Tökum afstöðu og segjum já Stefán Einar Stefánsson og Ásta Rut Jónasdóttir skrifar 21. maí 2011 09:00 Ásta Rut Jónasdóttir varaformaður VR Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um kjarasamninga VR eftir langar og erfiðar samningaviðræður. Tekist var á af hörku um hvert atriði samninganna og á stundum virtist hvorki ganga né reka. Að okkar mati gengu Samtök atvinnulífsins, með útvegsmenn í broddi fylkingar, allt of langt í þeirri hugmyndafræði sem þeir byggðu á og vinnubrögðunum sem þeir beittu. Sveigjanleiki er aðall góðrar samningatækni, en lítið fór fyrir honum af þeirra hálfu. Undir vor var komið að því að brýna verkfallsvopnið sem legið hefur óhreyft af hálfu VR síðan árið 1988. Launþegar höfðu fengið nóg af yfirgangi atvinnurekenda og verkföll vofðu yfir. Að lokum sættust aðilar á málalok og kjarasamningar eru komnir í höfn. Ástandið á vinnumarkaði er viðkvæmt og allir voru sammála um að brýnasta verkefnið væri að viðhalda stöðugleikanum og tryggja stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Við fengum ekki allar okkar óskir uppfylltar með þessum kjarasamningum en með samþykkt þeirra leggjum við okkar af mörkum til að skapa betri lífskjör. Samningarnir fela í sér talsverðar kjarabætur fyrir félagsmenn VR en ættu þó ekki að hleypa öllu verðlagi upp, ef rétt er á málum haldið. En það eru ekki bara launamenn sem að þessum samningum standa. Stjórnvöld þurfa að hleypa krafti í framkvæmdir og leggja sitt af mörkum til að liðka fyrir því að atvinnulífið blómstri. Atvinnurekendur þurfa að koma til móts við launþega með sameiginlegu átaki í atvinnumálum. Helstu ávinningar nýrra samninga eru sem hér segir: n Almennar launahækkanir á næstu þremur árum eru 11,4%. Eingreiðsla að upphæð 50.000 krónur kemur til útborgunar þegar samningarnir hafa verið samþykktir í atkvæðagreiðslu og aðrar 25.000 krónur í tveimur greiðslum síðar á árinu. n Sérstök áhersla verður á hækkun lægstu launa og hækkar lágmarkstekjutrygging um allt að 23,6%. n Persónuafsláttur verður verðtryggður frá og með næstu áramótum. Auk þess verður lagður grunnur að jöfnun lífeyrisréttinda landsmanna með markvissum hætti á árunum 2014-2020 en hér er um að ræða eitt mikilvægasta réttindamál launafólks um áratuga skeið. n Blásið verður til sóknar í atvinnulífinu með það að markmiði að draga úr atvinnuleysi, m.a. með ýmsum aðgerðum til að treysta stöðu nýsköpunar og þekkingargreina og iðnaðar. n Átak verður sett af stað í þjónustu við atvinnuleitendur á vegum stéttarfélaganna og lögð áhersla á að auka framboð á menntun bæði fyrir yngra fólk og þá sem komnir eru af skólaaldri. n Atvinnuleysisbætur og bætur almannatrygginga fá hliðstæða hækkun og þeir sem eru á lægstu töxtum. Hækkun framlaga til Fæðingarorlofssjóðs og Ábyrgðarsjóðs launa tryggir launafólki rétt í fæðingarorlofi og launatap í gjaldþrotum fyrirtækja. Með sameiginlegu átaki getum við unnið okkur út úr þeirri stöðu sem ríkt hefur í atvinnumálum og efnahagsmálum. Þeir samningar sem við göngum nú til kosninga um geta markað upphaf nýrra tíma, tíma stöðugleika og uppbyggingar í stað stöðnunar og niðurrifs. Þess vegna hvetjum við félagsmenn VR til að kynna sér efni samninganna og taka afstöðu í atkvæðagreiðslunni. Á heimasíðu félagsins, www.vr.is, má finna ítarlega umfjöllun um báða samninga félagsins en framtíð þeirra liggur í höndum okkar, félagsmanna VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ásta Rut Jónasdóttir varaformaður VR Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um kjarasamninga VR eftir langar og erfiðar samningaviðræður. Tekist var á af hörku um hvert atriði samninganna og á stundum virtist hvorki ganga né reka. Að okkar mati gengu Samtök atvinnulífsins, með útvegsmenn í broddi fylkingar, allt of langt í þeirri hugmyndafræði sem þeir byggðu á og vinnubrögðunum sem þeir beittu. Sveigjanleiki er aðall góðrar samningatækni, en lítið fór fyrir honum af þeirra hálfu. Undir vor var komið að því að brýna verkfallsvopnið sem legið hefur óhreyft af hálfu VR síðan árið 1988. Launþegar höfðu fengið nóg af yfirgangi atvinnurekenda og verkföll vofðu yfir. Að lokum sættust aðilar á málalok og kjarasamningar eru komnir í höfn. Ástandið á vinnumarkaði er viðkvæmt og allir voru sammála um að brýnasta verkefnið væri að viðhalda stöðugleikanum og tryggja stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Við fengum ekki allar okkar óskir uppfylltar með þessum kjarasamningum en með samþykkt þeirra leggjum við okkar af mörkum til að skapa betri lífskjör. Samningarnir fela í sér talsverðar kjarabætur fyrir félagsmenn VR en ættu þó ekki að hleypa öllu verðlagi upp, ef rétt er á málum haldið. En það eru ekki bara launamenn sem að þessum samningum standa. Stjórnvöld þurfa að hleypa krafti í framkvæmdir og leggja sitt af mörkum til að liðka fyrir því að atvinnulífið blómstri. Atvinnurekendur þurfa að koma til móts við launþega með sameiginlegu átaki í atvinnumálum. Helstu ávinningar nýrra samninga eru sem hér segir: n Almennar launahækkanir á næstu þremur árum eru 11,4%. Eingreiðsla að upphæð 50.000 krónur kemur til útborgunar þegar samningarnir hafa verið samþykktir í atkvæðagreiðslu og aðrar 25.000 krónur í tveimur greiðslum síðar á árinu. n Sérstök áhersla verður á hækkun lægstu launa og hækkar lágmarkstekjutrygging um allt að 23,6%. n Persónuafsláttur verður verðtryggður frá og með næstu áramótum. Auk þess verður lagður grunnur að jöfnun lífeyrisréttinda landsmanna með markvissum hætti á árunum 2014-2020 en hér er um að ræða eitt mikilvægasta réttindamál launafólks um áratuga skeið. n Blásið verður til sóknar í atvinnulífinu með það að markmiði að draga úr atvinnuleysi, m.a. með ýmsum aðgerðum til að treysta stöðu nýsköpunar og þekkingargreina og iðnaðar. n Átak verður sett af stað í þjónustu við atvinnuleitendur á vegum stéttarfélaganna og lögð áhersla á að auka framboð á menntun bæði fyrir yngra fólk og þá sem komnir eru af skólaaldri. n Atvinnuleysisbætur og bætur almannatrygginga fá hliðstæða hækkun og þeir sem eru á lægstu töxtum. Hækkun framlaga til Fæðingarorlofssjóðs og Ábyrgðarsjóðs launa tryggir launafólki rétt í fæðingarorlofi og launatap í gjaldþrotum fyrirtækja. Með sameiginlegu átaki getum við unnið okkur út úr þeirri stöðu sem ríkt hefur í atvinnumálum og efnahagsmálum. Þeir samningar sem við göngum nú til kosninga um geta markað upphaf nýrra tíma, tíma stöðugleika og uppbyggingar í stað stöðnunar og niðurrifs. Þess vegna hvetjum við félagsmenn VR til að kynna sér efni samninganna og taka afstöðu í atkvæðagreiðslunni. Á heimasíðu félagsins, www.vr.is, má finna ítarlega umfjöllun um báða samninga félagsins en framtíð þeirra liggur í höndum okkar, félagsmanna VR.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun