Áhyggjur af trúboði í skólum Svanur Sigurbjörnsson skrifar 22. febrúar 2011 00:01 Þann 3. feb. skrifar Árni Gunnarsson í Fréttablaðið og lýsir áhyggjum sínum yfir því að ef tillaga mannréttindaráðs Reykjavíkur verði samþykkt fái prestar Þjóðkirkjunnar ekki að heimsækja grunnskóla og ræða þar kristin gildi við nemendur. Hann nefnir að ástæðan sé „mismunun í kynningu á trúarbrögðum“, þar sem kynningin gæti orðið flókin með 33 trúfélögum, en málið varðar ekki flækjur vegna fjölda trúfélaga heldur fyrst og fremst eðli málsins. Markmiðið er að koma í veg fyrir mismunun með því að hafa iðkun og boðun trúarbragða og lífsskoðana utan skólanna, en viðhalda góðri fagmennsku og fræðslu sem kennararnir sjá um sjálfir. Þetta er hin hlutlausa (án merkimiða) stefna sem allt starf á vegum ríkisins á að byggja á til þess að engum finnist að á sig halli sakir lífsskoðana sinna, hvort sem þær eru byggðar á trú eður ei. Slíkt fyrirkomulag (secular society) er það sem Sameinuðu þjóðirnar styðja og innifela í mannréttindasamþykktum sínum. Hlutlaus skóli er ekki þurrausinn gildum því að kennarar halda áfram að sýna gott fordæmi og kenna í anda þeirra góðu gilda sem hinn móralski tíðarandi þjóðarinnar heldur í heiðri hverju sinni og getið er um í lögum og Aðalnámsskrá. Árni segir það „vera ómögulegt að koma auga á hættuna, [af] því, að prestar, ... fræði skólabörn um kristna trú“. Það er hins vegar fleira en það sem er beinlínis hættulegt sem er ekki við hæfi að fari fram í skólum. Það er t.d. ekki öllum að skapi að boðuð sé trú á upprisu eða kraftaverk, þó að ekki sé það með beinum hætti skaðlegt. Árni sagðist hafa farið „sjálfviljugur“ í KFUM og börn munu geta það áfram. Það kemur skólanum ekkert við. Árni spyr svo af hverju siðrænir húmanistar berjist ekki frekar gegn innrætingu ofbeldis í þjóðfélaginu. Það er verðugt mál, en kemur málinu ekkert við. Hið sama má segja um hvort að „Jesús Kristur hafi verið húmanisti“. Siðrænir húmanistar vilja ekki vera með boðun í skólum og því gildir einu hvort að prestar kynni til sögunnar eitthvað húmaníska persónu. Það er kennaranna að upplýsa börnin um trúarbrögð og lífsskoðanir frá sjónarhóli hins upplýsta skoðanda samkvæmt bestu hlutlægum upplýsingum sem liggja fyrir í faginu hverju sinni. Getum við ekki verið sammála um það? Árni og fleiri hafa sótt í að blanda þjóðsöngnum í þetta. Umræða um hann er annað mál þó að líkt og með grunnskóla ætti hann ekki að vera merktur einni lífsskoðun. Hann verður áfram sunginn í skólum og annars staðar, en hvort að lofgjörðarsöngur til guðs kristinna sé heppilegur sem þjóðsöngur fyrir alla er spurning sem vert er að skoða við annað tækifæri. Ísland er land mitt – eins og allra annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Sjá meira
Þann 3. feb. skrifar Árni Gunnarsson í Fréttablaðið og lýsir áhyggjum sínum yfir því að ef tillaga mannréttindaráðs Reykjavíkur verði samþykkt fái prestar Þjóðkirkjunnar ekki að heimsækja grunnskóla og ræða þar kristin gildi við nemendur. Hann nefnir að ástæðan sé „mismunun í kynningu á trúarbrögðum“, þar sem kynningin gæti orðið flókin með 33 trúfélögum, en málið varðar ekki flækjur vegna fjölda trúfélaga heldur fyrst og fremst eðli málsins. Markmiðið er að koma í veg fyrir mismunun með því að hafa iðkun og boðun trúarbragða og lífsskoðana utan skólanna, en viðhalda góðri fagmennsku og fræðslu sem kennararnir sjá um sjálfir. Þetta er hin hlutlausa (án merkimiða) stefna sem allt starf á vegum ríkisins á að byggja á til þess að engum finnist að á sig halli sakir lífsskoðana sinna, hvort sem þær eru byggðar á trú eður ei. Slíkt fyrirkomulag (secular society) er það sem Sameinuðu þjóðirnar styðja og innifela í mannréttindasamþykktum sínum. Hlutlaus skóli er ekki þurrausinn gildum því að kennarar halda áfram að sýna gott fordæmi og kenna í anda þeirra góðu gilda sem hinn móralski tíðarandi þjóðarinnar heldur í heiðri hverju sinni og getið er um í lögum og Aðalnámsskrá. Árni segir það „vera ómögulegt að koma auga á hættuna, [af] því, að prestar, ... fræði skólabörn um kristna trú“. Það er hins vegar fleira en það sem er beinlínis hættulegt sem er ekki við hæfi að fari fram í skólum. Það er t.d. ekki öllum að skapi að boðuð sé trú á upprisu eða kraftaverk, þó að ekki sé það með beinum hætti skaðlegt. Árni sagðist hafa farið „sjálfviljugur“ í KFUM og börn munu geta það áfram. Það kemur skólanum ekkert við. Árni spyr svo af hverju siðrænir húmanistar berjist ekki frekar gegn innrætingu ofbeldis í þjóðfélaginu. Það er verðugt mál, en kemur málinu ekkert við. Hið sama má segja um hvort að „Jesús Kristur hafi verið húmanisti“. Siðrænir húmanistar vilja ekki vera með boðun í skólum og því gildir einu hvort að prestar kynni til sögunnar eitthvað húmaníska persónu. Það er kennaranna að upplýsa börnin um trúarbrögð og lífsskoðanir frá sjónarhóli hins upplýsta skoðanda samkvæmt bestu hlutlægum upplýsingum sem liggja fyrir í faginu hverju sinni. Getum við ekki verið sammála um það? Árni og fleiri hafa sótt í að blanda þjóðsöngnum í þetta. Umræða um hann er annað mál þó að líkt og með grunnskóla ætti hann ekki að vera merktur einni lífsskoðun. Hann verður áfram sunginn í skólum og annars staðar, en hvort að lofgjörðarsöngur til guðs kristinna sé heppilegur sem þjóðsöngur fyrir alla er spurning sem vert er að skoða við annað tækifæri. Ísland er land mitt – eins og allra annarra.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun