Verulegar breytingar á starfsumhverfi vátryggingafélaga Rúnar Guðmundsson og Sigurður Jónatansson skrifar 2. júní 2011 06:00 Reglur á fjármálamarkaði innan ESB, sem Ísland tekur upp í gegnum EES-samninginn, hafa tekið verulegum breytingum á undanförnum áratugum. Nokkuð hefur verið fjallað um nýsamþykktar breytingar á lagaumhverfi banka, svonefndar Basel III reglur, en minna um væntanlegar breytingar á vátryggingamarkaði, Solvency II reglurnar sem eiga að taka gildi 1. janúar 2013. Ljóst var orðið fyrir um áratug að reglur um fjárhagslega stöðu vátryggingafélaga væru ófullkomnar og hefur undirbúningur að breyttum reglum staðið yfir síðan þá. Kröfur til eigin fjár vátryggingafélaga nefnast lágmarksgjaldþol og byggjast núverandi kröfur á einfaldri reiknireglu og að auki lágmarki sem miðast nú við 3,2 milljónir evra (um 500 milljónir íslenskra króna). Eitt af meginmarkmiðum Solvency II er að taka aukið tillit til hinnar raunverulegu áhættu í vátryggingastarfsemi, meðal annars af fjárfestingum og endurtryggingavernd svo eitthvað sé nefnt, og byggist því útreikningur á kröfunni til lágmarksgjaldþols á mun flóknari reiknireglu en áður. Lágmarksgjaldþolið samkvæmt þessum nýju reglum tekur mið af því að sumar tegundir áhættu, t.d. vátryggingaáhætta, markaðsáhætta og rekstraráhætta, eru þess eðlis að hægt er að reikna út viðeigandi kröfur vegna þeirra. Slíkir útreikningar eiga hins vegar ekki við fyrir allar tegundir áhættu og því er nauðsynlegt að áhættustýring vátryggingafélaga sé nægilega traust til að fást við þá áhættu sem ekki er hægt að mæta með auknu fjármagni. Solvency II inniheldur því ítarlegar kröfur varðandi stjórnarhætti vátryggingafélaga, svo sem áhættustýringu, þar sem rík ábyrgð er lögð á herðar stjórn. Meðal verkefna stjórnarinnar er að láta framkvæma eigið áhættu- og gjaldþolsmat (own risk and solvency assessment) sem eru eigin útreikningar félagsins á fjármagnsþörf. Stjórn vátryggingafélags ber fulla og óskoraða ábyrgð á að farið sé að öllum lögum og reglum. Solvency II felur einnig í sér auknar kröfur um upplýsingagjöf svo neytendur og fjárfestar hafi aðgang að upplýsingum um fjárhagsstöðu og gæði stjórnarhátta hvers vátryggingafélags. Undanfarin ár hefur Fjármálaeftirlitið (FME) unnið að undirbúningi gildistöku hinna nýju reglna. FME hefur tekið virkan þátt í erlendu samstarfi innan EES og miðlað upplýsingum áfram til vátryggingafélaga hér á landi. Vátryggingafélög hér á landi hafa, líkt og erlend vátryggingafélög heima fyrir, jafnframt tekið þátt í könnunum á væntanlegum áhrifum hinna nýju reglna og haft með því aukin tækifæri til að leggja mat á væntanlega fjárhagsstöðu sína. Þá hefur FME sett ný leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu sem tekur mið af hinum nýju kröfum. Breytingarnar munu fela í sér auknar kröfur, bæði til vátryggingafélaga og FME. Mikil áhersla er lögð á að gæði eftirlits með vátryggingastarfsemi séu þau sömu, hvar sem er á hinu Evrópska efnahagssvæði. Miklu skiptir því að innan FME sé til staðar góð þekking á hinum nýju reglum og hefur verið lögð á það áhersla innan vátryggingasviðs FME að byggja upp slíka þekkingu. FME hefur einnig tekið virkan þátt í innleiðingu reglnanna í gegnum þátttöku í nefnd efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Ný heildarlög um vátryggingastarfsemi voru lögfest á árinu 2010. Þar var meðal annars innleidd tilskipun um endurtryggingar. Rétt þótti við endurskoðun laganna að gera tillögur til breytinga á nokkrum mikilvægum atriðum, m.a. að teknu tilliti til bankahrunsins sem hér varð á árinu 2008 og að teknu tilliti til Solvency II, eftir því sem mögulegt var. Lögð er þar áhersla á ábyrgð stjórna vátryggingafélaga, líkt og Solvency II gerir kröfu um. Stjórnir vátryggingafélaga skulu sem fyrr hafa almennt eftirlit með því að starfsemi félagsins fari að lögum og samþykktum, þar á meðal eftirlit með bókhaldi og ráðstöfun fjármuna félagsins. Stjórn skal setja reglur, sem staðfestar skulu af FME, um innra eftirlit, innri endurskoðun, fjárfestingarstarfsemi, lánveitingar og viðskipti við tengda aðila. Stjórnin ber ásamt framkvæmdastjóra ábyrgð á því að skipulag félagsins og innra eftirlit sé fullnægjandi og á því að félagið geti lagt fram upplýsingar sem þörf er á til eftirlits með því. FME getur og sett almennar reglur um fyrirkomulag innra eftirlits í vátryggingafélögum. Um þessa mundir vinnur FME m.a. við yfirferð reglna sem stjórnir vátryggingafélaga hafa sett í tengslum við ofanritað. FME hefur einnig að undanförnu haldið fjölda kynningarfunda með stjórnum og framkvæmdastjórum vátryggingafélaga um Solvency II. Fastlega má gera ráð fyrir að ný lög um vátryggingastarfsemi, breytt verklag við framkvæmd eftirlits þ.á m. við mat á hæfi framkvæmdastjóra, stjórna og lykilstarfsmanna og vinna vegna Solvency II muni hér sem í nágrannalöndunum skila aukinni neytendavernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Reglur á fjármálamarkaði innan ESB, sem Ísland tekur upp í gegnum EES-samninginn, hafa tekið verulegum breytingum á undanförnum áratugum. Nokkuð hefur verið fjallað um nýsamþykktar breytingar á lagaumhverfi banka, svonefndar Basel III reglur, en minna um væntanlegar breytingar á vátryggingamarkaði, Solvency II reglurnar sem eiga að taka gildi 1. janúar 2013. Ljóst var orðið fyrir um áratug að reglur um fjárhagslega stöðu vátryggingafélaga væru ófullkomnar og hefur undirbúningur að breyttum reglum staðið yfir síðan þá. Kröfur til eigin fjár vátryggingafélaga nefnast lágmarksgjaldþol og byggjast núverandi kröfur á einfaldri reiknireglu og að auki lágmarki sem miðast nú við 3,2 milljónir evra (um 500 milljónir íslenskra króna). Eitt af meginmarkmiðum Solvency II er að taka aukið tillit til hinnar raunverulegu áhættu í vátryggingastarfsemi, meðal annars af fjárfestingum og endurtryggingavernd svo eitthvað sé nefnt, og byggist því útreikningur á kröfunni til lágmarksgjaldþols á mun flóknari reiknireglu en áður. Lágmarksgjaldþolið samkvæmt þessum nýju reglum tekur mið af því að sumar tegundir áhættu, t.d. vátryggingaáhætta, markaðsáhætta og rekstraráhætta, eru þess eðlis að hægt er að reikna út viðeigandi kröfur vegna þeirra. Slíkir útreikningar eiga hins vegar ekki við fyrir allar tegundir áhættu og því er nauðsynlegt að áhættustýring vátryggingafélaga sé nægilega traust til að fást við þá áhættu sem ekki er hægt að mæta með auknu fjármagni. Solvency II inniheldur því ítarlegar kröfur varðandi stjórnarhætti vátryggingafélaga, svo sem áhættustýringu, þar sem rík ábyrgð er lögð á herðar stjórn. Meðal verkefna stjórnarinnar er að láta framkvæma eigið áhættu- og gjaldþolsmat (own risk and solvency assessment) sem eru eigin útreikningar félagsins á fjármagnsþörf. Stjórn vátryggingafélags ber fulla og óskoraða ábyrgð á að farið sé að öllum lögum og reglum. Solvency II felur einnig í sér auknar kröfur um upplýsingagjöf svo neytendur og fjárfestar hafi aðgang að upplýsingum um fjárhagsstöðu og gæði stjórnarhátta hvers vátryggingafélags. Undanfarin ár hefur Fjármálaeftirlitið (FME) unnið að undirbúningi gildistöku hinna nýju reglna. FME hefur tekið virkan þátt í erlendu samstarfi innan EES og miðlað upplýsingum áfram til vátryggingafélaga hér á landi. Vátryggingafélög hér á landi hafa, líkt og erlend vátryggingafélög heima fyrir, jafnframt tekið þátt í könnunum á væntanlegum áhrifum hinna nýju reglna og haft með því aukin tækifæri til að leggja mat á væntanlega fjárhagsstöðu sína. Þá hefur FME sett ný leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu sem tekur mið af hinum nýju kröfum. Breytingarnar munu fela í sér auknar kröfur, bæði til vátryggingafélaga og FME. Mikil áhersla er lögð á að gæði eftirlits með vátryggingastarfsemi séu þau sömu, hvar sem er á hinu Evrópska efnahagssvæði. Miklu skiptir því að innan FME sé til staðar góð þekking á hinum nýju reglum og hefur verið lögð á það áhersla innan vátryggingasviðs FME að byggja upp slíka þekkingu. FME hefur einnig tekið virkan þátt í innleiðingu reglnanna í gegnum þátttöku í nefnd efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Ný heildarlög um vátryggingastarfsemi voru lögfest á árinu 2010. Þar var meðal annars innleidd tilskipun um endurtryggingar. Rétt þótti við endurskoðun laganna að gera tillögur til breytinga á nokkrum mikilvægum atriðum, m.a. að teknu tilliti til bankahrunsins sem hér varð á árinu 2008 og að teknu tilliti til Solvency II, eftir því sem mögulegt var. Lögð er þar áhersla á ábyrgð stjórna vátryggingafélaga, líkt og Solvency II gerir kröfu um. Stjórnir vátryggingafélaga skulu sem fyrr hafa almennt eftirlit með því að starfsemi félagsins fari að lögum og samþykktum, þar á meðal eftirlit með bókhaldi og ráðstöfun fjármuna félagsins. Stjórn skal setja reglur, sem staðfestar skulu af FME, um innra eftirlit, innri endurskoðun, fjárfestingarstarfsemi, lánveitingar og viðskipti við tengda aðila. Stjórnin ber ásamt framkvæmdastjóra ábyrgð á því að skipulag félagsins og innra eftirlit sé fullnægjandi og á því að félagið geti lagt fram upplýsingar sem þörf er á til eftirlits með því. FME getur og sett almennar reglur um fyrirkomulag innra eftirlits í vátryggingafélögum. Um þessa mundir vinnur FME m.a. við yfirferð reglna sem stjórnir vátryggingafélaga hafa sett í tengslum við ofanritað. FME hefur einnig að undanförnu haldið fjölda kynningarfunda með stjórnum og framkvæmdastjórum vátryggingafélaga um Solvency II. Fastlega má gera ráð fyrir að ný lög um vátryggingastarfsemi, breytt verklag við framkvæmd eftirlits þ.á m. við mat á hæfi framkvæmdastjóra, stjórna og lykilstarfsmanna og vinna vegna Solvency II muni hér sem í nágrannalöndunum skila aukinni neytendavernd.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar