmislegt annað. Okkur finnst það ótrúlegt að við séum efst á lista World Economic Forum yfir það land þar sem mest jafnrétti kynjanna ríkir. Það er jú svo margt sem enn á eftir að bæta hér á landi. Það er til dæmis óásættanlegt að konur séu aðeins átta prósent allra framkvæmdastjóra á Íslandi. Það er líka algjörlega óviðunandi að það sé aðeins sakfellt í innan við fimm prósentum af nauðgunarmálum sem koma inn á neyðarmóttökuna árlega. En við megum ekki gleyma því að við höfum samt sem áður náð gríðarlegum árangri hér á landi. Ég vara ykkur við, nú mun ég telja upp örfáar hræðilegar staðreyndir. Staðreyndir sem við lesum einstaka sinnum en reynum að gleyma jafnóðum vegna þess að stundum er sannleikurinn hreinlega of hræðilegur. En vissir þú að ein af hverjum sjö stúlkum í fátækum löndum er gift í hagkvæmnishjónaband fyrir fimmtán ára aldur? Barnabrúðir í Eþíópíu eru gjarnan um fimm ára. Samkvæmt Alþjóðabankanum eru líkur kvenna á að verða fyrir nauðgun og heimilisofbeldi meiri en samanlögð hætta vegna krabbameins, umferðarslysa og malaríu. Það er kannski ekki að undra þegar haft er í huga að nýleg rannsókn sýnir að 40 prósentum karlmanna og 36 prósentum kvenna í Úganda finnst réttlætanlegt að eiginmaður beiti konu sína ofbeldi fari þau að rífast. Víða er meðganga og barnsburður ein af stærstu áhættum sem konur taka í lífinu. Í Tsjad deyr ein af hverjum 14 konum við barnsburð. En í Tsjad hafa innan við þrjú prósent kvenna aðgang að getnaðarvörnum. Það kemur því ekki á óvart að aðeins tíu prósent af konum í Tsjad lifa það að verða eldri en 49 ára. Til samanburðar er meðalævi íslenskra kvenna 77 ár. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á það í íslenskri utanríkisstefnu að vera leiðandi í jafnréttismálum í heiminum, meðal annars með því að styrkja starf UN Women (áður UNIFEM) sem er eina stofnun SÞ sem vinnur eingöngu að jafnréttismálum. Utanríkisstefnan endurspeglar vilja Íslendinga til að styrkja stöðu kvenna í þróunarlöndum, framfylgja mannréttindasáttmálum, auka efnahagslegt sjálfstæði kvenna og virkja frumkvæðisrétt þeirra. Jafnrétti kynjanna er nefnilega frumforsenda þess að fjölskyldur og samfélög dafni. Hagur þjóða og útrýming fátæktar er ekki möguleg nema í samfélögum þar sem konur og menn hafa jöfn tækifæri og möguleika til lífsviðurværis, og þar sem sjónarmið jafnréttis eru höfð að leiðarljósi. Þökk sé framúrskarandi kvenskörungum og flottum karlmönnum hefur jafnréttisbaráttan þokast í rétta átt hér á landi. Gleymum ekki að vera stolt og glöð yfir árangrinum sem við höfum náð og styðjum við bak „systra“ okkar í fátækari löndum – það er hagur okkar allra.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar