Tveggja fóta tækling í boði KSÍ 20. apríl 2011 09:00 Þöggun, kúgun, misbeiting á valdi, já og foringjaræði – allt frekar kunnugleg orð í ræðu og riti þessi misserin. Og það er dapurlegt að þurfa að taka sér þau í munn þegar maður talar um starfsemi fjöldahreyfingar eins og knattspyrnuhreyfingin er. Skyldi fjöldanum standa á sama eða kemur honum það barasta ekki við? Við borðið sitja þeir sem ráða og láta sér í léttu rúmi liggja hverja ákvarðanir þeirra hitta fyrir eða hvernig. Rétt er og heiðarlegt að taka fram strax að málið er mér skylt og ég því líklegast vanhæfur til að tjá mig. Sem sagt hlutdrægur en það sem við mér blasir, þótt ég setji upp hlutleysisgleraugun, er að í boði KSÍ er tveggja fóta tækling notuð til að klippa niður bróður minn, Jóhannes Valgeirsson, einn besta knattspyrnudómara landsins til fjölda ára. Og skyldi nú einhver fá áminningu, tiltal eða jafnvel rautt fyrir svo lúalegt brot? Neibb, það var yfirdómarinn sjálfur sem tæklaði og viti menn, hann er besti vinur aðal. Engin áminningEins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Jóhannesi verið sparkað. Fyrst var sagt að hann hefði sjálfur sagt upp og þegar því var vísað þráðbeint til föðurhúsanna og menn beðnir að sýna þá formlegu uppsögn kemur ný ástæða: Margra ára samskiptavandi milli Jóhannesar og hluta dómaranefndar, já og dómaranna sjálfra, samstarfsmanna og vina Jóhannesar. Enginn geti unnið með honum. Gott og vel, gefum okkur að þetta sé rétt. Þeir sem þekkja Jóhannes vita að hann liggur ekki á skoðunum sínum og getur verið gagnrýninn. Fyrst liggur svo sem við að spyrja hvort það væri samt ekki bara allt í lagi, hvort menn eigi ekki alveg að þola gagnrýni? Gagnrýnir menn geta haft jákvæð áhrif. En ef menn þola ekki gagnrýnina liggur næst við að spyrja hversu margar viðvaranir, já eða áminningar, svo talað sé tungumál sem menn ættu að eiga auðvelt með að skilja, hefur Jóhannes fengið? Fyrst samskiptavandinn hefur staðið í mörg ár spyr maður hversu oft hafi honum þá verið settur stóllinn fyrir dyrnar? Hversu oft hefur verið sagt: „Eitt orð í viðbót og þú ferð í sturtu“, eða „ein uppákoma enn og við neyðumst til að sýna þér rauða spjaldið“? Svarið er ekki flókið. ALDREI. Þvert á móti hafa menn umbunað honum vel unnin störf með metnaðarfullum verkefnum á sviði dómgæslunnar, klappað honum á bak fyrir dugnað, metnað og ósérhlífni. Að öðru leyti hafa samskipti verið lítil. Flekklaus dómaraferillEn hvaða viðkvæmni er þetta? Ræður ekki dómaranefnd? Hefur hún ekki heimild til að vera á móti þeim sem hún vill og vald til að reka þá sem hún vill? Eflaust er það svo en það sem er bara svo ljótt í málinu er aðferðin og sú staðreynd að Jóhannes fær enga skýringu og hinn almenni knattspyrnuáhugamaður ekki heldur. Dómarinn er skilinn eftir úti í kuldanum og almenningur stendur eftir gapandi, eitt spurningarmerki. Hreyfingin er stór og flestir vita hver maðurinn er, ferill hans sem dómari er flekklaus. Þess meiri líkur eru til þess að brotið hljóti að vera alvarlegt. Menn geti ekki verið reknir fyrirvaralaust með slíkan feril nema vegna mjög alvarlegs brots og því hljóti málið að vera þess eðlis að það þoli ekki dagsljósið. Ég hef átt fjölda símtala við menn um málið og spurt hvað það kunni að vera sem ekki þoli dagsljósið. Jóhannes er bróðir minn en ég hef samt leyft mér að efast. Hann hljóti eitthvað að hafa gert af sér, annað en einhvern veginn að vera fyrir þeim sem ræður. Sá sem veit vill ekki ræða, aðrir þekkja málið einungis af afspurn, þykir málið leitt og muldra eitthvað um að sagan segi að til séu ljótir tölvupóstar eða SMS sem Jóhannes kunni hugsanlega að hafa sent frá sér. Slíkt muni jafnvel hafa meitt svo illa að ekki verði aftur tekið. Ekki fylgir sögunni hvert þetta á að hafa verið sent og hvers vegna. Jóhannes þverneitar slíkum Gróusögum. Háttvísi?Knattspyrnusamband Íslands er ekki bara einhver samtök úti í bæ eins og sagt er. Þetta er fjöldahreyfing þar sem tugir þúsunda taka þátt, flestir hinna fylgjast með. Vertíðin fer að byrja og allir bíða spenntir. Það er sorglegt að svo stór hreyfing, sem ætlast til að hún sé tekin alvarlega, skuli ekki ganga í svona mál og leysa, ég leyfi mér að segja sjái ekki sóma sinn í að taka fram fyrir hendur manna sem gera mistök. Dómaranefnd er eflaust skipuð vönduðum mönnum. Suma þekki ég persónulega og af góðu einu. Einhvers staðar hljóta menn bara að hafa farið fram úr sér, boltinn hefur undið upp á sig og stolt einhverra kemur í veg fyrir að menn sættist. Ég skora á KSÍ, sem veitir verðlaun sem kennd eru við háttvísi, að láta sig málið varða. Knattspyrnan þarf á kröftum Jóhannesar að halda og hann vill eflaust endurheimta áhugamál sitt og æruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Þöggun, kúgun, misbeiting á valdi, já og foringjaræði – allt frekar kunnugleg orð í ræðu og riti þessi misserin. Og það er dapurlegt að þurfa að taka sér þau í munn þegar maður talar um starfsemi fjöldahreyfingar eins og knattspyrnuhreyfingin er. Skyldi fjöldanum standa á sama eða kemur honum það barasta ekki við? Við borðið sitja þeir sem ráða og láta sér í léttu rúmi liggja hverja ákvarðanir þeirra hitta fyrir eða hvernig. Rétt er og heiðarlegt að taka fram strax að málið er mér skylt og ég því líklegast vanhæfur til að tjá mig. Sem sagt hlutdrægur en það sem við mér blasir, þótt ég setji upp hlutleysisgleraugun, er að í boði KSÍ er tveggja fóta tækling notuð til að klippa niður bróður minn, Jóhannes Valgeirsson, einn besta knattspyrnudómara landsins til fjölda ára. Og skyldi nú einhver fá áminningu, tiltal eða jafnvel rautt fyrir svo lúalegt brot? Neibb, það var yfirdómarinn sjálfur sem tæklaði og viti menn, hann er besti vinur aðal. Engin áminningEins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Jóhannesi verið sparkað. Fyrst var sagt að hann hefði sjálfur sagt upp og þegar því var vísað þráðbeint til föðurhúsanna og menn beðnir að sýna þá formlegu uppsögn kemur ný ástæða: Margra ára samskiptavandi milli Jóhannesar og hluta dómaranefndar, já og dómaranna sjálfra, samstarfsmanna og vina Jóhannesar. Enginn geti unnið með honum. Gott og vel, gefum okkur að þetta sé rétt. Þeir sem þekkja Jóhannes vita að hann liggur ekki á skoðunum sínum og getur verið gagnrýninn. Fyrst liggur svo sem við að spyrja hvort það væri samt ekki bara allt í lagi, hvort menn eigi ekki alveg að þola gagnrýni? Gagnrýnir menn geta haft jákvæð áhrif. En ef menn þola ekki gagnrýnina liggur næst við að spyrja hversu margar viðvaranir, já eða áminningar, svo talað sé tungumál sem menn ættu að eiga auðvelt með að skilja, hefur Jóhannes fengið? Fyrst samskiptavandinn hefur staðið í mörg ár spyr maður hversu oft hafi honum þá verið settur stóllinn fyrir dyrnar? Hversu oft hefur verið sagt: „Eitt orð í viðbót og þú ferð í sturtu“, eða „ein uppákoma enn og við neyðumst til að sýna þér rauða spjaldið“? Svarið er ekki flókið. ALDREI. Þvert á móti hafa menn umbunað honum vel unnin störf með metnaðarfullum verkefnum á sviði dómgæslunnar, klappað honum á bak fyrir dugnað, metnað og ósérhlífni. Að öðru leyti hafa samskipti verið lítil. Flekklaus dómaraferillEn hvaða viðkvæmni er þetta? Ræður ekki dómaranefnd? Hefur hún ekki heimild til að vera á móti þeim sem hún vill og vald til að reka þá sem hún vill? Eflaust er það svo en það sem er bara svo ljótt í málinu er aðferðin og sú staðreynd að Jóhannes fær enga skýringu og hinn almenni knattspyrnuáhugamaður ekki heldur. Dómarinn er skilinn eftir úti í kuldanum og almenningur stendur eftir gapandi, eitt spurningarmerki. Hreyfingin er stór og flestir vita hver maðurinn er, ferill hans sem dómari er flekklaus. Þess meiri líkur eru til þess að brotið hljóti að vera alvarlegt. Menn geti ekki verið reknir fyrirvaralaust með slíkan feril nema vegna mjög alvarlegs brots og því hljóti málið að vera þess eðlis að það þoli ekki dagsljósið. Ég hef átt fjölda símtala við menn um málið og spurt hvað það kunni að vera sem ekki þoli dagsljósið. Jóhannes er bróðir minn en ég hef samt leyft mér að efast. Hann hljóti eitthvað að hafa gert af sér, annað en einhvern veginn að vera fyrir þeim sem ræður. Sá sem veit vill ekki ræða, aðrir þekkja málið einungis af afspurn, þykir málið leitt og muldra eitthvað um að sagan segi að til séu ljótir tölvupóstar eða SMS sem Jóhannes kunni hugsanlega að hafa sent frá sér. Slíkt muni jafnvel hafa meitt svo illa að ekki verði aftur tekið. Ekki fylgir sögunni hvert þetta á að hafa verið sent og hvers vegna. Jóhannes þverneitar slíkum Gróusögum. Háttvísi?Knattspyrnusamband Íslands er ekki bara einhver samtök úti í bæ eins og sagt er. Þetta er fjöldahreyfing þar sem tugir þúsunda taka þátt, flestir hinna fylgjast með. Vertíðin fer að byrja og allir bíða spenntir. Það er sorglegt að svo stór hreyfing, sem ætlast til að hún sé tekin alvarlega, skuli ekki ganga í svona mál og leysa, ég leyfi mér að segja sjái ekki sóma sinn í að taka fram fyrir hendur manna sem gera mistök. Dómaranefnd er eflaust skipuð vönduðum mönnum. Suma þekki ég persónulega og af góðu einu. Einhvers staðar hljóta menn bara að hafa farið fram úr sér, boltinn hefur undið upp á sig og stolt einhverra kemur í veg fyrir að menn sættist. Ég skora á KSÍ, sem veitir verðlaun sem kennd eru við háttvísi, að láta sig málið varða. Knattspyrnan þarf á kröftum Jóhannesar að halda og hann vill eflaust endurheimta áhugamál sitt og æruna.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun