Nýju fjölmiðalögin Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 27. apríl 2011 11:10 Alþingi Íslendinga hefur samþykkt ný fjölmiðlalög sem kveða á um starfsskilyrði fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Þó að mennta- og menningarmálanefnd Alþingis hafi í ýmsu tekið tillit til umsagna hagsmunasamtaka eins og Félags fjölmiðlakvenna valda þessi glænýju fjölmiðlalög samt áhyggjum. Ekki síst er það hugmyndin um fimm manna fjölmiðlanefnd því að þar gætir ákveðinnar tvöfeldni. Nefndin á bæði að standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt til upplýsinga og veita aðhald, fylgjast með þróun á fjölmiðlamarkaði og annast eftirlit með innihaldi fjölmiðla, passa upp á að þar sé ekki farið yfir strikið og innheimta sektir fyrir brot. Ekki er gott að sjá hvernig fjölmiðlanefndin getur með góðu móti verið báðum megin við borðið. „Ekki verður betur séð en að nefndinni sé ætlað nokkurskonar alræðisvald og eftirlitshlutverk með fjölmiðlum og fjölmiðlamönnum,“ segir í umsögn stjórnar FFK sem send var Alþingi í vetur. Þar kemur einnig fram ótti við að svo valdamikil fjölmiðlanefnd hafi hamlandi áhrif á opinbera umræðu og störf fjölmiðlamanna. Þessi orð eru enn í fullu gildi. Fjölmiðlanefnd verður skipuð tveimur fulltrúum Hæstaréttar, einum frá samstarfsnefnd háskólastigsins og fulltrúa blaðamanna auk þess sem ráðherra skipar formann nefndarinnar og þá dómara eða dómaraígildi. Allt þetta fólk, nema formaður, á að hafa sérþekkingu á fjölmiðlum og/eða menntun sem nýtist á þessu sviði. Einnig starfsmenn nefndarinnar. Rétt er að minna á að dómarar og lögfræðingar fá ekki „sérþekkingu á fjölmiðlamálum“ þó að þeir hafi starfað eitt eða tvö sumur á fjölmiðli á háskóla- eða menntaskólaárunum. Það þarf miklu meira til. Og fræðimenn í háskólasamfélaginu hafa – með fullri virðingu – í fæstum tilvikum starfað sem blaðamenn nema þá rétt í sumarafleysingum. Þeir hafa því oftast aðeins fræðilegan skilning á starfsemi fjölmiðla og starfsskilyrðum blaðamanna. Heppilegra hefði verið – og í takt við viljann í samfélaginu – að Blaðamannafélag Íslands, Félag fjölmiðlakvenna, Félag fréttamanna og/eða Blaðaljósmyndarafélag Íslands tilnefndu sinn fulltrúa hvert félag á móti einum fulltrúa Hæstaréttar og öðrum fulltrúa samstarfsnefndar háskólastigsins, eins og FFK lagði til í umsögn sinni. Það skiptir nefnilega máli að fagstéttir geti haft og hafi áhrif á sitt eigið starfsumhverfi. Þetta fyrirkomulag hefði styrkt blaðamannastéttina og veitt blaðamönnum – sérfræðingunum sjálfum - forræði yfir sínu eigin fagi og þróuninni í fjölmiðlageiranum. Ákvarðanir fjölmiðlanefndar verða fullnaðarúrlausnir innan stjórnsýslunnar og því ekki hægt að skjóta ákvörðunum hennar til annarra stjórnvalda þó að hægt verði að höfða mál. Óheppilegt er að blaðamenn og fjölmiðlar, ekkert síður en fólkið í landinu, geti ekki skotið máli sínu til annars stjórnsýslustigs. Það er líka óheppilegt að allir fjölmiðlar í landinu, og þar með öll opinber umræða, skuli heyra beint undir menntamálaráðherra og að formaður nefndarinnar sé skipaður af ráðherra. Reynslan sýnir að í formennskuna velst vinur ráðherrans. Þetta þýðir að það fer alfarið eftir því hvaða einstaklingur situr í embætti menntamálaráðherra hvernig fjölmiðlanefnd fer með vald sitt og hlutverk og hvaða áhrif það hefur á starfsskilyrði fjölmiðla og blaðamanna. Þannig hefur íslenskur veruleiki verið og það er greinilega ekkert að breytast. Þetta er miður og alls ekki í takt við þann lærdóm sem þjóðin og stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að hafa dregið af hruninu. Íslendingar hafa ekki góða reynslu af stjórnmálamönnum síðustu árin, ekki frekar en af eigendum og stjórnendum fjármálafyrirtækja. Ísland er lítið land þar sem hver einstaklingur getur haft mikil áhrif á þróunina. Það er því slæmt ef fjölmiðlar og blaðamenn verða háðir þeim sem er menntamálaráðherra hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Alþingi Íslendinga hefur samþykkt ný fjölmiðlalög sem kveða á um starfsskilyrði fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Þó að mennta- og menningarmálanefnd Alþingis hafi í ýmsu tekið tillit til umsagna hagsmunasamtaka eins og Félags fjölmiðlakvenna valda þessi glænýju fjölmiðlalög samt áhyggjum. Ekki síst er það hugmyndin um fimm manna fjölmiðlanefnd því að þar gætir ákveðinnar tvöfeldni. Nefndin á bæði að standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt til upplýsinga og veita aðhald, fylgjast með þróun á fjölmiðlamarkaði og annast eftirlit með innihaldi fjölmiðla, passa upp á að þar sé ekki farið yfir strikið og innheimta sektir fyrir brot. Ekki er gott að sjá hvernig fjölmiðlanefndin getur með góðu móti verið báðum megin við borðið. „Ekki verður betur séð en að nefndinni sé ætlað nokkurskonar alræðisvald og eftirlitshlutverk með fjölmiðlum og fjölmiðlamönnum,“ segir í umsögn stjórnar FFK sem send var Alþingi í vetur. Þar kemur einnig fram ótti við að svo valdamikil fjölmiðlanefnd hafi hamlandi áhrif á opinbera umræðu og störf fjölmiðlamanna. Þessi orð eru enn í fullu gildi. Fjölmiðlanefnd verður skipuð tveimur fulltrúum Hæstaréttar, einum frá samstarfsnefnd háskólastigsins og fulltrúa blaðamanna auk þess sem ráðherra skipar formann nefndarinnar og þá dómara eða dómaraígildi. Allt þetta fólk, nema formaður, á að hafa sérþekkingu á fjölmiðlum og/eða menntun sem nýtist á þessu sviði. Einnig starfsmenn nefndarinnar. Rétt er að minna á að dómarar og lögfræðingar fá ekki „sérþekkingu á fjölmiðlamálum“ þó að þeir hafi starfað eitt eða tvö sumur á fjölmiðli á háskóla- eða menntaskólaárunum. Það þarf miklu meira til. Og fræðimenn í háskólasamfélaginu hafa – með fullri virðingu – í fæstum tilvikum starfað sem blaðamenn nema þá rétt í sumarafleysingum. Þeir hafa því oftast aðeins fræðilegan skilning á starfsemi fjölmiðla og starfsskilyrðum blaðamanna. Heppilegra hefði verið – og í takt við viljann í samfélaginu – að Blaðamannafélag Íslands, Félag fjölmiðlakvenna, Félag fréttamanna og/eða Blaðaljósmyndarafélag Íslands tilnefndu sinn fulltrúa hvert félag á móti einum fulltrúa Hæstaréttar og öðrum fulltrúa samstarfsnefndar háskólastigsins, eins og FFK lagði til í umsögn sinni. Það skiptir nefnilega máli að fagstéttir geti haft og hafi áhrif á sitt eigið starfsumhverfi. Þetta fyrirkomulag hefði styrkt blaðamannastéttina og veitt blaðamönnum – sérfræðingunum sjálfum - forræði yfir sínu eigin fagi og þróuninni í fjölmiðlageiranum. Ákvarðanir fjölmiðlanefndar verða fullnaðarúrlausnir innan stjórnsýslunnar og því ekki hægt að skjóta ákvörðunum hennar til annarra stjórnvalda þó að hægt verði að höfða mál. Óheppilegt er að blaðamenn og fjölmiðlar, ekkert síður en fólkið í landinu, geti ekki skotið máli sínu til annars stjórnsýslustigs. Það er líka óheppilegt að allir fjölmiðlar í landinu, og þar með öll opinber umræða, skuli heyra beint undir menntamálaráðherra og að formaður nefndarinnar sé skipaður af ráðherra. Reynslan sýnir að í formennskuna velst vinur ráðherrans. Þetta þýðir að það fer alfarið eftir því hvaða einstaklingur situr í embætti menntamálaráðherra hvernig fjölmiðlanefnd fer með vald sitt og hlutverk og hvaða áhrif það hefur á starfsskilyrði fjölmiðla og blaðamanna. Þannig hefur íslenskur veruleiki verið og það er greinilega ekkert að breytast. Þetta er miður og alls ekki í takt við þann lærdóm sem þjóðin og stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að hafa dregið af hruninu. Íslendingar hafa ekki góða reynslu af stjórnmálamönnum síðustu árin, ekki frekar en af eigendum og stjórnendum fjármálafyrirtækja. Ísland er lítið land þar sem hver einstaklingur getur haft mikil áhrif á þróunina. Það er því slæmt ef fjölmiðlar og blaðamenn verða háðir þeim sem er menntamálaráðherra hverju sinni.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar