Um stjórnlagaráð Sigurður Gizurarson skrifar 28. maí 2011 06:00 Í þremur greinum í Fréttablaðinu 17. marz og 9. og 15. apríl sl. ber Sigurður Líndal sakir á Alþingi fyrir að skipa 25 manna stjórnlagaráð, sem fengið hefur það verkefni – í stað stjórnlagaþings – að semja lýðveldinu stjórnarskrá. Í síðustu grein sinni, „Um leikmenn og lögspekinga“, endurtekur hann staðhæfingar úr grein sinni í Fréttablaðinu 15. apríl sl: „Nú liggur fyrir þingsályktun um að skipa 25 manna stjórnlagaráð (hún var síðar samþykkt) og binda skipun þeirra og varamanna við þá sem hlutu kosningu til stjórnlagaþings eða með öðrum orðum binda kjörið við hóp manna sem hlutu ógilda kosningu og eru því umboðslausir. Með þessu er Alþingi í reynd að fella ákvörðun Hæstaréttar úr gildi og ganga inn á svið dómsvaldsins. Jafnframt virðir Alþingi ekki þrískiptingu ríkisvaldsins og brýtur þannig gegn stjórnarskránni eða að minnsta kosti sniðgengur hana. Um leið ómerkir þingið eigin ákvörðun um að fela Hæstarétti endanlegt ákvörðunarvald. Ekki bætir úr þótt einhverjar málamyndabreytingar hafi verið gerðar á hlutverki stjórnlagaráðs frá því sem ákveðið var um stjórnlagaþing.“ Sigurður Líndal finnur stjórnlagaráði allt til foráttu. En athygli vekur, hversu órökréttar og ólögfræðilegar ályktanir hans eru. Hann ber lögfræðingstitil, en skrif hans geta varla kallazt annað en lýðskrum. Hann talar niðrandi um þá menn sem skipaðir hafa verið í stjórnlagaráð, alveg eins og þeir hafi ekki hreint mannorð eftir ógildingu Hæstaréttar á kosningunni til stjórnlagaþings. Sú er auðvitað ekki raunin. Jafnframt talar hann eins og með skipun stjórnlagaráðs hafi verið vegið að virðingu og sjálfstæði Hæstaréttar og þar hafi verið brotið gegn stjórnarskrá lýðveldisins. Sú er auðvitað ekki heldur raunin. Öll bera skrif hans keim af skinhelgi, þar sem hann lætur sem hann sjálfur sé hinn grandvari og löghlýðni borgari, er sýnir lögum, stjórnarskrá og Hæstarétti tilhlýðilega virðingu. Hann kveðst „láta lesendum eftir að leggja mat á framangreind skrif“ sín. Sjálfsagt er að þiggja þetta boð hans. Brigzl hans í garð Alþingis og stjórnlagaráðsmanna eru grímulaus, en að öðru leyti afhjúpar mat á skrifunum óráðvendni hans, sjálfsupphafningu og dylgjur. Sigurður Líndal segir: „Með því að binda kjörið við þá sem voru ólöglega kjörnir og þar af leiðandi umboðslausir er ákvörðun Hæstaréttar hnekkt.“ Hann fer rangt með staðreyndir, þegar hann segir að þeir sem „skipaðir“ voru stjórnlagaráðsfulltrúar, hafi verið „kjörnir“ til þess starfs. „Umboðsleysi“ til setu á stjórnlagaþingi sakir ógildingar Hæstaréttar útmálar hann sem persónulega ávirðingu, sem komi í veg fyrir, að þeir sem fyrir því urðu geti öðlazt fullgilt umboð til setu í stjórnlagaráði. Þann dóm þykist hann styðja við það, að með skipun stjórnlagaráðs sé ákvörðun Hæstaréttar „hnekkt“. Ekki verður þó séð að nein rökræn tengsl séu þar á milli. Hann gefur í skyn, að ógilding Hæstaréttar á umboði nefndra 25 manna til setu á stjórnlagaþingi hafi gert þá vanhæfa til setu í stjórnlagaráði, sem auðvitað fær ekki staðizt. Í lagamáli er sagnorðið „að hnekkja“ notað um það þegar dómur er ógiltur/ómerktur á æðra dómstigi, svo sem þegar Hæstiréttur snýr við dómi undirréttar. Ógerlegt er að henda reiður á hvaða merkingu orðið skal hafa í texta S.L. Alþingi ógilti ekki ákvörðun Hæstaréttar, þegar það skipaði stjórnlagaráðið, heldur beinlínis tók mið af þeirri réttarstöðu sem upp var komin. Sigurður Líndal svarar athugasemdum Lýðs Árnasonar stjórnlagaráðsmanns á eftirfarandi hátt: „Bein skipan í stjórnlagaráð er að mati Lýðs einungis „önnur leið“ að markmiðinu – eða með öðrum orðum: Ef markmiði verður ekki náð löglega er lögbrot einungis „önnur leið“ til að ná því.“ S.L. kann sér ekki hóf og hefur uppi brigzl um lögbrot, sem er auðvitað hrein fjarstæða. En það er hins vegar engin fjarstæða að brigzl hans má beinlínis heimfæra undir 148. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1941, sem kveður svo á, að hver sá sem verður ber að röngum sakargiftum skal sæta fangelsi allt að 10 árum. Þá segir jafnframt í b. lið, 1. mgr. 242. gr. hegningarlaga, að hafi ærumeiðandi aðdróttun verið beint að manni sem er opinber starfsmaður, og aðdróttunin varðar að einhverju leyti það starf hans, skuli slíkt brot sæta opinberri ákæru eftir kröfu hans. Enn fremur segir Sigurður Líndal: „Jafnframt virðir Alþingi ekki þrískiptingu ríkisvaldsins og brýtur þannig gegn stjórnarskránni eða að minnsta kosti sniðgengur hana.“ S.L. sér drauga um hábjartan dag og les út ur stjórnarskránni boð og bönn, sem þar er hvergi að finna. Stjórnlagaráð er vinnuhópur, sem hefur ekkert stjórnskipulegt vald, en hefur fengið það verkefni að semja tillögu að stjórnarskrá og skila henni til Alþingis. Skipun ráðsins hróflar því á engan hátt við ákvæði 2. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 um skiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Það þarf meira en venjulegan lögfræðilegan loddara til að fá menn til að trúa því að skipun stjórnlagaráðs brjóti gegn stjórnarskránni og þrískiptingu ríkisvaldsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Í þremur greinum í Fréttablaðinu 17. marz og 9. og 15. apríl sl. ber Sigurður Líndal sakir á Alþingi fyrir að skipa 25 manna stjórnlagaráð, sem fengið hefur það verkefni – í stað stjórnlagaþings – að semja lýðveldinu stjórnarskrá. Í síðustu grein sinni, „Um leikmenn og lögspekinga“, endurtekur hann staðhæfingar úr grein sinni í Fréttablaðinu 15. apríl sl: „Nú liggur fyrir þingsályktun um að skipa 25 manna stjórnlagaráð (hún var síðar samþykkt) og binda skipun þeirra og varamanna við þá sem hlutu kosningu til stjórnlagaþings eða með öðrum orðum binda kjörið við hóp manna sem hlutu ógilda kosningu og eru því umboðslausir. Með þessu er Alþingi í reynd að fella ákvörðun Hæstaréttar úr gildi og ganga inn á svið dómsvaldsins. Jafnframt virðir Alþingi ekki þrískiptingu ríkisvaldsins og brýtur þannig gegn stjórnarskránni eða að minnsta kosti sniðgengur hana. Um leið ómerkir þingið eigin ákvörðun um að fela Hæstarétti endanlegt ákvörðunarvald. Ekki bætir úr þótt einhverjar málamyndabreytingar hafi verið gerðar á hlutverki stjórnlagaráðs frá því sem ákveðið var um stjórnlagaþing.“ Sigurður Líndal finnur stjórnlagaráði allt til foráttu. En athygli vekur, hversu órökréttar og ólögfræðilegar ályktanir hans eru. Hann ber lögfræðingstitil, en skrif hans geta varla kallazt annað en lýðskrum. Hann talar niðrandi um þá menn sem skipaðir hafa verið í stjórnlagaráð, alveg eins og þeir hafi ekki hreint mannorð eftir ógildingu Hæstaréttar á kosningunni til stjórnlagaþings. Sú er auðvitað ekki raunin. Jafnframt talar hann eins og með skipun stjórnlagaráðs hafi verið vegið að virðingu og sjálfstæði Hæstaréttar og þar hafi verið brotið gegn stjórnarskrá lýðveldisins. Sú er auðvitað ekki heldur raunin. Öll bera skrif hans keim af skinhelgi, þar sem hann lætur sem hann sjálfur sé hinn grandvari og löghlýðni borgari, er sýnir lögum, stjórnarskrá og Hæstarétti tilhlýðilega virðingu. Hann kveðst „láta lesendum eftir að leggja mat á framangreind skrif“ sín. Sjálfsagt er að þiggja þetta boð hans. Brigzl hans í garð Alþingis og stjórnlagaráðsmanna eru grímulaus, en að öðru leyti afhjúpar mat á skrifunum óráðvendni hans, sjálfsupphafningu og dylgjur. Sigurður Líndal segir: „Með því að binda kjörið við þá sem voru ólöglega kjörnir og þar af leiðandi umboðslausir er ákvörðun Hæstaréttar hnekkt.“ Hann fer rangt með staðreyndir, þegar hann segir að þeir sem „skipaðir“ voru stjórnlagaráðsfulltrúar, hafi verið „kjörnir“ til þess starfs. „Umboðsleysi“ til setu á stjórnlagaþingi sakir ógildingar Hæstaréttar útmálar hann sem persónulega ávirðingu, sem komi í veg fyrir, að þeir sem fyrir því urðu geti öðlazt fullgilt umboð til setu í stjórnlagaráði. Þann dóm þykist hann styðja við það, að með skipun stjórnlagaráðs sé ákvörðun Hæstaréttar „hnekkt“. Ekki verður þó séð að nein rökræn tengsl séu þar á milli. Hann gefur í skyn, að ógilding Hæstaréttar á umboði nefndra 25 manna til setu á stjórnlagaþingi hafi gert þá vanhæfa til setu í stjórnlagaráði, sem auðvitað fær ekki staðizt. Í lagamáli er sagnorðið „að hnekkja“ notað um það þegar dómur er ógiltur/ómerktur á æðra dómstigi, svo sem þegar Hæstiréttur snýr við dómi undirréttar. Ógerlegt er að henda reiður á hvaða merkingu orðið skal hafa í texta S.L. Alþingi ógilti ekki ákvörðun Hæstaréttar, þegar það skipaði stjórnlagaráðið, heldur beinlínis tók mið af þeirri réttarstöðu sem upp var komin. Sigurður Líndal svarar athugasemdum Lýðs Árnasonar stjórnlagaráðsmanns á eftirfarandi hátt: „Bein skipan í stjórnlagaráð er að mati Lýðs einungis „önnur leið“ að markmiðinu – eða með öðrum orðum: Ef markmiði verður ekki náð löglega er lögbrot einungis „önnur leið“ til að ná því.“ S.L. kann sér ekki hóf og hefur uppi brigzl um lögbrot, sem er auðvitað hrein fjarstæða. En það er hins vegar engin fjarstæða að brigzl hans má beinlínis heimfæra undir 148. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1941, sem kveður svo á, að hver sá sem verður ber að röngum sakargiftum skal sæta fangelsi allt að 10 árum. Þá segir jafnframt í b. lið, 1. mgr. 242. gr. hegningarlaga, að hafi ærumeiðandi aðdróttun verið beint að manni sem er opinber starfsmaður, og aðdróttunin varðar að einhverju leyti það starf hans, skuli slíkt brot sæta opinberri ákæru eftir kröfu hans. Enn fremur segir Sigurður Líndal: „Jafnframt virðir Alþingi ekki þrískiptingu ríkisvaldsins og brýtur þannig gegn stjórnarskránni eða að minnsta kosti sniðgengur hana.“ S.L. sér drauga um hábjartan dag og les út ur stjórnarskránni boð og bönn, sem þar er hvergi að finna. Stjórnlagaráð er vinnuhópur, sem hefur ekkert stjórnskipulegt vald, en hefur fengið það verkefni að semja tillögu að stjórnarskrá og skila henni til Alþingis. Skipun ráðsins hróflar því á engan hátt við ákvæði 2. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 um skiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Það þarf meira en venjulegan lögfræðilegan loddara til að fá menn til að trúa því að skipun stjórnlagaráðs brjóti gegn stjórnarskránni og þrískiptingu ríkisvaldsins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun