Kostnaður forréttinda Guðmundur Örn Jónsson skrifar 1. apríl 2011 06:00 Í umræðunni um stjórn fiskveiða hafa tvær ástæður fyrir óhagkvæmni forréttinda eins og núverandi gjafakvóta lítið verið ræddar. Annars vegar viðurkenna fylgismenn markaðshagkerfa að samkeppni um takmörkuð gæði sé almennt besta leiðin til að hámarka verðmæti þeirra og framþróun atvinnugreina sem þau nýta. Þ.e.a.s. að samkeppni um kvóta hámarki verðmæti hans og stuðli að mestri framþróun sjávarútvegs. Skipta áhrif nýliðunar þar miklu máli. Hins vegar er sá kostnaður sem fylgir því að verja forréttindi eins og gjafakvóta, sem ekki fellur til ef réttindin eru seld á markaði. Rökrétt er fyrir forréttindahópa að leggja út í kostnað við að vernda forréttindi sín og fer kostnaðurinn eftir því hversu líklegur árangur baráttunnar er. Sá kostnaður getur í vissum tilfellum orðið nánast jafn hár og tekjurnar af forréttindunum. Þannig gæti t.d. verið hagkvæmt fyrir handhafa gjafakvóta að eyða næstum öllum leigutekjunum af honum til að koma í veg fyrir að landsmenn fái þær, ef hann væri þá viss um að halda honum. Eitthvað væri jú eftir fyrir hann sjálfan sem annars færi til landsmanna. Fyrir sjávarútveginn í heild gæti því verið um verulegar fjárhæðir að ræða sem færu í að verja gjafakvótann. Sá kostnaður getur falist í ýmsu, t.d. í að því að niðurgreiða útgáfu dagblaðs, „leigja“ virðingu háskóla með kostun starfsmanna þar eða greiða í sjóði hliðhollra stjórnmálaflokka. Sú leið er mun áhrifaríkari ef þau framlög eru ekki gefin upp og hafa því ekki áhrif á fylgi hliðhollra flokka og því ekki áhrif á árangur baráttunnar fyrir forréttindunum. Aðalatriðið er að kostnaðurinn við vernd forréttindanna felur ekki í sér neina verðmætasköpum fyrir þjóðarbúið og bætir lífskjör ekkert. Þ.e.a.s. stórum hluta af arði kvótans er hugsanlega sóað í baráttu við landsmenn í stað þess að landsmenn nýti hann sjálfir til einhvers gagnlegs. Þeir Íslendingar sem vilja halda í núverandi gjafakvóta vilja því ekki aðeins standa vörð um það sem Sameinuðu þjóðirnar kalla mannréttindabrot heldur líka fórna efnahagslegri hagsæld. Það þurfa þeir að rökstyðja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um stjórn fiskveiða hafa tvær ástæður fyrir óhagkvæmni forréttinda eins og núverandi gjafakvóta lítið verið ræddar. Annars vegar viðurkenna fylgismenn markaðshagkerfa að samkeppni um takmörkuð gæði sé almennt besta leiðin til að hámarka verðmæti þeirra og framþróun atvinnugreina sem þau nýta. Þ.e.a.s. að samkeppni um kvóta hámarki verðmæti hans og stuðli að mestri framþróun sjávarútvegs. Skipta áhrif nýliðunar þar miklu máli. Hins vegar er sá kostnaður sem fylgir því að verja forréttindi eins og gjafakvóta, sem ekki fellur til ef réttindin eru seld á markaði. Rökrétt er fyrir forréttindahópa að leggja út í kostnað við að vernda forréttindi sín og fer kostnaðurinn eftir því hversu líklegur árangur baráttunnar er. Sá kostnaður getur í vissum tilfellum orðið nánast jafn hár og tekjurnar af forréttindunum. Þannig gæti t.d. verið hagkvæmt fyrir handhafa gjafakvóta að eyða næstum öllum leigutekjunum af honum til að koma í veg fyrir að landsmenn fái þær, ef hann væri þá viss um að halda honum. Eitthvað væri jú eftir fyrir hann sjálfan sem annars færi til landsmanna. Fyrir sjávarútveginn í heild gæti því verið um verulegar fjárhæðir að ræða sem færu í að verja gjafakvótann. Sá kostnaður getur falist í ýmsu, t.d. í að því að niðurgreiða útgáfu dagblaðs, „leigja“ virðingu háskóla með kostun starfsmanna þar eða greiða í sjóði hliðhollra stjórnmálaflokka. Sú leið er mun áhrifaríkari ef þau framlög eru ekki gefin upp og hafa því ekki áhrif á fylgi hliðhollra flokka og því ekki áhrif á árangur baráttunnar fyrir forréttindunum. Aðalatriðið er að kostnaðurinn við vernd forréttindanna felur ekki í sér neina verðmætasköpum fyrir þjóðarbúið og bætir lífskjör ekkert. Þ.e.a.s. stórum hluta af arði kvótans er hugsanlega sóað í baráttu við landsmenn í stað þess að landsmenn nýti hann sjálfir til einhvers gagnlegs. Þeir Íslendingar sem vilja halda í núverandi gjafakvóta vilja því ekki aðeins standa vörð um það sem Sameinuðu þjóðirnar kalla mannréttindabrot heldur líka fórna efnahagslegri hagsæld. Það þurfa þeir að rökstyðja.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun