Uppáhalds tímaritið þitt! 21. apríl 2011 06:00 Allir sem hafa aðgang að netinu um íslenskar netveitur geta komist í rafræn tímarit vegna áskrifta Landsaðgangs að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Frá heimasíðu Landsaðgangsins, hvar.is er hægt að komast í tímaritin til að skoða eða lesa. Einföld leið til að athuga hvort tímarit er í Landsaðgangi er að fara inn á vefinn hvar.is og leita á Tímaritalista A-Z. Einnig veitir starfsfólk bókasafna notendum aðstoð við að leita í Landsaðgangi. Ef tímarit er í áskrift er það aðgengilegt alla daga ársins og á öllum tímum sólarhringsins. Tímaritin eru aðgengileg hvort sem er úr heimatölvum, á vinnustöðum, hjá skólum eða á heitum reitum. Fjöldi rita í Landsaðgangi eru um 17.000. Þar er ekki aðeins að finna fræði- og vísindarit heldur einnig tímarit á fjölmörgum áhuga- og tómstundasviðum. Flest tímarit almenns efnis eru í gagnasöfnunum ProQuest Central og Ebscohost. Oft er útlit rafrænna tímarita eins og prentaðra útgáfu. Aðgangur getur einnig verið þannig að aðeins texti greinar birtist án myndefnis. Í einstaka tilvikum komast lesendur í tímaritsgreinar á vefsíðum ritanna þar sem myndefni fylgir. Í stuttri blaðagrein er ekki möguleiki á að telja til öll tímarit á almennum áhugasviðum. En sem dæmi má nefna að áhugafólk um útiveru, heilsurækt og íþróttir getur til dæmis lesið eða skoðað greinar í American Fitness, Backpacker, Bowhunter, Climbing, Dance Magazine, Golf Magazine, Horse & Rider, Joe Weider"s Muscle and Fitness, Motor Boating, National Fisherman, Outdoor Life, Practical Horseman, Runner"s World, Ski, Skiing, The Sporting News, Sports Illustrated, Swimming World og Tennis. Fyrir fólk með áhuga á handverki og listum má nefna tímaritin, African Arts, Acoustic Guitar, Architecture, Art in America, Art Monthly, ArtUS, Bass Player, Billboard, British Journal of Photography, Craft Arts International, Guitar Player, Keyboard, Pottery Making Illustrated og Strings. Fyrir áhugafólk um þjóðmál og samtímaatburði eru eftirfarandi tímarit m.a. aðgengileg, Economist, Foreign Affairs, Time og Newsweek. Fyrir áhugafólk um tölvumál má nefna tímaritin Computer Act!ve og eWeek. Landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum er samlag og greiða ríflega 200 aðilar til þess. Meðal greiðenda eru allir íslensku háskólarnir, opinberar stofnanir, bókasöfn um allt land og einstaka fyrirtæki. Er uppáhaldstímaritið þitt eða tímarit á þínu áhugasviði í Landsaðgangi – hvar.is? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Ósanngjarn skattur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Sjá meira
Allir sem hafa aðgang að netinu um íslenskar netveitur geta komist í rafræn tímarit vegna áskrifta Landsaðgangs að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Frá heimasíðu Landsaðgangsins, hvar.is er hægt að komast í tímaritin til að skoða eða lesa. Einföld leið til að athuga hvort tímarit er í Landsaðgangi er að fara inn á vefinn hvar.is og leita á Tímaritalista A-Z. Einnig veitir starfsfólk bókasafna notendum aðstoð við að leita í Landsaðgangi. Ef tímarit er í áskrift er það aðgengilegt alla daga ársins og á öllum tímum sólarhringsins. Tímaritin eru aðgengileg hvort sem er úr heimatölvum, á vinnustöðum, hjá skólum eða á heitum reitum. Fjöldi rita í Landsaðgangi eru um 17.000. Þar er ekki aðeins að finna fræði- og vísindarit heldur einnig tímarit á fjölmörgum áhuga- og tómstundasviðum. Flest tímarit almenns efnis eru í gagnasöfnunum ProQuest Central og Ebscohost. Oft er útlit rafrænna tímarita eins og prentaðra útgáfu. Aðgangur getur einnig verið þannig að aðeins texti greinar birtist án myndefnis. Í einstaka tilvikum komast lesendur í tímaritsgreinar á vefsíðum ritanna þar sem myndefni fylgir. Í stuttri blaðagrein er ekki möguleiki á að telja til öll tímarit á almennum áhugasviðum. En sem dæmi má nefna að áhugafólk um útiveru, heilsurækt og íþróttir getur til dæmis lesið eða skoðað greinar í American Fitness, Backpacker, Bowhunter, Climbing, Dance Magazine, Golf Magazine, Horse & Rider, Joe Weider"s Muscle and Fitness, Motor Boating, National Fisherman, Outdoor Life, Practical Horseman, Runner"s World, Ski, Skiing, The Sporting News, Sports Illustrated, Swimming World og Tennis. Fyrir fólk með áhuga á handverki og listum má nefna tímaritin, African Arts, Acoustic Guitar, Architecture, Art in America, Art Monthly, ArtUS, Bass Player, Billboard, British Journal of Photography, Craft Arts International, Guitar Player, Keyboard, Pottery Making Illustrated og Strings. Fyrir áhugafólk um þjóðmál og samtímaatburði eru eftirfarandi tímarit m.a. aðgengileg, Economist, Foreign Affairs, Time og Newsweek. Fyrir áhugafólk um tölvumál má nefna tímaritin Computer Act!ve og eWeek. Landsaðgangur að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum er samlag og greiða ríflega 200 aðilar til þess. Meðal greiðenda eru allir íslensku háskólarnir, opinberar stofnanir, bókasöfn um allt land og einstaka fyrirtæki. Er uppáhaldstímaritið þitt eða tímarit á þínu áhugasviði í Landsaðgangi – hvar.is?
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar