
Gengi krónunnar og leigugjald fyrir kvóta
Hagfræðingur LÍÚ minnir á, í grein hér í blaðinu 19. febrúar, að á tímum handaflsstýringar og haftabúskapar hafi gengi íslensku krónunnar verið stillt í samræmi við óskir og þarfir útgerðarinnar.
Væri sömu reglu beitt nú, segir hann, myndi aukinn tilkostnaður útgerðaraðila koma fram í lækkuðu gengi krónunnar. Við þetta er tvennt að athuga. Í fyrsta lagi sýna Hagstofutölurnar að væri farið að gömlu verðlagsráðsverðsformúlunni mætti hækka gengi krónunnar verulega! Sú staðreynd, hversu lágt gengi krónunnar er nú og afkoma útgerðar góð, sýnir glögglega að staða útgerðarinnar er ekki lengur einráð um gengisskráninguna, hvort heldur er til hækkunar eða lækkunar. Í öðru lagi greiða útgerðarmenn afgjald fyrir afnot af auðlindinni nú þegar, beint þegar um leigu á kvóta er að ræða, óbeint þegar útgerðarmaður ákveður að nota „eigin" kvóta frekar en að leigja hann frá sér. Það að leigugjaldið renni til eiganda auðlindarinnar í stað handhafa kvótans breytir engu um rekstrarskilyrði útgerðarinnar þó það hafi vissulega áhrif á efnahag handhafa kvótans. Það eru tvö óskyld mál.
Sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands heldur því fram í grein þann 22. febrúar að undirrituðum sé eitthvað í nöp við aflamarkskerfið. Þetta er rangt. Aflamarkskerfið og önnur skyld kerfi skila því hlutverki mætavel að draga úr útgerðarkostnaði. Þetta hef ég sagt m.a. á ráðstefnum þar sem sérfræðingur Lagastofnunar var viðstaddur. Vandinn við hina íslensku útfærslu kvótakerfisins er að arðurinn af auðlindinni rennur allur til örfárra útvalinna. Ég hef ítrekað talað fyrir því að sá agnúi verði sniðinn af kerfinu. Nú liggja á borðinu hugmyndir um svokallaða tilboðsleið. Tillögur Jóns Steinssonar og Þorkels Helgasonar um útfærslu á þeirri leið myndu færa um helminginn af tekjum af auðlindinni til eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar. Það er lausn sem flestir ættu að geta unað við.
Í akademískri umræðu er þess krafist að þátttakendur geri grein fyrir hugsanlegum hagsmunatengslum. Mér er ljúft að upplýsa að sem Íslendingur hef ég hagsmuni af að íslenskur almenningur njóti tekna af auðlindum í þjóðareigu. LÍÚ greiðir hluta af kostnaði við sérfræðingsstöðu Helga Áss Grétarssonar. Það er lágmarkskurteisi við lesendur Fréttablaðsins að þeim sé gert viðvart um slík tengsl.
Skoðun

Ferðamenn til mestu óþurftar!
Bjarnheiður Hallsdóttir ,Jóhannes Þór Skúlason skrifar

Vilja sveitarfélögin mismuna fólki?
Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Málstol aftur í hámæli
Ingunn Högnadóttir skrifar

Guggan lifir enn
Páll Steingrímsson skrifar

„Geðveikir“ starfsmenn
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Clapton er guð
Kristinn Theódórsson skrifar

Staða örykja: „Er í mínus en fæ stuðning frá börnunum mínum“
Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar

Vilja allir fljúga?
Ólafur St. Arnarsson skrifar

Listin að lifa ekki tilbúnu lífi annarra
Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar

Aðvörun til annarra lánþega Frjálsa lífeyrissjóðsins
Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Það er þörf á markvissum aðgerðum til að auka þjónustu sérgreinalækna á landsbyggðinni
Bjarni Jónsson skrifar

Athugasemdir doktors í líffræði við áform um Hvammsvirkjun
Margaret J. Filardo skrifar

Dauðarefsing við samkynhneigð
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Dauðafæri ríkisstjórnarinnar til að lækka vaxtastig
Elísa Arna Hilmarsdóttir skrifar

Varmadælu-rafbílar
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Fúskleysi er framkvæmanlegt
Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Erum við svona smá?
Ólafur Stephensen skrifar

Er apótekið opið? – af skyldum lyfsala
Már Egilsson skrifar

Vissulega lítið vit í slíkum samningi
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Er verið að færa menntun kennara hálfa öld aftur í tímann?
Atli Harðarson skrifar

Lækkum kosningaaldurinn í 16 ára
Geir Finnsson skrifar

Verðbólguvarnir á ferðalögum
Björn Berg Gunnarsson skrifar

Staða lóðamála í Reykjavík
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

700 hjálmar
Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Bréf til Kára
Aríel Pétursson skrifar

Grænasta sveitarfélagið skammað af ráðherra
Pawel Bartoszek skrifar

Búsetufrelsi – Hver erum við?
Heiða Björk Sturludóttir skrifar

Samfylkingin kynnir verkefnalista fyrir þinglok
Kristrún Frostadóttir skrifar