Ég segi já Helgi Áss Grétarsson skrifar 7. apríl 2011 06:00 Haustið 2008 inntu bresk og hollensk stjórnvöld af hendi tilteknar greiðslur til þeirra sem áttu innstæður á Icesave–reikningunum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Síðan þá hafa bresk og hollensk stjórnvöld viljað að íslenska ríkið ábyrgist endurgreiðslu fjármuna sem nema svokölluðum lágmarksinnstæðutryggingum. Um þessar kröfur á hendur íslenska ríkinu hafa staðið langvinnar deilur. Endurgreiðslukrafa hollenska ríkisins á hendur þess íslenska getur m.a. verið reist á minnisblaði (Memorandum of Understanding) sem ritað var undir hinn 11. október 2008 af fulltrúum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, íslenskra stjórnvalda og hollenskra stjórnvalda. Orðalag minnisblaðsins er ótvírætt um skyldu íslenska ríkisins að ábyrgjast greiðslu lágmarksinnstæðutrygginga. Engir fyrirvarar voru gerðir um þessa skyldu íslenska ríkisins. Þrátt fyrir þetta er óvíst að efni minnisblaðsins sé skuldbindandi að lögum. Líta verður til þess að bæði fyrir hrun og í kjölfar þess gáfu yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda undir fótinn að þau myndu styðja við bakið á íslenska tryggingarsjóðnum þannig að lágmarksinnstæðutryggingar væru tryggðar með ríkisábyrgð. Þetta er til þess fallið að veikja málstað Íslands. Ég tel þó nokkrar líkur á því að EFTA–dómstóllinn fallist á að Íslandi beri skylda til að greiða lágmarksinnstæðutryggingarnar þar eð öndverð niðurstaða myndi grafa undan virkni reglna um efnið. Þetta mat mitt byggir m.a. á þeirri „dínamísku“ túlkunarhefð sem höfð er til hliðsjónar í Evrópurétti. Áhættuna af dómstólaleiðinni verður jafnframt að meta með hliðsjón af möguleikum Íslands að eiga farsæl samskipti við önnur ríki. Að leysa þetta mál með samningum sparar tíma og orku sem aftur getur aukið líkur á að íslenskt atvinnulíf nái viðspyrnu. Nú liggja fyrir samningsdrög við bresk og hollensk stjórnvöld í Icesave–málinu þar sem vaxtafótur, greiðslukjör og aðrir skilmálar eru íslenska ríkinu mun hagfelldari en boðið var upp á í eldri samningum. Áætlaður kostnaður íslenska ríkisins af þessari lausn málsins er ásættanlegur í samanburði við þá áhættu sem ella væri tekin. Með hliðsjón af ofangreindu segi ég já í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Haustið 2008 inntu bresk og hollensk stjórnvöld af hendi tilteknar greiðslur til þeirra sem áttu innstæður á Icesave–reikningunum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Síðan þá hafa bresk og hollensk stjórnvöld viljað að íslenska ríkið ábyrgist endurgreiðslu fjármuna sem nema svokölluðum lágmarksinnstæðutryggingum. Um þessar kröfur á hendur íslenska ríkinu hafa staðið langvinnar deilur. Endurgreiðslukrafa hollenska ríkisins á hendur þess íslenska getur m.a. verið reist á minnisblaði (Memorandum of Understanding) sem ritað var undir hinn 11. október 2008 af fulltrúum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, íslenskra stjórnvalda og hollenskra stjórnvalda. Orðalag minnisblaðsins er ótvírætt um skyldu íslenska ríkisins að ábyrgjast greiðslu lágmarksinnstæðutrygginga. Engir fyrirvarar voru gerðir um þessa skyldu íslenska ríkisins. Þrátt fyrir þetta er óvíst að efni minnisblaðsins sé skuldbindandi að lögum. Líta verður til þess að bæði fyrir hrun og í kjölfar þess gáfu yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda undir fótinn að þau myndu styðja við bakið á íslenska tryggingarsjóðnum þannig að lágmarksinnstæðutryggingar væru tryggðar með ríkisábyrgð. Þetta er til þess fallið að veikja málstað Íslands. Ég tel þó nokkrar líkur á því að EFTA–dómstóllinn fallist á að Íslandi beri skylda til að greiða lágmarksinnstæðutryggingarnar þar eð öndverð niðurstaða myndi grafa undan virkni reglna um efnið. Þetta mat mitt byggir m.a. á þeirri „dínamísku“ túlkunarhefð sem höfð er til hliðsjónar í Evrópurétti. Áhættuna af dómstólaleiðinni verður jafnframt að meta með hliðsjón af möguleikum Íslands að eiga farsæl samskipti við önnur ríki. Að leysa þetta mál með samningum sparar tíma og orku sem aftur getur aukið líkur á að íslenskt atvinnulíf nái viðspyrnu. Nú liggja fyrir samningsdrög við bresk og hollensk stjórnvöld í Icesave–málinu þar sem vaxtafótur, greiðslukjör og aðrir skilmálar eru íslenska ríkinu mun hagfelldari en boðið var upp á í eldri samningum. Áætlaður kostnaður íslenska ríkisins af þessari lausn málsins er ásættanlegur í samanburði við þá áhættu sem ella væri tekin. Með hliðsjón af ofangreindu segi ég já í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar