Skerðingar á lífeyri öryrkja - hvað vilja stjórnvöld Lilja Þorgeirsdóttir og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 20. apríl 2011 09:00 Fjöldi öryrkja hefur orðið fyrir umtalsverðum skerðingum á örorkulífeyrisgreiðslum hjá allmörgum lífeyrissjóðum í nokkur ár og hafa margir öryrkjar misst þær alveg. Hér er ekki átt við þær almennu skerðingar sem komu í kjölfar bankahrunsins heldur skerðingar sem lagst hafa þungt á öryrkja sérstaklega og hófust í góðærinu þegar lífeyrissjóðir fóru að taka mið af greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) við útreikning á greiðslum. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) höfðaði prófmál fyrir hönd öryrkja sem við tekjuathugun 2007 varð fyrir verulegri skerðingu á örorkulífeyrisgreiðslum frá Gildi lífeyrissjóði. Í Héraðsdómi Reykjavíkur vannst varnarsigur í málinu en Hæstiréttur sýknaði Gildi lífeyrissjóð, sem voru mikil vonbrigði fyrir öryrkja sem höfðu orðið fyrir svipuðum skerðingum. ÖBÍ skaut málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem samþykkti að taka málið fyrir, en ekki er komin dagsetning á því hvenær það verður. Fjallað verður um hvort mannréttindi hafi verið brotin á öryrkjum með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu.Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi Öryrkjabandalags ÍslandsSkerðingar hófust árið 2007 Greiðslur í lífeyrissjóð eru lögbundnar sem ákveðið hlutfall af launatekjum. Þeir sem verða óvinnufærir að hluta eða öllu leyti geta sótt um örorkubætur frá þeim lífeyrissjóði/um sem þeir hafa greitt í. Ef örorkulífeyrissjóðsgreiðslur eru undir ákveðnum viðmiðum fær fólk örorkubætur frá TR. Í áraraðir tóku lífeyrissjóðir ekki mið af tekjum frá TR við útreikning greiðslna. Því kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar margir lífeyrissjóðir fóru að taka mið af örorkubótum frá TR við útreikning örorkugreiðslna til sjóðsfélaga. Ekki var tekið tillit til þeirra öryrkja sem voru með bótaflokka frá TR til að mæta kostnaði sem tengdist fötluninni sérstaklega.Raunverulegt dæmi um skerðingar lífeyrissjóðsgreiðslna til öryrkja 2007-2010* 2007 Örorkulífeyrir lækkaði úr kr. 70.014 í kr. 26.277, sem er 65% lækkun. Víxlverkun TR bætti skerðinguna að hluta, sem leiddi til enn meiri skerðinga. 2010 Örorkulífeyrir er kominn niður í kr. 9.601** á mánuði. Lækkun í krónutölu um 86,3% frá 2007. *Upphæðirnar miðast við mánaðarlegar greiðslur fyrir skatt. ** Skerðingin er í raun meiri, þar sem örorkulífeyrir er uppreiknaður skv. vísitölu. Það segir sig sjálft að þegar lífeyrissjóðir og TR skerða greiðslur með hliðsjón hvort af öðru leiðir það á endanum til þess að örorkugreiðslur frá lífeyrissjóðum lækka eða falla alveg niður. Eina leiðin til að binda enda á slíkar skerðingar er að setja lög sem koma í veg fyrir slíkt.Fjöldi öryrkja sem hefur orðið fyrir skerðingum Á árunum 2007 til 2009 urðu fjölmargir örorkulífeyrisþegar fyrir skerðingum á greiðslum frá sínum lífeyrissjóði eða misstu þær alveg, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu.Fjöldi öryrkja og skerðingar/niðurfellingar lífeyrissjóðsgreiðslna 2007-2009* 2007 1.600 öryrkjar 2008 1.009 öryrkjar 2009 2.047 öryrkjar *Hluti öryrkja varð fyrir skerðingum oftar en einu sinni. Hlutfall þeirra sem fengu samtímis bætur frá TR og úr lífeyrissjóði lækkaði úr tæplega 60% árið 2006 í rúmlega 51% árið 2009. Eðlilegra hefði verið að þeim hefði fjölgað þar sem fleiri greiða í lífeyrissjóð en áður. Þess skal getið að öryrkjar með bætur frá TR voru samtals 14.500 árið 2009.Kostnaður ríkisins hefur aukist Aðför lífeyrissjóðanna hefur leitt til verulegrar skerðingar á framfærslu fólks sem hefur í góðri trú talið að greiðslur í lífeyrissjóð kæmu sér vel ef það yrði óvinnufært. Þá hafa þessar aðgerðir lífeyrissjóðanna aukið kostnað ríkisins því margir sem hafa orðið fyrir skerðingum hafa fengið skerðinguna bætta hjá TR, en einungis að hluta. Sú sárabót hefur í kjölfarið leitt til þess að lífeyrissjóðsgreiðslur hafa lækkað enn frekar. Það var augljóst hvert stefndi og spurning hver var tilgangurinn með slíkum aðgerðum. Þá er vert að geta þess að lífeyrissjóðirnir fá á fjárlögum umtalsverðar fjárhæðir til að bæta þeim þá „örorkubyrði" sem þeir hafa orðið fyrir. Þessi fjárhæð hefur hækkað frá ári til árs sl. 4 ár. Þrátt fyrir hækkandi framlög ríkisins hafa margir lífeyrissjóðir farið þessa leið.Hver er vilji stjórnvalda til úrlausna? En hver er vilji stjórnvalda til að leysa lífeyrissjóðsmálið? Hinn 30. desember 2010 gerðu félags- og tryggingamálaráðherra (nú velferðarráðherra) og Landssamtök lífeyrissjóða samkomulag um ofangreint mál. Í samkomulaginu kemur fram m.a. að lífeyrissjóðirnir munu út árið 2013 ekki skerða greiðslur til sinna sjóðsfélaga þó að bætur almannatrygginga hækki almennt, sem er jákvætt. Í kjölfar samkomulagsins var samið frumvarp sem hefur verið lagt fyrir Alþingi og verður tekið til afgreiðslu á næstunni. Hvorki í frumvarpinu né í samkomulaginu kemur fram hvernig mál þeirra sem þegar hafa orðið fyrir skerðingum eða misst sínar bætur verði leyst, sem er grafalvarlegt mál. Mun sá hópur sitja eftir úti í kuldanum án úrlausnar sinna mála? Er eina von þessa fólks að bíða niðurstöðuMannréttindadómstólsins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Fjöldi öryrkja hefur orðið fyrir umtalsverðum skerðingum á örorkulífeyrisgreiðslum hjá allmörgum lífeyrissjóðum í nokkur ár og hafa margir öryrkjar misst þær alveg. Hér er ekki átt við þær almennu skerðingar sem komu í kjölfar bankahrunsins heldur skerðingar sem lagst hafa þungt á öryrkja sérstaklega og hófust í góðærinu þegar lífeyrissjóðir fóru að taka mið af greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) við útreikning á greiðslum. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) höfðaði prófmál fyrir hönd öryrkja sem við tekjuathugun 2007 varð fyrir verulegri skerðingu á örorkulífeyrisgreiðslum frá Gildi lífeyrissjóði. Í Héraðsdómi Reykjavíkur vannst varnarsigur í málinu en Hæstiréttur sýknaði Gildi lífeyrissjóð, sem voru mikil vonbrigði fyrir öryrkja sem höfðu orðið fyrir svipuðum skerðingum. ÖBÍ skaut málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem samþykkti að taka málið fyrir, en ekki er komin dagsetning á því hvenær það verður. Fjallað verður um hvort mannréttindi hafi verið brotin á öryrkjum með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu.Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi Öryrkjabandalags ÍslandsSkerðingar hófust árið 2007 Greiðslur í lífeyrissjóð eru lögbundnar sem ákveðið hlutfall af launatekjum. Þeir sem verða óvinnufærir að hluta eða öllu leyti geta sótt um örorkubætur frá þeim lífeyrissjóði/um sem þeir hafa greitt í. Ef örorkulífeyrissjóðsgreiðslur eru undir ákveðnum viðmiðum fær fólk örorkubætur frá TR. Í áraraðir tóku lífeyrissjóðir ekki mið af tekjum frá TR við útreikning greiðslna. Því kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar margir lífeyrissjóðir fóru að taka mið af örorkubótum frá TR við útreikning örorkugreiðslna til sjóðsfélaga. Ekki var tekið tillit til þeirra öryrkja sem voru með bótaflokka frá TR til að mæta kostnaði sem tengdist fötluninni sérstaklega.Raunverulegt dæmi um skerðingar lífeyrissjóðsgreiðslna til öryrkja 2007-2010* 2007 Örorkulífeyrir lækkaði úr kr. 70.014 í kr. 26.277, sem er 65% lækkun. Víxlverkun TR bætti skerðinguna að hluta, sem leiddi til enn meiri skerðinga. 2010 Örorkulífeyrir er kominn niður í kr. 9.601** á mánuði. Lækkun í krónutölu um 86,3% frá 2007. *Upphæðirnar miðast við mánaðarlegar greiðslur fyrir skatt. ** Skerðingin er í raun meiri, þar sem örorkulífeyrir er uppreiknaður skv. vísitölu. Það segir sig sjálft að þegar lífeyrissjóðir og TR skerða greiðslur með hliðsjón hvort af öðru leiðir það á endanum til þess að örorkugreiðslur frá lífeyrissjóðum lækka eða falla alveg niður. Eina leiðin til að binda enda á slíkar skerðingar er að setja lög sem koma í veg fyrir slíkt.Fjöldi öryrkja sem hefur orðið fyrir skerðingum Á árunum 2007 til 2009 urðu fjölmargir örorkulífeyrisþegar fyrir skerðingum á greiðslum frá sínum lífeyrissjóði eða misstu þær alveg, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu.Fjöldi öryrkja og skerðingar/niðurfellingar lífeyrissjóðsgreiðslna 2007-2009* 2007 1.600 öryrkjar 2008 1.009 öryrkjar 2009 2.047 öryrkjar *Hluti öryrkja varð fyrir skerðingum oftar en einu sinni. Hlutfall þeirra sem fengu samtímis bætur frá TR og úr lífeyrissjóði lækkaði úr tæplega 60% árið 2006 í rúmlega 51% árið 2009. Eðlilegra hefði verið að þeim hefði fjölgað þar sem fleiri greiða í lífeyrissjóð en áður. Þess skal getið að öryrkjar með bætur frá TR voru samtals 14.500 árið 2009.Kostnaður ríkisins hefur aukist Aðför lífeyrissjóðanna hefur leitt til verulegrar skerðingar á framfærslu fólks sem hefur í góðri trú talið að greiðslur í lífeyrissjóð kæmu sér vel ef það yrði óvinnufært. Þá hafa þessar aðgerðir lífeyrissjóðanna aukið kostnað ríkisins því margir sem hafa orðið fyrir skerðingum hafa fengið skerðinguna bætta hjá TR, en einungis að hluta. Sú sárabót hefur í kjölfarið leitt til þess að lífeyrissjóðsgreiðslur hafa lækkað enn frekar. Það var augljóst hvert stefndi og spurning hver var tilgangurinn með slíkum aðgerðum. Þá er vert að geta þess að lífeyrissjóðirnir fá á fjárlögum umtalsverðar fjárhæðir til að bæta þeim þá „örorkubyrði" sem þeir hafa orðið fyrir. Þessi fjárhæð hefur hækkað frá ári til árs sl. 4 ár. Þrátt fyrir hækkandi framlög ríkisins hafa margir lífeyrissjóðir farið þessa leið.Hver er vilji stjórnvalda til úrlausna? En hver er vilji stjórnvalda til að leysa lífeyrissjóðsmálið? Hinn 30. desember 2010 gerðu félags- og tryggingamálaráðherra (nú velferðarráðherra) og Landssamtök lífeyrissjóða samkomulag um ofangreint mál. Í samkomulaginu kemur fram m.a. að lífeyrissjóðirnir munu út árið 2013 ekki skerða greiðslur til sinna sjóðsfélaga þó að bætur almannatrygginga hækki almennt, sem er jákvætt. Í kjölfar samkomulagsins var samið frumvarp sem hefur verið lagt fyrir Alþingi og verður tekið til afgreiðslu á næstunni. Hvorki í frumvarpinu né í samkomulaginu kemur fram hvernig mál þeirra sem þegar hafa orðið fyrir skerðingum eða misst sínar bætur verði leyst, sem er grafalvarlegt mál. Mun sá hópur sitja eftir úti í kuldanum án úrlausnar sinna mála? Er eina von þessa fólks að bíða niðurstöðuMannréttindadómstólsins?
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun