Endurskoðun stjórnarskrár – þýska leiðin Ólafur Reynir Guðmundsson skrifar 20. apríl 2011 09:00 Þjóðverjar hafa nýlega sett í stjórnarskrá sína strangar reglur um hámark skulda og fjárlagahalla hins opinbera. Þessar reglur eru hvorki fullkomnar né óumdeildar. Þær eru hins vegar fyrsta skrefið til að styrkja grundvöll ákvarðana hins opinbera þannig að jafnvægi tekna og gjalda sé virt. Lækkun opinberra skulda íslenska ríkisins og ábyrg fjármálastjórn er með sama hætti forgangsmál, eigi efnahagur okkar að byggja á heilbrigðum forsendum. Þessari grein er ekki ætlað að vera enn ein ábendingin um hvað fór úrskeiðis síðustu ár heldur til að setja fram tillögu sem byggir á umræðu dagsins um ábyrga fjármálastjórn ríkisins. Nýr kafli um efnahagsmálTillagan er sú að þegar stjórnarskrá okkar verður loks endurskoðuð þá verði búinn til nýr kafli svipaður þeim sem þýska stjórnarskráin geymir. Í þessum kafla verði fjallað með skýrum hætti um efnahag þjóðarinnar; jafnvægi milli tekna og gjalda hins opinbera, ásættanlegt skuldahlutfall og jafnframt verði umfang og eðli ríkisábyrgða skilgreint. Réttast væri að fjárlagahalli verði bannaður nema í undantekningartilvikum og skuldir ríkis sem hlutfall af landsframleiðslu fari ekki yfir um 30% eftir að eðlilegur aðlögunartími hins nýja ákvæðis er liðinn. Slíkt markmið er háleitt en tími eyðslu umfram efni er liðinn. Þá verður að huga að ríkisábyrgðum þótt um þær ríki sérkennileg þögn hér sem erlendis. Óljós stefna um umfang og eðli ríkisábyrgða leiðir aðeins til þess að við áttum okkur síður á hvað ríkið skuldar – fari allt á versta veg. Innstæðutryggingar framtíðarinnar eru t.a.m. risavaxin áskorun. Ófrávíkjanlegar reglurVissulega er staða íslenska ríkisins sérstök vegna hruns fjármálakerfisins haustið 2008. Af því hlaust gríðarlegt tjón og skuldasöfnun sem við verðum að greiða niður næstu árin. Má ekkert út af bregða eigi gildandi fjárhagsmarkmið að nást. Við búum raunar við meiriháttar óstöðugleika sem kann að öðlast nýtt líf eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lokað sinni skrifstofu, hugsanlega í lok árs. Mikilvægast er því að huga að langtímamarkmiðum í ríkisfjármálum sem stjórnmálamenn geta ekki komist hjá að fylgja. Nú duga ekki almenn viðmið, matskenndar reglur og fögur fyrirheit. Nýr kafli í stjórnarskrá Íslands um fjármál hins opinbera er því skref í rétta átt – það sama og Þjóðverjar hafa nú tekið. Fordæmi Þjóðverja – heilbrigð framtíðarsýnEkki er ólíklegt að fjölmörg ríki fylgi fordæmi Þýskalands innan fárra ára og banni jafnvel fjárlagahalla nema viss hlutlæg efnahagsleg skilyrði séu til staðar. Fjárlagahalli er að mörgu leyti leið hinna spilltu til þess að halda völdum þótt hann kunni vissulega að vera neyðarbrauð þjóðar í vanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þjóðverjar hafa nýlega sett í stjórnarskrá sína strangar reglur um hámark skulda og fjárlagahalla hins opinbera. Þessar reglur eru hvorki fullkomnar né óumdeildar. Þær eru hins vegar fyrsta skrefið til að styrkja grundvöll ákvarðana hins opinbera þannig að jafnvægi tekna og gjalda sé virt. Lækkun opinberra skulda íslenska ríkisins og ábyrg fjármálastjórn er með sama hætti forgangsmál, eigi efnahagur okkar að byggja á heilbrigðum forsendum. Þessari grein er ekki ætlað að vera enn ein ábendingin um hvað fór úrskeiðis síðustu ár heldur til að setja fram tillögu sem byggir á umræðu dagsins um ábyrga fjármálastjórn ríkisins. Nýr kafli um efnahagsmálTillagan er sú að þegar stjórnarskrá okkar verður loks endurskoðuð þá verði búinn til nýr kafli svipaður þeim sem þýska stjórnarskráin geymir. Í þessum kafla verði fjallað með skýrum hætti um efnahag þjóðarinnar; jafnvægi milli tekna og gjalda hins opinbera, ásættanlegt skuldahlutfall og jafnframt verði umfang og eðli ríkisábyrgða skilgreint. Réttast væri að fjárlagahalli verði bannaður nema í undantekningartilvikum og skuldir ríkis sem hlutfall af landsframleiðslu fari ekki yfir um 30% eftir að eðlilegur aðlögunartími hins nýja ákvæðis er liðinn. Slíkt markmið er háleitt en tími eyðslu umfram efni er liðinn. Þá verður að huga að ríkisábyrgðum þótt um þær ríki sérkennileg þögn hér sem erlendis. Óljós stefna um umfang og eðli ríkisábyrgða leiðir aðeins til þess að við áttum okkur síður á hvað ríkið skuldar – fari allt á versta veg. Innstæðutryggingar framtíðarinnar eru t.a.m. risavaxin áskorun. Ófrávíkjanlegar reglurVissulega er staða íslenska ríkisins sérstök vegna hruns fjármálakerfisins haustið 2008. Af því hlaust gríðarlegt tjón og skuldasöfnun sem við verðum að greiða niður næstu árin. Má ekkert út af bregða eigi gildandi fjárhagsmarkmið að nást. Við búum raunar við meiriháttar óstöðugleika sem kann að öðlast nýtt líf eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lokað sinni skrifstofu, hugsanlega í lok árs. Mikilvægast er því að huga að langtímamarkmiðum í ríkisfjármálum sem stjórnmálamenn geta ekki komist hjá að fylgja. Nú duga ekki almenn viðmið, matskenndar reglur og fögur fyrirheit. Nýr kafli í stjórnarskrá Íslands um fjármál hins opinbera er því skref í rétta átt – það sama og Þjóðverjar hafa nú tekið. Fordæmi Þjóðverja – heilbrigð framtíðarsýnEkki er ólíklegt að fjölmörg ríki fylgi fordæmi Þýskalands innan fárra ára og banni jafnvel fjárlagahalla nema viss hlutlæg efnahagsleg skilyrði séu til staðar. Fjárlagahalli er að mörgu leyti leið hinna spilltu til þess að halda völdum þótt hann kunni vissulega að vera neyðarbrauð þjóðar í vanda.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun