Vandræðagangurinn á þessu Sólheimafólki Óli Tynes skrifar 20. apríl 2011 09:00 Ég hef heyrt utan á mér að margir skilja ekki hvað er að gerast á Sólheimum í Grímsnesi. Hvers vegna eru forráðamenn þar alltaf að röfla um óöryggi í rekstri og jafnvel hugsanlega lokun. Mér finnst því rétt að reyna að útskýra það í stuttu máli. Og í stuttu máli hefur verið níðst á Sólheimum í stjórnkerfinu. Leyfið mér að rökstyðja það. Grundvöllur fjárveitinga til heimila fatlaðra er svokallað þjónustumat. Því meiri þjónustu sem fólkið þarf, þeim mun hærra er fjárframlagið. Lögum samkvæmt skal gera slíkt þjónustumat einu sinni á ári. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir hafa Sólheimar ekki fengið slíkt þjónustumat frá árinu 2002. Sólheimar þurfa því árið 2011 að standa undir fjárþörf sem var skilgreind árið 2002. Hvað þýðir þetta í tölum? Á Sólheimum eru 43 einstaklingar. Fjárframlög eru tæpar 275 milljónir króna á ári. Annað sambærilegt heimili þjónustar 38 einstaklinga. Fjárframlög eru 362 milljónir króna á ári. Fimm færri einstaklingar, en fá 87 milljónum króna meira á ári. Guð blessi þann góða stað og alla þá sem þar búa og vinna. Við berum ekki til þeirra nokkurn kala eða öfund. Þvert á móti gleðjumst við yfir því að þeir skuli njóta réttar síns. Við biðjum aðeins um að okkar fólk fái að sitja við sama borð. NíðingsverkÞað er ekkert leyndarmál að Sólheimar eiga óvildarmenn í stjórnkerfinu. Atlögur þeirra að heimilinu er ekki hægt að telja á fingrum beggja handa. Eitt nýjasta dæmið er frá árinu 2009. Það var ár mikils niðurskurðar sem kom niður á allri þjóðinni. Sólheimar gera ekki nokkra athugasemd við að taka þátt í þeim niðurskurði. EN. Í leiðinni var notað tækifærið til þess að skera niður fjárframlög til Sólheima um 11 milljónir króna (4%) umfram alla aðra aðila í málaflokki fatlaðra. Auk þess var ákveðið að viðhalda þessari 11 milljóna króna skerðingu árin 2010 og 2011. Ég veit ekki hvaða níðingur ákvað þetta, en hafi hann eilífa skömm fyrir. Vegna alls þessa höfum við þurft að draga úr þjónustu og öryggi íbúanna. Það hefur þegar þurft að segja upp hjúkrunarfræðingi, iðjuþjálfa og öryggisfulltrúa/umsjón með byggðahverfi. Öryggisleysi okkar á Sólheimum er því ekki bara komið til af því hversu miklir vandræðagemlingar við erum (þótt ekki skuli úr því dregið). Okkur finnst það einfaldlega skylda okkar að berjast fyrir okkar fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég hef heyrt utan á mér að margir skilja ekki hvað er að gerast á Sólheimum í Grímsnesi. Hvers vegna eru forráðamenn þar alltaf að röfla um óöryggi í rekstri og jafnvel hugsanlega lokun. Mér finnst því rétt að reyna að útskýra það í stuttu máli. Og í stuttu máli hefur verið níðst á Sólheimum í stjórnkerfinu. Leyfið mér að rökstyðja það. Grundvöllur fjárveitinga til heimila fatlaðra er svokallað þjónustumat. Því meiri þjónustu sem fólkið þarf, þeim mun hærra er fjárframlagið. Lögum samkvæmt skal gera slíkt þjónustumat einu sinni á ári. Þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir hafa Sólheimar ekki fengið slíkt þjónustumat frá árinu 2002. Sólheimar þurfa því árið 2011 að standa undir fjárþörf sem var skilgreind árið 2002. Hvað þýðir þetta í tölum? Á Sólheimum eru 43 einstaklingar. Fjárframlög eru tæpar 275 milljónir króna á ári. Annað sambærilegt heimili þjónustar 38 einstaklinga. Fjárframlög eru 362 milljónir króna á ári. Fimm færri einstaklingar, en fá 87 milljónum króna meira á ári. Guð blessi þann góða stað og alla þá sem þar búa og vinna. Við berum ekki til þeirra nokkurn kala eða öfund. Þvert á móti gleðjumst við yfir því að þeir skuli njóta réttar síns. Við biðjum aðeins um að okkar fólk fái að sitja við sama borð. NíðingsverkÞað er ekkert leyndarmál að Sólheimar eiga óvildarmenn í stjórnkerfinu. Atlögur þeirra að heimilinu er ekki hægt að telja á fingrum beggja handa. Eitt nýjasta dæmið er frá árinu 2009. Það var ár mikils niðurskurðar sem kom niður á allri þjóðinni. Sólheimar gera ekki nokkra athugasemd við að taka þátt í þeim niðurskurði. EN. Í leiðinni var notað tækifærið til þess að skera niður fjárframlög til Sólheima um 11 milljónir króna (4%) umfram alla aðra aðila í málaflokki fatlaðra. Auk þess var ákveðið að viðhalda þessari 11 milljóna króna skerðingu árin 2010 og 2011. Ég veit ekki hvaða níðingur ákvað þetta, en hafi hann eilífa skömm fyrir. Vegna alls þessa höfum við þurft að draga úr þjónustu og öryggi íbúanna. Það hefur þegar þurft að segja upp hjúkrunarfræðingi, iðjuþjálfa og öryggisfulltrúa/umsjón með byggðahverfi. Öryggisleysi okkar á Sólheimum er því ekki bara komið til af því hversu miklir vandræðagemlingar við erum (þótt ekki skuli úr því dregið). Okkur finnst það einfaldlega skylda okkar að berjast fyrir okkar fólk.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar