Tveggja fóta tækling í boði KSÍ 20. apríl 2011 09:00 Þöggun, kúgun, misbeiting á valdi, já og foringjaræði – allt frekar kunnugleg orð í ræðu og riti þessi misserin. Og það er dapurlegt að þurfa að taka sér þau í munn þegar maður talar um starfsemi fjöldahreyfingar eins og knattspyrnuhreyfingin er. Skyldi fjöldanum standa á sama eða kemur honum það barasta ekki við? Við borðið sitja þeir sem ráða og láta sér í léttu rúmi liggja hverja ákvarðanir þeirra hitta fyrir eða hvernig. Rétt er og heiðarlegt að taka fram strax að málið er mér skylt og ég því líklegast vanhæfur til að tjá mig. Sem sagt hlutdrægur en það sem við mér blasir, þótt ég setji upp hlutleysisgleraugun, er að í boði KSÍ er tveggja fóta tækling notuð til að klippa niður bróður minn, Jóhannes Valgeirsson, einn besta knattspyrnudómara landsins til fjölda ára. Og skyldi nú einhver fá áminningu, tiltal eða jafnvel rautt fyrir svo lúalegt brot? Neibb, það var yfirdómarinn sjálfur sem tæklaði og viti menn, hann er besti vinur aðal. Engin áminningEins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Jóhannesi verið sparkað. Fyrst var sagt að hann hefði sjálfur sagt upp og þegar því var vísað þráðbeint til föðurhúsanna og menn beðnir að sýna þá formlegu uppsögn kemur ný ástæða: Margra ára samskiptavandi milli Jóhannesar og hluta dómaranefndar, já og dómaranna sjálfra, samstarfsmanna og vina Jóhannesar. Enginn geti unnið með honum. Gott og vel, gefum okkur að þetta sé rétt. Þeir sem þekkja Jóhannes vita að hann liggur ekki á skoðunum sínum og getur verið gagnrýninn. Fyrst liggur svo sem við að spyrja hvort það væri samt ekki bara allt í lagi, hvort menn eigi ekki alveg að þola gagnrýni? Gagnrýnir menn geta haft jákvæð áhrif. En ef menn þola ekki gagnrýnina liggur næst við að spyrja hversu margar viðvaranir, já eða áminningar, svo talað sé tungumál sem menn ættu að eiga auðvelt með að skilja, hefur Jóhannes fengið? Fyrst samskiptavandinn hefur staðið í mörg ár spyr maður hversu oft hafi honum þá verið settur stóllinn fyrir dyrnar? Hversu oft hefur verið sagt: „Eitt orð í viðbót og þú ferð í sturtu“, eða „ein uppákoma enn og við neyðumst til að sýna þér rauða spjaldið“? Svarið er ekki flókið. ALDREI. Þvert á móti hafa menn umbunað honum vel unnin störf með metnaðarfullum verkefnum á sviði dómgæslunnar, klappað honum á bak fyrir dugnað, metnað og ósérhlífni. Að öðru leyti hafa samskipti verið lítil. Flekklaus dómaraferillEn hvaða viðkvæmni er þetta? Ræður ekki dómaranefnd? Hefur hún ekki heimild til að vera á móti þeim sem hún vill og vald til að reka þá sem hún vill? Eflaust er það svo en það sem er bara svo ljótt í málinu er aðferðin og sú staðreynd að Jóhannes fær enga skýringu og hinn almenni knattspyrnuáhugamaður ekki heldur. Dómarinn er skilinn eftir úti í kuldanum og almenningur stendur eftir gapandi, eitt spurningarmerki. Hreyfingin er stór og flestir vita hver maðurinn er, ferill hans sem dómari er flekklaus. Þess meiri líkur eru til þess að brotið hljóti að vera alvarlegt. Menn geti ekki verið reknir fyrirvaralaust með slíkan feril nema vegna mjög alvarlegs brots og því hljóti málið að vera þess eðlis að það þoli ekki dagsljósið. Ég hef átt fjölda símtala við menn um málið og spurt hvað það kunni að vera sem ekki þoli dagsljósið. Jóhannes er bróðir minn en ég hef samt leyft mér að efast. Hann hljóti eitthvað að hafa gert af sér, annað en einhvern veginn að vera fyrir þeim sem ræður. Sá sem veit vill ekki ræða, aðrir þekkja málið einungis af afspurn, þykir málið leitt og muldra eitthvað um að sagan segi að til séu ljótir tölvupóstar eða SMS sem Jóhannes kunni hugsanlega að hafa sent frá sér. Slíkt muni jafnvel hafa meitt svo illa að ekki verði aftur tekið. Ekki fylgir sögunni hvert þetta á að hafa verið sent og hvers vegna. Jóhannes þverneitar slíkum Gróusögum. Háttvísi?Knattspyrnusamband Íslands er ekki bara einhver samtök úti í bæ eins og sagt er. Þetta er fjöldahreyfing þar sem tugir þúsunda taka þátt, flestir hinna fylgjast með. Vertíðin fer að byrja og allir bíða spenntir. Það er sorglegt að svo stór hreyfing, sem ætlast til að hún sé tekin alvarlega, skuli ekki ganga í svona mál og leysa, ég leyfi mér að segja sjái ekki sóma sinn í að taka fram fyrir hendur manna sem gera mistök. Dómaranefnd er eflaust skipuð vönduðum mönnum. Suma þekki ég persónulega og af góðu einu. Einhvers staðar hljóta menn bara að hafa farið fram úr sér, boltinn hefur undið upp á sig og stolt einhverra kemur í veg fyrir að menn sættist. Ég skora á KSÍ, sem veitir verðlaun sem kennd eru við háttvísi, að láta sig málið varða. Knattspyrnan þarf á kröftum Jóhannesar að halda og hann vill eflaust endurheimta áhugamál sitt og æruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Þöggun, kúgun, misbeiting á valdi, já og foringjaræði – allt frekar kunnugleg orð í ræðu og riti þessi misserin. Og það er dapurlegt að þurfa að taka sér þau í munn þegar maður talar um starfsemi fjöldahreyfingar eins og knattspyrnuhreyfingin er. Skyldi fjöldanum standa á sama eða kemur honum það barasta ekki við? Við borðið sitja þeir sem ráða og láta sér í léttu rúmi liggja hverja ákvarðanir þeirra hitta fyrir eða hvernig. Rétt er og heiðarlegt að taka fram strax að málið er mér skylt og ég því líklegast vanhæfur til að tjá mig. Sem sagt hlutdrægur en það sem við mér blasir, þótt ég setji upp hlutleysisgleraugun, er að í boði KSÍ er tveggja fóta tækling notuð til að klippa niður bróður minn, Jóhannes Valgeirsson, einn besta knattspyrnudómara landsins til fjölda ára. Og skyldi nú einhver fá áminningu, tiltal eða jafnvel rautt fyrir svo lúalegt brot? Neibb, það var yfirdómarinn sjálfur sem tæklaði og viti menn, hann er besti vinur aðal. Engin áminningEins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur Jóhannesi verið sparkað. Fyrst var sagt að hann hefði sjálfur sagt upp og þegar því var vísað þráðbeint til föðurhúsanna og menn beðnir að sýna þá formlegu uppsögn kemur ný ástæða: Margra ára samskiptavandi milli Jóhannesar og hluta dómaranefndar, já og dómaranna sjálfra, samstarfsmanna og vina Jóhannesar. Enginn geti unnið með honum. Gott og vel, gefum okkur að þetta sé rétt. Þeir sem þekkja Jóhannes vita að hann liggur ekki á skoðunum sínum og getur verið gagnrýninn. Fyrst liggur svo sem við að spyrja hvort það væri samt ekki bara allt í lagi, hvort menn eigi ekki alveg að þola gagnrýni? Gagnrýnir menn geta haft jákvæð áhrif. En ef menn þola ekki gagnrýnina liggur næst við að spyrja hversu margar viðvaranir, já eða áminningar, svo talað sé tungumál sem menn ættu að eiga auðvelt með að skilja, hefur Jóhannes fengið? Fyrst samskiptavandinn hefur staðið í mörg ár spyr maður hversu oft hafi honum þá verið settur stóllinn fyrir dyrnar? Hversu oft hefur verið sagt: „Eitt orð í viðbót og þú ferð í sturtu“, eða „ein uppákoma enn og við neyðumst til að sýna þér rauða spjaldið“? Svarið er ekki flókið. ALDREI. Þvert á móti hafa menn umbunað honum vel unnin störf með metnaðarfullum verkefnum á sviði dómgæslunnar, klappað honum á bak fyrir dugnað, metnað og ósérhlífni. Að öðru leyti hafa samskipti verið lítil. Flekklaus dómaraferillEn hvaða viðkvæmni er þetta? Ræður ekki dómaranefnd? Hefur hún ekki heimild til að vera á móti þeim sem hún vill og vald til að reka þá sem hún vill? Eflaust er það svo en það sem er bara svo ljótt í málinu er aðferðin og sú staðreynd að Jóhannes fær enga skýringu og hinn almenni knattspyrnuáhugamaður ekki heldur. Dómarinn er skilinn eftir úti í kuldanum og almenningur stendur eftir gapandi, eitt spurningarmerki. Hreyfingin er stór og flestir vita hver maðurinn er, ferill hans sem dómari er flekklaus. Þess meiri líkur eru til þess að brotið hljóti að vera alvarlegt. Menn geti ekki verið reknir fyrirvaralaust með slíkan feril nema vegna mjög alvarlegs brots og því hljóti málið að vera þess eðlis að það þoli ekki dagsljósið. Ég hef átt fjölda símtala við menn um málið og spurt hvað það kunni að vera sem ekki þoli dagsljósið. Jóhannes er bróðir minn en ég hef samt leyft mér að efast. Hann hljóti eitthvað að hafa gert af sér, annað en einhvern veginn að vera fyrir þeim sem ræður. Sá sem veit vill ekki ræða, aðrir þekkja málið einungis af afspurn, þykir málið leitt og muldra eitthvað um að sagan segi að til séu ljótir tölvupóstar eða SMS sem Jóhannes kunni hugsanlega að hafa sent frá sér. Slíkt muni jafnvel hafa meitt svo illa að ekki verði aftur tekið. Ekki fylgir sögunni hvert þetta á að hafa verið sent og hvers vegna. Jóhannes þverneitar slíkum Gróusögum. Háttvísi?Knattspyrnusamband Íslands er ekki bara einhver samtök úti í bæ eins og sagt er. Þetta er fjöldahreyfing þar sem tugir þúsunda taka þátt, flestir hinna fylgjast með. Vertíðin fer að byrja og allir bíða spenntir. Það er sorglegt að svo stór hreyfing, sem ætlast til að hún sé tekin alvarlega, skuli ekki ganga í svona mál og leysa, ég leyfi mér að segja sjái ekki sóma sinn í að taka fram fyrir hendur manna sem gera mistök. Dómaranefnd er eflaust skipuð vönduðum mönnum. Suma þekki ég persónulega og af góðu einu. Einhvers staðar hljóta menn bara að hafa farið fram úr sér, boltinn hefur undið upp á sig og stolt einhverra kemur í veg fyrir að menn sættist. Ég skora á KSÍ, sem veitir verðlaun sem kennd eru við háttvísi, að láta sig málið varða. Knattspyrnan þarf á kröftum Jóhannesar að halda og hann vill eflaust endurheimta áhugamál sitt og æruna.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun