Verulegar breytingar á starfsumhverfi vátryggingafélaga Rúnar Guðmundsson og Sigurður Jónatansson skrifar 2. júní 2011 06:00 Reglur á fjármálamarkaði innan ESB, sem Ísland tekur upp í gegnum EES-samninginn, hafa tekið verulegum breytingum á undanförnum áratugum. Nokkuð hefur verið fjallað um nýsamþykktar breytingar á lagaumhverfi banka, svonefndar Basel III reglur, en minna um væntanlegar breytingar á vátryggingamarkaði, Solvency II reglurnar sem eiga að taka gildi 1. janúar 2013. Ljóst var orðið fyrir um áratug að reglur um fjárhagslega stöðu vátryggingafélaga væru ófullkomnar og hefur undirbúningur að breyttum reglum staðið yfir síðan þá. Kröfur til eigin fjár vátryggingafélaga nefnast lágmarksgjaldþol og byggjast núverandi kröfur á einfaldri reiknireglu og að auki lágmarki sem miðast nú við 3,2 milljónir evra (um 500 milljónir íslenskra króna). Eitt af meginmarkmiðum Solvency II er að taka aukið tillit til hinnar raunverulegu áhættu í vátryggingastarfsemi, meðal annars af fjárfestingum og endurtryggingavernd svo eitthvað sé nefnt, og byggist því útreikningur á kröfunni til lágmarksgjaldþols á mun flóknari reiknireglu en áður. Lágmarksgjaldþolið samkvæmt þessum nýju reglum tekur mið af því að sumar tegundir áhættu, t.d. vátryggingaáhætta, markaðsáhætta og rekstraráhætta, eru þess eðlis að hægt er að reikna út viðeigandi kröfur vegna þeirra. Slíkir útreikningar eiga hins vegar ekki við fyrir allar tegundir áhættu og því er nauðsynlegt að áhættustýring vátryggingafélaga sé nægilega traust til að fást við þá áhættu sem ekki er hægt að mæta með auknu fjármagni. Solvency II inniheldur því ítarlegar kröfur varðandi stjórnarhætti vátryggingafélaga, svo sem áhættustýringu, þar sem rík ábyrgð er lögð á herðar stjórn. Meðal verkefna stjórnarinnar er að láta framkvæma eigið áhættu- og gjaldþolsmat (own risk and solvency assessment) sem eru eigin útreikningar félagsins á fjármagnsþörf. Stjórn vátryggingafélags ber fulla og óskoraða ábyrgð á að farið sé að öllum lögum og reglum. Solvency II felur einnig í sér auknar kröfur um upplýsingagjöf svo neytendur og fjárfestar hafi aðgang að upplýsingum um fjárhagsstöðu og gæði stjórnarhátta hvers vátryggingafélags. Undanfarin ár hefur Fjármálaeftirlitið (FME) unnið að undirbúningi gildistöku hinna nýju reglna. FME hefur tekið virkan þátt í erlendu samstarfi innan EES og miðlað upplýsingum áfram til vátryggingafélaga hér á landi. Vátryggingafélög hér á landi hafa, líkt og erlend vátryggingafélög heima fyrir, jafnframt tekið þátt í könnunum á væntanlegum áhrifum hinna nýju reglna og haft með því aukin tækifæri til að leggja mat á væntanlega fjárhagsstöðu sína. Þá hefur FME sett ný leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu sem tekur mið af hinum nýju kröfum. Breytingarnar munu fela í sér auknar kröfur, bæði til vátryggingafélaga og FME. Mikil áhersla er lögð á að gæði eftirlits með vátryggingastarfsemi séu þau sömu, hvar sem er á hinu Evrópska efnahagssvæði. Miklu skiptir því að innan FME sé til staðar góð þekking á hinum nýju reglum og hefur verið lögð á það áhersla innan vátryggingasviðs FME að byggja upp slíka þekkingu. FME hefur einnig tekið virkan þátt í innleiðingu reglnanna í gegnum þátttöku í nefnd efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Ný heildarlög um vátryggingastarfsemi voru lögfest á árinu 2010. Þar var meðal annars innleidd tilskipun um endurtryggingar. Rétt þótti við endurskoðun laganna að gera tillögur til breytinga á nokkrum mikilvægum atriðum, m.a. að teknu tilliti til bankahrunsins sem hér varð á árinu 2008 og að teknu tilliti til Solvency II, eftir því sem mögulegt var. Lögð er þar áhersla á ábyrgð stjórna vátryggingafélaga, líkt og Solvency II gerir kröfu um. Stjórnir vátryggingafélaga skulu sem fyrr hafa almennt eftirlit með því að starfsemi félagsins fari að lögum og samþykktum, þar á meðal eftirlit með bókhaldi og ráðstöfun fjármuna félagsins. Stjórn skal setja reglur, sem staðfestar skulu af FME, um innra eftirlit, innri endurskoðun, fjárfestingarstarfsemi, lánveitingar og viðskipti við tengda aðila. Stjórnin ber ásamt framkvæmdastjóra ábyrgð á því að skipulag félagsins og innra eftirlit sé fullnægjandi og á því að félagið geti lagt fram upplýsingar sem þörf er á til eftirlits með því. FME getur og sett almennar reglur um fyrirkomulag innra eftirlits í vátryggingafélögum. Um þessa mundir vinnur FME m.a. við yfirferð reglna sem stjórnir vátryggingafélaga hafa sett í tengslum við ofanritað. FME hefur einnig að undanförnu haldið fjölda kynningarfunda með stjórnum og framkvæmdastjórum vátryggingafélaga um Solvency II. Fastlega má gera ráð fyrir að ný lög um vátryggingastarfsemi, breytt verklag við framkvæmd eftirlits þ.á m. við mat á hæfi framkvæmdastjóra, stjórna og lykilstarfsmanna og vinna vegna Solvency II muni hér sem í nágrannalöndunum skila aukinni neytendavernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Reglur á fjármálamarkaði innan ESB, sem Ísland tekur upp í gegnum EES-samninginn, hafa tekið verulegum breytingum á undanförnum áratugum. Nokkuð hefur verið fjallað um nýsamþykktar breytingar á lagaumhverfi banka, svonefndar Basel III reglur, en minna um væntanlegar breytingar á vátryggingamarkaði, Solvency II reglurnar sem eiga að taka gildi 1. janúar 2013. Ljóst var orðið fyrir um áratug að reglur um fjárhagslega stöðu vátryggingafélaga væru ófullkomnar og hefur undirbúningur að breyttum reglum staðið yfir síðan þá. Kröfur til eigin fjár vátryggingafélaga nefnast lágmarksgjaldþol og byggjast núverandi kröfur á einfaldri reiknireglu og að auki lágmarki sem miðast nú við 3,2 milljónir evra (um 500 milljónir íslenskra króna). Eitt af meginmarkmiðum Solvency II er að taka aukið tillit til hinnar raunverulegu áhættu í vátryggingastarfsemi, meðal annars af fjárfestingum og endurtryggingavernd svo eitthvað sé nefnt, og byggist því útreikningur á kröfunni til lágmarksgjaldþols á mun flóknari reiknireglu en áður. Lágmarksgjaldþolið samkvæmt þessum nýju reglum tekur mið af því að sumar tegundir áhættu, t.d. vátryggingaáhætta, markaðsáhætta og rekstraráhætta, eru þess eðlis að hægt er að reikna út viðeigandi kröfur vegna þeirra. Slíkir útreikningar eiga hins vegar ekki við fyrir allar tegundir áhættu og því er nauðsynlegt að áhættustýring vátryggingafélaga sé nægilega traust til að fást við þá áhættu sem ekki er hægt að mæta með auknu fjármagni. Solvency II inniheldur því ítarlegar kröfur varðandi stjórnarhætti vátryggingafélaga, svo sem áhættustýringu, þar sem rík ábyrgð er lögð á herðar stjórn. Meðal verkefna stjórnarinnar er að láta framkvæma eigið áhættu- og gjaldþolsmat (own risk and solvency assessment) sem eru eigin útreikningar félagsins á fjármagnsþörf. Stjórn vátryggingafélags ber fulla og óskoraða ábyrgð á að farið sé að öllum lögum og reglum. Solvency II felur einnig í sér auknar kröfur um upplýsingagjöf svo neytendur og fjárfestar hafi aðgang að upplýsingum um fjárhagsstöðu og gæði stjórnarhátta hvers vátryggingafélags. Undanfarin ár hefur Fjármálaeftirlitið (FME) unnið að undirbúningi gildistöku hinna nýju reglna. FME hefur tekið virkan þátt í erlendu samstarfi innan EES og miðlað upplýsingum áfram til vátryggingafélaga hér á landi. Vátryggingafélög hér á landi hafa, líkt og erlend vátryggingafélög heima fyrir, jafnframt tekið þátt í könnunum á væntanlegum áhrifum hinna nýju reglna og haft með því aukin tækifæri til að leggja mat á væntanlega fjárhagsstöðu sína. Þá hefur FME sett ný leiðbeinandi tilmæli um áhættustýringu sem tekur mið af hinum nýju kröfum. Breytingarnar munu fela í sér auknar kröfur, bæði til vátryggingafélaga og FME. Mikil áhersla er lögð á að gæði eftirlits með vátryggingastarfsemi séu þau sömu, hvar sem er á hinu Evrópska efnahagssvæði. Miklu skiptir því að innan FME sé til staðar góð þekking á hinum nýju reglum og hefur verið lögð á það áhersla innan vátryggingasviðs FME að byggja upp slíka þekkingu. FME hefur einnig tekið virkan þátt í innleiðingu reglnanna í gegnum þátttöku í nefnd efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Ný heildarlög um vátryggingastarfsemi voru lögfest á árinu 2010. Þar var meðal annars innleidd tilskipun um endurtryggingar. Rétt þótti við endurskoðun laganna að gera tillögur til breytinga á nokkrum mikilvægum atriðum, m.a. að teknu tilliti til bankahrunsins sem hér varð á árinu 2008 og að teknu tilliti til Solvency II, eftir því sem mögulegt var. Lögð er þar áhersla á ábyrgð stjórna vátryggingafélaga, líkt og Solvency II gerir kröfu um. Stjórnir vátryggingafélaga skulu sem fyrr hafa almennt eftirlit með því að starfsemi félagsins fari að lögum og samþykktum, þar á meðal eftirlit með bókhaldi og ráðstöfun fjármuna félagsins. Stjórn skal setja reglur, sem staðfestar skulu af FME, um innra eftirlit, innri endurskoðun, fjárfestingarstarfsemi, lánveitingar og viðskipti við tengda aðila. Stjórnin ber ásamt framkvæmdastjóra ábyrgð á því að skipulag félagsins og innra eftirlit sé fullnægjandi og á því að félagið geti lagt fram upplýsingar sem þörf er á til eftirlits með því. FME getur og sett almennar reglur um fyrirkomulag innra eftirlits í vátryggingafélögum. Um þessa mundir vinnur FME m.a. við yfirferð reglna sem stjórnir vátryggingafélaga hafa sett í tengslum við ofanritað. FME hefur einnig að undanförnu haldið fjölda kynningarfunda með stjórnum og framkvæmdastjórum vátryggingafélaga um Solvency II. Fastlega má gera ráð fyrir að ný lög um vátryggingastarfsemi, breytt verklag við framkvæmd eftirlits þ.á m. við mat á hæfi framkvæmdastjóra, stjórna og lykilstarfsmanna og vinna vegna Solvency II muni hér sem í nágrannalöndunum skila aukinni neytendavernd.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun