ÍTR slátrað! Geir Sveinsson skrifar 30. apríl 2011 06:00 Í síðustu viku á fundi borgarstjórnar var samþykkt að slíta í sundur starfsemi Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur, ÍTR. Ástæðan er fyrirhugaður flutningur á starfsemi tómstunda í nýtt sameinað ráð skóla- og frístundamála. Ekki ætla ég að mæla gegn breytingum á stjórnkerfinu sem einfalda hugsanlega rekstur þess og stjórnsýslu, svo ég tali nú ekki um ef um skynsamlegar breytingar er að ræða. En þegar breytingarnar eru gerðar með þeim hætti sem hér um ræðir get ég ekki orða bundist. Hlutirnir keyrðir í gegn án nokkurrar faglegrar umræðu og á einungis fjórum sólarhringum eftir að tillagan um að kljúfa ÍTR í herðar niður hafði verið kynnt í fyrsta skipti var búið að samþykkja tillöguna í borgarráði og daginn eftir í borgarstjórn. Eftir sitja um 1.100 starfsmenn sviðsins sem vita í raun ekkert hvað til stendur og þurfa að bíða í óvissu þangað til meirihlutinn hefur áttað sig sjálfur á þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru. Hvað fylgir hverju, hvað á að vera hvar og hverjir fara hvert. Ekki ein einasta umræða eða fagleg vinna átti sér stað í ÍTR að frumkvæði meirihlutans um fyrirhugaðar breytingar og ekki minnsti vottur af einhverjum áhuga á að eiga eitthvert samráð, samræður eða yfir höfuð gefa minnihlutanum færi á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ekkert. Minnihlutinn óskaði eftir aukafundi til að ræða þessar fyrirhuguðu breytingar og fengum við fund einungis klukkustund áður en afgreiða átti tillöguna í borgarráði. Á þessum aukafundi var okkur tjáð að málið væri allt á umræðustigi og ekki stæði til að keyra breytingarnar í gegn í borgarráði. En viti menn, tæpum tveimur tímum síðar var búið að afgreiða málið í borgarráði. Meirihlutinn í ÍTR hafði ekki einu sinni haft kjark til að koma fram af hreinskilni gagnvart minnihlutanum í þessu máli og ræða stöðuna eins og hún var og hvað til stæði. Besti flokkurinn og Samfylking keyrðu því þessar breytingar í gegn án allrar umræðu. Þetta fólk sem sagði okkur fyrir síðustu kosningar að það væri riddarar nýrra og bættra vinnubragða í stjórnmálum. Þetta hlýtur bara að hafa verið partur af öllu gríninu. Því ömurlegri vinnubrögðum hef ég ekki kynnst á mínum ferli. Ef einhver skemmdaverk hafa verið framin þá eru það þær breytingar sem meirihlutinn fyrirhugar á ÍTR. Það er verið að kljúfa í herðar niður flaggskip Reykjavíkurborgar, ÍTR, það svið sem í hugum almennings skorar hæst í öllum könnunum og er að skila frábæru starfi og þjónustu til borgabúa. Vörumerkið, ÍTR, sem er eitt sterkasta „brand“ borgarinnar, á að leggja niður og ástæðan er óljós. Þetta er sorgleg málsmeðferð. En sorglegust er auðvitað frammistaða fulltrúa Besta flokks og Samfylkingar í ÍTR sem ekki einu sinni lyftu litla fingri til að verja hið góða starf sem starfsfólk ÍTR hefur verið að vinna og er nú komið í uppnám. ÍTR var einfaldlega slátrað í skjóli nætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku á fundi borgarstjórnar var samþykkt að slíta í sundur starfsemi Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur, ÍTR. Ástæðan er fyrirhugaður flutningur á starfsemi tómstunda í nýtt sameinað ráð skóla- og frístundamála. Ekki ætla ég að mæla gegn breytingum á stjórnkerfinu sem einfalda hugsanlega rekstur þess og stjórnsýslu, svo ég tali nú ekki um ef um skynsamlegar breytingar er að ræða. En þegar breytingarnar eru gerðar með þeim hætti sem hér um ræðir get ég ekki orða bundist. Hlutirnir keyrðir í gegn án nokkurrar faglegrar umræðu og á einungis fjórum sólarhringum eftir að tillagan um að kljúfa ÍTR í herðar niður hafði verið kynnt í fyrsta skipti var búið að samþykkja tillöguna í borgarráði og daginn eftir í borgarstjórn. Eftir sitja um 1.100 starfsmenn sviðsins sem vita í raun ekkert hvað til stendur og þurfa að bíða í óvissu þangað til meirihlutinn hefur áttað sig sjálfur á þeim breytingum sem fyrirhugaðar eru. Hvað fylgir hverju, hvað á að vera hvar og hverjir fara hvert. Ekki ein einasta umræða eða fagleg vinna átti sér stað í ÍTR að frumkvæði meirihlutans um fyrirhugaðar breytingar og ekki minnsti vottur af einhverjum áhuga á að eiga eitthvert samráð, samræður eða yfir höfuð gefa minnihlutanum færi á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Ekkert. Minnihlutinn óskaði eftir aukafundi til að ræða þessar fyrirhuguðu breytingar og fengum við fund einungis klukkustund áður en afgreiða átti tillöguna í borgarráði. Á þessum aukafundi var okkur tjáð að málið væri allt á umræðustigi og ekki stæði til að keyra breytingarnar í gegn í borgarráði. En viti menn, tæpum tveimur tímum síðar var búið að afgreiða málið í borgarráði. Meirihlutinn í ÍTR hafði ekki einu sinni haft kjark til að koma fram af hreinskilni gagnvart minnihlutanum í þessu máli og ræða stöðuna eins og hún var og hvað til stæði. Besti flokkurinn og Samfylking keyrðu því þessar breytingar í gegn án allrar umræðu. Þetta fólk sem sagði okkur fyrir síðustu kosningar að það væri riddarar nýrra og bættra vinnubragða í stjórnmálum. Þetta hlýtur bara að hafa verið partur af öllu gríninu. Því ömurlegri vinnubrögðum hef ég ekki kynnst á mínum ferli. Ef einhver skemmdaverk hafa verið framin þá eru það þær breytingar sem meirihlutinn fyrirhugar á ÍTR. Það er verið að kljúfa í herðar niður flaggskip Reykjavíkurborgar, ÍTR, það svið sem í hugum almennings skorar hæst í öllum könnunum og er að skila frábæru starfi og þjónustu til borgabúa. Vörumerkið, ÍTR, sem er eitt sterkasta „brand“ borgarinnar, á að leggja niður og ástæðan er óljós. Þetta er sorgleg málsmeðferð. En sorglegust er auðvitað frammistaða fulltrúa Besta flokks og Samfylkingar í ÍTR sem ekki einu sinni lyftu litla fingri til að verja hið góða starf sem starfsfólk ÍTR hefur verið að vinna og er nú komið í uppnám. ÍTR var einfaldlega slátrað í skjóli nætur.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun