1-2-3-4: Barn deyr Petrína Ásgeirsdóttir skrifar 5. maí 2011 07:00 Í dag er Alþjóðlegur dagur ljósmæðra. Af því tilefni hafa Barnaheill – Save the Children, Alþjóðasamband ljósmæðra og White Ribbon Alliance tekið sig saman um að skora á þjóðir heims að setja í forgang að tryggja aðgengi að ljósmæðrum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum í þeim löndum þar sem dánartíðni mæðra og barna er hvað hæst. Með því væri t.a.m. Ísland að standa með virkum hætti við skuldbindingu sína við stefnu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, „Hver kona, hvert barn“ (e. Every Woman Every Child), sem ætlað er að tryggja að þau þúsaldarmarkmið er lúta að heilsu náist fyrir árið 2015. Engin móðir, hvar svo sem hún býr, ætti að þurfa að hætta lífi sínu eða lífi ófædds barns síns, með því að fara í gegnum fæðingu án faglegrar aðstoðar. Engu að síður fæða um 48 milljónir kvenna börn sín árlega án stuðnings frá manneskju með þekkingu á fæðingarhjálp. Afleiðingar þessa eru skelfilegar. Ríflega 340 þúsund konur deyja ár hvert og milljónir til viðbótar þjást af sýkingum og verða fyrir örorku vegna erfiðleika í fæðingu sem hefði mátt koma í veg fyrir. Ríflega 800 þúsund börn deyja í fæðingu og yfir 3 milljónir barna deyja fyrir eins mánaðar aldur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (e. WHO) telur að fram til ársins 2015 vanti 3,5 milljónir heilbrigðisstarfsmanna, þ.m.t. ljósmæður, svo hvert mannsbarn hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu. Ljósmæður og aðrir heilbrigðisstarfsmenn eru grunnurinn í allri heilsugæslu. Ef þeirra nyti ekki við, myndu milljónir mæðra og barna ekki geta reitt sig á neinn til að greina og meðhöndla sjúkdóma, veita meðferðir, aðstoða við fæðingar, bólusetningar og gefa ráð um hvernig hægt er að viðhalda heilbrigði og koma í veg fyrir sýkingar. Ríkar þjóðir og fátækar verða að vinna saman að því að tryggja að nægir heilbrigðisstarfsmenn séu í heiminum fyrir alla íbúa hans. Mörg þróunarríkja hafa skuldbundið sig til að efla heilbrigðisstéttir sínar, til samræmis við stefnu SÞ, „Hver kona, hvert barn“. Lönd á borð við Ísland verða einnig að gera sitt til að þróa og koma á sjálfbærri og árangursríkri áætlun um fjölgun heilbrigðisstarfsmanna svo bæta megi heilsu mæðra, nýbura og barna hvarvetna í heiminum. Þó dánartíðni barna hér á landi sé með því allra lægsta sem gerist, getum við ekki sætt okkur við að á fjögurra sekúndna fresti deyi barn í heiminum, oftast af orsökum sem koma hefði mátt í veg fyrir með einföldu eftirliti heilbrigðisstarfsmanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í dag er Alþjóðlegur dagur ljósmæðra. Af því tilefni hafa Barnaheill – Save the Children, Alþjóðasamband ljósmæðra og White Ribbon Alliance tekið sig saman um að skora á þjóðir heims að setja í forgang að tryggja aðgengi að ljósmæðrum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum í þeim löndum þar sem dánartíðni mæðra og barna er hvað hæst. Með því væri t.a.m. Ísland að standa með virkum hætti við skuldbindingu sína við stefnu aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, „Hver kona, hvert barn“ (e. Every Woman Every Child), sem ætlað er að tryggja að þau þúsaldarmarkmið er lúta að heilsu náist fyrir árið 2015. Engin móðir, hvar svo sem hún býr, ætti að þurfa að hætta lífi sínu eða lífi ófædds barns síns, með því að fara í gegnum fæðingu án faglegrar aðstoðar. Engu að síður fæða um 48 milljónir kvenna börn sín árlega án stuðnings frá manneskju með þekkingu á fæðingarhjálp. Afleiðingar þessa eru skelfilegar. Ríflega 340 þúsund konur deyja ár hvert og milljónir til viðbótar þjást af sýkingum og verða fyrir örorku vegna erfiðleika í fæðingu sem hefði mátt koma í veg fyrir. Ríflega 800 þúsund börn deyja í fæðingu og yfir 3 milljónir barna deyja fyrir eins mánaðar aldur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (e. WHO) telur að fram til ársins 2015 vanti 3,5 milljónir heilbrigðisstarfsmanna, þ.m.t. ljósmæður, svo hvert mannsbarn hafi aðgang að heilbrigðisþjónustu. Ljósmæður og aðrir heilbrigðisstarfsmenn eru grunnurinn í allri heilsugæslu. Ef þeirra nyti ekki við, myndu milljónir mæðra og barna ekki geta reitt sig á neinn til að greina og meðhöndla sjúkdóma, veita meðferðir, aðstoða við fæðingar, bólusetningar og gefa ráð um hvernig hægt er að viðhalda heilbrigði og koma í veg fyrir sýkingar. Ríkar þjóðir og fátækar verða að vinna saman að því að tryggja að nægir heilbrigðisstarfsmenn séu í heiminum fyrir alla íbúa hans. Mörg þróunarríkja hafa skuldbundið sig til að efla heilbrigðisstéttir sínar, til samræmis við stefnu SÞ, „Hver kona, hvert barn“. Lönd á borð við Ísland verða einnig að gera sitt til að þróa og koma á sjálfbærri og árangursríkri áætlun um fjölgun heilbrigðisstarfsmanna svo bæta megi heilsu mæðra, nýbura og barna hvarvetna í heiminum. Þó dánartíðni barna hér á landi sé með því allra lægsta sem gerist, getum við ekki sætt okkur við að á fjögurra sekúndna fresti deyi barn í heiminum, oftast af orsökum sem koma hefði mátt í veg fyrir með einföldu eftirliti heilbrigðisstarfsmanns.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun