Er grasið þitt grænt? Sigurður Friðleifsson skrifar 2. júní 2011 06:00 Fyrir utan einstaka kalskemmdir munu flestir garðeigendur svara ofangreindri spurningu játandi. Vissulega er grasið sjálft nær undantekningalaust fagurgrænt en spurningin snýst um hvort slátturinn sé jafn grænn og grasið. Mikið er rætt um umhverfisvernd og nauðsynleg framtíðarorkuskipti í samgöngum enda öllum ljóst að olían er takmörkuð auðlind. Þetta þýðir í stuttu máli að hver lítri af olíu verður einungis brenndur einu sinni og sú orka sem af brunanum leiðir verður ekki í boði fyrir næstu kynslóðir. Bruninn myndar einnig koltvísýring sem eykur hættuna á neikvæðum loftslagsbreytingum. Þó að enn séu vandfundnir rafbílar á hagstæðu verði gildir það sama ekki fyrir rafmagns-sláttuvélar og orf. Orkuskipti í garðinumÞað er ekki víst að allir átti sig á að olíunotkun á sláttuvélar hefur margvísleg neikvæð áhrif sem auðvelt er að fyrirbyggja. Bensínsláttuvél brennir olíu sem kostar dýrmætan gjaldeyri og mengar andrúmsloftið. Slátturinn veldur einnig miklum hávaða sem pirrað getur nágranna og truflað dýralíf. Gefum okkur að bensínsláttuvél eyði um 20 ml af bensíni á mínútu og að garðeigendur þurfi að jafnaði að slá garðinn átta sinnum yfir sumarið, hálftíma í senn. Fimmtíu þúsund garðeigendur nota þá, miðað við gefnar forsendur, um 250.000 lítra af olíu á hverju sumri við garðslátt. Slíkt magn af olíu gæti keyrt smábíl 125 sinnum umhverfis jörðina. Sem betur fer er endingartími sláttuvéla takmarkaður og endurnýjunarþörfin býsna tíð. Hvernig væri að staldra aðeins við þegar næsta sláttuvél eða orf er keypt og kýla á orkuskipti í garðinum? Sláttuvélar sem ganga fyrir rafmagni eru oftast ódýrari í innkaupum, þær nota innlenda orku sem kostar miklu minna og mengar ekkert. Þær eru þar að auki mun hljóðlátari, sem gerir garðslátt á laugardagsmorgni mun nágrannavænni. Hættum að nota olíu í garðinn og skiptum yfir í rafmagn. Íslensk raforka er ódýr og græn og því er engin ástæða til að eyða gjaldeyri í garðinum. Skiptu yfir í græna garðyrkju næst þegar þú kaupir sláttuvél. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir utan einstaka kalskemmdir munu flestir garðeigendur svara ofangreindri spurningu játandi. Vissulega er grasið sjálft nær undantekningalaust fagurgrænt en spurningin snýst um hvort slátturinn sé jafn grænn og grasið. Mikið er rætt um umhverfisvernd og nauðsynleg framtíðarorkuskipti í samgöngum enda öllum ljóst að olían er takmörkuð auðlind. Þetta þýðir í stuttu máli að hver lítri af olíu verður einungis brenndur einu sinni og sú orka sem af brunanum leiðir verður ekki í boði fyrir næstu kynslóðir. Bruninn myndar einnig koltvísýring sem eykur hættuna á neikvæðum loftslagsbreytingum. Þó að enn séu vandfundnir rafbílar á hagstæðu verði gildir það sama ekki fyrir rafmagns-sláttuvélar og orf. Orkuskipti í garðinumÞað er ekki víst að allir átti sig á að olíunotkun á sláttuvélar hefur margvísleg neikvæð áhrif sem auðvelt er að fyrirbyggja. Bensínsláttuvél brennir olíu sem kostar dýrmætan gjaldeyri og mengar andrúmsloftið. Slátturinn veldur einnig miklum hávaða sem pirrað getur nágranna og truflað dýralíf. Gefum okkur að bensínsláttuvél eyði um 20 ml af bensíni á mínútu og að garðeigendur þurfi að jafnaði að slá garðinn átta sinnum yfir sumarið, hálftíma í senn. Fimmtíu þúsund garðeigendur nota þá, miðað við gefnar forsendur, um 250.000 lítra af olíu á hverju sumri við garðslátt. Slíkt magn af olíu gæti keyrt smábíl 125 sinnum umhverfis jörðina. Sem betur fer er endingartími sláttuvéla takmarkaður og endurnýjunarþörfin býsna tíð. Hvernig væri að staldra aðeins við þegar næsta sláttuvél eða orf er keypt og kýla á orkuskipti í garðinum? Sláttuvélar sem ganga fyrir rafmagni eru oftast ódýrari í innkaupum, þær nota innlenda orku sem kostar miklu minna og mengar ekkert. Þær eru þar að auki mun hljóðlátari, sem gerir garðslátt á laugardagsmorgni mun nágrannavænni. Hættum að nota olíu í garðinn og skiptum yfir í rafmagn. Íslensk raforka er ódýr og græn og því er engin ástæða til að eyða gjaldeyri í garðinum. Skiptu yfir í græna garðyrkju næst þegar þú kaupir sláttuvél.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar