Andlegt gjaldþrot framundan Karl Ágúst Úlfsson skrifar 23. apríl 2011 06:00 Einhver hélt að nú væri komið að uppgjöri – nýju upphafi. Þegar keisarinn stendur allt í einu berrassaður fyrir allra augum og engum getur dulist að við höfum látið glepjast af sjónarspili nokkurra efnishyggjufíkla og pólitíkusa með handhæg asnaeyru á réttum stað, þá héldu sumir að nú yrði staldrað við og hlutirnir hugsaðir upp á nýtt. Þegar efnislegt gjaldþrot hundraða fyrirtækja og þúsunda heimila var ekki bara fræðilegur möguleiki, heldur hrollkaldur veruleiki, þá héldu einhverjir að nú yrði að spyrna við fótum til að forða andlegu gjaldþroti heillar þjóðar. Og þegar fram komu öfl í landinu sem kenndu sig við nýtt Ísland og bestan flokk og vildu afhjúpa fáránleika íslenskra stjórnmála, hugsa útfyrir rammann, gefa skít í afdankaða kerfishugsun, opna allar gáttir og láta gusta um rykfallna kontórista sem höfðu siglt öllum okkar málum í strand – þá héldu margir að bráðum kæmi betri tíð – bráðum færum við að huga að því sem skipti raunverulegu máli, hugsuðum ekki bara um framtíðina sem vexti og verðbætur, heldur færum kannski að hugsa um börnin okkar. Og var ekki tími til kominn? Sumum fannst það. Var ekki mál til komið að við hættum að tala fjálglega um blessuð börnin sem það dýrmætasta sem við ættum, sem sjáöldur augna okkar, fjöreggin okkar – var ekki tími til kominn að við hættum að tala og færum að sýna í verki hvers virði uppvaxandi kynslóð er okkur í raun og veru? Það var einmitt þetta sem einhverjir héldu að við myndum gera eftir að hafa brennt okkur svona illa – við myndum leggja allt kapp á að hlúa að því fólki sem sannarlega þarf að súpa seyðið af heimsku okkar hinna, en verður þá vonandi betur í stakk búið til að takast á við lífið og haga sér af ögn meiri skynsemi en við gerðum. En svo kom í ljós að þetta stóð ekki til. Þegar á reynir og sparnaðar er þörf, hvar er þá ráðist grimmast á garðinn? Jú, þá er byrjað á því að þrengja að börnunum. Og þá spyrja sumir: Er þetta ekki fólkið sem ætlaði að beita nýjum vinnubrögðum, hugsa útfyrir rammann? Einhver hélt það. Og samt eru úrræðin nákvæmlega þau sömu og áður hafa sést svo oft að þau eru orðin eins og náttúrulögmál. Til þess að hreinsa upp skítinn eftir þá kynslóð sem brenndi ofan af okkur heilt samfélag ætlum við sem sagt að sameina skóla, fjölga í bekkjadeildum, lækka laun kennara, gefa börnunum næringarlaust gums að borða og við ætlum líka að taka af þeim andlega fóðrið, því við ætlum að skera stórlega niður starfsemi bókasafna í skólum. Suma rámar í orð borgarstjórans sem taldi að niðurskurður af þessu tagi fæli í sér ný tækifæri fyrir börnin okkar. Það átta sig ekki allir á því hvaða tækifæri felast í því að ræna þau bæði líkamlegri og andlegri næringu. Ef einhver þyrði nú í alvöru að hugsa útfyrir rammann mætti láta sér detta í hug að í stað þess að þrengja endalaust að nýrri kynslóð væri kannski skynsamlegt að fjárfesta djarflega í þeim sem nú eru að vaxa úr grasi. Og kannski finnst einhverjum þetta ekki einu sinni frumleg hugsun. Vonandi ekki. Hvernig væri til dæmis að stórefla starf skólabókasafnanna og hvetja skólabörn til að lesa sem mest og fjölbreyttast? Á bókasöfnum mennta börn sig sjálf, gera sínar eigin uppgötvanir og hver veit nema þau tileinki sér þann andlega þroska sem okkur virðist ennþá skorta – hver veit nema þeim takist að setja hlutina í rétt samhengi, hugsa útfyrir rammann, þrátt fyrir bullið í okkur. Sumir binda vonir við það. Hvernig væri að sýna í verki þá umhyggju sem við þykjumst bera í brjósti og meta það við kennara þessa lands að þeir sinna margfalt margfalt mikilvægara starfi en nokkur bankastjóri, nokkur forstjóri og nokkur ráðherra sem við höfum kynnst? Hvernig væri að við færum að viðurkenna mistök okkar og stefndum í alvöru að því að gera vel við þá kynslóð sem ætlar síðar meir að halda uppi merki okkar og heita menningarþjóð, bókaþjóð, menntuð þjóð, lestrarþjóð, en ekki bara þjóðin sem reif sig uppúr kreppunni hvað sem það kostaði? Einhver sagði að það væri dýrt að reka skólakerfi og því trúi ég vel. En ég trúi því líka að það sé ennþá dýrara að þjarma svo rækilega að því að þar viðgangist bæði líkamlegur og andlegur næringarskortur. Fyrir það gjöldum við dýru verði þótt síðar verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Sjá meira
Einhver hélt að nú væri komið að uppgjöri – nýju upphafi. Þegar keisarinn stendur allt í einu berrassaður fyrir allra augum og engum getur dulist að við höfum látið glepjast af sjónarspili nokkurra efnishyggjufíkla og pólitíkusa með handhæg asnaeyru á réttum stað, þá héldu sumir að nú yrði staldrað við og hlutirnir hugsaðir upp á nýtt. Þegar efnislegt gjaldþrot hundraða fyrirtækja og þúsunda heimila var ekki bara fræðilegur möguleiki, heldur hrollkaldur veruleiki, þá héldu einhverjir að nú yrði að spyrna við fótum til að forða andlegu gjaldþroti heillar þjóðar. Og þegar fram komu öfl í landinu sem kenndu sig við nýtt Ísland og bestan flokk og vildu afhjúpa fáránleika íslenskra stjórnmála, hugsa útfyrir rammann, gefa skít í afdankaða kerfishugsun, opna allar gáttir og láta gusta um rykfallna kontórista sem höfðu siglt öllum okkar málum í strand – þá héldu margir að bráðum kæmi betri tíð – bráðum færum við að huga að því sem skipti raunverulegu máli, hugsuðum ekki bara um framtíðina sem vexti og verðbætur, heldur færum kannski að hugsa um börnin okkar. Og var ekki tími til kominn? Sumum fannst það. Var ekki mál til komið að við hættum að tala fjálglega um blessuð börnin sem það dýrmætasta sem við ættum, sem sjáöldur augna okkar, fjöreggin okkar – var ekki tími til kominn að við hættum að tala og færum að sýna í verki hvers virði uppvaxandi kynslóð er okkur í raun og veru? Það var einmitt þetta sem einhverjir héldu að við myndum gera eftir að hafa brennt okkur svona illa – við myndum leggja allt kapp á að hlúa að því fólki sem sannarlega þarf að súpa seyðið af heimsku okkar hinna, en verður þá vonandi betur í stakk búið til að takast á við lífið og haga sér af ögn meiri skynsemi en við gerðum. En svo kom í ljós að þetta stóð ekki til. Þegar á reynir og sparnaðar er þörf, hvar er þá ráðist grimmast á garðinn? Jú, þá er byrjað á því að þrengja að börnunum. Og þá spyrja sumir: Er þetta ekki fólkið sem ætlaði að beita nýjum vinnubrögðum, hugsa útfyrir rammann? Einhver hélt það. Og samt eru úrræðin nákvæmlega þau sömu og áður hafa sést svo oft að þau eru orðin eins og náttúrulögmál. Til þess að hreinsa upp skítinn eftir þá kynslóð sem brenndi ofan af okkur heilt samfélag ætlum við sem sagt að sameina skóla, fjölga í bekkjadeildum, lækka laun kennara, gefa börnunum næringarlaust gums að borða og við ætlum líka að taka af þeim andlega fóðrið, því við ætlum að skera stórlega niður starfsemi bókasafna í skólum. Suma rámar í orð borgarstjórans sem taldi að niðurskurður af þessu tagi fæli í sér ný tækifæri fyrir börnin okkar. Það átta sig ekki allir á því hvaða tækifæri felast í því að ræna þau bæði líkamlegri og andlegri næringu. Ef einhver þyrði nú í alvöru að hugsa útfyrir rammann mætti láta sér detta í hug að í stað þess að þrengja endalaust að nýrri kynslóð væri kannski skynsamlegt að fjárfesta djarflega í þeim sem nú eru að vaxa úr grasi. Og kannski finnst einhverjum þetta ekki einu sinni frumleg hugsun. Vonandi ekki. Hvernig væri til dæmis að stórefla starf skólabókasafnanna og hvetja skólabörn til að lesa sem mest og fjölbreyttast? Á bókasöfnum mennta börn sig sjálf, gera sínar eigin uppgötvanir og hver veit nema þau tileinki sér þann andlega þroska sem okkur virðist ennþá skorta – hver veit nema þeim takist að setja hlutina í rétt samhengi, hugsa útfyrir rammann, þrátt fyrir bullið í okkur. Sumir binda vonir við það. Hvernig væri að sýna í verki þá umhyggju sem við þykjumst bera í brjósti og meta það við kennara þessa lands að þeir sinna margfalt margfalt mikilvægara starfi en nokkur bankastjóri, nokkur forstjóri og nokkur ráðherra sem við höfum kynnst? Hvernig væri að við færum að viðurkenna mistök okkar og stefndum í alvöru að því að gera vel við þá kynslóð sem ætlar síðar meir að halda uppi merki okkar og heita menningarþjóð, bókaþjóð, menntuð þjóð, lestrarþjóð, en ekki bara þjóðin sem reif sig uppúr kreppunni hvað sem það kostaði? Einhver sagði að það væri dýrt að reka skólakerfi og því trúi ég vel. En ég trúi því líka að það sé ennþá dýrara að þjarma svo rækilega að því að þar viðgangist bæði líkamlegur og andlegur næringarskortur. Fyrir það gjöldum við dýru verði þótt síðar verði.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar