Nýju fjölmiðalögin Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 27. apríl 2011 11:10 Alþingi Íslendinga hefur samþykkt ný fjölmiðlalög sem kveða á um starfsskilyrði fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Þó að mennta- og menningarmálanefnd Alþingis hafi í ýmsu tekið tillit til umsagna hagsmunasamtaka eins og Félags fjölmiðlakvenna valda þessi glænýju fjölmiðlalög samt áhyggjum. Ekki síst er það hugmyndin um fimm manna fjölmiðlanefnd því að þar gætir ákveðinnar tvöfeldni. Nefndin á bæði að standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt til upplýsinga og veita aðhald, fylgjast með þróun á fjölmiðlamarkaði og annast eftirlit með innihaldi fjölmiðla, passa upp á að þar sé ekki farið yfir strikið og innheimta sektir fyrir brot. Ekki er gott að sjá hvernig fjölmiðlanefndin getur með góðu móti verið báðum megin við borðið. „Ekki verður betur séð en að nefndinni sé ætlað nokkurskonar alræðisvald og eftirlitshlutverk með fjölmiðlum og fjölmiðlamönnum,“ segir í umsögn stjórnar FFK sem send var Alþingi í vetur. Þar kemur einnig fram ótti við að svo valdamikil fjölmiðlanefnd hafi hamlandi áhrif á opinbera umræðu og störf fjölmiðlamanna. Þessi orð eru enn í fullu gildi. Fjölmiðlanefnd verður skipuð tveimur fulltrúum Hæstaréttar, einum frá samstarfsnefnd háskólastigsins og fulltrúa blaðamanna auk þess sem ráðherra skipar formann nefndarinnar og þá dómara eða dómaraígildi. Allt þetta fólk, nema formaður, á að hafa sérþekkingu á fjölmiðlum og/eða menntun sem nýtist á þessu sviði. Einnig starfsmenn nefndarinnar. Rétt er að minna á að dómarar og lögfræðingar fá ekki „sérþekkingu á fjölmiðlamálum“ þó að þeir hafi starfað eitt eða tvö sumur á fjölmiðli á háskóla- eða menntaskólaárunum. Það þarf miklu meira til. Og fræðimenn í háskólasamfélaginu hafa – með fullri virðingu – í fæstum tilvikum starfað sem blaðamenn nema þá rétt í sumarafleysingum. Þeir hafa því oftast aðeins fræðilegan skilning á starfsemi fjölmiðla og starfsskilyrðum blaðamanna. Heppilegra hefði verið – og í takt við viljann í samfélaginu – að Blaðamannafélag Íslands, Félag fjölmiðlakvenna, Félag fréttamanna og/eða Blaðaljósmyndarafélag Íslands tilnefndu sinn fulltrúa hvert félag á móti einum fulltrúa Hæstaréttar og öðrum fulltrúa samstarfsnefndar háskólastigsins, eins og FFK lagði til í umsögn sinni. Það skiptir nefnilega máli að fagstéttir geti haft og hafi áhrif á sitt eigið starfsumhverfi. Þetta fyrirkomulag hefði styrkt blaðamannastéttina og veitt blaðamönnum – sérfræðingunum sjálfum - forræði yfir sínu eigin fagi og þróuninni í fjölmiðlageiranum. Ákvarðanir fjölmiðlanefndar verða fullnaðarúrlausnir innan stjórnsýslunnar og því ekki hægt að skjóta ákvörðunum hennar til annarra stjórnvalda þó að hægt verði að höfða mál. Óheppilegt er að blaðamenn og fjölmiðlar, ekkert síður en fólkið í landinu, geti ekki skotið máli sínu til annars stjórnsýslustigs. Það er líka óheppilegt að allir fjölmiðlar í landinu, og þar með öll opinber umræða, skuli heyra beint undir menntamálaráðherra og að formaður nefndarinnar sé skipaður af ráðherra. Reynslan sýnir að í formennskuna velst vinur ráðherrans. Þetta þýðir að það fer alfarið eftir því hvaða einstaklingur situr í embætti menntamálaráðherra hvernig fjölmiðlanefnd fer með vald sitt og hlutverk og hvaða áhrif það hefur á starfsskilyrði fjölmiðla og blaðamanna. Þannig hefur íslenskur veruleiki verið og það er greinilega ekkert að breytast. Þetta er miður og alls ekki í takt við þann lærdóm sem þjóðin og stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að hafa dregið af hruninu. Íslendingar hafa ekki góða reynslu af stjórnmálamönnum síðustu árin, ekki frekar en af eigendum og stjórnendum fjármálafyrirtækja. Ísland er lítið land þar sem hver einstaklingur getur haft mikil áhrif á þróunina. Það er því slæmt ef fjölmiðlar og blaðamenn verða háðir þeim sem er menntamálaráðherra hverju sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Alþingi Íslendinga hefur samþykkt ný fjölmiðlalög sem kveða á um starfsskilyrði fjölmiðla og fjölmiðlamanna. Þó að mennta- og menningarmálanefnd Alþingis hafi í ýmsu tekið tillit til umsagna hagsmunasamtaka eins og Félags fjölmiðlakvenna valda þessi glænýju fjölmiðlalög samt áhyggjum. Ekki síst er það hugmyndin um fimm manna fjölmiðlanefnd því að þar gætir ákveðinnar tvöfeldni. Nefndin á bæði að standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt til upplýsinga og veita aðhald, fylgjast með þróun á fjölmiðlamarkaði og annast eftirlit með innihaldi fjölmiðla, passa upp á að þar sé ekki farið yfir strikið og innheimta sektir fyrir brot. Ekki er gott að sjá hvernig fjölmiðlanefndin getur með góðu móti verið báðum megin við borðið. „Ekki verður betur séð en að nefndinni sé ætlað nokkurskonar alræðisvald og eftirlitshlutverk með fjölmiðlum og fjölmiðlamönnum,“ segir í umsögn stjórnar FFK sem send var Alþingi í vetur. Þar kemur einnig fram ótti við að svo valdamikil fjölmiðlanefnd hafi hamlandi áhrif á opinbera umræðu og störf fjölmiðlamanna. Þessi orð eru enn í fullu gildi. Fjölmiðlanefnd verður skipuð tveimur fulltrúum Hæstaréttar, einum frá samstarfsnefnd háskólastigsins og fulltrúa blaðamanna auk þess sem ráðherra skipar formann nefndarinnar og þá dómara eða dómaraígildi. Allt þetta fólk, nema formaður, á að hafa sérþekkingu á fjölmiðlum og/eða menntun sem nýtist á þessu sviði. Einnig starfsmenn nefndarinnar. Rétt er að minna á að dómarar og lögfræðingar fá ekki „sérþekkingu á fjölmiðlamálum“ þó að þeir hafi starfað eitt eða tvö sumur á fjölmiðli á háskóla- eða menntaskólaárunum. Það þarf miklu meira til. Og fræðimenn í háskólasamfélaginu hafa – með fullri virðingu – í fæstum tilvikum starfað sem blaðamenn nema þá rétt í sumarafleysingum. Þeir hafa því oftast aðeins fræðilegan skilning á starfsemi fjölmiðla og starfsskilyrðum blaðamanna. Heppilegra hefði verið – og í takt við viljann í samfélaginu – að Blaðamannafélag Íslands, Félag fjölmiðlakvenna, Félag fréttamanna og/eða Blaðaljósmyndarafélag Íslands tilnefndu sinn fulltrúa hvert félag á móti einum fulltrúa Hæstaréttar og öðrum fulltrúa samstarfsnefndar háskólastigsins, eins og FFK lagði til í umsögn sinni. Það skiptir nefnilega máli að fagstéttir geti haft og hafi áhrif á sitt eigið starfsumhverfi. Þetta fyrirkomulag hefði styrkt blaðamannastéttina og veitt blaðamönnum – sérfræðingunum sjálfum - forræði yfir sínu eigin fagi og þróuninni í fjölmiðlageiranum. Ákvarðanir fjölmiðlanefndar verða fullnaðarúrlausnir innan stjórnsýslunnar og því ekki hægt að skjóta ákvörðunum hennar til annarra stjórnvalda þó að hægt verði að höfða mál. Óheppilegt er að blaðamenn og fjölmiðlar, ekkert síður en fólkið í landinu, geti ekki skotið máli sínu til annars stjórnsýslustigs. Það er líka óheppilegt að allir fjölmiðlar í landinu, og þar með öll opinber umræða, skuli heyra beint undir menntamálaráðherra og að formaður nefndarinnar sé skipaður af ráðherra. Reynslan sýnir að í formennskuna velst vinur ráðherrans. Þetta þýðir að það fer alfarið eftir því hvaða einstaklingur situr í embætti menntamálaráðherra hvernig fjölmiðlanefnd fer með vald sitt og hlutverk og hvaða áhrif það hefur á starfsskilyrði fjölmiðla og blaðamanna. Þannig hefur íslenskur veruleiki verið og það er greinilega ekkert að breytast. Þetta er miður og alls ekki í takt við þann lærdóm sem þjóðin og stjórnmálamenn þjóðarinnar ættu að hafa dregið af hruninu. Íslendingar hafa ekki góða reynslu af stjórnmálamönnum síðustu árin, ekki frekar en af eigendum og stjórnendum fjármálafyrirtækja. Ísland er lítið land þar sem hver einstaklingur getur haft mikil áhrif á þróunina. Það er því slæmt ef fjölmiðlar og blaðamenn verða háðir þeim sem er menntamálaráðherra hverju sinni.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar