Skerðingar á lífeyri öryrkja - hvað vilja stjórnvöld Lilja Þorgeirsdóttir og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 20. apríl 2011 09:00 Fjöldi öryrkja hefur orðið fyrir umtalsverðum skerðingum á örorkulífeyrisgreiðslum hjá allmörgum lífeyrissjóðum í nokkur ár og hafa margir öryrkjar misst þær alveg. Hér er ekki átt við þær almennu skerðingar sem komu í kjölfar bankahrunsins heldur skerðingar sem lagst hafa þungt á öryrkja sérstaklega og hófust í góðærinu þegar lífeyrissjóðir fóru að taka mið af greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) við útreikning á greiðslum. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) höfðaði prófmál fyrir hönd öryrkja sem við tekjuathugun 2007 varð fyrir verulegri skerðingu á örorkulífeyrisgreiðslum frá Gildi lífeyrissjóði. Í Héraðsdómi Reykjavíkur vannst varnarsigur í málinu en Hæstiréttur sýknaði Gildi lífeyrissjóð, sem voru mikil vonbrigði fyrir öryrkja sem höfðu orðið fyrir svipuðum skerðingum. ÖBÍ skaut málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem samþykkti að taka málið fyrir, en ekki er komin dagsetning á því hvenær það verður. Fjallað verður um hvort mannréttindi hafi verið brotin á öryrkjum með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu.Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi Öryrkjabandalags ÍslandsSkerðingar hófust árið 2007 Greiðslur í lífeyrissjóð eru lögbundnar sem ákveðið hlutfall af launatekjum. Þeir sem verða óvinnufærir að hluta eða öllu leyti geta sótt um örorkubætur frá þeim lífeyrissjóði/um sem þeir hafa greitt í. Ef örorkulífeyrissjóðsgreiðslur eru undir ákveðnum viðmiðum fær fólk örorkubætur frá TR. Í áraraðir tóku lífeyrissjóðir ekki mið af tekjum frá TR við útreikning greiðslna. Því kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar margir lífeyrissjóðir fóru að taka mið af örorkubótum frá TR við útreikning örorkugreiðslna til sjóðsfélaga. Ekki var tekið tillit til þeirra öryrkja sem voru með bótaflokka frá TR til að mæta kostnaði sem tengdist fötluninni sérstaklega.Raunverulegt dæmi um skerðingar lífeyrissjóðsgreiðslna til öryrkja 2007-2010* 2007 Örorkulífeyrir lækkaði úr kr. 70.014 í kr. 26.277, sem er 65% lækkun. Víxlverkun TR bætti skerðinguna að hluta, sem leiddi til enn meiri skerðinga. 2010 Örorkulífeyrir er kominn niður í kr. 9.601** á mánuði. Lækkun í krónutölu um 86,3% frá 2007. *Upphæðirnar miðast við mánaðarlegar greiðslur fyrir skatt. ** Skerðingin er í raun meiri, þar sem örorkulífeyrir er uppreiknaður skv. vísitölu. Það segir sig sjálft að þegar lífeyrissjóðir og TR skerða greiðslur með hliðsjón hvort af öðru leiðir það á endanum til þess að örorkugreiðslur frá lífeyrissjóðum lækka eða falla alveg niður. Eina leiðin til að binda enda á slíkar skerðingar er að setja lög sem koma í veg fyrir slíkt.Fjöldi öryrkja sem hefur orðið fyrir skerðingum Á árunum 2007 til 2009 urðu fjölmargir örorkulífeyrisþegar fyrir skerðingum á greiðslum frá sínum lífeyrissjóði eða misstu þær alveg, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu.Fjöldi öryrkja og skerðingar/niðurfellingar lífeyrissjóðsgreiðslna 2007-2009* 2007 1.600 öryrkjar 2008 1.009 öryrkjar 2009 2.047 öryrkjar *Hluti öryrkja varð fyrir skerðingum oftar en einu sinni. Hlutfall þeirra sem fengu samtímis bætur frá TR og úr lífeyrissjóði lækkaði úr tæplega 60% árið 2006 í rúmlega 51% árið 2009. Eðlilegra hefði verið að þeim hefði fjölgað þar sem fleiri greiða í lífeyrissjóð en áður. Þess skal getið að öryrkjar með bætur frá TR voru samtals 14.500 árið 2009.Kostnaður ríkisins hefur aukist Aðför lífeyrissjóðanna hefur leitt til verulegrar skerðingar á framfærslu fólks sem hefur í góðri trú talið að greiðslur í lífeyrissjóð kæmu sér vel ef það yrði óvinnufært. Þá hafa þessar aðgerðir lífeyrissjóðanna aukið kostnað ríkisins því margir sem hafa orðið fyrir skerðingum hafa fengið skerðinguna bætta hjá TR, en einungis að hluta. Sú sárabót hefur í kjölfarið leitt til þess að lífeyrissjóðsgreiðslur hafa lækkað enn frekar. Það var augljóst hvert stefndi og spurning hver var tilgangurinn með slíkum aðgerðum. Þá er vert að geta þess að lífeyrissjóðirnir fá á fjárlögum umtalsverðar fjárhæðir til að bæta þeim þá „örorkubyrði" sem þeir hafa orðið fyrir. Þessi fjárhæð hefur hækkað frá ári til árs sl. 4 ár. Þrátt fyrir hækkandi framlög ríkisins hafa margir lífeyrissjóðir farið þessa leið.Hver er vilji stjórnvalda til úrlausna? En hver er vilji stjórnvalda til að leysa lífeyrissjóðsmálið? Hinn 30. desember 2010 gerðu félags- og tryggingamálaráðherra (nú velferðarráðherra) og Landssamtök lífeyrissjóða samkomulag um ofangreint mál. Í samkomulaginu kemur fram m.a. að lífeyrissjóðirnir munu út árið 2013 ekki skerða greiðslur til sinna sjóðsfélaga þó að bætur almannatrygginga hækki almennt, sem er jákvætt. Í kjölfar samkomulagsins var samið frumvarp sem hefur verið lagt fyrir Alþingi og verður tekið til afgreiðslu á næstunni. Hvorki í frumvarpinu né í samkomulaginu kemur fram hvernig mál þeirra sem þegar hafa orðið fyrir skerðingum eða misst sínar bætur verði leyst, sem er grafalvarlegt mál. Mun sá hópur sitja eftir úti í kuldanum án úrlausnar sinna mála? Er eina von þessa fólks að bíða niðurstöðuMannréttindadómstólsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjöldi öryrkja hefur orðið fyrir umtalsverðum skerðingum á örorkulífeyrisgreiðslum hjá allmörgum lífeyrissjóðum í nokkur ár og hafa margir öryrkjar misst þær alveg. Hér er ekki átt við þær almennu skerðingar sem komu í kjölfar bankahrunsins heldur skerðingar sem lagst hafa þungt á öryrkja sérstaklega og hófust í góðærinu þegar lífeyrissjóðir fóru að taka mið af greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) við útreikning á greiðslum. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) höfðaði prófmál fyrir hönd öryrkja sem við tekjuathugun 2007 varð fyrir verulegri skerðingu á örorkulífeyrisgreiðslum frá Gildi lífeyrissjóði. Í Héraðsdómi Reykjavíkur vannst varnarsigur í málinu en Hæstiréttur sýknaði Gildi lífeyrissjóð, sem voru mikil vonbrigði fyrir öryrkja sem höfðu orðið fyrir svipuðum skerðingum. ÖBÍ skaut málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem samþykkti að taka málið fyrir, en ekki er komin dagsetning á því hvenær það verður. Fjallað verður um hvort mannréttindi hafi verið brotin á öryrkjum með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu.Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi Öryrkjabandalags ÍslandsSkerðingar hófust árið 2007 Greiðslur í lífeyrissjóð eru lögbundnar sem ákveðið hlutfall af launatekjum. Þeir sem verða óvinnufærir að hluta eða öllu leyti geta sótt um örorkubætur frá þeim lífeyrissjóði/um sem þeir hafa greitt í. Ef örorkulífeyrissjóðsgreiðslur eru undir ákveðnum viðmiðum fær fólk örorkubætur frá TR. Í áraraðir tóku lífeyrissjóðir ekki mið af tekjum frá TR við útreikning greiðslna. Því kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar margir lífeyrissjóðir fóru að taka mið af örorkubótum frá TR við útreikning örorkugreiðslna til sjóðsfélaga. Ekki var tekið tillit til þeirra öryrkja sem voru með bótaflokka frá TR til að mæta kostnaði sem tengdist fötluninni sérstaklega.Raunverulegt dæmi um skerðingar lífeyrissjóðsgreiðslna til öryrkja 2007-2010* 2007 Örorkulífeyrir lækkaði úr kr. 70.014 í kr. 26.277, sem er 65% lækkun. Víxlverkun TR bætti skerðinguna að hluta, sem leiddi til enn meiri skerðinga. 2010 Örorkulífeyrir er kominn niður í kr. 9.601** á mánuði. Lækkun í krónutölu um 86,3% frá 2007. *Upphæðirnar miðast við mánaðarlegar greiðslur fyrir skatt. ** Skerðingin er í raun meiri, þar sem örorkulífeyrir er uppreiknaður skv. vísitölu. Það segir sig sjálft að þegar lífeyrissjóðir og TR skerða greiðslur með hliðsjón hvort af öðru leiðir það á endanum til þess að örorkugreiðslur frá lífeyrissjóðum lækka eða falla alveg niður. Eina leiðin til að binda enda á slíkar skerðingar er að setja lög sem koma í veg fyrir slíkt.Fjöldi öryrkja sem hefur orðið fyrir skerðingum Á árunum 2007 til 2009 urðu fjölmargir örorkulífeyrisþegar fyrir skerðingum á greiðslum frá sínum lífeyrissjóði eða misstu þær alveg, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu.Fjöldi öryrkja og skerðingar/niðurfellingar lífeyrissjóðsgreiðslna 2007-2009* 2007 1.600 öryrkjar 2008 1.009 öryrkjar 2009 2.047 öryrkjar *Hluti öryrkja varð fyrir skerðingum oftar en einu sinni. Hlutfall þeirra sem fengu samtímis bætur frá TR og úr lífeyrissjóði lækkaði úr tæplega 60% árið 2006 í rúmlega 51% árið 2009. Eðlilegra hefði verið að þeim hefði fjölgað þar sem fleiri greiða í lífeyrissjóð en áður. Þess skal getið að öryrkjar með bætur frá TR voru samtals 14.500 árið 2009.Kostnaður ríkisins hefur aukist Aðför lífeyrissjóðanna hefur leitt til verulegrar skerðingar á framfærslu fólks sem hefur í góðri trú talið að greiðslur í lífeyrissjóð kæmu sér vel ef það yrði óvinnufært. Þá hafa þessar aðgerðir lífeyrissjóðanna aukið kostnað ríkisins því margir sem hafa orðið fyrir skerðingum hafa fengið skerðinguna bætta hjá TR, en einungis að hluta. Sú sárabót hefur í kjölfarið leitt til þess að lífeyrissjóðsgreiðslur hafa lækkað enn frekar. Það var augljóst hvert stefndi og spurning hver var tilgangurinn með slíkum aðgerðum. Þá er vert að geta þess að lífeyrissjóðirnir fá á fjárlögum umtalsverðar fjárhæðir til að bæta þeim þá „örorkubyrði" sem þeir hafa orðið fyrir. Þessi fjárhæð hefur hækkað frá ári til árs sl. 4 ár. Þrátt fyrir hækkandi framlög ríkisins hafa margir lífeyrissjóðir farið þessa leið.Hver er vilji stjórnvalda til úrlausna? En hver er vilji stjórnvalda til að leysa lífeyrissjóðsmálið? Hinn 30. desember 2010 gerðu félags- og tryggingamálaráðherra (nú velferðarráðherra) og Landssamtök lífeyrissjóða samkomulag um ofangreint mál. Í samkomulaginu kemur fram m.a. að lífeyrissjóðirnir munu út árið 2013 ekki skerða greiðslur til sinna sjóðsfélaga þó að bætur almannatrygginga hækki almennt, sem er jákvætt. Í kjölfar samkomulagsins var samið frumvarp sem hefur verið lagt fyrir Alþingi og verður tekið til afgreiðslu á næstunni. Hvorki í frumvarpinu né í samkomulaginu kemur fram hvernig mál þeirra sem þegar hafa orðið fyrir skerðingum eða misst sínar bætur verði leyst, sem er grafalvarlegt mál. Mun sá hópur sitja eftir úti í kuldanum án úrlausnar sinna mála? Er eina von þessa fólks að bíða niðurstöðuMannréttindadómstólsins?
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun