Vonbrigði Atli Fannar Bjarkarson skrifar 25. febrúar 2011 00:01 Tónlist Radiohead - The King of Limbs Topplög: Little By Little, Lotus Flower, Codex Aðdáendur Radiohead fögnuðu á dögunum þegar hljómsveitin tilkynnti fyrirvaralaust að ný plata væri handan við hornið. Nokkrum dögum síðar var hún komin: King of Limbs, áttunda breiðskífa hljómsveitarinnar sem virðist ekki geta misstigið sig. Eða hvað? The King of Limbs er tormelt plata. Það er gott og blessað, enda bjóst enginn við auðveldri plötu frá Radiohead. Platan er lágstemmd, tilraunakennd og nei, ekki eins góð og við mátti búast frá jafn frábærri hljómsveit. Radiohead veldur vonbrigðum. Þrátt fyrir digurbarkalega yfirlýsingu í titlinum þá kemst The King of Limbs ekki með tærnar þar sem síðasta plata Radiohead, In Rainbows, hefur hælana. Lög á borð við Nude, Weird Fishes/Arpeggi, All I Need og Reckoner eru ljósárum framar öllu sem útlimakonungurinn býður upp á. In Rainbows markaði á sínum tíma einhvers konar tímamót í sögu Radiohead. Hljómsveitin virtist vera frjáls undan pressunni að skapa nýjan hljóm eftir að hafa sett ný tilraunakennd viðmið á plötum á borð við Kid A og Amnesiac. The King of Limbs er skref aftur á bak að því leyti að hljómsveitin er aftur byrjuð að gera tilraunir. Tilraunir sem reynast í þetta skipti ekkert sérstaklega farsælar. Platan er rislítil og skortir melódíu sem hljómsveitin hefur hingað til verið óhrædd við að bera á borð. Platan er samt ekki slæm. Þvert á móti er The King of Limbs fínasta plata. Smáskífulagið Lotus Flower er flott, rétt eins og hið rólega Codex og Little By Little sem gæti alveg eins verið á plötunni Amnesiac. Flott lög. Fínustu lög. Já já. Það væri nóg ef við værum að tala um einhverja aðra hljómsveit en Radiohead. Eins leiðinlegt og það er að verða fyrir vonbrigðum með Radiohead-plötu þá er á sama tíma léttir að sjá að hljómsveitin er ekki laus við veikleika. Radiohead er mannleg, gott fólk, en ég vona samt að næsta plata verði betri. Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist Radiohead - The King of Limbs Topplög: Little By Little, Lotus Flower, Codex Aðdáendur Radiohead fögnuðu á dögunum þegar hljómsveitin tilkynnti fyrirvaralaust að ný plata væri handan við hornið. Nokkrum dögum síðar var hún komin: King of Limbs, áttunda breiðskífa hljómsveitarinnar sem virðist ekki geta misstigið sig. Eða hvað? The King of Limbs er tormelt plata. Það er gott og blessað, enda bjóst enginn við auðveldri plötu frá Radiohead. Platan er lágstemmd, tilraunakennd og nei, ekki eins góð og við mátti búast frá jafn frábærri hljómsveit. Radiohead veldur vonbrigðum. Þrátt fyrir digurbarkalega yfirlýsingu í titlinum þá kemst The King of Limbs ekki með tærnar þar sem síðasta plata Radiohead, In Rainbows, hefur hælana. Lög á borð við Nude, Weird Fishes/Arpeggi, All I Need og Reckoner eru ljósárum framar öllu sem útlimakonungurinn býður upp á. In Rainbows markaði á sínum tíma einhvers konar tímamót í sögu Radiohead. Hljómsveitin virtist vera frjáls undan pressunni að skapa nýjan hljóm eftir að hafa sett ný tilraunakennd viðmið á plötum á borð við Kid A og Amnesiac. The King of Limbs er skref aftur á bak að því leyti að hljómsveitin er aftur byrjuð að gera tilraunir. Tilraunir sem reynast í þetta skipti ekkert sérstaklega farsælar. Platan er rislítil og skortir melódíu sem hljómsveitin hefur hingað til verið óhrædd við að bera á borð. Platan er samt ekki slæm. Þvert á móti er The King of Limbs fínasta plata. Smáskífulagið Lotus Flower er flott, rétt eins og hið rólega Codex og Little By Little sem gæti alveg eins verið á plötunni Amnesiac. Flott lög. Fínustu lög. Já já. Það væri nóg ef við værum að tala um einhverja aðra hljómsveit en Radiohead. Eins leiðinlegt og það er að verða fyrir vonbrigðum með Radiohead-plötu þá er á sama tíma léttir að sjá að hljómsveitin er ekki laus við veikleika. Radiohead er mannleg, gott fólk, en ég vona samt að næsta plata verði betri.
Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira