Icesave með augum Íslendings í Hollandi Gestur Viðarsson skrifar 9. apríl 2011 07:00 Kæru Íslendingar. Brátt verður kosið um nýjasta Icesave samninginn. Allir eru sammála að málið sé afar flókið og að kosið verður um hvor afarkosturinn sé skárri. Breyturnar eru mikilvægar og þónokkrar og því vandi um að velja. Fyrir marga er þetta samviskuspurning, en með samviskunni má færa góð rök fyrir því að svara bæði með eður ei. Fyrir marga er spurningin greinilega sú hvort það sé tildæmis réttlátt að „óviðkomandi” þriðju aðilar fari að borga innistæður reikninga ókunnuga einstaklinga og félaga í öðru landi? Hvort almenningur eigi að borga skuldir „óreiðumanna”? En málið auðvitað flóknara en það. Með þeim samningum sem voru og eru í gildi, skuldbundum við okkur til að standa vörð um innistæður reikningseigenda í erlendum útibúum, allt að 20 þúsundir evra. Hollendingar tóku upp á sitt einsdæmi að tryggja innistæður upp á 100 þús. evra. Það er þeirra böggull. Heildarskuldir þrotabús föllnu bankana (skuldir „óreiðumannanna”) sem afskrifuðust við fall þeirra voru auðvitað margfalt hærri. Það sem eftir stendur eru inneignir einstaklinga og félaga allt að 20 þúsundum evra. Mörgum þessara eiganda finnst auðvitað réttlátt að Íslendingar borgi allar innistæður og er er heitt í hamsi. Væri dæminu snúið við fyndist mörgum Íslendingum ekkert sjálfsagðara en að erlendir bankar eða ríki stæðu við sínar skuldbindingar gagnvart innistæðueigendum. Annað væri samningsbrot, glæpsamlegt, og frekar ljóst hvernig það mál færi fyrir dómstólum. Það er ekki bara að dómstólaleiðin sé áhættumeiri vegna dóma sem þá kynnu að falla og gætu þannig auðveldlega leitt til enn hærri Icesave reiknings, heldur líka vegna þess hversu mikils álithnekkis Íslendingar þá fengju á sig. Og það ofaná þann stimpil sem var byrjað að nota á okkur í kjölfar bankahrunsins 2008. Þá var Ísland- og voru Íslendingar lítið þekktir, en þeir sem til þekktu, þekktu okkur af góðu og heiðarlegum háttum. Þá fengum mikinn skell og villimannabragðkeim var að finna af okkur í sumum fjölmiðlum Evrópu, sem endurspeglaði almannaálitið a.m.k. í Hollandi. Sá faraldur hefur rénað, en myndi herja aftur af mun meiri styrk í kjölfar kosninganna sem framundan eru ef svarið við Icesave 3 verður neikvætt. Viljum við þá finna enn betur fyrir þeim umræðum sem þá voru uppi með öllum þeim áhrifum á Íslenskt efnahagslíf sem veikt er fyrir? Verða fyrir enn frekari álitshnekki og fá „óreiðumannastimpilinn” á alla Íslendinga? Eða veljum við öruggari leiðina, látum innistæður þrotabúanna ganga upp í Icesave skuldirnar og verum borgunarmenn fyrir restinni ef einhver er? En umfram allt að við stöndum við þær lágmarkskuldbindingar sem við gengumst við og berum þannig höfuðið hátt í framtíðinni? Veljum viðstöðuminnstuleiðina út úr þessum vanda, bætum ekki gráu ofan á svart og segjum Já við síðasta og lokasamningi Icesave. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru Íslendingar. Brátt verður kosið um nýjasta Icesave samninginn. Allir eru sammála að málið sé afar flókið og að kosið verður um hvor afarkosturinn sé skárri. Breyturnar eru mikilvægar og þónokkrar og því vandi um að velja. Fyrir marga er þetta samviskuspurning, en með samviskunni má færa góð rök fyrir því að svara bæði með eður ei. Fyrir marga er spurningin greinilega sú hvort það sé tildæmis réttlátt að „óviðkomandi” þriðju aðilar fari að borga innistæður reikninga ókunnuga einstaklinga og félaga í öðru landi? Hvort almenningur eigi að borga skuldir „óreiðumanna”? En málið auðvitað flóknara en það. Með þeim samningum sem voru og eru í gildi, skuldbundum við okkur til að standa vörð um innistæður reikningseigenda í erlendum útibúum, allt að 20 þúsundir evra. Hollendingar tóku upp á sitt einsdæmi að tryggja innistæður upp á 100 þús. evra. Það er þeirra böggull. Heildarskuldir þrotabús föllnu bankana (skuldir „óreiðumannanna”) sem afskrifuðust við fall þeirra voru auðvitað margfalt hærri. Það sem eftir stendur eru inneignir einstaklinga og félaga allt að 20 þúsundum evra. Mörgum þessara eiganda finnst auðvitað réttlátt að Íslendingar borgi allar innistæður og er er heitt í hamsi. Væri dæminu snúið við fyndist mörgum Íslendingum ekkert sjálfsagðara en að erlendir bankar eða ríki stæðu við sínar skuldbindingar gagnvart innistæðueigendum. Annað væri samningsbrot, glæpsamlegt, og frekar ljóst hvernig það mál færi fyrir dómstólum. Það er ekki bara að dómstólaleiðin sé áhættumeiri vegna dóma sem þá kynnu að falla og gætu þannig auðveldlega leitt til enn hærri Icesave reiknings, heldur líka vegna þess hversu mikils álithnekkis Íslendingar þá fengju á sig. Og það ofaná þann stimpil sem var byrjað að nota á okkur í kjölfar bankahrunsins 2008. Þá var Ísland- og voru Íslendingar lítið þekktir, en þeir sem til þekktu, þekktu okkur af góðu og heiðarlegum háttum. Þá fengum mikinn skell og villimannabragðkeim var að finna af okkur í sumum fjölmiðlum Evrópu, sem endurspeglaði almannaálitið a.m.k. í Hollandi. Sá faraldur hefur rénað, en myndi herja aftur af mun meiri styrk í kjölfar kosninganna sem framundan eru ef svarið við Icesave 3 verður neikvætt. Viljum við þá finna enn betur fyrir þeim umræðum sem þá voru uppi með öllum þeim áhrifum á Íslenskt efnahagslíf sem veikt er fyrir? Verða fyrir enn frekari álitshnekki og fá „óreiðumannastimpilinn” á alla Íslendinga? Eða veljum við öruggari leiðina, látum innistæður þrotabúanna ganga upp í Icesave skuldirnar og verum borgunarmenn fyrir restinni ef einhver er? En umfram allt að við stöndum við þær lágmarkskuldbindingar sem við gengumst við og berum þannig höfuðið hátt í framtíðinni? Veljum viðstöðuminnstuleiðina út úr þessum vanda, bætum ekki gráu ofan á svart og segjum Já við síðasta og lokasamningi Icesave.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun