Endurskoðun stjórnarskrár – þýska leiðin Ólafur Reynir Guðmundsson skrifar 20. apríl 2011 09:00 Þjóðverjar hafa nýlega sett í stjórnarskrá sína strangar reglur um hámark skulda og fjárlagahalla hins opinbera. Þessar reglur eru hvorki fullkomnar né óumdeildar. Þær eru hins vegar fyrsta skrefið til að styrkja grundvöll ákvarðana hins opinbera þannig að jafnvægi tekna og gjalda sé virt. Lækkun opinberra skulda íslenska ríkisins og ábyrg fjármálastjórn er með sama hætti forgangsmál, eigi efnahagur okkar að byggja á heilbrigðum forsendum. Þessari grein er ekki ætlað að vera enn ein ábendingin um hvað fór úrskeiðis síðustu ár heldur til að setja fram tillögu sem byggir á umræðu dagsins um ábyrga fjármálastjórn ríkisins. Nýr kafli um efnahagsmálTillagan er sú að þegar stjórnarskrá okkar verður loks endurskoðuð þá verði búinn til nýr kafli svipaður þeim sem þýska stjórnarskráin geymir. Í þessum kafla verði fjallað með skýrum hætti um efnahag þjóðarinnar; jafnvægi milli tekna og gjalda hins opinbera, ásættanlegt skuldahlutfall og jafnframt verði umfang og eðli ríkisábyrgða skilgreint. Réttast væri að fjárlagahalli verði bannaður nema í undantekningartilvikum og skuldir ríkis sem hlutfall af landsframleiðslu fari ekki yfir um 30% eftir að eðlilegur aðlögunartími hins nýja ákvæðis er liðinn. Slíkt markmið er háleitt en tími eyðslu umfram efni er liðinn. Þá verður að huga að ríkisábyrgðum þótt um þær ríki sérkennileg þögn hér sem erlendis. Óljós stefna um umfang og eðli ríkisábyrgða leiðir aðeins til þess að við áttum okkur síður á hvað ríkið skuldar – fari allt á versta veg. Innstæðutryggingar framtíðarinnar eru t.a.m. risavaxin áskorun. Ófrávíkjanlegar reglurVissulega er staða íslenska ríkisins sérstök vegna hruns fjármálakerfisins haustið 2008. Af því hlaust gríðarlegt tjón og skuldasöfnun sem við verðum að greiða niður næstu árin. Má ekkert út af bregða eigi gildandi fjárhagsmarkmið að nást. Við búum raunar við meiriháttar óstöðugleika sem kann að öðlast nýtt líf eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lokað sinni skrifstofu, hugsanlega í lok árs. Mikilvægast er því að huga að langtímamarkmiðum í ríkisfjármálum sem stjórnmálamenn geta ekki komist hjá að fylgja. Nú duga ekki almenn viðmið, matskenndar reglur og fögur fyrirheit. Nýr kafli í stjórnarskrá Íslands um fjármál hins opinbera er því skref í rétta átt – það sama og Þjóðverjar hafa nú tekið. Fordæmi Þjóðverja – heilbrigð framtíðarsýnEkki er ólíklegt að fjölmörg ríki fylgi fordæmi Þýskalands innan fárra ára og banni jafnvel fjárlagahalla nema viss hlutlæg efnahagsleg skilyrði séu til staðar. Fjárlagahalli er að mörgu leyti leið hinna spilltu til þess að halda völdum þótt hann kunni vissulega að vera neyðarbrauð þjóðar í vanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðverjar hafa nýlega sett í stjórnarskrá sína strangar reglur um hámark skulda og fjárlagahalla hins opinbera. Þessar reglur eru hvorki fullkomnar né óumdeildar. Þær eru hins vegar fyrsta skrefið til að styrkja grundvöll ákvarðana hins opinbera þannig að jafnvægi tekna og gjalda sé virt. Lækkun opinberra skulda íslenska ríkisins og ábyrg fjármálastjórn er með sama hætti forgangsmál, eigi efnahagur okkar að byggja á heilbrigðum forsendum. Þessari grein er ekki ætlað að vera enn ein ábendingin um hvað fór úrskeiðis síðustu ár heldur til að setja fram tillögu sem byggir á umræðu dagsins um ábyrga fjármálastjórn ríkisins. Nýr kafli um efnahagsmálTillagan er sú að þegar stjórnarskrá okkar verður loks endurskoðuð þá verði búinn til nýr kafli svipaður þeim sem þýska stjórnarskráin geymir. Í þessum kafla verði fjallað með skýrum hætti um efnahag þjóðarinnar; jafnvægi milli tekna og gjalda hins opinbera, ásættanlegt skuldahlutfall og jafnframt verði umfang og eðli ríkisábyrgða skilgreint. Réttast væri að fjárlagahalli verði bannaður nema í undantekningartilvikum og skuldir ríkis sem hlutfall af landsframleiðslu fari ekki yfir um 30% eftir að eðlilegur aðlögunartími hins nýja ákvæðis er liðinn. Slíkt markmið er háleitt en tími eyðslu umfram efni er liðinn. Þá verður að huga að ríkisábyrgðum þótt um þær ríki sérkennileg þögn hér sem erlendis. Óljós stefna um umfang og eðli ríkisábyrgða leiðir aðeins til þess að við áttum okkur síður á hvað ríkið skuldar – fari allt á versta veg. Innstæðutryggingar framtíðarinnar eru t.a.m. risavaxin áskorun. Ófrávíkjanlegar reglurVissulega er staða íslenska ríkisins sérstök vegna hruns fjármálakerfisins haustið 2008. Af því hlaust gríðarlegt tjón og skuldasöfnun sem við verðum að greiða niður næstu árin. Má ekkert út af bregða eigi gildandi fjárhagsmarkmið að nást. Við búum raunar við meiriháttar óstöðugleika sem kann að öðlast nýtt líf eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lokað sinni skrifstofu, hugsanlega í lok árs. Mikilvægast er því að huga að langtímamarkmiðum í ríkisfjármálum sem stjórnmálamenn geta ekki komist hjá að fylgja. Nú duga ekki almenn viðmið, matskenndar reglur og fögur fyrirheit. Nýr kafli í stjórnarskrá Íslands um fjármál hins opinbera er því skref í rétta átt – það sama og Þjóðverjar hafa nú tekið. Fordæmi Þjóðverja – heilbrigð framtíðarsýnEkki er ólíklegt að fjölmörg ríki fylgi fordæmi Þýskalands innan fárra ára og banni jafnvel fjárlagahalla nema viss hlutlæg efnahagsleg skilyrði séu til staðar. Fjárlagahalli er að mörgu leyti leið hinna spilltu til þess að halda völdum þótt hann kunni vissulega að vera neyðarbrauð þjóðar í vanda.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun