Tökum afstöðu og segjum já Stefán Einar Stefánsson og Ásta Rut Jónasdóttir skrifar 21. maí 2011 09:00 Ásta Rut Jónasdóttir varaformaður VR Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um kjarasamninga VR eftir langar og erfiðar samningaviðræður. Tekist var á af hörku um hvert atriði samninganna og á stundum virtist hvorki ganga né reka. Að okkar mati gengu Samtök atvinnulífsins, með útvegsmenn í broddi fylkingar, allt of langt í þeirri hugmyndafræði sem þeir byggðu á og vinnubrögðunum sem þeir beittu. Sveigjanleiki er aðall góðrar samningatækni, en lítið fór fyrir honum af þeirra hálfu. Undir vor var komið að því að brýna verkfallsvopnið sem legið hefur óhreyft af hálfu VR síðan árið 1988. Launþegar höfðu fengið nóg af yfirgangi atvinnurekenda og verkföll vofðu yfir. Að lokum sættust aðilar á málalok og kjarasamningar eru komnir í höfn. Ástandið á vinnumarkaði er viðkvæmt og allir voru sammála um að brýnasta verkefnið væri að viðhalda stöðugleikanum og tryggja stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Við fengum ekki allar okkar óskir uppfylltar með þessum kjarasamningum en með samþykkt þeirra leggjum við okkar af mörkum til að skapa betri lífskjör. Samningarnir fela í sér talsverðar kjarabætur fyrir félagsmenn VR en ættu þó ekki að hleypa öllu verðlagi upp, ef rétt er á málum haldið. En það eru ekki bara launamenn sem að þessum samningum standa. Stjórnvöld þurfa að hleypa krafti í framkvæmdir og leggja sitt af mörkum til að liðka fyrir því að atvinnulífið blómstri. Atvinnurekendur þurfa að koma til móts við launþega með sameiginlegu átaki í atvinnumálum. Helstu ávinningar nýrra samninga eru sem hér segir: n Almennar launahækkanir á næstu þremur árum eru 11,4%. Eingreiðsla að upphæð 50.000 krónur kemur til útborgunar þegar samningarnir hafa verið samþykktir í atkvæðagreiðslu og aðrar 25.000 krónur í tveimur greiðslum síðar á árinu. n Sérstök áhersla verður á hækkun lægstu launa og hækkar lágmarkstekjutrygging um allt að 23,6%. n Persónuafsláttur verður verðtryggður frá og með næstu áramótum. Auk þess verður lagður grunnur að jöfnun lífeyrisréttinda landsmanna með markvissum hætti á árunum 2014-2020 en hér er um að ræða eitt mikilvægasta réttindamál launafólks um áratuga skeið. n Blásið verður til sóknar í atvinnulífinu með það að markmiði að draga úr atvinnuleysi, m.a. með ýmsum aðgerðum til að treysta stöðu nýsköpunar og þekkingargreina og iðnaðar. n Átak verður sett af stað í þjónustu við atvinnuleitendur á vegum stéttarfélaganna og lögð áhersla á að auka framboð á menntun bæði fyrir yngra fólk og þá sem komnir eru af skólaaldri. n Atvinnuleysisbætur og bætur almannatrygginga fá hliðstæða hækkun og þeir sem eru á lægstu töxtum. Hækkun framlaga til Fæðingarorlofssjóðs og Ábyrgðarsjóðs launa tryggir launafólki rétt í fæðingarorlofi og launatap í gjaldþrotum fyrirtækja. Með sameiginlegu átaki getum við unnið okkur út úr þeirri stöðu sem ríkt hefur í atvinnumálum og efnahagsmálum. Þeir samningar sem við göngum nú til kosninga um geta markað upphaf nýrra tíma, tíma stöðugleika og uppbyggingar í stað stöðnunar og niðurrifs. Þess vegna hvetjum við félagsmenn VR til að kynna sér efni samninganna og taka afstöðu í atkvæðagreiðslunni. Á heimasíðu félagsins, www.vr.is, má finna ítarlega umfjöllun um báða samninga félagsins en framtíð þeirra liggur í höndum okkar, félagsmanna VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ásta Rut Jónasdóttir varaformaður VR Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um kjarasamninga VR eftir langar og erfiðar samningaviðræður. Tekist var á af hörku um hvert atriði samninganna og á stundum virtist hvorki ganga né reka. Að okkar mati gengu Samtök atvinnulífsins, með útvegsmenn í broddi fylkingar, allt of langt í þeirri hugmyndafræði sem þeir byggðu á og vinnubrögðunum sem þeir beittu. Sveigjanleiki er aðall góðrar samningatækni, en lítið fór fyrir honum af þeirra hálfu. Undir vor var komið að því að brýna verkfallsvopnið sem legið hefur óhreyft af hálfu VR síðan árið 1988. Launþegar höfðu fengið nóg af yfirgangi atvinnurekenda og verkföll vofðu yfir. Að lokum sættust aðilar á málalok og kjarasamningar eru komnir í höfn. Ástandið á vinnumarkaði er viðkvæmt og allir voru sammála um að brýnasta verkefnið væri að viðhalda stöðugleikanum og tryggja stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Við fengum ekki allar okkar óskir uppfylltar með þessum kjarasamningum en með samþykkt þeirra leggjum við okkar af mörkum til að skapa betri lífskjör. Samningarnir fela í sér talsverðar kjarabætur fyrir félagsmenn VR en ættu þó ekki að hleypa öllu verðlagi upp, ef rétt er á málum haldið. En það eru ekki bara launamenn sem að þessum samningum standa. Stjórnvöld þurfa að hleypa krafti í framkvæmdir og leggja sitt af mörkum til að liðka fyrir því að atvinnulífið blómstri. Atvinnurekendur þurfa að koma til móts við launþega með sameiginlegu átaki í atvinnumálum. Helstu ávinningar nýrra samninga eru sem hér segir: n Almennar launahækkanir á næstu þremur árum eru 11,4%. Eingreiðsla að upphæð 50.000 krónur kemur til útborgunar þegar samningarnir hafa verið samþykktir í atkvæðagreiðslu og aðrar 25.000 krónur í tveimur greiðslum síðar á árinu. n Sérstök áhersla verður á hækkun lægstu launa og hækkar lágmarkstekjutrygging um allt að 23,6%. n Persónuafsláttur verður verðtryggður frá og með næstu áramótum. Auk þess verður lagður grunnur að jöfnun lífeyrisréttinda landsmanna með markvissum hætti á árunum 2014-2020 en hér er um að ræða eitt mikilvægasta réttindamál launafólks um áratuga skeið. n Blásið verður til sóknar í atvinnulífinu með það að markmiði að draga úr atvinnuleysi, m.a. með ýmsum aðgerðum til að treysta stöðu nýsköpunar og þekkingargreina og iðnaðar. n Átak verður sett af stað í þjónustu við atvinnuleitendur á vegum stéttarfélaganna og lögð áhersla á að auka framboð á menntun bæði fyrir yngra fólk og þá sem komnir eru af skólaaldri. n Atvinnuleysisbætur og bætur almannatrygginga fá hliðstæða hækkun og þeir sem eru á lægstu töxtum. Hækkun framlaga til Fæðingarorlofssjóðs og Ábyrgðarsjóðs launa tryggir launafólki rétt í fæðingarorlofi og launatap í gjaldþrotum fyrirtækja. Með sameiginlegu átaki getum við unnið okkur út úr þeirri stöðu sem ríkt hefur í atvinnumálum og efnahagsmálum. Þeir samningar sem við göngum nú til kosninga um geta markað upphaf nýrra tíma, tíma stöðugleika og uppbyggingar í stað stöðnunar og niðurrifs. Þess vegna hvetjum við félagsmenn VR til að kynna sér efni samninganna og taka afstöðu í atkvæðagreiðslunni. Á heimasíðu félagsins, www.vr.is, má finna ítarlega umfjöllun um báða samninga félagsins en framtíð þeirra liggur í höndum okkar, félagsmanna VR.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun