Nýju fjölmiðalögin Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 27. apríl 2011 11:10 Alþingi Íslendinga hefur samþykkt ný fjölmiðlalög sem kveða á um starfsskilyrði fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Þó að mennta- og menningarmálanefnd Alþingis hafi í ýmsu tekið tillit til umsagna hagsmunasamtaka eins og Félags fjölmiðlakvenna valda þessi glænýju fjölmiðlalög samt áhyggjum. Ekki síst er það hugmyndin um fimm manna fjölmiðlanefnd því að þar gætir ákveðinnar tvöfeldni. Nefndin á bæði að standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt til upplýsinga og veita aðhald, fylgjast með þróun á fjölmiðlamarkaði og annast eftirlit með innihaldi fjölmiðla, passa upp á að þar sé ekki farið yfir strikið og innheimta sektir fyrir brot. Ekki er gott að sjá hvernig fjölmiðlanefndin getur með góðu móti verið báðum megin við borðið. „Ekki verður betur séð en að nefndinni sé ætlað nokkurskonar alræðisvald og eftirlitshlutverk með fjölmiðlum og fjölmiðlamönnum,“ segir í umsögn stjórnar FFK sem send var Alþingi í vetur. Þar kemur einnig fram ótti við að svo valdamikil fjölmiðlanefnd hafi hamlandi áhrif á opinbera umræðu og störf fjölmiðlamanna. Þessi orð eru enn í fullu gildi. Fjölmiðlanefnd verður skipuð tveimur fulltrúum Hæstaréttar, einum frá samstarfsnefnd háskólastigsins og fulltrúa blaðamanna auk þess sem ráðherra skipar formann nefndarinnar og þá dómara eða dómaraígildi. Allt þetta fólk, nema formaður, á að hafa sérþekkingu á fjölmiðlum og/eða menntun sem nýtist á þessu sviði. Einnig starfsmenn nefndarinnar. Rétt er að minna á að dómarar og lögfræðingar fá ekki „sérþekkingu á fjölmiðlamálum“ þó að þeir hafi starfað eitt eða tvö sumur á fjölmiðli á háskóla- eða menntaskólaárunum. Það þarf miklu meira til. Og fræðimenn í háskólasamfélaginu hafa – með fullri virðingu – í fæstum tilvikum starfað sem blaðamenn nema þá rétt í sumarafleysingum. Þeir hafa því oftast aðeins fræðilegan skilning á starfsemi fjölmiðla og starfsskilyrðum blaðamanna. Heppilegra hefði verið – og í takt við viljann í samfélaginu – að Blaðamannafélag Íslands, Félag fjölmiðlakvenna, Félag fréttamanna og/eða Blaðaljósmyndarafélag Íslands tilnefndu sinn fulltrúa hvert félag á móti einum fulltrúa Hæstaréttar og öðrum fulltrúa samstarfsnefndar háskólastigsins, eins og FFK lagði til í umsögn sinni. Það skiptir nefnilega máli að fagstéttir geti haft og hafi áhrif á sitt eigið starfsumhverfi. Þetta fyrirkomulag hefði styrkt blaðamannastéttina og veitt blaðamönnum – sérfræðingunum sjálfum - forræði yfir sínu eigin fagi og þróuninni í fjölmiðlageiranum. Ákvarðanir fjölmiðlanefndar verða fullnaðarúrlausnir innan stjórnsýslunnar og því ekki hægt að skjóta ákvörðunum hennar til annarra stjórnvalda þó að hægt verði að höfða mál. Óheppilegt er að blaðamenn og fjölmiðlar, ekkert síður en fólkið í landinu, geti ekki skotið máli sínu til annars stjórnsýslustigs. Það er líka óheppilegt að allir fjölmiðlar í landinu, og þar með öll opinber umræða, skuli heyra beint undir menntamálaráðherra og að formaður nefndarinnar sé skipaður af ráðherra. Reynslan sýnir að í formennskuna velst vinur ráðherrans. Þetta þýðir að það fer alfarið eftir því hvaða einstaklingur situr í embætti menntamálaráðherra hvernig fjölmiðlanefnd fer með vald sitt og hlutverk og hvaða áhrif það hefur á starfsskilyrði fjölmiðla og blaðamanna. Þannig hefur íslenskur veruleiki verið og það er greinilega ekkert að breytast. Þetta er miður og alls ekki í takt við þann lærdóm sem þjóðin og stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að hafa dregið af hruninu. Íslendingar hafa ekki góða reynslu af stjórnmálamönnum síðustu árin, ekki frekar en af eigendum og stjórnendum fjármálafyrirtækja. Ísland er lítið land þar sem hver einstaklingur getur haft mikil áhrif á þróunina. Það er því slæmt ef fjölmiðlar og blaðamenn verða háðir þeim sem er menntamálaráðherra hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Alþingi Íslendinga hefur samþykkt ný fjölmiðlalög sem kveða á um starfsskilyrði fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Þó að mennta- og menningarmálanefnd Alþingis hafi í ýmsu tekið tillit til umsagna hagsmunasamtaka eins og Félags fjölmiðlakvenna valda þessi glænýju fjölmiðlalög samt áhyggjum. Ekki síst er það hugmyndin um fimm manna fjölmiðlanefnd því að þar gætir ákveðinnar tvöfeldni. Nefndin á bæði að standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt til upplýsinga og veita aðhald, fylgjast með þróun á fjölmiðlamarkaði og annast eftirlit með innihaldi fjölmiðla, passa upp á að þar sé ekki farið yfir strikið og innheimta sektir fyrir brot. Ekki er gott að sjá hvernig fjölmiðlanefndin getur með góðu móti verið báðum megin við borðið. „Ekki verður betur séð en að nefndinni sé ætlað nokkurskonar alræðisvald og eftirlitshlutverk með fjölmiðlum og fjölmiðlamönnum,“ segir í umsögn stjórnar FFK sem send var Alþingi í vetur. Þar kemur einnig fram ótti við að svo valdamikil fjölmiðlanefnd hafi hamlandi áhrif á opinbera umræðu og störf fjölmiðlamanna. Þessi orð eru enn í fullu gildi. Fjölmiðlanefnd verður skipuð tveimur fulltrúum Hæstaréttar, einum frá samstarfsnefnd háskólastigsins og fulltrúa blaðamanna auk þess sem ráðherra skipar formann nefndarinnar og þá dómara eða dómaraígildi. Allt þetta fólk, nema formaður, á að hafa sérþekkingu á fjölmiðlum og/eða menntun sem nýtist á þessu sviði. Einnig starfsmenn nefndarinnar. Rétt er að minna á að dómarar og lögfræðingar fá ekki „sérþekkingu á fjölmiðlamálum“ þó að þeir hafi starfað eitt eða tvö sumur á fjölmiðli á háskóla- eða menntaskólaárunum. Það þarf miklu meira til. Og fræðimenn í háskólasamfélaginu hafa – með fullri virðingu – í fæstum tilvikum starfað sem blaðamenn nema þá rétt í sumarafleysingum. Þeir hafa því oftast aðeins fræðilegan skilning á starfsemi fjölmiðla og starfsskilyrðum blaðamanna. Heppilegra hefði verið – og í takt við viljann í samfélaginu – að Blaðamannafélag Íslands, Félag fjölmiðlakvenna, Félag fréttamanna og/eða Blaðaljósmyndarafélag Íslands tilnefndu sinn fulltrúa hvert félag á móti einum fulltrúa Hæstaréttar og öðrum fulltrúa samstarfsnefndar háskólastigsins, eins og FFK lagði til í umsögn sinni. Það skiptir nefnilega máli að fagstéttir geti haft og hafi áhrif á sitt eigið starfsumhverfi. Þetta fyrirkomulag hefði styrkt blaðamannastéttina og veitt blaðamönnum – sérfræðingunum sjálfum - forræði yfir sínu eigin fagi og þróuninni í fjölmiðlageiranum. Ákvarðanir fjölmiðlanefndar verða fullnaðarúrlausnir innan stjórnsýslunnar og því ekki hægt að skjóta ákvörðunum hennar til annarra stjórnvalda þó að hægt verði að höfða mál. Óheppilegt er að blaðamenn og fjölmiðlar, ekkert síður en fólkið í landinu, geti ekki skotið máli sínu til annars stjórnsýslustigs. Það er líka óheppilegt að allir fjölmiðlar í landinu, og þar með öll opinber umræða, skuli heyra beint undir menntamálaráðherra og að formaður nefndarinnar sé skipaður af ráðherra. Reynslan sýnir að í formennskuna velst vinur ráðherrans. Þetta þýðir að það fer alfarið eftir því hvaða einstaklingur situr í embætti menntamálaráðherra hvernig fjölmiðlanefnd fer með vald sitt og hlutverk og hvaða áhrif það hefur á starfsskilyrði fjölmiðla og blaðamanna. Þannig hefur íslenskur veruleiki verið og það er greinilega ekkert að breytast. Þetta er miður og alls ekki í takt við þann lærdóm sem þjóðin og stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að hafa dregið af hruninu. Íslendingar hafa ekki góða reynslu af stjórnmálamönnum síðustu árin, ekki frekar en af eigendum og stjórnendum fjármálafyrirtækja. Ísland er lítið land þar sem hver einstaklingur getur haft mikil áhrif á þróunina. Það er því slæmt ef fjölmiðlar og blaðamenn verða háðir þeim sem er menntamálaráðherra hverju sinni.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun