Moody's og lánshæfismat Íslands Kári Sigurðsson skrifar 5. apríl 2011 07:00 Moody's hefur gefið út umfjöllun um líkleg áhrif niðurstöðu úr Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslu á lánshæfismat íslenska ríkisins og er til hennar vitnað í fréttum af fjármögnun Landsvirkjunar. Úttektin er tvær blaðsíður. Fyrirtækið telur líklegt að lánshæfismat fari úr neikvæðu í stöðugt við samþykkt en verði fært niður ef lögum er hafnað. Hér verða rök fyrirtækisins ásamt mótrökum rakin í stuttu máli með það að markmiði að halda upplýstri umræðu. Fyrirtækið telur samþykkt samnings draga úr óvissu samanborið við dómstólaleið. Ekki er gerð grein fyrir óvissu í þessari úttekt. Þá er ekki fjallað um gjaldeyrisáhættu sem felst í núverandi samningum. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25%. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg. Í úttektinni er talið að samþykkt samnings skapi grundvöll fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Ekki er bent á að gengisáhætta í núverandi samningum gerir það að verkum að gengið þarf helst að vera í spennitreyju (þetta er skrifað fyrir tilkynningu um afnám hafta á föstudag). Núverandi Icesave-samningur er talinn vera betri en upprunalegur samningur. Ekki eru færð rök fyrir því af hverju upprunalegur samningur er viðeigandi viðmið. Talið er að samþykkt samnings opni dyr að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum án frekari skýringa. Aðgangur Íslands að alþjóðlegu fjármagni er ekki settur í sögulegt samhengi né í samhengi við alþjóðlegan lánsfjárvanda ríkja. Ef frá er talið tímabil óeðlilegrar lánsfjárbólu og stóriðjuframkvæmdir með sértækri lagasetningu þá hefur ekki verið mikið um erlenda fjárfesting á Íslandi. Ekki er ljóst hvort samþykkt samnings muni gjörbreyta þessari sögulegu stöðu. Fyrirtækið telur að ef samningi verður hafnað muni Norðurlönd og Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn (AGS) draga tilbaka vilyrði fyrir lánum. Þessi fullyrðing stangast á við fyrri reynslu. Lán frá AGS hafa þegar verið afgreidd óháð samþykkt Icesave. Moody's tekur fram að það séu margir aðrir þættir sem hafa áhrif á lánshæfismat Íslands. Líklegt verður að teljast að langtíma lánshæfismat Íslands byggist á vönduðum vinnubrögðum og hóflegri skuldsetningu. Það er því mikilvægt að vandað sé til verka við samþykkt hvers konar skuldbindingar og gengið úr skugga um að óvissuþættir eins og gengi krónunnar geti ekki leitt til þess að Icesave fari úr því að verða viðráðanlegur baggi yfir í kynslóðarskuldbindingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Sjá meira
Moody's hefur gefið út umfjöllun um líkleg áhrif niðurstöðu úr Icesave-þjóðaratkvæðagreiðslu á lánshæfismat íslenska ríkisins og er til hennar vitnað í fréttum af fjármögnun Landsvirkjunar. Úttektin er tvær blaðsíður. Fyrirtækið telur líklegt að lánshæfismat fari úr neikvæðu í stöðugt við samþykkt en verði fært niður ef lögum er hafnað. Hér verða rök fyrirtækisins ásamt mótrökum rakin í stuttu máli með það að markmiði að halda upplýstri umræðu. Fyrirtækið telur samþykkt samnings draga úr óvissu samanborið við dómstólaleið. Ekki er gerð grein fyrir óvissu í þessari úttekt. Þá er ekki fjallað um gjaldeyrisáhættu sem felst í núverandi samningum. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25%. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg. Í úttektinni er talið að samþykkt samnings skapi grundvöll fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Ekki er bent á að gengisáhætta í núverandi samningum gerir það að verkum að gengið þarf helst að vera í spennitreyju (þetta er skrifað fyrir tilkynningu um afnám hafta á föstudag). Núverandi Icesave-samningur er talinn vera betri en upprunalegur samningur. Ekki eru færð rök fyrir því af hverju upprunalegur samningur er viðeigandi viðmið. Talið er að samþykkt samnings opni dyr að alþjóðlegum lánsfjármörkuðum án frekari skýringa. Aðgangur Íslands að alþjóðlegu fjármagni er ekki settur í sögulegt samhengi né í samhengi við alþjóðlegan lánsfjárvanda ríkja. Ef frá er talið tímabil óeðlilegrar lánsfjárbólu og stóriðjuframkvæmdir með sértækri lagasetningu þá hefur ekki verið mikið um erlenda fjárfesting á Íslandi. Ekki er ljóst hvort samþykkt samnings muni gjörbreyta þessari sögulegu stöðu. Fyrirtækið telur að ef samningi verður hafnað muni Norðurlönd og Alþjóðlegi gjaldeyrissjóðurinn (AGS) draga tilbaka vilyrði fyrir lánum. Þessi fullyrðing stangast á við fyrri reynslu. Lán frá AGS hafa þegar verið afgreidd óháð samþykkt Icesave. Moody's tekur fram að það séu margir aðrir þættir sem hafa áhrif á lánshæfismat Íslands. Líklegt verður að teljast að langtíma lánshæfismat Íslands byggist á vönduðum vinnubrögðum og hóflegri skuldsetningu. Það er því mikilvægt að vandað sé til verka við samþykkt hvers konar skuldbindingar og gengið úr skugga um að óvissuþættir eins og gengi krónunnar geti ekki leitt til þess að Icesave fari úr því að verða viðráðanlegur baggi yfir í kynslóðarskuldbindingu.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun