Lífið

Cindi Lauper í Hörpu í júní

Bandaríska söngkonan Cindi Lauper er væntanleg til Íslands. Hún heldur tónleika í Hörpu í sumar.

Í fréttatilkynningu frá tónleikahaldara segir að Lauper mæti hingað með hljómsveit og hyggist flytja öll sín helstu lög. Þar á meðal Girls Just Want To Have Fun, True Colors, Time After Time og All Through The Night. Þá mun leika lög af nýjustu plötu sinni, Memphis Blues.

Tónleikar Lauper verða í stóra sal Hörpunnar, Eldborg, hinn 12. júní næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.