Gengi krónunnar og leigugjald fyrir kvóta Þórólfur Matthíasson skrifar 23. febrúar 2011 09:00 Fyrir nokkru leyfði ég mér að draga athygli lesenda Fréttablaðsins að upplýsingum Hagstofu Íslands um afar góða afkomu veiða og vinnslu á fyrsta heila árinu eftir hrun. Þessar upplýsingar falla ekki vel að fullyrðingum talsmanna stærri útgerðarfyrirtækja. Þeir hafa haldið því fram að kæmi til þess að útgerðin þyrfti að greiða leigu eða afgjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni myndi horfa til auðnar í greininni. Hagstofutölurnar sýna að gjaldþol greinarinnar er umtalsvert, hvað sem barlómi talsmanna hennar líður. Hagfræðingur LÍÚ minnir á, í grein hér í blaðinu 19. febrúar, að á tímum handaflsstýringar og haftabúskapar hafi gengi íslensku krónunnar verið stillt í samræmi við óskir og þarfir útgerðarinnar. Væri sömu reglu beitt nú, segir hann, myndi aukinn tilkostnaður útgerðaraðila koma fram í lækkuðu gengi krónunnar. Við þetta er tvennt að athuga. Í fyrsta lagi sýna Hagstofutölurnar að væri farið að gömlu verðlagsráðsverðsformúlunni mætti hækka gengi krónunnar verulega! Sú staðreynd, hversu lágt gengi krónunnar er nú og afkoma útgerðar góð, sýnir glögglega að staða útgerðarinnar er ekki lengur einráð um gengisskráninguna, hvort heldur er til hækkunar eða lækkunar. Í öðru lagi greiða útgerðarmenn afgjald fyrir afnot af auðlindinni nú þegar, beint þegar um leigu á kvóta er að ræða, óbeint þegar útgerðarmaður ákveður að nota „eigin" kvóta frekar en að leigja hann frá sér. Það að leigugjaldið renni til eiganda auðlindarinnar í stað handhafa kvótans breytir engu um rekstrarskilyrði útgerðarinnar þó það hafi vissulega áhrif á efnahag handhafa kvótans. Það eru tvö óskyld mál. Sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands heldur því fram í grein þann 22. febrúar að undirrituðum sé eitthvað í nöp við aflamarkskerfið. Þetta er rangt. Aflamarkskerfið og önnur skyld kerfi skila því hlutverki mætavel að draga úr útgerðarkostnaði. Þetta hef ég sagt m.a. á ráðstefnum þar sem sérfræðingur Lagastofnunar var viðstaddur. Vandinn við hina íslensku útfærslu kvótakerfisins er að arðurinn af auðlindinni rennur allur til örfárra útvalinna. Ég hef ítrekað talað fyrir því að sá agnúi verði sniðinn af kerfinu. Nú liggja á borðinu hugmyndir um svokallaða tilboðsleið. Tillögur Jóns Steinssonar og Þorkels Helgasonar um útfærslu á þeirri leið myndu færa um helminginn af tekjum af auðlindinni til eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar. Það er lausn sem flestir ættu að geta unað við. Í akademískri umræðu er þess krafist að þátttakendur geri grein fyrir hugsanlegum hagsmunatengslum. Mér er ljúft að upplýsa að sem Íslendingur hef ég hagsmuni af að íslenskur almenningur njóti tekna af auðlindum í þjóðareigu. LÍÚ greiðir hluta af kostnaði við sérfræðingsstöðu Helga Áss Grétarssonar. Það er lágmarkskurteisi við lesendur Fréttablaðsins að þeim sé gert viðvart um slík tengsl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru leyfði ég mér að draga athygli lesenda Fréttablaðsins að upplýsingum Hagstofu Íslands um afar góða afkomu veiða og vinnslu á fyrsta heila árinu eftir hrun. Þessar upplýsingar falla ekki vel að fullyrðingum talsmanna stærri útgerðarfyrirtækja. Þeir hafa haldið því fram að kæmi til þess að útgerðin þyrfti að greiða leigu eða afgjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni myndi horfa til auðnar í greininni. Hagstofutölurnar sýna að gjaldþol greinarinnar er umtalsvert, hvað sem barlómi talsmanna hennar líður. Hagfræðingur LÍÚ minnir á, í grein hér í blaðinu 19. febrúar, að á tímum handaflsstýringar og haftabúskapar hafi gengi íslensku krónunnar verið stillt í samræmi við óskir og þarfir útgerðarinnar. Væri sömu reglu beitt nú, segir hann, myndi aukinn tilkostnaður útgerðaraðila koma fram í lækkuðu gengi krónunnar. Við þetta er tvennt að athuga. Í fyrsta lagi sýna Hagstofutölurnar að væri farið að gömlu verðlagsráðsverðsformúlunni mætti hækka gengi krónunnar verulega! Sú staðreynd, hversu lágt gengi krónunnar er nú og afkoma útgerðar góð, sýnir glögglega að staða útgerðarinnar er ekki lengur einráð um gengisskráninguna, hvort heldur er til hækkunar eða lækkunar. Í öðru lagi greiða útgerðarmenn afgjald fyrir afnot af auðlindinni nú þegar, beint þegar um leigu á kvóta er að ræða, óbeint þegar útgerðarmaður ákveður að nota „eigin" kvóta frekar en að leigja hann frá sér. Það að leigugjaldið renni til eiganda auðlindarinnar í stað handhafa kvótans breytir engu um rekstrarskilyrði útgerðarinnar þó það hafi vissulega áhrif á efnahag handhafa kvótans. Það eru tvö óskyld mál. Sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands heldur því fram í grein þann 22. febrúar að undirrituðum sé eitthvað í nöp við aflamarkskerfið. Þetta er rangt. Aflamarkskerfið og önnur skyld kerfi skila því hlutverki mætavel að draga úr útgerðarkostnaði. Þetta hef ég sagt m.a. á ráðstefnum þar sem sérfræðingur Lagastofnunar var viðstaddur. Vandinn við hina íslensku útfærslu kvótakerfisins er að arðurinn af auðlindinni rennur allur til örfárra útvalinna. Ég hef ítrekað talað fyrir því að sá agnúi verði sniðinn af kerfinu. Nú liggja á borðinu hugmyndir um svokallaða tilboðsleið. Tillögur Jóns Steinssonar og Þorkels Helgasonar um útfærslu á þeirri leið myndu færa um helminginn af tekjum af auðlindinni til eiganda auðlindarinnar, íslensku þjóðarinnar. Það er lausn sem flestir ættu að geta unað við. Í akademískri umræðu er þess krafist að þátttakendur geri grein fyrir hugsanlegum hagsmunatengslum. Mér er ljúft að upplýsa að sem Íslendingur hef ég hagsmuni af að íslenskur almenningur njóti tekna af auðlindum í þjóðareigu. LÍÚ greiðir hluta af kostnaði við sérfræðingsstöðu Helga Áss Grétarssonar. Það er lágmarkskurteisi við lesendur Fréttablaðsins að þeim sé gert viðvart um slík tengsl.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun